Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Skýrsla mannréttindasamtaka Rússar sakaðir um fjöldamorð Mqskva. AP. RUSSNESKIR hermenn myrtu að minnsta kosti 62 óbreytta borgara í úthverfi héraðshöfuðborgar Tsjetsj- níu, Grosní, í upphafi þessa mánaðar, að því er fram kemur í nýrri skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. Samkvæmt framburði vitna, sem starfsmenn samtakanna tóku viðtöl við, fóru u.þ.b. 100 hermenn ráns- hendi um hverfið Aldi, nauðguðu konum og köstuðu handsprengjum niður í kjallara þar sem fólk hafðist við. Talsmaður HRW sagði í gær, að samtökin hefðu heimildir fyrir því, að tala myrtra væri 82 en aðeins væri búið að vinna skýrslu um 62 þeirra. Hann sagði einnig, að her- menn hefðu hótað sjónarvottum hefndum segðu þeir frá. Vladímír Pútín, starfandi forseti Rússlands, skipaði í síðustu viku Vladímír Kalamanov sem sérlegan mannréttindafulltrúa rússneskra stjómvalda í Tsjetsjníu. Hefur Kal- amanov heitið því, að ásakanir, sem fram koma í skýrslu HRW á hendur rússneskum hermönnum, verði rannsakaðar vandlega. Jaeky Mamou, formaður frönsku mannréttindasamtakanna Lækna án landamæra, sagði í gær, að rúss- neskir hermenn hefðu gerst sekir um „stórfellda og skipulagða stríðs- glæpi“ í Tsjetsjníu. Þá fullyrti Guy Causse, læknir á vegum samtakanna og nýkominn frá Tsjetsjníu, að átök- in í landinu hefðu kostað miklu fleira fólk lífið nú en í stríðinu 1994-’95 þegar 60.000 manns féllu. Samsæri um að myrða Pútín? Tsjetsjenar minntust þess í gær, að þá voru liðin 56 ár frá því Stalín lét flytja hundruð þúsunda Tsjetsj- ena nauðungarflutningi til Mið-Asíu en hann sakaði þá um samstarf við Þjóðverja. Var mikill viðbúnaður í Rússlandi af þeim sökum enda vill svo til, að 23. febrúar er einnig dagur rússneska hersins. Ekki bar þó neitt út af en rússneska ríkissjónvarpið skýrði frá því í gær, að flett hefði verið ofan af samsæri um að myrða Pútín forseta er hann kæmi til Pét- ursborgar í dag. Var ekki sagt neitt meira um málið og talsmaður forset- ans vildi ekkert um fréttina segja. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, átti viðræður við ráða- menn í Moskvu í gær en á blaða- mannafundi sagði hann, að fyrir utan að lýsa áhyggjum af ástandinu í Tsjetsjníu, væri það fátt, sem Vest- urlönd gætu aðhafst. Reuters Tsjetsjenar veifa fána sínum og minnast nauðungarflutninganna 1944 við athöfn í gær. Á skiltunum stendur: „Látið Tsjetsjníu í friði“ og „Draginn herinn burt“. Deilt um iðnaðarnjósnir í ESB Blair vísar á bug ásökunum Brussel. The Daily Telegraph, AFP. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins (ESB) hefur ákveð- ið að kanna hvað hæft sé í ásökunum um að brezk og bandarísk yfírvöld hafi með sér samstarf um iðnaðar- njósnir í Evrópu, meðal annars með hjálp hlerunarstöðva í Englandi. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, vísaði þessum ásökunum á bug í Rrussel í gær, þar sem hann var staddur í skyndiheimsókn í höf- uðstöðvum ESB. Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnarinnar, átti viðræður við Blair í gær, en Prodi hefur að sögn Daily Telegraph hætt á að lenda í deilum við brezk stjórnvöld með því að gefa starfsliði sínu fyrir- mæli um að fylgja eftir skýrslu sem gerð var á vegum Evrópuþingsins, en í henni er fullyrt að leynilegum upplýsingum sé lekið til bandaríska viðskiptaráðuneytisins, sem láti bandarískum fyrirtækjum þær í té. Er líkum að því leitt í skýrslunni að Bretar og Bandaríkjamenn haldi sameiginlega úti samskiptanjósna- kerfi sem nái til heimsins alls og gangi undir nafninu Eehelon. Sagt er að kerfið sé svo öflugt að með því sé hægt að hlera hvaða símtal, sím- bréfs- eða tölvupóstsendingu sem er. Tilvist Echelon var staðfest fyrr í þessum mánuði þegar leynd var lyft af leyniskjölum Þjóðaröryggisstofn- unar Bandaríkjanna (US National Security Agency, NSA). Við hlerun símtala virkar kerfið þannig, að sjálfvirk hlustunartæki taka þau samtöl sjálfkrafa upp, þar fbúar í Xai-Xai héraði í Mósambík hafa komið sér fyrir á graseyjum innan um vatnselginn. Um 300.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna náttúruhamfaranna. Ottast smitsjúkdóma í kjölfar fellibyls TALIÐ er að allt að 300.000 manns hafi þurft að yfirgefa heimili sín í Mósambík að undanfömu, en fellibyl- urinn Eline fór yfir hluta landsins á þriðjudag og jók við þá miklu eyði- leggingu sem fylgt hefur í kjölfar flóða í landinu. Óttast menn nú að smitsjúkdómar á borð við malaríu og kóleru kunni að gera vart við sig og hafa Sameinuðu þjóðimar hafið söfn- un meðal þjóða heims, Mósambík til aðstoðar. Að sögn Carol Bellamy hjá Sam- einuðu þjóðunum hefur hættuástand í landinu ekki náð hámarki. Sjúkdóm- ar sem rekja má til neyslu á sýktu vatni hafa þegar tekið að gera vart við sig og er óttast að mun fleiri tU- fella verði vart. Vitað er með vissu að 67 manns fómst í flóðunum. Yfirvöld- um er hins vegar ekki kunnugt um hvort mörg dauðsföll megi rekja til feUibylsins, en búist er við að dánar- tíðni eigi enn eftir að aukast. „Það versta á enn eftir að gerast," sagði Bellamy. „Það er engan mat að finna, lítið af hreinu vatni og stormm-inn geisar enn.“ Fellibylurinn Eline og hellirigning sem honum fylgdi skildi eftir sig slóð eyðileggingar í sumum hémðum landsins, þök fuku af húsum og víða var rafmagnslaust. Flóðin sem á und- an höfðu farið em þau verstu sem orðið hafa í Mósambik í 50 ár, en allar stærstu ár landsins flæddu yfir bakka sína. Telja yfirvöld í Mósambík að at- burðimir undanfarið hafi haft áhrif á líf allt að 800.000 íbúa í landinu. Assad forseti að hætta? STERKUR orðrómur er á kreiki um það í Sýrlandi að Hafez al-Assad for- seti muni á allra næstu dögum taka ákvörðun um að hækka Farouk al- Shara utanríkisráðherra í tign og gera hann að forsætisráðherra. Orðrómurinn fékk byr undir báða vængi í gær er fréttaþulur í rfldssjón- varpi landsins titlaði al-Shara forsæt- isráðherra fyrir mistök. Að sögn ónafngreindra heimildarmanna er al- mennt talið líklegt að mikil uppstokk- un sé framundan í stjórnarflokknum Baath. Auk þess að hækka al-Shara í tign muni Assad einnig vera með í undirbúningi lagasetningu um að Romano Prodi, t.h., talar með fingur á lofti við Tony Blair eftir fund þeirra í Brussel í gær. sem fyrirfram valin lykilorð koma fyrir. Öpinberlega var þessu njósna- kerfi komið upp í nafni öryggis hins vestræna heims og til að berjast gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarf- semi, en gagnrýnendur í Evrópu ótt- ast að Bandaríkjamenn og Bretar noti kerfið til iðnaðarnjósna. I borgararéttindanefnd Evrópu- þingsins hófust í gær umræður um ofangreinda skýrslu. Fram kom sú ásökun hjá meðlimum í nefndinni að Echelon væri brezk-bandarískt sam- særi sem snerist um að njósna um evrópska bandamenn. Echelon er reyndar nú þegar undir smásjánni fyrir dómstólum í Frakklandi og á þjóðþingum Ítalíu og Danmerkur. „Fjöldi fyrirtækja hefur tjáð mér að þau hafi áhyggjur, einkum þau sem sonur hans, Bashr Assad, taki við forsetaembættinu. Hann þykir þó ekki hafa til að bera þá pólitísku vigt, sem nauðsynleg er til að leiða friðar- samninga við ísraela til lykta. Assad forseti er sjálfur orðinn heilsutæpur og hefur vart krafta til að ganga frá samningunum. Að hon- um undanskildum er al-Shara utan- ríkisráðherra sá eini sem talinn er geta komið málinu í höfn á farsælan hátt. Hann nýtur trausts jafnt innan Sýrlands sem utan og því kjörinn til að taka upp viðræður við Ehud Bar- ak, forsætisráðherra ísraels, á nýjan leik. fást við hergagnasmíði" segir Grah- am Watson, brezkur Evrópuþing- maður sem fer fyrir ofangreindri þingnefnd. „Þau eru hrædd um að þetta spilli möguleikum þeirra þegar þau eru að keppa við bandarísk fyrir- tæki um verkefnasamninga," segir hann. Sagt er í skýrslunni að hinni meintu njósnastarfsemi sé stjórnað frá höfuðstöðvum NSA í Fort Meade í Maryland-ríki. Þessi stofnun mun vera í nánu samstarfi við GCHQ, samsvarandi stofnun brezka ríkisins. Mun þetta samstarf vera grundvall- að á samkomulagi frá árinu 1947. Stærsta hlerunarstöð bandarísku njósnastofnunarinnar er við Menwith Hill í Jórvíkurskíri á Eng- landi, þar sem unnið er að 250 leyni- legum verkefnum. GCHQ hefur, eftir því sem greint er frá í skýrslunni, það skilgreinda hlutverk samkvæmt brezkum lögum að hlera samskipti erlendra aðila „í þágu efnahagslegrar velferðar Bret- lands“. Brezka fjármálaráðuneytið, Englandsbanki og leyniþjónustu- nefnd brezka þingsins geta valið „skotmörk“ sem beina skal njósnun- umað. í skýrslunni mun einnig vera full- yrt að Þjóðverjar og Frakkar hafi með sér samstarf um að hlera sam- skipti yfir Atlantshafið. Vopn gerð upptæk í Mitrovica Brussel, Kosovska Mitrovica. Reuters, AFP. NOKKUR hundruð bandarískir og breskir hermenn friðargæsluliðsins í Kosovo, KFOR, gerðu í gær vopnaleit á heimilum fólks í borginni Kosovska Mitrovica, jafnt Serba sem Albana. Ekki kom til átaka en sl. sumtudag urðu bandarískir hermenn að hætta við leit í norðurhluta borgarinnar, þar sem Serbar búa, þar sem ráðist var á þá með gijótkasti. Nokkrir rifflar og fleiri tegundir skotvopna fundust í gær, einnig eldflaugabyssa og herklæði. Skýrt var frá því að bandarisku og bresku hersveitirnar, sem sendar voru til að aðstoða franska friðar- gæsluliða í Mitrovica, verði senn kallaðar á brott en kanadiskar sveit- ir muni taka að sér að gæta brúnna yfir ána Ibar sem skiptir borginni milli Serba og Albana. Einnig er haf- in vinna við að leggja nýja göngubrú yfir ána til að auðvelda samgöngur. Munu starfsmenn Sameinuðu þjóð- anna reyna að tryggja að um 1500 Albanar, sem hafa verið hraktir frá heimiium sinum í borgarhverfi Serba geti snúið aftur þangað. Robertson lávarður, íramkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefúr sakað Slobodan Milosev- ic, forseta Júgóslavíu, um að róa undir átökum milli þjóðarbrota Albana og Serba í Kosovo til að reyna afl skapa ólgu á svæðinu. En Robertson hefúr einnig hvatt leiðtoga Kosovo-Afbana til að reyna að hafa hemil á æstum andstæðingum Serba í eigin röðum. Sfjómvöfd í Makedóniu sögðust í gær hafa aukið viðbúnað á landamær- unum að Kosovo og Presevo-dal í Júg- óslavíu. Orðrómur er um að júgóslav- neskir öryggislögreglumenn feiti nú vopna meðal Albana sem em um 80.000 í Presevo og tclja heimildar- menn hættu á að upp úr sjóði á svæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.