Morgunblaðið - 23.02.2000, Side 53

Morgunblaðið - 23.02.2000, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ BRIDS llmsjon UuAmundur I'áll Arnurson AV höfðu sagt fimm tígla yf- ir fjórum spöðum suðurs og farið tvo niður. Spilið var doblað og gjaldið var 500 á hættunni, en var það slæmt? Andstæðingarnir voru líka á hættunni, svo það fór allt eftir því hvort fjórir spaðar ynnust eða ekki. Þetta var í tvímenningi Bridshátíðar. Spil 74. Vestur gefur; allir á hættu (áttum breytt). Vestur Norður a G1085 » AK104 ♦ D73 + G10 Austur * KD + 6 v DG98 »632 ♦ K96542 ♦ AG8 * 9 * ÁD6432 Su^ur * A97432 »75 ♦ 10 + K875 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull Dobl Redobl 4 spaðar Pass Pass 51auf Dobl 5 tíglar Dobl Allirpass Það virðast allir eiga góð spil við þetta borð og enginn veit raunverulega hvað er sagt til vinnings og hvað til fórnar. Gegn fimm tíglum tók norður tvo efstu í hjarta og gaf makker stungu, og spaðaásinn var fjórði slagur- inn. En standa fjórir spað- ar? Við fyrstu athugun lítur út fyrir það. En ekki þegar betur er að gáð ef AV finna mjög óvenjulega vörn. Vest- ur verður að spila út einspil- inu í laufí, sem er síður en svo sjálfgefið með þetta tromp. Hafi austur hins veg- ar sagt lauf er það ekki óeðlilegt útspil. Austur tek- ur með ás og spilar smæsta laufinu til baka til að benda á tígulinnkomuna. Vestur trompar, spilar makker inn á tígul og ef austur spilar nú laufi, fær vestur annan slag á tromp. Þetta er erfið vörn, enda unnu flestir fjóra spaða sem þangað komust. TM Reg. U.3 Pil W — aa rightt raawvml (c) 1997 Lm Angatta Tlmaa SyrxícatB Ast er... ... að trúlofast með kossi MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðariausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavfk MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000 53 I DAG Arnað heilla n pT ÁRA afmæli. í dag, I tJ miðvikudaginn 23. febrúar, verður sjötíu og fimm ára Páll Janus Þórð- arson, skipstjóri, síðar verksljóri á lager Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í Reykjavík, Gullsmára 9, Kópavogi. Hann og eigin- kona hans, Sigrún Þorleifs- dóttir, eru að heiman. P ÁRA afmæli. í dag, U U miðvikudaginn _ 23. febrúar, er fimmtugur Ólaf- ur Þór Þorgeirsson, Sels- völlum 7, Grindavík. Eigin- kona hans er Stefanía Björg Einarsdóttir. Þau hjónin taka á móti ættingjum og vinum í sal Slysavarnahúss- ins í Seljabót 10, Grindavík, laugardaginn 26. febrúar nk. frá kl. 20. SKÁK Umsjón llclgi Áss Grétarsson Svartur á leik. SIGURVEGARI atskákmótsins í Ha- ifa, indverska stór- stirnið Anand, hafði hvítt í meðfylgjandi stöðu gegn Rússan- um Peter Svidler sem tókst með snjöllum hætti að rjúfa varnir hvíts. 37. ...e4! 38. fxe4 Að öðrum kosti komast frípeð svarts á skrið. 38. ...Dg3! 39. Kgl 39.e5 gengur ekki upp sökum hins einfalda 39. ...Bxe5 39. ...Be5 40. Hcl Dh2+ 41. Kf2 Bg3+ og hvít- ur gafst upp enda fátt til varnar eftir 42. KÍ3 Bh4. Með morgunkaffinu 911 i ■I i H \ Frá og með morgun- deginum þarft þú ekki að koma hingað. Jakkinn er úr ekta kolkrabbahúð. Hvernig gekk á stefnumótinu? LJOÐABROT í VORÞEYNUM Á meðan brimið þvær hin skreipu sker og skýjaflotar sigla yfir lönd þá spyrja dægrin: Hvers vegna ertu hér, hafrekið sprek á annarlegri strönd? Það krækilyng sem eitt sinn óx við klett og átti að vinum gamburmosa og stein, er illa rætt og undariega sett hjá aldintré með þunga og frjóa grein. Hinn rammi safi rennur frjáls í gegn um rót er stóð í sinni moldu kyr, en öðrum finnst sig vanta vaxtarmegn þótt vorið fljúgi í lofti hraðan byr. Drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina þar við dyr. Jón Helgason STJÖRNUSPA eftir Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert gæddur góðu sjálfs- trausti og átt því auðvelt með aðfá aðra á þitt band. Hrútur (21. mars -19. apríl) Láttu ekki sjálfselskuna hlaupa með þig í gönur. Það sem þú þarft á að halda er til- litssemi við aðra; með henni vinnur þú aðra til íylgis við þig- Naut (20. apríl - 20. maí) Leyfðu ævintýraþránni að blómstra og láttu eftir þér að gera eitthvað óvænt. Þú verð- ur svo miklu betri til líkama og sálar á eftir. Tvíburar . ^ (21.maí-20.júní) nA Það er til lítils að sitja með hendur í skauti og halda að hlutirnir komi af sjálfu sér. Brettu upp ermarnar og farðu að vinna. Það er löngu tímabært. Krabbi (21. júní - 22. júlí) ®7rlfó Reyndu að halda ró þinni hvað sem á dynur. Aðeins þannig verðurðu fær um að ráða fram úr þeim vandamál- um sem á borð þitt koma og snerta margra heill. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) ** Þú þarft ekkert að setja upp hundshaus þótt ekki séu allir sammála því sem þú segir. Virtu skoðanir annarra ef þú vilt sjálfur að aðrir taki þig al- varlega. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (BKL Láttu ekki aðfinnslur annarra í þinn garð hafa of mikil áhrif á þig. Margt er sagt í öfund og afbrýðisemi en þú skalt vera að láta detta niður á það plan. 'lTTX (23. sept. - 22. október) 4* 4* Fegurðin er allt í kringum okkur. Líttu bara í kringum þig og leyfðu þér að njóta þess sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Eitt og annað er að brjótast um í þér. Leyfðu því að koma upp á yfirborðið og afgreiddu svo málin þannig að þú getir haldið ótrauður áfram. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) nO Það er ljótur ávani að af- greiða alla hluti fyrirfram í stað þess að kynna sér þá og taka svo afstöðu. Margt breytist þegar betur er að gáð. Steingeit „ (22. des. -19. janúar) 4MP Vertu ekki hræddur við að taka málin í þínar hendur. Láttu réttlætiskennd þína leiða þig og þá muntu koma öllum málum farsællega í höfn. Vatnsberi .. (20. jan.r -18. febr.) Það getur verið gott að kynn- ast nýjungum og nýju fólki sem eitthvað má læra af sér til gagns og gamans. En mundu að ekki eru allir við- hlæjendurvinir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þér er nauðsynlegt að ganga frá þeim málum sem fyrir liggja. Öðruvísi getur þú ekki haldið áfram heldur muntu hjakka stöðugt í sama farinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FRETTIR Fyrirlestur um indíána BEN Gebbe heldur fyrirlestur í dag, miðvikudaginn 23. febrúar, á vegum Mannfræðistofnunar Háskóla ís- lands um efnið „Hvað er að vera ind- íáni?“. Fyrirlesturinn verður kl. 16:15 í stofú 101 í Lögbergi við Há- skóla Islands og verður hann fluttur á ensku. Ben Gebbe er af blönduðum ætt- um; faðir hans er Sioux-indíáni og móðir af norsk-amerískum ættum. Ben starfar við Smithsonian-safn norður-amerískra indíána í New York. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Föndurnámskeið Ameríska föndurkonan Mary Rotruck verður með námskeið hér á landi 24. febrúar til 10. mars. Skráning og nánari upplýsingar í verslunum, Koffortið Hafnarfirði, Málningarbúðin Akranesi, Birkir ehf. (safirði, Álnabæ, Keflavík. Koffortið, Strandgötu 21, simi 555 0220 AUKIN EINBEITING MEÐ S.IALFSDAI.EIÐSLU Námskeið/einkatímar sími 694 5494 Ný námskeið hefjast S. og 21. mars Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. Hringdu núna Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. Vikuveisla á Kanarí frá 19. mars 39.955 með Heimsferðum Aðeins 10 hús í boði Tryggðu þér vikuævintýri á Kanarí á hreint frábærum kjörum þann 19. mars, en þá bjóðum einstakt tilboð í sólina og frábæra aðstöðu á Vista Golf smáhýsagarðinum, sem er staðsettur við hinn glæsilega golfvöll í Marpalomas. Hér finnur þú glæsilegt umhverfi og hvergi betra veður á þessu árstíma, 27 gráðu hita alla daga. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti meðan enn er laust. Vikuferð Verðkr. 39.955 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára. Verð kr. 49.990 M.v. 2 í smáhýsi mcð sköttum, 19. mars. 3 vikur 69.990 M.v. 2 í smáhýsi með sköttum, 19. mars Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.