Morgunblaðið - 23.02.2000, Síða 50

Morgunblaðið - 23.02.2000, Síða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ^ Petta er beinið sem þú TT stalst frá Káti, hann nappaði ' frá Stóra Brúsk, sem tók það ófrjálsri hendi frá Snata Ljóska w E6 ER ENN AD REYNA A6 KOMAST ^ 16ÉGN UM PESSA BÓK SEM DASUR GAF ’ MERÍ JÓLAGJÖF, EN HÚNERERFID HUN HEITIR, „HVERNIG A AD NA SEM MESTU ÚT ÚR STARFSMÖNNUM ^ MED ÖRLÆTI' ' 'X Sjáðu, amma sendi okkur En fallegt af henni. jólakort og það er LOOK, 6RAMMA 5ENT U5 A CHRI5TMA5 CAKP UIITH A POLLAR IN IT„ IZ-2 2 hundraðkall með. o c Njóttu svo fimmti'u krónanna þinna. BREF TTL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Skráið ykkur aftur í gagna- grunninn Frá Hrafni Sæmundssyni: í MARGVÍSLEGUM samskiptum manna eru til margar einfaldar staðreyndir sem ganga eins og rauður þráður gegnum alla mann- kynssöguna og gerast aftur og aft- ur. Ein þessara sögulegu stað- reynda er til dæmis sú að nánast allar breytingar, öll meiriháttar þróun, verða vegna sérstakra af- skipta einstaklings. Að einstakl- ingur rís upp úr flatneskjunni og breytir sögunni. Auðvitað eiga margir erfitt með að kyngja þessum staðreyndum. Og áhrif þessara einstakÚnga á þróun mannkynsins eru svo sann- arlega ekki alltaf til góðs. En eitt gerist alltaf. Viss tegund af fólki rís upp þegar fram koma einstakl- ingar sem vilja breyta ríkjandi ástandi. Og það er einmitt það sem nú hefur gerst. Fram hefur komið einstaklingur sem vill fara nýjar leiðir. Og enn kemst fólk í svaka- legan ham - og múgsefjun. I þessu tilfelli er andstaðan óvenju hörð á móti nýjungunum. Móti starfsemi og þróun íslenskrar erfðagreining- ar. Og það eru færð rök fyrir and- stöðunni. Þessi rök liggja fyrir og í því magni í rituðu máli og í geymslum fjölmiðla að líklega eru engin fordæmi um slíkt. Og það þarf ekki að lesa lengi þennan rökstuðning til að sjá vissa beinagrind. Einn hluti þeirra sem andvígir eru gagnagrunninum eru heiðarlegir „fagmenn". Þeir ein- blína á „möguleika á misnotkun“. Þau rök dvína stöðugt. Þar eru líka talin fram tilfínningaleg rök og líka atburðir sem gerðust í Mið- Evrópu á öldinni sem leið o.s.frv. Oft kemur þó líka fram hjá hluta þessa hóps þegar farið er að lesa nákvæmar að undir búa persónu- legar ástæður og hrein efnahags- leg rök. Og málið er notað í bein- um pólitískum slag þegar 63 alþingismenn komast að sérstakri „vísindalegri“ niðurstöðu nákvæm- lega eftir flokkslínum! Ef þetta eru dylgjur er auðelt að sanna það til eða frá. Gamalt og gott máltæki hjálpar þarna - „prentið lýgur ekki“! Þetta allt stendur nú óbreytanlegt - svart á hvítu. Þeg- ar öll þessi „ljósár“ af prentverki eftir áhugafólk og sérfræðinga eru skoðuð eru peningar oftast aug- ljóslega grunntónninn undir ýms- um formerkjum. Hver græðir? Og auðvitað er þarna tekin áhætta. Þannig er lífið. Þegar þú ferð upp í bílinn þinn til að fara í vinnuna og lendir í baráttu þar sem þessi þófamjúku rándýr berj- ast innbyrðis upp á líf og dauða til að enginn komist framúr getur þú farið yfir í annan heim á einu augnabliki. Ef þú ert á skuttogara geturðu flotið út úr rennunni og horfið í hafið. Ef þú drekkur nógu mikið færðu skorpulifur og veslast upp. Allt lífið er áhætta. En það er mismunandi hvernig fólk stendur að hlutunum. Þegar duglegur skipstjóri labb- ar úr vinnunni sinni með þrjá milljarða verður að vísu smá óró- leiki en engin ofsókn gegn sjóaran- un. Og þegar ungur maður sem hefur gert það gott með því að selja klósettpappír og hrísgrjón hættir í þeim bransa og fer að selja pappíra og segir setningu ár- sins: „það er ljótt að græða“, þá verður ekkert fjaðrafok. Þetta er innan markanna. Kannski draum- ur litla mannsins? Þú í dag. Eg á morgun. Aðeins þeir einstaklingar sem standa upp úr og breyta grund- vellinum í þróun þjóðfélagsins eru hundeltir. Hvernig sem á því stendur. Það væri viturlegt fyrir Islendinga að sjá nú einu sinni út úr augunum. Fara í smáferð út úr veiðimannasamfélaginu til að taka öðruvísi áhættu. Litla áhættu fyrir einstaklinginn í dag. En áhættu sem getur ráðið miklu bæði fyrir okkur persónulega og þjófélagið í heild. Þessi grein er skrifuð til um- hugsunar fyrir almenning. Til þeirra sem sagt hafa sig úr gagna- grunninum eða ætla að gera það. Til þeirra sem kannski taka í hugsunarleysi þátt í því að standa í vegi fyrir fyrirtæki eins og ís- lenskri erfðagreiningu. Til þeirra sem ætla að taka þátt í þeirri heimskulegu og grímulausu aðför sem nú síðast var sett í gang. Hvað græðir þú, lesandi góður, á þessu? Ekkert. Hverju tapar þú? Þú tapar mörgu. Þú gætir tapað til dæmis þann- ig, að börnin þín og barnabörn verði að setjast að erlendis eftir langskólanám. Þú gætir tapað þannig, að stór erlend fyrirtæki komi ekki til landsins og greiði há laun meðan íslensk fyrirtæki eru að flytja starfsemi sína úr landinu á lág- launasvæði erlendis. Þú gætir tapað því, að Islensk erfðagreining fái tækifæri til að stuðla að tilkomu nýrra lyfja, ekki bara til góðs hér á landi heldur um víða veröld. Þú gætir tapað þeim möguleika, að íslenska heilbrigðiskerfið njóti góðs af uppbyggingu þessa fyrir- tækis. Allt þetta gæti snert þig og þína persónulega fyrr eða síðar. Hugsaðu málð. Láttu ekki nota þig til vondra verka. Skráðu þig aftur inn í gagnagrunninn - strax í dag. HRAFN SÆMUNDSSON fulltrúi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.