Morgunblaðið - 24.02.2000, Page 32

Morgunblaðið - 24.02.2000, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ VasKhugi •\ L hHHÉÍ AÚ&J- VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR i Fjárhagsbókhald i Sölukerfi I Viðskiptamanna kerfi i Birgðakerfi ) Tilboðskerfi ) Verkefna- og pantanakerfi i Launakerfi l Tollakerfi Vaskhugi ehf. Sfðumúla 15-Sími 568-2680 \ V eggur af list MYiVPLIST Kjarvalsstaðir DAÐI GUÐBJÖRNSSON Á KJARVALSSTÖÐUM er nú í gangi athyglisvert og nýstárlegt verkefni þar sem gestum gefst kost- ur á því að sjá listamenn að störfum og fylgjast með því hvemig stórt listaverk verður til. Þetta er gert með því að taka miðrýmið í safninu undir og úthluta það einum lista- manni í senn til afnota og vinnur hann verk beint inn í rýmið. Hlynur Hallsson reið á vaðið í janúar og skrifaði á veggina dagbók fjölskyldu sinnar með myndum og ýmsum text- um. Síðan tók Daði Guðbjörnsson við og málaði mynd á stóra vegginn í rýminu, en hann er þrír og hálíúr metri á hæð og tuttugu og fjögurra metra langur - langstærsti flötur sem Daði hefur nokkurn tímann tek- ist á við. Þessar sýningar em þess eðlis að verk verður til smátt og smátt og þegar það hefur verið klárað er mál- að yfir það og næsti listamaður tekur við auðum fleti. Þannig er athyglinni beint fyrst og fremst að sköpunar- ferlinu sjálfu og hið fullbúna verk eyðilagt um leið og lifir ekki nema í minningunni og á ljósmyndum sem af því kunna að vera teknar. Það er ferlið sem skiptir hér mestu máli og nálægð áhorfandans við listamann- inn og þann hátt sem hann hefur á listsköpun sinni. Hið geysistóra mál- verk Daða sameinar nokkur minni sem hann hefur áður fengist við í eina stóra heild. Frá hliðunum mál- aði hann gríðarmikla gráa fleyga sem tákna annars vegar götu og hins vegar múrvegg. I kringum þessa fleyga og á milli þeirra hefur Daði svo málað flúr eins og hann er löngu orðinn þekktur fyrir, spírala, blóm- mynstur og litríkt skraut. Fyrir miðri myndinni rís svo hið margræða tákn sem áhorfendur kannast við úr mörgum málverka hans, en það virð- ist í senn vera harpa og hjarta, eða jafnvel einhvers konar tákn um sam- runa tveggja helminga, samhverfing sem gæti vísað til lífsins sjálfs eða listarinnar. Líkt og önnur verk Daða virðist þessi mynd íyrst og fremst verka sem eins konar gleðióður, lit- ríkt og leikandi fagnaðarljóð til lífs- ins. En gráu fletimir tveir vekja þó grunsemdir um að fleira búi undir og að listamaðurinn vilji líka minna á dekkri hliðar lífsins, erfiðleikana sem allir þurfa að takast á við og yf- irvinna ef lífið á að fá notið sín. Þessi margræðni gerir myndina ágengari og áhugaverðari. Þetta óvenjulega verkefni á Kjar- valsstöðum er vel til fundið og spennandi að fá að fylgjast með ólík- um listamönnum takast á við það. Næst í röðinni er Katrín Sigurðar- dóttir, en alls munu sex listamenn taka þátt í verkefninu sem lýkur ekki fyrr en 18. maí í vor. Jón Proppé hitakútar úr ryðfríu stáli 30 ára frábær reynsla á þúsundum íslenskra heimila • 30/50/100/120/200 eöa 300 lítra • Blöndunar- og öryggisloki fylgir • 20% orkusparnaður • Hagstætt verð Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, ■=■ 562 2901 www.ef.is y Katrín málar yfir verk Daða á Kjarvalsstöðum KATRÍN Sigurðardóttir er þriðji af sex listamönnum sem tekur þátt í verkefninu Veg(g)ir á Kjarvals- stöðum. Daði Guðbjörnsson var annar og lýkur sýningu á verki hans í dag, fímmtudag, og mun hann kynna verk sitt og hugleið- ingar um það, en listamaðurinn hefur unnið verkið á 24 metra langan vegg sl. þrjár vikur. Við sama tækifæri mun Katrín Sigurð- ardóttir kynna hugmyndir sinar og áætlanir varðandi sinn þátt í verk- inu. Listamennirnir sem taka þátt í verkefninu eru listamenn af ólík- um kynslóðum sem hafa starfað i ólikum miðlum og endurspegla þannig að nokkru fjölbreytnina í núverandi stöðu myndlistar. Að loknu sérhverju sýningartfmabili verður framlag hvers listamanns Qarlægt eða hulið á bak við nýtt lag af málningu sem um leið verð- ur undirlag þess sem næst kemur á vegginn. I yfirlýsingu Katrínar vegna verkefnisins seglr m.a.: „Veggir Kjarvalsstaða eru ýmist úr steini eða gleri. Efnisgerð þeirra og rým- isgerð hússins í heild er að mörgu Ieyti lýsandi fyrir tvíþætt hlutverk „borgarlistasafns" sem stofnunar: - Glerið, gagnsætt og létt, er tákn- rænt fyrir safnið sem glugga útí fé- lagslegt rými borgarinnar; list og menning staðar og stundar flæða þar í gegn eins og ljós í gegnum gler. - Steinninn, þykkur og þung- ur, minnir á varnarvirki, jafnvel grafhvelfingu, sem í þessu tilviki varðveitir menningu, frystir hana í tímalausu og vernduðu umhverfi. Sjaldnast er jafnvægi á milli þess- ara gilda fullkomið. Mig langar að gera þessa byggingu ennþá gagn- særri en hún er nú þegar af hendi húsameistara. Ég legg upp með einfalda hugmynd á þessum til- raunavegg. Mig langar að gera þennan vegg að eins konar spegli fyrir það sem er handan hans, þannig að það sem hann skilur okkur frá - bókasafnið hinumegin, bílaplanið, Flókagatan, Hlemmur, Borgartúnið - varpast hér inn til áhorfandans.“ Næsti listamaður verður Ráð- hildur Ingadóttir og tekur hún við veggnum 16. mars. Daði leggur lokahönd á verk sitt á vegg Kjarvalsstaða. Það verður af- máð í dag og veggurinn undirbúinn fyrir verk Katrínar Sigurðardóttur. Morgunblaðið/Árni Sæberg M-2000 Fimmtudagur 24. febrúar Hægan Elektra Þjóðleikhúsið kl. 20:00 Frumsýning á nýju leikverki eftir Hrafnhildi Hagalín. í verkinu tekst Hrafnhildur Hagalín m.a. á við leikhúsið sjálft og tengsl lífsins og listarinnar. Þetta er fyrsta leikrit Hrafnhild- ar eftir að hún hlaut Norrænu leikskáldaverðlaunin fyrir leikrit sitt: Ég er meistarinn. Með aðal- hlutverk fara Edda Heiðrún Backman og Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir en leikstjóri er Viðar Eggertsson. (Gamla Bæjarflgen Alla sunnudága 27. febrúar - 28. maí ki. 19:30 Þeir sem hafa áhuga á að tefla á sunnudögum hafi samband við Tómas í síma 899 9030 Kaffihús Alla laugardaga og sunnudaga frá kl. 19:00 Dansnámskeið á þriöiudc Allir þeir sem vilja láta gott af sér leiða oq hjáfpa tif, hafi sambar.d vió Þorleif i síma 896 2181 eða lómas í sima 899 9030, Fimm kvölda dansnámskeió hefst 7. mars kl. 20. Létt sveífla og léttir dansar. 700 kr. á kvöldi. Skráning hjá Hiimari í síma 892 9831. Ekki bara fyrir pör heldur líka staka einstaklinga. Sýningum lýkur Slunkaríki - fsafirði Sýningunni Ummyndum lýkur á sunnudag. Þar lýsa níu íslenskir listfræðingar og gagnrýnendur myndverkum íslenskra og erlendra listamanna sem þeir hafa valið af þessu tilefni. Þetta eru þau Aðal- steinn Ingólfsson, Auður Ólafsdótt- ir, Elísa B. Þorsteinsdóttir, Halldór Björn Runólfsson, Hannes Sigurðs- son, Hrafnhildur Schram, Jón Proppé, Kristín Guðnadóttir og Laufey Helgadóttir. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 16-18. Kjarvalsstaðir Sýningunni Rauðvik - málverk f og utan fókuss, lýkur nú á sunnu- dag. Sýningin er samsýning á verk- um þeirra Claus Egemose, Johan van Oord, Tuma Magnússonar og Ninu Roos. Sýningin er samvinnu- verkefni Trapholt-safnsins í Kold- ing í Danmörku, Kunsthalle Hels- inki í Finnlandi, Listasafns Reykjavíkur og Centrum Beelden- de Kunst í Rotterdam í Hollandi, en þagað fer sýningin eftir að henni lýkur á Kjarvalsstöðum. Leiðsögn um sýningar safnsins er alla sunnu- daga kl. 16. Kjarvalsstaðir eru opn- ir daglega frá kl. 10-18. Gallerí Stöðlakot Sýningu Vytantas Narbutas lýk- ur nú á sunnudag. Galleríið er opið daglega kl. 15-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.