Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ VasKhugi •\ L hHHÉÍ AÚ&J- VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR i Fjárhagsbókhald i Sölukerfi I Viðskiptamanna kerfi i Birgðakerfi ) Tilboðskerfi ) Verkefna- og pantanakerfi i Launakerfi l Tollakerfi Vaskhugi ehf. Sfðumúla 15-Sími 568-2680 \ V eggur af list MYiVPLIST Kjarvalsstaðir DAÐI GUÐBJÖRNSSON Á KJARVALSSTÖÐUM er nú í gangi athyglisvert og nýstárlegt verkefni þar sem gestum gefst kost- ur á því að sjá listamenn að störfum og fylgjast með því hvemig stórt listaverk verður til. Þetta er gert með því að taka miðrýmið í safninu undir og úthluta það einum lista- manni í senn til afnota og vinnur hann verk beint inn í rýmið. Hlynur Hallsson reið á vaðið í janúar og skrifaði á veggina dagbók fjölskyldu sinnar með myndum og ýmsum text- um. Síðan tók Daði Guðbjörnsson við og málaði mynd á stóra vegginn í rýminu, en hann er þrír og hálíúr metri á hæð og tuttugu og fjögurra metra langur - langstærsti flötur sem Daði hefur nokkurn tímann tek- ist á við. Þessar sýningar em þess eðlis að verk verður til smátt og smátt og þegar það hefur verið klárað er mál- að yfir það og næsti listamaður tekur við auðum fleti. Þannig er athyglinni beint fyrst og fremst að sköpunar- ferlinu sjálfu og hið fullbúna verk eyðilagt um leið og lifir ekki nema í minningunni og á ljósmyndum sem af því kunna að vera teknar. Það er ferlið sem skiptir hér mestu máli og nálægð áhorfandans við listamann- inn og þann hátt sem hann hefur á listsköpun sinni. Hið geysistóra mál- verk Daða sameinar nokkur minni sem hann hefur áður fengist við í eina stóra heild. Frá hliðunum mál- aði hann gríðarmikla gráa fleyga sem tákna annars vegar götu og hins vegar múrvegg. I kringum þessa fleyga og á milli þeirra hefur Daði svo málað flúr eins og hann er löngu orðinn þekktur fyrir, spírala, blóm- mynstur og litríkt skraut. Fyrir miðri myndinni rís svo hið margræða tákn sem áhorfendur kannast við úr mörgum málverka hans, en það virð- ist í senn vera harpa og hjarta, eða jafnvel einhvers konar tákn um sam- runa tveggja helminga, samhverfing sem gæti vísað til lífsins sjálfs eða listarinnar. Líkt og önnur verk Daða virðist þessi mynd íyrst og fremst verka sem eins konar gleðióður, lit- ríkt og leikandi fagnaðarljóð til lífs- ins. En gráu fletimir tveir vekja þó grunsemdir um að fleira búi undir og að listamaðurinn vilji líka minna á dekkri hliðar lífsins, erfiðleikana sem allir þurfa að takast á við og yf- irvinna ef lífið á að fá notið sín. Þessi margræðni gerir myndina ágengari og áhugaverðari. Þetta óvenjulega verkefni á Kjar- valsstöðum er vel til fundið og spennandi að fá að fylgjast með ólík- um listamönnum takast á við það. Næst í röðinni er Katrín Sigurðar- dóttir, en alls munu sex listamenn taka þátt í verkefninu sem lýkur ekki fyrr en 18. maí í vor. Jón Proppé hitakútar úr ryðfríu stáli 30 ára frábær reynsla á þúsundum íslenskra heimila • 30/50/100/120/200 eöa 300 lítra • Blöndunar- og öryggisloki fylgir • 20% orkusparnaður • Hagstætt verð Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, ■=■ 562 2901 www.ef.is y Katrín málar yfir verk Daða á Kjarvalsstöðum KATRÍN Sigurðardóttir er þriðji af sex listamönnum sem tekur þátt í verkefninu Veg(g)ir á Kjarvals- stöðum. Daði Guðbjörnsson var annar og lýkur sýningu á verki hans í dag, fímmtudag, og mun hann kynna verk sitt og hugleið- ingar um það, en listamaðurinn hefur unnið verkið á 24 metra langan vegg sl. þrjár vikur. Við sama tækifæri mun Katrín Sigurð- ardóttir kynna hugmyndir sinar og áætlanir varðandi sinn þátt í verk- inu. Listamennirnir sem taka þátt í verkefninu eru listamenn af ólík- um kynslóðum sem hafa starfað i ólikum miðlum og endurspegla þannig að nokkru fjölbreytnina í núverandi stöðu myndlistar. Að loknu sérhverju sýningartfmabili verður framlag hvers listamanns Qarlægt eða hulið á bak við nýtt lag af málningu sem um leið verð- ur undirlag þess sem næst kemur á vegginn. I yfirlýsingu Katrínar vegna verkefnisins seglr m.a.: „Veggir Kjarvalsstaða eru ýmist úr steini eða gleri. Efnisgerð þeirra og rým- isgerð hússins í heild er að mörgu Ieyti lýsandi fyrir tvíþætt hlutverk „borgarlistasafns" sem stofnunar: - Glerið, gagnsætt og létt, er tákn- rænt fyrir safnið sem glugga útí fé- lagslegt rými borgarinnar; list og menning staðar og stundar flæða þar í gegn eins og ljós í gegnum gler. - Steinninn, þykkur og þung- ur, minnir á varnarvirki, jafnvel grafhvelfingu, sem í þessu tilviki varðveitir menningu, frystir hana í tímalausu og vernduðu umhverfi. Sjaldnast er jafnvægi á milli þess- ara gilda fullkomið. Mig langar að gera þessa byggingu ennþá gagn- særri en hún er nú þegar af hendi húsameistara. Ég legg upp með einfalda hugmynd á þessum til- raunavegg. Mig langar að gera þennan vegg að eins konar spegli fyrir það sem er handan hans, þannig að það sem hann skilur okkur frá - bókasafnið hinumegin, bílaplanið, Flókagatan, Hlemmur, Borgartúnið - varpast hér inn til áhorfandans.“ Næsti listamaður verður Ráð- hildur Ingadóttir og tekur hún við veggnum 16. mars. Daði leggur lokahönd á verk sitt á vegg Kjarvalsstaða. Það verður af- máð í dag og veggurinn undirbúinn fyrir verk Katrínar Sigurðardóttur. Morgunblaðið/Árni Sæberg M-2000 Fimmtudagur 24. febrúar Hægan Elektra Þjóðleikhúsið kl. 20:00 Frumsýning á nýju leikverki eftir Hrafnhildi Hagalín. í verkinu tekst Hrafnhildur Hagalín m.a. á við leikhúsið sjálft og tengsl lífsins og listarinnar. Þetta er fyrsta leikrit Hrafnhild- ar eftir að hún hlaut Norrænu leikskáldaverðlaunin fyrir leikrit sitt: Ég er meistarinn. Með aðal- hlutverk fara Edda Heiðrún Backman og Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir en leikstjóri er Viðar Eggertsson. (Gamla Bæjarflgen Alla sunnudága 27. febrúar - 28. maí ki. 19:30 Þeir sem hafa áhuga á að tefla á sunnudögum hafi samband við Tómas í síma 899 9030 Kaffihús Alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 19:00 Dansnámskeið á þriöiudc Allir þeir sem vilja láta gott af sér leiða oq hjáfpa tif, hafi sambar.d vió Þorleif i síma 896 2181 eða lómas í sima 899 9030, Fimm kvölda dansnámskeió hefst 7. mars kl. 20. Létt sveífla og léttir dansar. 700 kr. á kvöldi. Skráning hjá Hiimari í síma 892 9831. Ekki bara fyrir pör heldur líka staka einstaklinga. Sýningum lýkur Slunkaríki - fsafirði Sýningunni Ummyndum lýkur á sunnudag. Þar lýsa níu íslenskir listfræðingar og gagnrýnendur myndverkum íslenskra og erlendra listamanna sem þeir hafa valið af þessu tilefni. Þetta eru þau Aðal- steinn Ingólfsson, Auður Ólafsdótt- ir, Elísa B. Þorsteinsdóttir, Halldór Björn Runólfsson, Hannes Sigurðs- son, Hrafnhildur Schram, Jón Proppé, Kristín Guðnadóttir og Laufey Helgadóttir. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 16-18. Kjarvalsstaðir Sýningunni Rauðvik - málverk f og utan fókuss, lýkur nú á sunnu- dag. Sýningin er samsýning á verk- um þeirra Claus Egemose, Johan van Oord, Tuma Magnússonar og Ninu Roos. Sýningin er samvinnu- verkefni Trapholt-safnsins í Kold- ing í Danmörku, Kunsthalle Hels- inki í Finnlandi, Listasafns Reykjavíkur og Centrum Beelden- de Kunst í Rotterdam í Hollandi, en þagað fer sýningin eftir að henni lýkur á Kjarvalsstöðum. Leiðsögn um sýningar safnsins er alla sunnu- daga kl. 16. Kjarvalsstaðir eru opn- ir daglega frá kl. 10-18. Gallerí Stöðlakot Sýningu Vytantas Narbutas lýk- ur nú á sunnudag. Galleríið er opið daglega kl. 15-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.