Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Umræður utan dagskrár á Alþingi um kjarnorkuendurvinnslustöðina í Sellafíeld Sagðir hafa brugðist trausti Islendinga ÞINGMENN úr öllum flokkum tóku undir þá kröfu í umræðum utan dagskrár á Alþingi í gær að bresku kjam- orkuendur- vinnslustöðinni í Sellafield verði lokað. Kom fram í máli þingmanna að þeir teldu bresk stjórnvöld hafa brugðist því trausti, sem til þeirra væri borið, vegna málefna Sellafield- stöðvarinnar. Það var Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sem var málshefj- andi umræðunnar en tilefnið var svört skýrsla breska kjarnorkueftir- litsins um öryggismál í Sellafield, sem birt var síðastliðinn föstudag. Kolbrún spurði hvort ekki væri orðið ljóst að sendibréf, símtöl og ályktanir hefðu litlu breytt um losun geislavirkra efna í hafið frá Sella- field-stöðinni. íslenskir ráðamenn hefðu t.d. í 20 ár eða meira lýst áhyggjum af skaðvænlegum áhrifum kjarnorkuendurvinnslustöðvanna í Dounreay og Sellafield en þessar að- ferðir hefðu engan veginn skilað full- nægjandi árangri í baráttunni gegn losun geislavirkra efna í hafið. Engu máli virtist skipta hversu oft bresk yfirvöld gæfu út yfirlýsingar um að nú skyldi tekið á málum sem aldrei fyrr. Spurði Kolbrún því umhverfisráð- herra hvort ekki væri orðið nauðsyn- legt að grípa til afdrifaríkari aðgerða og bætti svo við: „Ég nefni það nú bara hvort hæstvirtur umhverfisráð- herra hafi aldrei hugleitt að það sé kannsld kominn tími til að sendi- herra Islands verði hreinlega kallað- ur heim?“ Hvatti Kolbrún umhverfisráð- herra til að íylgja fordæmi írskra stjórnvalda og setja fram afdráttar- ALÞINGI Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR hefst kl. 10.30 í dag og að afloknum atkvæðagreiðslum verða eftirfarandi mál þar á dag- skrá: 1. Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, 1. um- ræða. 2. Vörugjald af ökutækjum, 1. um- ræða. 3. Mat á umhverfisáhrifum, 1. um- ræða. 4. Stjérn fiskveiða (aflaheimildir Byggðastofnunar), frh. 1. um- ræðu. 5. Fjárfesting erlendra aðila í at- vinnurekstri, 1. umræða. 6. Starfsemi og fjárreiður stjórn- málasamtaka, 1. umræða. 7. Hjúskaparlög (ellilífeyrisrétt- indi), 1. umræða. 8. Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar, 1. umræða. 9. Gerð neyslustaðals, fyrri um- ræða. 10. Skipan nefndar um sveigjanleg starfslok, fyrri umræða. 11. Hætta af völdum bensfn- og olíu- flutninga um Reykjanesbraut, frh. fyrri umræðu. 12. Grundvöllur nýrrar fiskveiðist- jórnar, fyrri umræða. 13. Barnalög (ráðgjöf um forsjá og umgengni), 1. umræða. . 14. Rásir fyrir búfénað til að koma í veg fyrir slys, fyrri umræða. 15. Náttúrufræðistofnun (slands og náttúrustofur, 1. umræða. 16. Smásala á tóbaki, fyrri umræða. 17. Endurskoðun viðskiptabanns á frak, fyrri umræða. 18. Mælistuðlar í fiskveiðum og vinnslu sjávarafla, fyrri um- ræða. lausa kröfu um það að kjarnorku- endurvinnslustöð- inni í Sellafield verði lokað tafar- laust. Fór hún þess jafnframt á leit að ráðherrann sækti sjálfur fund aðildarríkja OSP- AR-samningsins í júní til að beita sér fyrir því að sett yrði fram sam- eiginleg krafa Norðurlandanna og íra um að Sellafield-stöðinni verði lokað innan þriggja til fimm ára. Málið tekið upp af enn meiri þunga á fundi Halldórs og Cook Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra sagði í svari sínu að skýrsla bresku kjamorkustofnunarinnar um öryggismál í Sellafield hefði komið öllum á óvart, ekki síst breskum stjómvöldum því alltaf hefði litið svo út sem ástand þessara mála væri við- unandi í stöðinni. Sagði hún niður- stöður skýrslunnar hins vegar setja spurningarmerki við endurvinnslu ýamorkueldsneytis og herða á kröf- unni um gagngerar umbætur strax eða lokun stöðvarinnar að öðmm kosti. Hún rakti efni bréfs þess sem hún hefði ritað John Prescott, umhverfis- ráðhema bresku stjómarinnar, um leið og fréttir hefðu borist af efni skýrslunnar en í bréfinu gerði hún grein fyrir afstöðu íslendinga. Ennfremur benti hún á að utan- ríkisráðherra myndi eiga fund með breskum starfsbróður sínum, Robin Cook, á föstudag þar sem hann myndi fylgja eftir bréfi hennar og koma á framfæri þeirri skoðun ís- lenskra stjórnvalda að helst vildu þau að stöðin yrði lögð niður. Þótt málefni Sellafield hefðu þegar verið komin á dagskrá fundarins, þegar þau válegu tíðindi hefðu borist sem nú væru í brennidepli, þá væri ljóst að þau yrðu tekin upp af enn meiri þunga í ljósi síðustu frétta af stöðu mála. „Island hefur lengi haldið uppi mótmælum gegn losun geislavirkra úrgangsefna í hafið,“ sagði Siv. „Þau mótmæli hafa m.a. leitt til þess að framfarir hafa átt sér stað í rekstri endurvinnslustöðvarinnar í Sella- field. Dregið hefur til muna úr meng- un af völdum cesium en ástæða er til að hafa áhyggjur og mótmæla auknu magni af tecknesium-99, sem hefur á þriggja ára tímabili verið losað út í hafið, en það hefur þegar borist að ströndum Noregs og spáð er að það gæti komið inn á hafsvæði íslands á næstu tveimur árum.“ fslenskur sjávarútvegur í húfi? Fjölmargir þingmenn tóku þátt í þessari umræðu í gær og voru á einu máli, loka ætti kjamorkuendur- vinnslustöðinni í Sellafield sem allra fyrst. M.a. sagði Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, þingmaður Samfylkingar, að mönnum yrði æ betur ljóst að um- hverfismál væru mestu öryggismál sem staðið væri frammi fyrir. Oryggi íslendinga og afkoma þjóðarinnar byggðist á góðri umgengni við um- Morgunblaðið/Ásdís Þingmenn voru á einu máli í utandagskrárumræðunni í gær. hverfið, ekki aðeins þeirra sjálfra heldur einnig annarra. Margrét Sverrisdóttir, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði hins vegar að íslendingar hefðu hingað til talið sig geta treyst þeim upplýsing- um um öryggisráðstafanir vai-ðandi kjarnorkuvinnslu, sem Bretar hefðu látið í té. Nú væri því kominn upp alvarlegur trúnaðarbrestur í sam- skiptum þessara vinaþjóða. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, tók í sama streng og sagði Breta hafa sýnt á sér heldur dapur- lega hlið í þessum málum. Þeir hefðu lítið gert með mótmæli grannþjóða, sem þó þyrftu oft frekar en Bretar sjálfir að þola afleiðingar losunar geislavirkra efna í hafið. Ólafur Örn Haraldsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins, lýsti sömu skoðun og Steingrímur og sagði Is- lendinga eiga að krefjast lokunar kjamorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield. „Breskir aðilar hafa brugðist því trausti sem við höfum sýnt þeim, og við getum ekki lengur tekið alvarlega þær upplýsingar sem þeir láta fram í viðræðum við okkur um þessi alvarlegu mál,“ sagði hann m.a. Kristján Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, beindi hins vegar sjónum sínum að losun tecknes- ium-99 í sjóinn og sagði þar þurfa að grípa inn í með mjög afgerandi hætti. Það yrði einfaldlega að viður- kennast að tilburðir til mótmæla hefðu litlum tilgangi þjónað fram að þessu. Ahrif tecknesium-99 mengun- ar á íslenskan sjávarútveg gætu hins vegar orðið geigvænleg, ef efnið bærist inn á íslenskt hafsvæði eins og spáð væri. Sagði hann að setja þyrfti fram þá kröfu að annað hvort yrði losun tecknesium-99 hætt strax eða, ef það væri ekki hægt af tækni- legum ástæðum, gera kröfu um lok- un Sellafield-stöðvarinnar. Erlent olíufélag sækir form- lega um olíuleitarleyfí VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra upplýsti í fyrirspumatíma á Alþingi í gær að fyrr í þessum mánuði hefði borist formleg umsókn frá erlendu olíufé- lagi um leyfi til olíu- og gasleitar í ís- lenskri lögsögu. Fyrirtækið teldi hins vegar grundvallarforsendu fyrir því að það legði fé í olíu- og gasleit hér við land að sett yrðu lög um leit að olíuefnum og vinnslu þeirra, ásamt reglum um veitingu leitar- og vinnsluleyfa. Hún hefði því látið hefja smíði slíks frumvarps. Það var Guðmundur Hallvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem lagt hafði nokkrar fyrirspurnir til iðnaðarráðherra um olíuleit við ís- land. Kom m.a. fram í svari ráðherra að undanfarin ár hefði árleg fjárveit- ing til landgrunnsrannsókna numið 2 milljónum króna. Samráðsnefnd um Telur þó grundvallarforsendu að lög verði sett um olíuleit landgrunns- og olíuleitarmál, sem skipuð var í febrúar 1999, hefði gert tillögur um rannsóknir á árinu 2000, sem byggðu á tillögum starfshóps iðnaðarráðuneytisins um olíuleit frá því í júní 1998, og sem kostað hefðu 8 milljónir króna. Vegna óvissu um niðurstöðu viðræðna við olíufyrir- tæki hefði hins vegar ekki verið tekin afstaða til þessara tillagna við gerð fjárlaga 2000 og því væri fjárveiting fyrir þetta ár óbreytt, eða 2 milljónir króna. Kom einnig fram í svari Valgerðar að undanfarið hefði verið unnið að tveimur rannsóknarverkefnum, sem starfshópurinn lagði til. Annars veg- ar hefði verið unnið úr dýptarmæl- ingum sem Sjómælingar íslands hafa gert úti fyrir Norðurlandi, og hins vegar hefðu verið nýtt hagstæð skilyrði sem sköpuðust í tengslum við borun í jarðhitasvæðið við Bakka- hlaup í Öxarfirði. Valgerður sagði viðræður við olíu- fyrirtæki hafa sýnt að áhugi á olíu- og gasleit í íslenskri lögsögu væri fyrir hendi. Leit yrði hins vegar fljótt svo kostnaðarsöm að hún yrði ekki kostuð af ríkisfé, fjárfesting annarra aðila væri nauðsynleg. Erlend fyrir- tæki sem líklegust væru til að kosta leit myndu ekki koma að henni fyrr en sett hefðu verið lög um starfsem- ina og því hefði lagasetning forgang. Sagði Valgerður að hún hefði því lát- Möguleikar kannaðir á nýrri vatnsveitu í Leifsstöð Á VEGUM utanríkisráðuneytisins er verið að skoða möguleika á að veita hreinu vatni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar en nú er klórblönduðu vatni dælt þangað frá dælustöð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Fram kom í máli Halldórs Ás- grímssonar utanríkisráðherra á Al- þingi í gær að ástæðan fyrir því að vatn frá varnarliðinu er notað í Flugstöðinni væri sú að þegar flug- stöðin var reist á sínum tíma hefði þetta verið eina vatnsveitan á svæðinu sem réð við þetta verk- efni. Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokks, hafði spurt ut- anríkisráðherra að því í fyrir- spurnatíma, hvort hann hygðist beita sér fyrir því að notað yrði ferskt vatn í stað klórblandaðs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Halldór svaraði að einn mögu- leiki væri að leggja nýja vatnslögn milli aðalæðar Vatnsveitu Suður- nesja og vatnsveitu varnarliðsins og reisa nýja dælustöð. Kostnaður við þetta væri talinn á bilinu 20-30 milljónir. Sagði Halldór að eindreginn vilji væri til þess að flugstöðin og önnur íslensk atvinnustarfsemi á Kefla- víkurflugvelli nyti aðgangs að fersku vatni, svo sem byggingar Flugleiða og önnur mannvirki sem þarna kynnu að rísa í framtíðinni, og m.a. vegna þessa væri utanríkis- ráðuneytið að leita viðunandi lausna. Halldór tók það fram að ekkert í samstarfinu við varnarliðið hindr- aði að tekið yrði upp samstarf við nýjan aðila um vatnsveitu. ið hefja smíði slíks frumvarps. Valgerður sagði síðan að samráðs- nefnd um landgrunns- og olíuleitar- mál hefði annast samskipti við þau tvö erlendu olíufélög sem sýnt hefðu áhuga á olíuleit innan íslenskrar lög- sögu. Annað þeirra hefði einungis óskað eftir almennum upplýsingum en sérfræðingur á vegum hins hefði heimsótt Island í ágúst í fyrra í þeim tilgangi að afla upplýsinga um mögu- leika fyrirtækisins á olíuleit og olíu- vinnslu í íslenskri lögsögu. „Hann lýsti yfir áhuga fyrirtækis- ins á að fá leyfi til olíu- og gasleitar allt frá Jan Mayen-hrygg í norðri að Hatton-Rockall-banka í suðri. Hann lýsti einnig yfir áhuga á setlagasvæð- inu fyrir Norðurlandi, þó að hann teldi það sísta svæðið," sagði Val- gerður og hélt síðan áfram: „Fyrir- tækið lagði einnig áherslu á að grundvallarforsenda fyrir þvf að það legði fé í olíu- og gasleit í íslenskri lögsögu væri að sett yrðu lög um leit að olíuefnum og vinnslu þeirra, ásamt reglum um veitingu leitar- og vinnsluleyfa. Frekari viðræður hafa ekki farið fram milli fyrirtækisins og íslenskra stjórnvalda, en í byrjun febrúar ársins 2000 bárust formlegar umsóknir fyrirtækisins um leyfi til olíu- og gasleitar í íslenskri lögsögu." Nokkrir þingmenn gerðu stuttar athugasemdir eftir svör iðnaðarráð- herra í gær og voru sammála um að gjaman mætti eyða meira fé í landgrunnsrannsóknir. Rétt væri að athuga í eitt skipti fyrir öll hvaða tækifæri væru fyrir hendi í þessum málum við íslandsstrendur. Tók iðn- aðarráðherra undir þau orð, að full ástæða væri til að kanna þessi mál betur, þótt hún tæki jafnframt undir viðvaranir um of mikla bjartsýni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.