Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT Vegna fjölda áskorana mætir diskótekið og plötusnúðurinn Skugga-Baldur fóstudagskvöld. Reykur, ljós og þetta kvöld verður 80’s tónlistin í að- alhlutverki. Aðgangur ókeypis. ■ ÁSGARÐUR, Glæsibæ A sunnu- dagskvöld er dansleikur með Caprí- tríói frá kl. 20. Leikritið Rauða klemman sýnt fós. kl. 14, laug. kl. 16, miðv. kl. 14. ■ CAFÉ AMSTERDAM Rokkveisl- an heldur áfram með strákunum Gos. ■ CAFÉ ROMANCE Breski píanó- leikarinn Frankie Flame leikur öll kvöld. Hann leikur einnig fyrir mat- argesti Café Óperu. ■ CATALINA, Hamraborg Hljóm- sveitin Þotuliðið leikur fóstudags- og laugardagskvöld. ■ FJÖRUKRÁIN Fjaran: Á fóstu- dags- og laugardagskvöldum leikur Jón Möller rómantíska tónlist fyrir matargesti. Fjörugarðurinn: Vik- ingasveitin leikur fyrir þorragesti. Dansleikur á eftir með Nýju vík- ingasveitinni. ■ GAUKUR Á STÖNG Á fimmtu- dags- og föstudagskvöld leikur hljómsveitin írafár og á laugardag- skvöld mæta Geimarar á Gaukinn. Á sunnudagskvöld verður Steel Guitar Swing með sænska stál-gítar snillingnum Steel Berra ásamt KK og Bjössa Bassa. Á mánudagskvöld verður Bjarni Tryggva dónakarl í essinu sínu og á þriðjudagskvöld er boðið upp á afríska tónlist með heimsþekktum trommusnilling frá Brooldyn NY, Yao Ababio. Á mið- vikudagskvöld er bjórinn 11 ára og Góugleðin hefst. Af því tilefni hefur verið kölluð saman hljómsveitin Rokkabillyband Reykjavíkur með Tomma Tomm, Bjössa Vilhjálms og Jóa Hjöll. ■ GEYSIR KAKÓBAR, Hinu hús- inu Á fóstudagskvöld verður hip hop kvöld. Húsið opnað kl. 20. Þeir sem koma fram eru Platoon/Children of Caos, Mc. Cipia, Mr. Manic, dj. Mag- ic og dj. Cory frá New York. Opinn „mic“ verður á staðnum og eru allir velkomnir. ■ GRAND ROKK Á fimmtudag- skvöld verða Blúsmenn Andreu með tónleika._ ■ GULLÖLDIN Stuðboltamir Svensen & Hallfunkel leika föstu- dags- og laugardagskvöld til kl. 3. Tilboð á öli til kl. 23.30. Stór á 350 kr. ■ KRINGLUKRÁIN Á fimmtudags og sunnudagskvöld leikur Guð- mundur Rúnar og á fostudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Bros dagsins, en hana skipa þeir Ás- geir Óskarsson, trommur, Páll Elf- ar Pálsson, bassa, og Guðmundur R. Lúðvíksson, gítar og söngur. ■ LEIKHÚSKJALLARINN Á fóstudagskvöld verður Austfirð- ingakvöld með ýmsum uppákomum s.s. Súellen, Einari Ágústi úr Skíta- móral og Erlu Ragnars úr Dúkkulís- unum. Dj. Þraustur verður í diskóst- uði laugardagskvöld með það allra ■ LIÓNSSALURINN, Auðbrekku, Kópavogi Áhugahópur um línudans verður með dansæfingu fimmtudag- skvöld kl. 21-24. Elsa sér um tónlist- ina. Allir velkomnir. ■ NAUSTIÐ Opið alla daga. Þorra- matur frá 21. janúar. Reykjavíkur- stofa bar og koníaksstofa, Vestur- götu, er opin frá kl. 18. Söng- og píanóleikarinn Liz Gammon frá Englandi leikur. ■ NAUSTKRÁIN Á föstudagskvöld leikur Hljómsveit Geirmundar Val- týssonar og á laugardagskvöld leik- ur hljómsveitin Miðaldarmenn frá Siglufirði. ■ NJÁLSSTOFA, Smiðjuvegi 6 Á föstudags- og laugardagskvöld leik- ur Njáll úr Víkingband létta tónlist fyrir eldra fólkið. ■ NÆSTIBAR Á miðvikudagskvöld spilar pönk- og dægurlagahljóm- sveitin Húfa frá kl. 22. Á fimmtu- dagskvöldinu 2. mars leikur fjöll- istahópurinn Inferno 5 og byrjar kl. 22. ■ NÆTURGALINN Hljómsveitin Hafrót leikur föstudags- og laugar- dagskvöld. Húsið opnað kl. 22. ■ ODD-VITINN, Akureyri Á fóstu- dagskvöld skemmtir hljómsveitin Tvöfóld áhrif með söngvarann Sæv- ar Sverrisson í broddi fylkingar. Á laugardagskvöld er Abba-kvöld þar sem fjórar söngsystur koma fram með hljómsveitinni Jósi bróðir & synir Dóra ásamt eistneska fiðlu- leikaranum Valmari Vaijots. ■ ORMURINN, Egilssstöðum Á fóstudagskvöld verður diskótek og á laugardagskvöld er einkasamkvæmi til M. 24. Hljómsveitin Vax leikur frá kl. 1 og kynnir bassaleikarann Gísla (Herra Ormur 2000) til sögunnar. Aðgangseyrir 500 kr. ■ PÉTURS-PUB Á fóstudags- og laugardagskvöld leikur tónlistar- maðurinn Rúnar Þór. Opið til kl. 3. Boltinn í beinni og stór á 350 kr. Strákamir í hljómsveitinni Gos ætla leika á Café Amsterdam um helgina. Geirmundur Valtýsson og hljómsveit leika { Naustkránni föstudagskvöld. ■ RAUÐA UÓNIÐ Hljómsveitin Furstarnir ásamt Geir Ólafs og Helgu Möller leika laugardag- skvöld. ■ SJALLINN, Akureyri Hljóm- sveitin írafár leikur laugardags- kvöld ásamt Páli Óskari sem verður með „Greatest Hits Show. ■ SKOTHÚSIÐ, Keflavík Hljóm- sveitin Dead Sea Apple leikur í fyrsta sinn í Keflavík laugardags- kvöld. ■ SPORTKAFFI Á föstudags- og laugardagskvöld sér Þór Bæring um tónlistina. Snyrtilegur klæðnað- ur. ■ SPOTLIGHT Á fimmtudagskvöld leikur dj. Ceasar nýja og ferska tónlist. Á fóstudagskvöld verður boðið upp á brot úr sýningu Verzló á Thriller. Starfsmenn í þema. Dj. ív- ar leikur. Á laugardagskvöld býður starfsfólk Spotlight gestum sínum að koma sér á óvart eftir stanslaus þemakvöld. Dj. ívar sér um tónlist- ina. MYNDBONP Sjaldséð og safarík (Election) FRAMAPOT__________ GAMANMYND ★★★’A Leikstjórn: Alexander Payne. Handrit: Alexander Payne og Tom Perotti. Aðalhlutverk: Matthew Broderick, Reese Witherspoon. Bandaríkin 1999. (103 mín.) CIC- myndbönd. Bönnuð innan 12 ára. ÞAÐ er einfaldlega ekki nógu oft sem jafn safaríka mynd rekur á fjörurnar. Hún hefur einfaldlega flest til að bera sem prýða þarf vel lukkaða og um fram allt skemmti- lega mynd. Flotta og úthugsaða umgjörð, smellið, hárbeitt og faglega smíðað handrit, og kórrétt leikaraval. Leikstjórinn Al- exander Payne hefur talist meðal efnilegustu kvik- myndagerðar- manna Bandaríkj- anna og með „Kosningu" upp- fyllir hann svo um munar þessar eftirvæntingar sem gerðar hafa verið til hans. Snjöll en sáraeinföld dæmisagan hittir beint í mark og það er auðséð að allir þeir sem að myndinni komi áttuðu sig fullkom- lega á hversu mikinn gimstein þeir höfðu milli handanna því hvert sem er litið þá er unnið af natni og alúð hins sanna listamanns. Hin unga Reese Witherspoon á hér stórleik; virðist vaxa með hverri mynd og er klárlega efni í stórleik- konu. Matthew Broderick hefur heldur vart sést síðan í „Glory“ og sýnir að enn eigi hann mikið inni þegar réttu tækifærin verða á veg- inum. Vissulega má finna á mynd- inni einhverja örlitla vankanta hér og þar en þeir hverfa fyrir lítið þeg- ar eftir situr svo mögnuð bíór- eynsla. Skarphéðinn Guðmundsson Daganit lf).- 26’. febráar Góutíttékt Stólar Rúmteppi o.fl. o.fl... o.fl. o.fl... Ef|i"K Lane Allar dýniir með 15-30% afsUetti Lagersala á Htilsháttar gölluðum vörum svo sem höfðagöflum, nátflborðum og hAÓldarstólum. allt að / afsl. 7Uu/o Mörkinni 4 ■ IOB Reykjavík Sími: 533 3500 • Fax: 533 3510 • www.marco.is Við styöjum við bakið á þér! Stutt Rekin úr höllinni ► STARFSSTÚLKA úr eldhúsi hennar hátignar, Bretadrottningar var vikið úr starfi eftir að hún lét ummæli um að eitra fyrir konungs- fjölskyldunni falla. „Hún hóf störf í desember en var látin fara í febr- úar,“ sagði talsmaður hallarinnar. „Hegðun hennar var langt frá því að vera viðunandi." Konan vann í Sandringham-kastala sem er eitt af fjölmörgum heimilum drottningar. Að sögn samstarfsmanna sagðist hún eitt sinn vera í tilvalinni að- stöðu til að eitra fyrir konungs- fjölskyldunni. Þá á hún að hafa spurt nokkrum dögum seinna hvar blásýru væri að finna. Betlari verður stjarna ► MEXÍKÓSKUR sjónvarps- framleiðandi hefur „uppgötvað“ 103 ára þvottakonu er bjó í fátæk- ari hluta borgarinnar og breytt henni í leikkonu í sápuóperu. Josefina Negrete kom fram í sín- um fyrsta þætti á dögunum í hlut- verki húsmóður en þátturinn ber nafnið Ég mun ætíð elska þig. „Ég hefði aldrei trúað því að það væri svona einfalt að fá vinnu á minum aldri,“ sagði hún. Juan Os- orio, framleiðandi þáttanna þótt- ist sjá hæfileika hjá gömlu kon- unni er hún sást í sjónvarpinu að betla fyrir gleraugum. Of feit fyrir fangelsi ► KONA nokkur í Svíþjóð slapp við fangelsisvist fyrir að brugga í heimahúsum vegna þess að hún var of feit. Hún og maður hennar voru dæmd í tveggja mánaða fangelsi fyrir að selja heimabruggið. En konan stóð fast á því fyrir rétti að hún gæti ekki farið í fangelsi því hún væri of feit (158 kg). Sagðist hún þurfa hjálp við hversdagslega hluti eins og að klæða sig og baða. Dómarinn sá aumur á henni og dæmdi hana til að borga sekt en sleppa við steininn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.