Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 15 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Skólastjóri Tónskóla Hörpunnar vill breytingar á leiðakerfí SVR innan Grafarvogshverfís Tekinn verði upp hring- akstur innan hverfisins Grafarvogur KJARTAN Eggertsson, skólastjóri Tónskóla Hörp- unnar í Grafarvogi, segir að börn sem stunda nám í skól- anum, og koma víða að úr Grafarvogshverfinu, geti ekki nýtt sér leiðakerfi SVR nema að mjög takmörkuðu leyti. Hann hefur því sent hverfisnefnd Grafarvogs er- indi þar sem hann óskar eft- ir að nefndin beiti sér fyrir því að tekinn verði upp hringakstur strætisvagns um Grafarvogshverfi. Þá óskar hann einnig eftir að vagninn stoppi á fleiri stöð- um og þéttar en vagnarnir gera núna. Að sögn Kjartans er þetta ekki aðeins brýnt hags- munamál fyrir Tónskólann, heldur sé það almenn nauð- syn fyrir börnin að komast leiðar sinnar á auðveldari hátt með strætó innan Graf- arvogshverfis. Þá hefur Kjartan óskað eftir því að vagn hafi stoppi- stöð við Strandveg fyrir framan hús Allrahanda, þar sem nú er bekkur og að lagður verði gangstígur þar yfir mýrarfenið að Gylfaflöt. Þurfa að skipta um vagn í öðru hverfi Tónskóli Hörpunnar stendur við Gylfaflöt 5 og var stofnaður sl. haust. Skólinn er í nálægð Rima- hverfis og segist Kjartan hafa reiknað með því að flestir nemendur í skólanum kæmu úr þeim hluta Grafar- vogshverfis. Hins vegar hafa nemendur komið af öllum svæðum Grafarvogs, þ.e. Hamra-, Folda-, Húsa-, Rima-, Engja-, Víkur-, Borga- og Staðahverfi. í upphafi skólans í haust komu flest barnanna gang- andi í skólann, en þegar tók að kólna og snjóa er þeim flestum ekið til og frá skól- anum. Strætisvagn nr. 8 stoppar skammt frá skólanum, en hann er að koma úr Breið- holti og tekur síðan hring um hverfið og fer út úr því aftur án þess að koma aftur að skólanum. Margir nem- endur þurfa því að taka vagn upp í Ártún og skipta þar um vagn til að komast nálægt skólanum. „En það er alveg grund- vallaratriði fyrir börn sem eru 9-11 ára gömul, sem er fjölmennasti aldurshópurinn í skólanum og er að taka sín fyrstu skref í strætó, að þurfa ekki að skipta um vagn á leiðinni og allra síst í öðrum hverfum.“ Kjartan telur það vera til- raunarinnar virði að reyna að hafa einn strætisvagn sem gengi einungis um Grafarvogshverfi og út í alla anga þess. Vagn sem gengi réttsælis um hverfið um alla hluta þess kæmi öllum íbú- unum að góðum notum, sér- staklega börnum og ungling- um. Hann segist heyra það á foreldrum að þeir myndu senda börnin í skólann með strætó ef hann gengi hring- inn um hverfið og að þeim þætti það góð tilfínning að vita til þess að vagninn færi ekki út úr hverfinu. Hagsmunamál allra íbúa og stofnana hverfísins Að sögn Kjartans yrði vagninn að ganga réttsælis um hverfið, vegna þess að ekki er hægt að hafa hring- Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjartan Eggertsson, skólastjóri Tónskóla Hörpunnar í Grafarvogshverfí. akstur um aðalgöturnar rangsælis, eins og t.d. fram hjá skólanum við Gylfaflöt, en þá þyrftu börnin að fara yfir stórar umferðargötur til að komast í skólann. Þetta mál snýst að mati Kjartans um meira en þarfir lítils tónskóla. Hann segir þetta vandamál vera það sama og annarra skóla og stofnana í Grafarvogshverfi. Hverfið sé mjög afmörkuð heild með eitt íþróttafélag, eina sundlaug, eina kirkju, nokkra grunnskóla, tónlist- arskóla, heilsugæslustöð, verslanaþyrpingar o.s.frv. Kjartan telur því að það sé sameiginlegt hagsmunamál allra íbúa og stofnana Graf- arvogshverfis, að samgöng- ur með strætisvögnum séu góðar innan hverfisins. Mégane Classic er öruggari, stærri og kraftmeiri i 1 Gijótháls 1 Sfmi 575 1200 Söludeiid 575 1220 Mégane Classic kostar frá 1.398.000 kr. Renault Mégane Classic er fallegur bíll í millistærð en fæst þó á svipuðu verði og lítill fólksbíll. Sem dæmi um stærðina má nefna farangursrými Classic sem er hvorki meira né minna en 510 lítrar. Þá er Classic bæði öruggari og kraftmeiri en bflar í sama stærðarflokki. Classic fæst til dæmis bæði með 95 ha. 1400 vél og 107 ha. 1600 vél ef þú vilt enn meiri kraft. Prófaðu Renault Mégane Classic; stærri, kraftmeiri og öruggari bfl. RENAULT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.