Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ 66 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 FÓLK í FRÉTTUM M: TBfP SQ Vinsældalisti þarsem þú hefur áhrif! á uppieið i ntðurleið fl^siendur í stað .V nýtt á lista Víkan 24.02, - 02.03. *► 1. Hann Védís H. Árnad. ♦ * * ♦ ♦ 2. Other side Red Hot Chili Peppers 3. Dolphins Cry Live 4. Maria Maria Santana 5. Bad Touch Bloodhound Gang 6. Falling Away From Me Korn 7. Hryllir Védís H. Árnad. ; 8. Sex Bomb Tom Jones 9- Crushed Limp Bizkit 10. Starálfur Sigur Rós 11. Born to make you happy Britney Spears 12. Okkar nótt Sálin hans Jóns míns ♦ ♦ ♦ 13. The Great Beyond REM 14. Break Out Foo Fighters. 15. Run to the Water Live 16. Whatlam Tin Tin Out & Emma B. 17. Sexx Laws Beck 18. Show me the meaning Backstreet Boys 19. What a girl wants Christina Aguilera 20. So long Everlast Listinn er óformleg vinsaeldakðnnun og byggist á vali gesta mbl.is. © mbl.is ^ipp^b skjAheinn ERLENDAR 0< ooooo Oddný Þóra Logadóttir, þrett- án ára, fjallar um plötu Jenni- fer Lopez, „On the 6“. ★★★!4 Fjölbreytt lög frá fjölhæfri söngkonu JENNIFER Lopez er 29 ára og ég hef haft gaman af tón- listinni hennar frá því ég heyrði hana fyrst. „One the 6“ sem ég ætla að fjalla hér um er fyrsta plata hennar og mér finnst henni hafa tekist vel til. Jennifer er líka leikkona og eru myndböndin hennar þess vegnamjög flott. Það er nefnilega örugglega mjög gott að geta bæði sungið svona vel og leikið og það eru margar söngkon- ur sem reyna að leika og öfugt. Reyndar hef ég aldrei séð kvik- mynd með henni svo ég muni, en mig langar mikið að sjá hana leika. Svo er hún líka frábær dansari og ekki skemmir það fyrir henni! Diskurinn inniheldur 16 fjöl- breytt lög, ólíkt öðrum tónlistar- mönnum eins og Westlive og Geri Halliwell þar sem öll lögin eru frekar lík. Lögin á disknum henn- ar Jennifer eru bæði fjörug, róleg, hressandi og afslappandi, sem sagt, allur skalinn. A hulstrinu á disknum situr hún í hvítum sófa með svörtum bak- grunni, þetta er dæmigerð mótel- mynd af henni þar sem henni er greinilega stillt mjög nákvæmlega upp, ég hefði samt haft það öðruvísi, svona heimilislegra í fleiri litum því það er bara í svörtum og hvitum lit, en mér finnst uppstillingin svo sem alveg ágæt. Skemmtilegustu lögin finnst mér vera „If You Had My Love“, „Should’ve Never“, „Feelin’ So Good“, „Too Late“ og “Waiting For Tonight“. Einnig er lagið „Open Off My Live“ mjög áhugavert. „If You Had My Love“ er hressandi lag og kemur manni í gott skap, við þetta lag er til rosaflott myndband. „Should’ve Never“ er rólegt lag með mjög flottri bakrödd sem hún hvíslar á spænsku í endann á laginu sem er mjög flott. „Feeli’So Good “ er fjör- ugt lag, mjög flott sungið og með góðum takti og undirspilið er mjög flott í viðlaginu. „Too Late“ er rólegt og skemmtilegt lag með góðum takti og góðu undirspili. „Waiting For Tonight" er svona meðal-rólegt danslag með flottu undirspili og við- lagi, ég hef séð mjög skemmtilegt myndband við þetta lag. Lagið „Op- en Off My Live“ er fjörugt með góðu undirspili og viðlagi. Leiðinlegustu lögin finnst mér vera „Let’s Get Lound“ og „No Me Ames“. „Let’s Get Lound“ er fjörugt lag og mér finnst undirspilið ekki skemmtilegt og bakraddirnar eru ekki góðar. „No Me Ames“ er rólegt og sungið á spænsku en mér finnst það of langdregið og alltaf nákvæm- lega sami takturinn, svo er hún með einhvern kall sem syngur með henni og það er bara ekki flott. Lögin sem ég hafði heyrt áður en ég fékk diskinn eru „If You Had My Love“, „Waiting For Tonight“ og „Feelin So Good“. Þetta eru mest grípandi lögin, samt eru þau mjög ólík. Jennifer syngur lögin „No Me Ames“ og „Una Noche Mas“ bæði á spænsku. Það fyrrnefnda er spænsk útgáfa á laginu „Whiting For To- night“ og ég held að mér myndi finn- ast spænska útgáfan ekkert síðri ef ég talaði spænsku! „No Me Ames“ væri betra lag eða meira grípandi ef hún syngi það á ensku. Mér finnst mjög fá lög á disknum leiðinleg en sum lögin er kannski ekkert sérstakt að hlusta á en það er mjög gott hjá henni að gera svona mörg góð lög á einum disk sem er fyrsti diskurinn hennar. I heild er þetta því mjög góður diskur og engin lög eru neitt mjög svipuð en ég held að ég hlusti kannski ekki mjög lengi á hann. Lög- in hennar Jennifer eru aðallega fyrir stelpur myndi ég segja og það verður örugglega gaman að fylgjast með henni í framtíðinni, bæði í söng og leiklist. I N r e'r ACTIVE nafn og befmfltsfang á ba| hjá McDonald's og setfa sf sér merkta kassa á veiting McDonald s. Aðalverðfaun Dreamcast leikjatöfvur! Vinningshafar verða dregH 13.03.2000. I <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.