Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
■ ÁLAFOSS FÖT BEZT Vegna
fjölda áskorana mætir diskótekið og
plötusnúðurinn Skugga-Baldur
fóstudagskvöld. Reykur, ljós og
þetta kvöld verður 80’s tónlistin í að-
alhlutverki. Aðgangur ókeypis.
■ ÁSGARÐUR, Glæsibæ A sunnu-
dagskvöld er dansleikur með Caprí-
tríói frá kl. 20. Leikritið Rauða
klemman sýnt fós. kl. 14, laug. kl. 16,
miðv. kl. 14.
■ CAFÉ AMSTERDAM Rokkveisl-
an heldur áfram með strákunum
Gos.
■ CAFÉ ROMANCE Breski píanó-
leikarinn Frankie Flame leikur öll
kvöld. Hann leikur einnig fyrir mat-
argesti Café Óperu.
■ CATALINA, Hamraborg Hljóm-
sveitin Þotuliðið leikur fóstudags-
og laugardagskvöld.
■ FJÖRUKRÁIN Fjaran: Á fóstu-
dags- og laugardagskvöldum leikur
Jón Möller rómantíska tónlist fyrir
matargesti. Fjörugarðurinn: Vik-
ingasveitin leikur fyrir þorragesti.
Dansleikur á eftir með Nýju vík-
ingasveitinni.
■ GAUKUR Á STÖNG Á fimmtu-
dags- og föstudagskvöld leikur
hljómsveitin írafár og á laugardag-
skvöld mæta Geimarar á Gaukinn.
Á sunnudagskvöld verður Steel
Guitar Swing með sænska stál-gítar
snillingnum Steel Berra ásamt KK
og Bjössa Bassa. Á mánudagskvöld
verður Bjarni Tryggva dónakarl í
essinu sínu og á þriðjudagskvöld er
boðið upp á afríska tónlist með
heimsþekktum trommusnilling frá
Brooldyn NY, Yao Ababio. Á mið-
vikudagskvöld er bjórinn 11 ára og
Góugleðin hefst. Af því tilefni hefur
verið kölluð saman hljómsveitin
Rokkabillyband Reykjavíkur með
Tomma Tomm, Bjössa Vilhjálms og
Jóa Hjöll.
■ GEYSIR KAKÓBAR, Hinu hús-
inu Á fóstudagskvöld verður hip hop
kvöld. Húsið opnað kl. 20. Þeir sem
koma fram eru Platoon/Children of
Caos, Mc. Cipia, Mr. Manic, dj. Mag-
ic og dj. Cory frá New York. Opinn
„mic“ verður á staðnum og eru allir
velkomnir.
■ GRAND ROKK Á fimmtudag-
skvöld verða Blúsmenn Andreu með
tónleika._
■ GULLÖLDIN Stuðboltamir
Svensen & Hallfunkel leika föstu-
dags- og laugardagskvöld til kl. 3.
Tilboð á öli til kl. 23.30. Stór á 350
kr.
■ KRINGLUKRÁIN Á fimmtudags
og sunnudagskvöld leikur Guð-
mundur Rúnar og á fostudags- og
laugardagskvöld leikur hljómsveitin
Bros dagsins, en hana skipa þeir Ás-
geir Óskarsson, trommur, Páll Elf-
ar Pálsson, bassa, og Guðmundur
R. Lúðvíksson, gítar og söngur.
■ LEIKHÚSKJALLARINN Á
fóstudagskvöld verður Austfirð-
ingakvöld með ýmsum uppákomum
s.s. Súellen, Einari Ágústi úr Skíta-
móral og Erlu Ragnars úr Dúkkulís-
unum. Dj. Þraustur verður í diskóst-
uði laugardagskvöld með það allra
■ LIÓNSSALURINN, Auðbrekku,
Kópavogi Áhugahópur um línudans
verður með dansæfingu fimmtudag-
skvöld kl. 21-24. Elsa sér um tónlist-
ina. Allir velkomnir.
■ NAUSTIÐ Opið alla daga. Þorra-
matur frá 21. janúar. Reykjavíkur-
stofa bar og koníaksstofa, Vestur-
götu, er opin frá kl. 18. Söng- og
píanóleikarinn Liz Gammon frá
Englandi leikur.
■ NAUSTKRÁIN Á föstudagskvöld
leikur Hljómsveit Geirmundar Val-
týssonar og á laugardagskvöld leik-
ur hljómsveitin Miðaldarmenn frá
Siglufirði.
■ NJÁLSSTOFA, Smiðjuvegi 6 Á
föstudags- og laugardagskvöld leik-
ur Njáll úr Víkingband létta tónlist
fyrir eldra fólkið.
■ NÆSTIBAR Á miðvikudagskvöld
spilar pönk- og dægurlagahljóm-
sveitin Húfa frá kl. 22. Á fimmtu-
dagskvöldinu 2. mars leikur fjöll-
istahópurinn Inferno 5 og byrjar kl.
22.
■ NÆTURGALINN Hljómsveitin
Hafrót leikur föstudags- og laugar-
dagskvöld. Húsið opnað kl. 22.
■ ODD-VITINN, Akureyri Á fóstu-
dagskvöld skemmtir hljómsveitin
Tvöfóld áhrif með söngvarann Sæv-
ar Sverrisson í broddi fylkingar. Á
laugardagskvöld er Abba-kvöld þar
sem fjórar söngsystur koma fram
með hljómsveitinni Jósi bróðir &
synir Dóra ásamt eistneska fiðlu-
leikaranum Valmari Vaijots.
■ ORMURINN, Egilssstöðum Á
fóstudagskvöld verður diskótek og á
laugardagskvöld er einkasamkvæmi
til M. 24. Hljómsveitin Vax leikur frá
kl. 1 og kynnir bassaleikarann Gísla
(Herra Ormur 2000) til sögunnar.
Aðgangseyrir 500 kr.
■ PÉTURS-PUB Á fóstudags- og
laugardagskvöld leikur tónlistar-
maðurinn Rúnar Þór. Opið til kl. 3.
Boltinn í beinni og stór á 350 kr.
Strákamir í hljómsveitinni Gos ætla
leika á Café Amsterdam um helgina.
Geirmundur Valtýsson og hljómsveit leika
{ Naustkránni föstudagskvöld.
■ RAUÐA UÓNIÐ Hljómsveitin
Furstarnir ásamt Geir Ólafs og
Helgu Möller leika laugardag-
skvöld.
■ SJALLINN, Akureyri Hljóm-
sveitin írafár leikur laugardags-
kvöld ásamt Páli Óskari sem verður
með „Greatest Hits Show.
■ SKOTHÚSIÐ, Keflavík Hljóm-
sveitin Dead Sea Apple leikur í
fyrsta sinn í Keflavík laugardags-
kvöld.
■ SPORTKAFFI Á föstudags- og
laugardagskvöld sér Þór Bæring
um tónlistina. Snyrtilegur klæðnað-
ur.
■ SPOTLIGHT Á fimmtudagskvöld
leikur dj. Ceasar nýja og ferska
tónlist. Á fóstudagskvöld verður
boðið upp á brot úr sýningu Verzló á
Thriller. Starfsmenn í þema. Dj. ív-
ar leikur. Á laugardagskvöld býður
starfsfólk Spotlight gestum sínum
að koma sér á óvart eftir stanslaus
þemakvöld. Dj. ívar sér um tónlist-
ina.
MYNDBONP
Sjaldséð
og safarík
(Election)
FRAMAPOT__________
GAMANMYND
★★★’A
Leikstjórn: Alexander Payne.
Handrit: Alexander Payne og Tom
Perotti. Aðalhlutverk: Matthew
Broderick, Reese Witherspoon.
Bandaríkin 1999. (103 mín.) CIC-
myndbönd.
Bönnuð innan 12 ára.
ÞAÐ er einfaldlega ekki nógu oft
sem jafn safaríka mynd rekur á
fjörurnar. Hún hefur einfaldlega
flest til að bera sem prýða þarf vel
lukkaða og um fram allt skemmti-
lega mynd. Flotta og úthugsaða
umgjörð, smellið,
hárbeitt og faglega
smíðað handrit, og
kórrétt leikaraval.
Leikstjórinn Al-
exander Payne
hefur talist meðal
efnilegustu kvik-
myndagerðar-
manna Bandaríkj-
anna og með
„Kosningu" upp-
fyllir hann svo um munar þessar
eftirvæntingar sem gerðar hafa
verið til hans. Snjöll en sáraeinföld
dæmisagan hittir beint í mark og
það er auðséð að allir þeir sem að
myndinni komi áttuðu sig fullkom-
lega á hversu mikinn gimstein þeir
höfðu milli handanna því hvert sem
er litið þá er unnið af natni og alúð
hins sanna listamanns.
Hin unga Reese Witherspoon á
hér stórleik; virðist vaxa með hverri
mynd og er klárlega efni í stórleik-
konu. Matthew Broderick hefur
heldur vart sést síðan í „Glory“ og
sýnir að enn eigi hann mikið inni
þegar réttu tækifærin verða á veg-
inum. Vissulega má finna á mynd-
inni einhverja örlitla vankanta hér
og þar en þeir hverfa fyrir lítið þeg-
ar eftir situr svo mögnuð bíór-
eynsla.
Skarphéðinn Guðmundsson
Daganit lf).- 26’. febráar
Góutíttékt
Stólar Rúmteppi
o.fl. o.fl...
o.fl. o.fl...
Ef|i"K Lane
Allar dýniir með
15-30% afsUetti
Lagersala á Htilsháttar gölluðum
vörum svo sem höfðagöflum,
nátflborðum og hAÓldarstólum.
allt að / afsl.
7Uu/o
Mörkinni 4 ■ IOB Reykjavík
Sími: 533 3500 • Fax: 533 3510 • www.marco.is
Við styöjum við bakið á þér!
Stutt
Rekin úr
höllinni
► STARFSSTÚLKA úr eldhúsi
hennar hátignar, Bretadrottningar
var vikið úr starfi eftir að hún lét
ummæli um að eitra fyrir konungs-
fjölskyldunni falla. „Hún hóf störf í
desember en var látin fara í febr-
úar,“ sagði talsmaður hallarinnar.
„Hegðun hennar var langt frá því
að vera viðunandi." Konan vann í
Sandringham-kastala sem er eitt af
fjölmörgum heimilum drottningar.
Að sögn samstarfsmanna sagðist
hún eitt sinn vera í tilvalinni að-
stöðu til að eitra fyrir konungs-
fjölskyldunni. Þá á hún að hafa
spurt nokkrum dögum seinna hvar
blásýru væri að finna.
Betlari
verður stjarna
► MEXÍKÓSKUR sjónvarps-
framleiðandi hefur „uppgötvað“
103 ára þvottakonu er bjó í fátæk-
ari hluta borgarinnar og breytt
henni í leikkonu í sápuóperu.
Josefina Negrete kom fram í sín-
um fyrsta þætti á dögunum í hlut-
verki húsmóður en þátturinn ber
nafnið Ég mun ætíð elska þig.
„Ég hefði aldrei trúað því að það
væri svona einfalt að fá vinnu á
minum aldri,“ sagði hún. Juan Os-
orio, framleiðandi þáttanna þótt-
ist sjá hæfileika hjá gömlu kon-
unni er hún sást í sjónvarpinu að
betla fyrir gleraugum.
Of feit fyrir
fangelsi
► KONA nokkur í Svíþjóð slapp
við fangelsisvist fyrir að brugga í
heimahúsum vegna þess að hún var
of feit. Hún og maður hennar voru
dæmd í tveggja mánaða fangelsi
fyrir að selja heimabruggið. En
konan stóð fast á því fyrir rétti að
hún gæti ekki farið í fangelsi því
hún væri of feit (158 kg). Sagðist
hún þurfa hjálp við hversdagslega
hluti eins og að klæða sig og baða.
Dómarinn sá aumur á henni og
dæmdi hana til að borga sekt en
sleppa við steininn.