Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ENDURBÆTUR í STJÓRNSÝSLU HORFUR eru á því, að endurbætur verði gerðar á stjórnsýslu landsins á næstu misserum og árum miðað við móttökur í sölum Alþingis á skýrslu nefndar, sem fjallaði um ýmsar hliðar á starfsskilyrðum stjórnvalda. Einkum var tekið undir þá tillögu nefndarinnar, að sérstök lagaskrif- stofa (eða lagaráð) fengi það hlutverk að yfirfara lagafrum- vörp á Alþingi með samræmdum og skipulegum hætti með tilliti til ýmissa lagatæknilegra atriða og þess, hvort vald- heimildir þeirra samræmist ákvæðum stjórnarskrárinnar. Athugun nefndarinnar leiddi í ljós, að meiri hnökrar eru á ís- lenzkri löggjöf heldur en löggjöf annarra Norðurlanda og má það m.a. sjá af þeim fjölda athugasemda, sem umboðs- maður Alþingis hefur gert vegna meinbuga á lögum. Athugasemdirnar eru mun fleiri en gerðar eru hjá öðrum norrænum þjóðum. Davíð Oddsson kynnti Alþingi skýrslu nefndarinnar, sem var undir forustu Páls Hreinssonar, dósents við lagadeild Háskóla Islands. Forsætisráðherra kvað starfsskilyrði stjórnvalda hafa tekið stórstígum framförum síðustu árin, m.a. með lögum um umboðsmann Alþingis og stjórnsýslu- og upplýsingalög- um. Nefndin bendir þó á ýmsa annmarka í ýmsum þáttum stjórnarfarsins og bendir á leiðir til úrbóta. Hún leggur m.a. til, að mótuð verði framtíðarstefna um þróun stjórnsýslu- kerfisins og lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni, að hún yrði hluti af endurskoðun á lögum um Stjórnarráð ís- lands, sem ríkisstjórnin hefði heitið að beita sér fyrir á kjör- tímabilinu. Eftirlitshlutverk Alþingis, viðurlög við réttarbrotum í stjórnsýslu, skyldur sveitarfélaga vegna tilflutnings verk- efna frá ríkinu, tilhneigingin til fjölgunar sjálfstæðra stjórn- valda eða stofnana og réttaröryggi almennings eru m.a. efn- isatriða í skýrslunni. Lögð er til endurskoðun laga um birtingu laga og stjórnvaldsákvarðana. Það er málefni, sem full ástæða er til að færa til nútímahorfs. Tilgangslítið er að setja lög og reglur án þess að þeir, sem þær snerta, viti um það. Það sama gildir almennt um endurskoðun stjórnsýsl- unnar. Ástæða er til að endurskoða starfshætti með tilliti til tölvubyltingarinnar og í heimi fjarskipta. Er núverandi stjórnsýsla, sem á rætur aftur í aldir, í samræmi við þá möguleika, sem tækniþróunin gefur til skilvirkra starfs- hátta? Það þarf ríkisstjórn og Alþingi að hafa í huga við þá endurskoðun stjórnkerfisins sem framundan er. UPPBOÐA FARSÍMARÁSUM PÓST- og fjarskiptastofnun mun fyi'ir lok þessa árs huga að leyfísveitingum fyrir nýtt farsímakerfí, svokallað UTMS- kerfí, sem verður mikil framför frá núverandi farsímakerfí. Aðr- ar þjóðir í nágrenni við okkur eru einnig að búa sig undir að taka þetta nýja kerfí upp. í Bretlandi og á Italíu hefur verið ákveðið að uppboð fari fram á réttindum til þess að reka hið nýja farsímakerfi. í því felst að verulegir fjármunir verða greiddir í almannasjóði fyrir þennan rétt, sem verður takmarkaður við nokkra aðila í hverju landi fyrir sig. Á undanfömum árum hefur Morgunblaðið ítrekað hvatt til þess, að þetta fyrirkomulag verði tekið upp við úthlutun síma- rása, sjónvarpsrása og útvarpsrása. Þessi aðferð er að breiðast út og eftir nokkur ár verður hún talin sjálfsögð. Rökin fyrir þessari aðferð við úthlutun takmarkaðra réttinda eru augljós. Með uppboði á slíkum réttindum er komið í veg fyr- ir, að nokkur önnur sjónarmið, pólitísk eða persónuleg, ráði því hver réttindin hlýtur. Þess vegna er ástæða til að hvetja Sturlu Böðvarsson, sam- gönguráðherra, að brjóta blað og taka uppboðsaðferðina upp við útboð á UMTS-rásunum hér á Islandi. Símafyrirtækjum hefur fjölgað mjög og samkeppni þeirra í milli er hörð. Það verður nánast ómögulegt að gera upp á milli þeirra með einhverjum málefnalegum rökum. Það er hægt að setja í uppboðsskilmála skilyrði um þjónustu við landið allt, sem væntanlega mundi hafa áhrif á það verð, sem símaíyrirtækin væru tilbúin til að bjóða fyrir réttinn til að reka slíka farsímarás. Sá þáttur málsins á því ekki að koma í veg fyrir að uppboðsleiðin verði valin. Það er liðin tíð að opinberir aðilar geti úthlutað takmörkuðum réttindum, sem hafa fjárhagslegt gildi með þeim gamaldagsað- ferðum, sem áður tíðkuðust. Uppboð slíkra réttinda, þar sem allir sitja við sama borð er eina aðferðin, sem markaðsþjóðfélag- ið getur viðhaft, sem ekki býður heim margvíslegri gagnrýni. Þess vegna er tímabært að stjórnvöld taki upp aðferð, sem nú ryður sér til rúms í flestum löndum, sem við eigum náin sam- skipti við og berum okkur saman við. Flókin og viðkvæm staða er að koma upp í kjaraviðræðum vinnuveitenc Boðar landsbyggðin ve meðan Flóabandalagið Félög Yerkamannasam- bandsins á landsbyggðinni stefna að því að leggja til- lögu um boðun verkfalls um miðjan mars fyrir félagsmenn. A sama tíma bendir margt til þess að félög verkafólks á höfuð- borgarsvæðinu gangi frá kjarasamningum. Egill Ólafsson skoðaði stöðuna í kjaraviðræðum félaganna. Dagvinnulaun á 3. ársfj. 1999, skv. Kja Almennt verkafólk Þjónustu-, sölu- og Á höfuð- Utan höfuð borgar- borgar- svæði svæðis ---------140—--------- 120 afgreiðslufólk Utan höfuðb.sv. STÆRSTA landssamband ASÍ, Verkamannasamband íslands, gengur til kjaraviðræðna í tveimur fylkingum. Viðræð- urnar hafa nú tekið þá stefnu að félögin á landsbyggðinni hafa hafið undirbún- ing að verkfalli á meðan hið svokallaða Flóabandalag vinnur að því að ná sam- komulagi við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Talsverðar líkur eru taldar á að samningar takist og svo gæti jafnvel farið að samninganefnd Flóabandalagsins undirriti samninga á sama tíma og félögin á landsbyggðinni greiða atkvæði um tillögu um að verk- fall hefjist um miðjan mars. Forystumenn stéttarfélaga innan Verkamannasambandsins forðast að hafa uppi stór orð þegar rætt er um þá staðreynd að félögin ganga klofin til kjaraviðræðna. Menn benda á að þó nú kunni að vera vík á milli vina séu menn eftir sem áður í sameiginlegri baráttu fyrir betri kjörum félagsmanna. Menn minna líka á að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem félögin gangi til viðræðna í tveimur fylkingum. Félögin á suðvesturhomi landsins hafa sem kunnugt er bundist samtökum í svokölluðu Flóabandalagi. Innan þess eru Efling í Reykjavík, Hlíf í Hafnar- firði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. Félagsmenn í þessum þremur félögum eru samtals rúmlega 21 þúsund. Hin félögin í Verkamanna- sambandinu eru liðlega 40 með samtals um 16 þúsund félagsmönnum. Iðja, landssamband iðnverkafólks, gengur einnig skipt til viðræðnanna, en deild- imar úti á landi íylgja landsbyggðar- félögunum, en félagsmenn í Reykjavík fylgja Flóabandalaginu. Iðja í Reykja- vík hefur raunar sameinast Eflingu. Ekki í fyrsta skipti Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Verkamannasambandið gengur til kjaraviðræðna í tveimur fylkingum. Við gerð síðustu kjarasamninga árið 1997 fóm Dagsbrún og Framsókn með samn- ingsumboðið líkt og nú en framseldu það ekki til Verkamannasambandsins. Félögin boðuðu ásamt Hlíf til verkfalla á bensínafgreiðslustöðvum og hjá Mjólkursamsölunni í byrjun mars það ár. Jafnframt boðuðu Dagsbrún og Framsókn til allsherjarverkfalla 24. mars, en þann dag náðust hins vegar samningar á almennum vinnumarkaði. Verkamannasambandið var eitt þeirra landssambanda sem stóð að þeim samn- ingum. VMSI hafði ekki boðað til verk- fallsaðgerða meðan á aðgerðum félag- anna á höfuðborgarsvæðinu stóð, en studdi þær að sjálfsögðu. Alþýðusam- band Vestfjarða tók ekki þátt í samn- ingum með öðrum félögum í VMSÍ. Sam- bandið hafnaði að skrifa undir sams kon- ar samning og VMSÍ hafði gert og boðaði til Morgunblaðið/Arni Sæberg Búast má við að mikið mæði á Þóri Einarssyni ríkissáttasemjara (1. h.) á næstunni, en hann fer með verkstjórn í kjaraviðræðunum. landsbyggðinni voru ólíkar. Flóabanda- lagið gerir kröfu um 5% launahækkun á ári og 91 þúsund króna lágmarkslaun, en VMSÍ krefst 15 þúsund króna hækk- unar á ári og 110 þúsund króna lág- markslauna. Sumir af forystumönnum Verkamannasambandsins á lands- byggðinni töldu að Flóabandalagið myndi setja fram hærri kröfur og vís- uðu í því sambandi til yfirlýsinga sumra forystumanna þess fyrr í vetur. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins voru ekki öll landsbyggðarfélög sann- færð um að rétt væri að setja fram þetta háar kröfur, en á formannafundi þar sem gengið var endanlega frá þeim urðu sjónarmið þeirra sem vildu gera harðar kröfur ofan á. Munur á kjörum milli landshluta Meirihluti félags- manna er i Flóa- bandalaginu Sumir hafa nefnt að klofningur Verkamannasambandsins endurspegli ólíka stöðu verkafólks á landsbyggðinni annars vegar og höfuðborgarsvæðinu hins vegar. Fróðlegt er í þessu sam- hengi að skoða launaþróun á milli lands- hluta. Samkvæmt nýjustu tölum kjara- rannsóknarnefndar hækkuðu laun félagsmanna ASÍ um 6,7% á höfuðborg- arsvæðinu frá þriðja ársfjórðungi 1998 til þriðja ársfjórðungs 1999. Laun á landsbyggðinni hækkuðu á sama tíma um 5,5%. Kaupmáttur á landsbyggðinni jókst um 1,1% á meðan hann jókst um 2,3% á höfuðborgarsvæðinu. Meðaldagvinnulaun almenns verka- fólks á höfuðborgarsvæðinu voru á þriðja ársfjórðungi síðasta árs 102.100 kr., en meðal- dagvinnulaun verkafólks á landsbyggðinni voru á sama tíma 100.000 kr. Mun meiri munur er á launum verkfalls 1. apríl sem stóð í fimm vikur. Það er því ekkert nýtt að stéttarfélögin innan VMSÍ standi ein í verkfallsbar- áttu. Ólíkar kröfur Það kom ýmsum á óvart hvað kröfur Flóabandalagsins og VMSÍ-félaganna á fólks í þjónustu-, sölu- og afgreiðslu- greinum, en fólk í þessum greinum var með 122.500 kr. á höfuðborgarsvæðinu, en 98.800 kr. á landsbyggðinni. Skrif- stofufólk á höfuðborgarsvæðinu var með 125.400 kr. í mánaðarlaun, en skrif- stofufólk á landsbyggðinnu var með 111.900 kr. í mánaðarlaun. Talsvert mikill munur er á launum karla eftir því hvort þeir starfa á höfuð- borgarsvæðinu eða landsbyggðinni. Hins vegar eru konur á landsbyggðinni í sumum tilvikum með hærri laun en kynsystur þeirra á landsbyggðinni. Verkakonur á landsbyggðinni eru t.d. með 96.500 kr. að meðaltali í dagvinnu- laun á meðan verkakonur á höfuðborg- arsvæðinu eru með 92.300 kr. að meðal- tah. Konur í skrifstofustörfum á höfuðborgarsvæðinu eru hins vegar með mun hærri laun en skrifstofukonur á landsbyggðinni. Þessar tölur sýna að verkafólk á landsbyggðinni er almennt með heldur lægri laun en verkafólk á höfuðborgar- svæðinu. Tölumar sýna einnig að mun- urinn á milli landshluta hefur aukist frekar en hitt. Harðari afstaða verka- lýðsfélaga á landsbyggðinni í kjaramál- um verður að skoða í þessu Ijósi. Það verður einnig að viðurkennast að slagkraftur félaganna á landsbyggðinni í verkfallsátökum er minni en félaganna á höfuðborgarsvæðinu. Nægir í því sambandi að benda á félagafjöldann. I landsbyggðarfélögunum eru 16 þúsund manns á meðan Flóabandalagið er með 21 þúsund manns innan sinna raða. Horft til viðræðna Flóabandalagsins Kjaraviðræður á almennum markaði hafa þróast í þá átt að allur þunginn í samningaviðræðunum hefur verið í við- ræðum Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins. Viðræður SA og VMSÍ hafa gengið miklu hæg- ar. Vinnuveitendur hafa gert tilraunir til að ná félögunum öllum saman að viðræðum, en samn- inganefnd Flóabanda- Dagsetnin legs ve ákveðin 1 lagsins hefur hafnað því. Staðan í við- ræðum Flóabandalagsins er núna þannig að búið er að fara yfir öll sér- kjaramál og samkomulag hefur tekist eða er að takast um mörg atriði. Búið er að ræða um launaliði samnings og for- sendur hans og telja forystumenn Flóa- bandalagsins allgóðar líkur á að samn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.