Morgunblaðið - 23.02.2000, Síða 46
^6 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000
KIRKJUSTARF
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Safnaðarstarf
Nýjum félögum
fagnað í KFUM
Á MORGUN, fímmtudag, verður
nýjum félögum í KFUM boðið í
mat og fagnað sérstaklega. Máltíð-
in hefst kl. 19 og er nýjum liðs-
mönnum boðið í matinn. Eldri fé-
lagsmenn þurfa að greiða 2.000 kr.
Skráning fer fram á skrifstofu
KFUM við Holtaveg. Að borðhaldi
loknu verður dagskrá í umsjá
stjórnar KFUM í Reykjavík.
Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr-
'aðra í dag kl. 13.30.
Dómkirkjan. Samvera fyrir
mæður með ung börn kl. 10.30-12 í
safnaðarheimilinu. Hádegisbænir
kl. 12.10. Orgelleikur á undan.
Léttur málsverður á eftir.
Grensáskirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10-12. Allar mæður vel-
komnar með lítil börn sín. Sam-
verustund eldri borgara kl. 14-16.
Biblíulestur, samverustund, kaffi-
veitingar. TTT-starf fyrir 10-12
ára börn kl. 17. Unglingastarf kl.
19.30.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir-
foreldra ungra barna kl. 10-12.
Biblíulestur kl. 20 í umsjá Sigurð-
ar Pálssonar. Náttsöngur kl. 21.
Háteigskirkja. Kvöldbænir og
fyrirbænir kl. 18.
Langholtskirkja. Samvera eldri
borgara í dag kl. 13-17. Spil, lest-
ur, handavinna. Kaffí og meðlæti
kl. 15. Djákni flytur hugvekju.
Söngstund undir stjórn Jóns Stef-
ánssonar organista. Lestur pass-
íusálma kl. 18.
Laugarneskirkja. Morgunbænir
kl. 6.45. Kirkjuprakkarar kl. 14.30.
Starf fyrir 6-9 ára börn. TTT kl.
16. Starf fyrir 10-12 ára börn.
Fermingartími kl. 19.15. Unglinga-
Kvöld kl. 20 í samvinnu við Laug-
arneskirkju, Þróttheima og Blóma-
val. Gospelkvöld í Hátúni 10.
Neskirkja. Foreldramorgunn kl.
10-12. Fræðsla: Sigríður Hulda
Jónsdóttir. Lífsleikni. Inntak og
áherslur. Biblíulestur kl. 16. Lesið
úr Þessalóníkubréfi. Opið hús kl.
17. Kaffiveitingar. Bænamessa kl.
18.05. Sr. Frank M. Halldórsson.
Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar-
stund kl. 12. Söngur, altarisganga,
fyrirbænir. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11-
12 ára böm kl. 17-18.15.
Árbæjarkirkja. Félagsstarf
aldraðra. Opið hús í dag kl. 13.30-
16. Handavinna og spil. Fyrir-
bænaguðsþjónusta kl. 16. Bænar-
efnum er hægt að koma til presta-
safnaðarins.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund
kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyr-
irbænir. Léttur málsverður í safn-
aðarheimilinu á eftir. Kirkjuprakk-
arar, starf fyrir 7-9 ára börn kl.
16. TTT-starf 10-12 ára kl. 17.15.
Digraneskirkja. Unglingastarf á
vegum KFUM & K og Digranes-
kirkju kl. 20.
Fella- og Hólakirkja. Helgi-
stund í Gerðubergi á fimmtudög-
um kl. 10.30.
Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund
í hádegi kl. 12. Altarisganga og
fyrirbænir. Léttur hádegisverður.
KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl.
17.30-18.30. Æskulýðsstarf fyrir
unglinga kl. 20-22 í Engjaskóla.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgn-
ar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára
kl. 17.
Kópavogskirkja. Starf með 8-9
ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í
safnaðarheimilinu Borgum. Starf á
sama stað með 10-12 ára (TTT) kl.
17.45-18.45.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bæn-
astund í dag kl. 18. Beðið fyrir
sjúkum, allir velkomnir. Léttur
kvöldverður að stund lokinni. Tek-
ið á móti fyrirbænaefnum í
kirkjunni og í síma 567-0110.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir
eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi-
stund, spil og kaffi.
Vídalínskirkja. Foreldramorg-
unn kl. 10-12.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar-
stund kl. 12. Hugleiðing, altaris-
ganga, fyrirbænir, léttur málsverð-
ur á eftir í Ljósbroti, Strandbergi
kl.13.
Hallgrímskirkja
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opn-
uð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í kirkjunni kl. 12.10. Sam-
verustund í Kirkjulundi kl. 12.25.
Súpa, salat og brauð á vægu verði.
Allir aldurshópar.
Landakirkja, Vestmannaeyjum.
Kl. 20 opið hús unglinga í KFUM
& K-húsinu.
Akraneskirkja. Unglingakórinn.
Söngæfing í Safnaðarheimilinu
Vinaminni kl. 17.30.
Kletturinn, kristið samfélag.
Bænastund kl. 20. Allir velkomnir.
Hólaneskirkja, Skagaströnd. Kl.
12 bæn og súpa. Allir velkomnir.
Ffladelfía. Súpa og brauð kl.
18.30. Kennsla kl. 19.30. Krakka-
klúbbur, unglingafræðsla. Kennsla
fyrir enskumælandi og biblíulest-
ur. Allir hjartanlega velkomnir.
Boðunarkirkjan. I kvöld verður
6. hluti námskeiðs um Opinberun-
arbók Jóhannesar á sjónvarpsstöð-
inni Omega og í beinni útsendingu
á FM 107. Leiðbeinandi er dr.
Steinþór Þórðarson. Efni: Dauðinn
- Hvað segir Biblían um hina
dánu? Á morgun verður dr. Stein-
þór með hugleiðingu á FM 107 kl.
15.
Gerir athugasemd
við túlkun ítí
á könnun Gallup
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Hafsteini Má Einars-
syni, verkefnisstjóra fjölmiðlakönn-
unar:
„Vegna auglýsinga Islenska út-
varpsfélagsins sem birtust á heilsíðu
í Morgunblaðinu og DV 19.-20. febr-
úar vill Gallup koma eftirfarandi at-
hugasemd á framfæri við samstarfs-
hóp um fjölmiðlakannanir.
I auglýsingunni er sett fram túlk-
un á niðurstöðum fréttaáhorfs sem
byggð er á nýjustu könnun Gallup frá
í janúar. Þar er lagt saman áhorf á
tvo fréttatíma á Stöð 2, annars vegar
kl. 18.55 og hinsvegar aðalfréttatím-
ann klukkan 19.30 og það borið sam-
an við áhorf á aðalfréttatíma RÚV
klukkan 19. Þessi framsetning nið-
urstaðna er ekki í samræmi við fram-
setningu Gallup á niðurstöðunum og
er ekki réttlætanleg út frá aðferða-
fræðilegum sjónarmiðum.
Fyrir þessu liggja margvísleg rök.
í fyrsta lagi er vísað til meðfylgjandi
kynningargagna frá Islenska út-
varpsfélaginu um uppbyggingu dag-
skrár á tímabilinu 18.55-20.05. í yfir-
litinu kemur fram að á eftir fréttum
kl. 18.55 kemur auglýsingatími, síðan
nýr þáttur, „ísland í dag“ og íþróttir,
síðan kemur annar auglýsingatími
rétt fyrir 19.30 þegar aðalfréttatími
Stöðvar 2 hefst. Umræddir tveir
fréttaþættir teljast því sjálfstæðir,
enda ekki um samfelldan fréttaþátt
að ræða og einnig samkvæmt skil-
greiningu útvarpsréttamefndar, þar
sem kveðið er á um að óheimilt sé að
rjúfa dagskrá frétta og fréttatengds
efnis með auglýsingum.
Það eru tvær meginreglur í fram-
setningu niðurstaðna á áhorfi á sjón-
varp; annars vegar að bera saman
áhorf á einstaka þætti og hins vegar
að bera saman áhorf á ákveðin tíma-
Sænska landsliðið með mikla
yfírburði í Flugleiðamótinu
SÆNSKA bridslandsliðið hafði
mikla yfirburði í Flugleiðamótinu
í sveitakeppni sem lauk á Hótel
Loftleiðum í gær. Svíarnir unnu
alla leiki sína og enduðu heilum
leik, eða 24 stigum, fyrir ofan
næstu sveit.
Alls tóku 79 sveitir þátt í Flug-
leiðamótinu, eða nokkru færri en
undanfarin ár. Svíarnir tóku
strax forustuna og höfðu fullt
hús, eða 59 stig, eftir tvær um-
ferðir: Þeir juku forustuna jafnt
og þétt og þegar umferðunum 10
var lokið var þetta lokastaðan:
1 Svíþjóð 209
2 Þrír Frakkar 186
3 George Mittelman 181
4. Bóhem 177
5 Dillon 176
6 Kaupf. Borgfirðinga 174
7 Samvinnuferðir-Landsýn 173
8 Jón Sigurbjörnsson 172
9 Iceclean 171
10 Innheimtuþjónustan 170.
Sex efstu sveitirnar fengu pen-
ingaverðlaun, samtals 8.200 doll-
ara eða um 600 þúsund krónur.
Magrét Hauksdóttir, kynningar-
fulltrúi Flugleiða, og Guðmundur
Ágústsson, forseti Bridssam-
bands íslands, afhentu verðlaun-
in í mótslok.
Innsvíningin
freistaði ekki
Leguguðinn bauð upp á sjald-
gæft spilabragð í síðustu umferð
sveitakeppninnar en ekki er vitað
til þess að neinn spilari í mótinu
hafi látið eftir sér að reyna sig
við það.
Morgunblaðið/Amór Ragnarsson
Svíarnir sigruðu með mikium yfirburðum í sveitakeppninni. Þeir voru að vonum kampakátir við verðlauna-
afhendinguna. Talið frá vinstri: Tommy Gullberg, Peter Fredin, Magnus Lindkvist og Lars Anderson.
Norður
* Á10
v Á974
* 842
* DG82
Vestur Austur
a D87632 a G94
r G3
♦ 76
* 1097654
Suður
a K5
v D862
♦ RG1053
* AK
v R105
♦ AD9
* 2
Flestir spiluðu 4 hjörtu í NS,
stundum eftir spaðaströgl hjá
vestri. Eftir spaðaútspil út snýst
vandamálið um hvernig eigi að
spila hjartanu.
Augljóslega gengur ekki að
spila hjarta á drottninguna, eða
taka hjartaás og spila meira
hjarta, því þá fær vestur tvo slagi
á hjarta og tvo slagi á tígul. En
það er til leið til að gefa aðeins
einn trompslag.
Sagnhafi tekur fyrsta slaginn á
spaðaás í borði og spilar hjarta á
áttuna heima. Vestur fær á tíuna
og spilar væntanlega spaða
áfram. Inni á spaðakóng spilar
sagnhafi nú hjartadrottningu að
heiman og það er sama hvort
vestur leggur á eða ekki: sagn-
hafi gefur aðeins einn hjartaslag
og getur í rólegheitum brotið út
ÁD í tígli.
Guðm. Sv. Hermannsson
bil. Sú aðferð sem lögð er til grund-
vallar í auglýsingunni er í raun að
bera saman saman áhorf á þátt
(fréttir RÚV) við áhorf á tvo tíma-
punkta á Stöð 2.
í skýrslu sem Gallup gerði með
niðurstöðum könnunarinnar var
byggt á ofangreindum meginreglum
á framsetningu niðurstaðna á frétta-
áhorfi og þær sýndar á tvennan hátt:
• I fyrsta lagi var sýnt áhorf á frétt-
ir RÚV og aðalfréttatíma Stöðvar 2
(kl. 19.30). Þetta er sams konar fram-
setning og gerð var með áhorf frétta-
tíma stöðvanna á síðasta ári.
• I öðru lagi var sýnt áhorf á
„prime time“-áhorfstíma frá klukkan
19-20 á RÚV og Stöð 2, en vegna
breytinga á dagskrá Stöðvar 2 nær
þetta tímabil þar frá 18.55-20.05.
Beinn samanburður á aðalfrétta-
tímum stöðvanna er og hefur verið sú
mælieining sem fylgst hefur verið
hvað best með á undanfömum árum.
Þama er borið saman áhorf á þátt við
þátt án tillits til annarra atriða s.s.
tímalengdar. Tilgangur þessarai-
mælingar er ekki að mæla mínútu við
mínútu enda var fréttatími Stöðvar 2
heldur lengri í fyrra en á RÚV en það
hefur snúist við eftir þær breytingar
sem gerðar hafa verið á fréttatímum
stöðvanna.
Framsetning niðurstaðna ætti því
að mati Gallup að byggjast á annarri
hvorri þessara aðferða sem settar
vom fram í skýrslunni.
Þetta einstaka mál er ekki það
fyrsta sem veldur deilum um túlkun
á niðurstöðum kannana fjölmiðla-
samstarfsins og örugglega ekki það
síðasta, nema til komi breytt viðhorf
og aðilar geri samkomulag um leik-
reglur á þessum vettvangi. Það er til-
laga Gallup að aðilar samstarfsins
setji sér formlegar siðareglur um
framsetningu og túlkun niðurstaðna í
fjölmiðlakönnunum á vegum sam-
starfsins, til að tryggja að kannanim-
ar njóti trausts og virðingar á mark-
aðnum.“
-------------------
Græn framtíð
í Mosfellsbæ
NÆSTU fjórir fundir í fundaröð
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, Græn framtíð: Atvinna -
velferð - umhverfi, verða í Mosfells-
bæ miðvikudagskvöldið 23. febrúar,
á Selfossi 1. mars, í Keflavík 2. mars
og í Reykjavík 15. mars.
Fundurinn í Mosfellsbæ verður
haldinn á kaffihúsinu Álafoss föt
bezt og hefst klukkan 20:30. Eins og
á fyrri fundum munu fulltrúar
flokksins kynna hugmyndir sínar um
græna atvinnustefnu og nýja sókn í
velferðarmálum.
Frummælendur verða Kolbrún
Halldórsdóttir, Kristín Halldórs-
dóttir og Steingrímur J. Sigfússon
en fundarstjóri verður Jóhanna G.
Harðardóttir.
Fundurinn er öllum opinn og hefst
klukkan 20:30 eins og áður segir.
♦ »
Kvöldganga
á Góu
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
stendur fyrir gönguferð í kvöld, mið-
vikudagskvöld, frá Hafnarhúsinu,
Miðbakkamegin, kl. 20.
Farið verður um Amarhól, með
Sæbrautinni og upp á Skólavörðu-
holt, þaðan niður í Hljómskálagarð
og með Tjörninni og um Austurvöll
niður á Miðbakka. Ferðinni lýkur við
Hafnarhúsið.
Leiðina varða útilistaverkin:
Sólfarið, Ingólfur Amarson, Leifur
heppni, Móðurást, Jón Sigurðsson,
Hoft til hafs og Hafnarsaga.
Allir eru velkomnir.