Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 55 MINNINGAR KIRKJUSTARF SVAVA EINARSDÓTTIR + Svava Einars- dóttir fæddist á Kleifarstekk í Breið- dal 13. ágúst 1922. Hún lést á heimili sínu 1. febrúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Stöövaríjarðar- kirkju 12. febrúar. Jarðsett var að Heydölum í Breið- dai. Elsku amma mín, nú ertu farin frá okkur svo alltof fljótt. Það er erfitt að trúa því, þú sem varst svo hress og lífsglöð. M áttir eftir að gera svo mik- ið. Mamma mín talaði við þig tveimur dögum áður en þú kvaddir þennan heim og hún spurði þig hvort þú legð- ir þig ekki á daginn, hvort þú værir eklri þreytt á að hugsa um svo stórt hús og stóran garð? En þú svaraðir; nei, reyndar finnst mér að það ættu að vera íleiri klukkutímar á sólar- hring. Þannig varst þú, amma mín, alltaf á fullu, en aðallega varstu með aðra í huga þínum. M gafst gjafir til okkar í fjölskyldunni eða til vina þinna. Flest lagaðir þú sjálf, eitthvað sem var heklað, prjónað eða saumað, þú varst svo umhyggjusöm, vildir allt íyrir aðra gera. Þín gleði var að gleðja aðra. Ég minnist þess þegar ég var lítil og mamma sagði við okkur systkinin að nú værum við á leið til ömmu og afa á Stöðvarfirði. Tilhlökkunin var svo mikil að bíltúrinn austur virtist taka marga daga. Og þegar við loksins runnum í hlaðið á Draumalandi tókstu á móti okkur með opnum örm- um, góðum mat og hlýju rúmi. Þannig tókstu á móti öllum. Fyrir mér var Draumaland sannkallað draumaland. Ég man að við frændsystkinin lékum okkur í öllum stóru herbergjunum með allt skemmtilega dótið, ég man eftir fallegu og dularfullu steinunum sem þú tíndir í gönguferðum þínum um fjöll og firnindi og mér þótti svo gaman að skoða. Ég man þegar þú sýndfr mér allar myndimar af ná- og fjai’skyldum ættingjum, þú kenndir okkur að kynnast og virða alla ætt- ingja okkar. Ég man eftir kleinunum góðu og öllum góðu kökunum sem þú bakaðir. Ég man eftir randaflugunum sem fylltu garðinn þinn á sumrin, sem var sönnun þess hve fallegur og vel hirtur hann var. Garðurinn var ævin- týraland fyrii’ mér og hluti af þinni lífsgleði. Ég man eftir rabarbaragarð- inum stóra, lautinni fallegu, öllum trjánum og fallegu blómunum. Þær voru ófáar beijamóferðimar sem við fómm saman upp á fjall, fjöruferðimar og heimsóknimai’ til ættingja okkar og vina þinna á Stöðv- arfirði. Þú varst dugleg við að kynna mig fyrir öllum sem við hittum á gönguferðum okkar um bæinn. Ég man ferðimar niður að á, sem mér þótti þá mjög stór og ógnarleg, en þú hélst í hönd mína og passaðir mig vel. M hefur gefið mér svo margar góðar minningar, elsku amma mín, sem ég get yljað mér við um ókomna tíð og þú hefur kennt mér svo mikið um lífið bæði beint og óbeint. Það mun alltaf verða tómlegt að koma til Drauma- lands án þess að heyra rödd þína og hlátur. Ég fluttist til Noregs fyrir tveimur árum og við hittumst sjaldnar en þú varst dugleg við að senda mér myndir og fréttir af ættingjum okkar á Is- landi. Fjölskyldan var líf þitt og yndi og fannst þér mikilvægt að við fengj- um fréttir af hvert öðru og lagðir þú þig alla fram í því hlutverki, því langt var á milli okkar sumra og hópui’inn stór. Þó svo ég væri langt í burtu þeg- ar þú kvaddir kom ekki annað til greina en að koma til landsins og kveðja þig í hinsta sinn og ekki síst til að hitta hina í fjölskyldunni, við styrktum hvert annað í sorginni, sem mér þótti afskaplega gott. En því mið- ur gátu ekki allir komið. M varst kona sem allir á jörðinni ættu að taka til fyrirmyndar, þú varst svo örlát, kærleiksrík og góð við þá sem minna máttu sín. Einnig fórstu vel með náttúruna. Amma, þú ert sannur engill guðs, Hann hefur sparað besta plássið í himnaríki handa þér. Ég mun ætíð vera for- eldrum mínum þakklát fyrir að hafa skírt mig í höfuðið á þér. Ég ber nafn þitt með stolti. Elsku amma mín, ég og bræður mínir, Eð- vald og Stefán Karl, þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gefið okk- ur meðan þú varst hér á meðal okkar og allar minningamar sem við munum varð- veita í hjarta okkar og hug um ókomna tíð. Þín er sárt saknað. Elsku besti afi minn og fjölskylda, megi guð vera með okkur öllum og gefa okkur styrk í sorginni. Þín nafna, Svava Sandra. Mitt í hita dagsins hringdi síminn, og mér tjáð að Svava frá Skriðu væri farin úr þessum heimi. Auðvitað varð ég hissa, vegna þess að mér var ekki kunnugt um annað en hún væri í fullu Qöri eins og venjulega, kát og hress. Hún virkaði á mig sem ung kona, mér fannst hún aldrei eldast. Um þessi jól sendi hún öllum drengjunum hans Kristjáns sonar míns jólagjafir sem voru prjónaðar eftir Stefán (afa) eftir lifandi mann hennar og svo hafði hún saumað fallegt vöggusett handa þeim yngsta sem fæddist rétt fyrir jólin. Þessir drengir voru í hennar augum hálfgerðir langömmudrengir, því son- ur minn kallaði hana ömmu, enda al- inn upp að hálfu leyti hjá þeim hjón- um Svövu og Stefáni frá Skriðu í Breiðdal. Svava var einstök kona, full af fjöri og alltaf líf í kringum hana, hún var snör í hreyfingum og aldrei féll henni verk úr hendi, hún elskaði að lifa og gera öllum gott. Ég á kannski einstaka minningu um hana og þau hjónin, því hún tók drenginn minn í fóstur. Ég átti við vanheilsu að stríða í nokkur ár og var hann hjá þeim hjónum í þrjú misseri í allt og svo fór hann í sveit til þeirra á hveiju sumri, þar til að Svava og Stefán fluttu til Stöðvarfjarðar. Þá var Krist- ján sonur minn þrettán ára. Systir mín bjó þá í Breiðdalsvík og þekkti þetta heimili mjög vel enda maðurinn hennar frændi Stefáns á Skriðu. Hún vissi að þau hjónin voru gæða fólk, svo hún bauðst til að kanna þetta mál. Þannig sá hún um að sonur minn fór ekki alveg til vandalausra, þannig að ég gat alltaf fylgst með honum. Svava fæddi af sér tólf böm, mér er tjáð af Stefáni manni hennar að hún hafi verið fljót að fæða af sér bömin eins og allt sem hún gerði og fljót að jafna sig, komin fljótt til verka eins og ekkert hefði í skorist, bara eitt bamið komið í viðbót. Alltaf var húsið henn- ar hreint, allt í röð og reglu, hún var gestrisin fram úr hófi vildi alla hýsa og þar stóð Stefán maður hennar allt- af með henni og mér er sagt að hann leyfði henni alltaf að hvíla sig svolítið á morgnana. Já, þetta hefði eklri gengið ef maðurinn hennar hefði ekki alltaf staðið með henni, já þau unnu saman. Stefán átti stúlku áður en hann kvæntist Svövu, alltaf talaði Svava um hana eins og sitt eigið bam, þar var góður vinskapur og bömin henn- ar hafa örugglega verið ömmubörnin hennar, aldrei heyrði ég annað. Já eins og ég sagði áðan þá fóstraði hún Stjána minn vel og þau bæði hjónin. Eitt sinn á þeim tíma sem ég var veik kom ég að Skriðu að heimsækja drenginn minn, þá tók Svava mig í gönguferð upp á skriður fyrii' ofan bæinn, og það gerði hún örugglega af ásettu ráði. Hún sagði mér að hún hefði ekki fengið þau foréttindi að al- ast upp hjá móður sinni og þess vegna teldi hún og væri hennar ákveðna skoðun að böm ættu að vera hjá mæðrum sínum ef mögulegt væri. Þama uppi á skriðunum fyrir ofan bæinn lofaði hún því, að ef ég næði heilsu á ný, þá myndi hún ekki fara fram á að halda barninu mínu. Svona var Svava heil og sönn, og við þessi orð stóð hún. Snemma um haustið 74 hringdi ég og tilkynnti Svövu minni að ég væri búin að stofna mitt eigið heimili aftur og heilsan væri komin, svo það var ekkert til fyrirstöðu að drengurinn minn gæti komið til mín á ný. Eg hafði eignast lifandi trú á Drottin Jesú og Frelsarinn sjálfur hafði læknað mig af því þunglyndi sem hafði hráð mig í minnsta kosti þijú ár. Svava sagði mér það sjálf seinna að þegar hún kom heim úr sím- anum hafi hún sagt við heimilisfólkið jæja, nú er ekki langt þangað til Stjáni litli fer til móður sinnar á ný. Auðvitað fóra tilfinningar af stað, allir vora búnir að taka ástfóstri við dreng- inn og tóku hann sem yngsta bróður sinn. Stefán eftirlifandi maður Svövu hafði hann með sér í fjárhúsin að gefa og leyfði honum að smala og gera ým- islegt það sem þurfti að sinna í sveit- inni svo allir vora ekki sammála um að Stjáni litli færi. En Svava var ákveðin í að drengurinn skyldi fara, þótt hún hafði líka tekið ástfóstri við hann. Kristján var sex ára þegar hann fór til þeirra, og nú var hann rétt orð- inn átta ára og orðinn vanur sveitalíf- inu. Auðvitað kveið hann fyrir, en hann sagði mér seinna þegar hann var orðinn fullorðinn, að hann hafi oft brotið hefiann um það hvort hann kæmist nokkurn tíma til mömmu sinnar aftur. Svo kom stóri dagurinn, já hann rann upp í byijun október. Ella dóttir Svövu og Stefáns kom með hann suður. Ég hugsa að hún Ella mín gleymi þessari stundu seint, þeg- ar við mættumst móðir og sonur eftir langan baráttutíma. Það urðu fagnað- arfundir, fyrst stökk sonur minn upp í fangið á mér og svo tókumst við í hendur og hoppuðum um alla stofuna. Ella sat og táraðist og önnur vinkona mín sem þama var á heimilinu. Þann- ig er móðurástin, mörg skáld hafa ort um hana eins og til dæmis Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel, Móðurást eftir Jónas Hallgrímsson. Engu að síður var sonur minn alltaf talinn einn af fjölskyldunni. Hann sækir ættar- mót hjá þessari fjölskyldu, já hann er talinn einn af þeim. Ég á þessu fólki mikið að þakka. Það var ómetanlegt fyrir lítinn dreng sem varð að fara frá móður sinni um óákveðinn tíma að lenda hjá þessu yndislegu fólki, sem umvafði hann ást og umhyggju. Ég bið góðan Guð að blessa ykkur öll og hafið ætíð þökk fyrir. Guð blessi ykkur einnig núna í sorginni elsku vinir, ekkert er dýr- mætara en að eiga yndislega minn- ingu um heilsteypta góða mömmu, ömmu, langömmu og auðvitað eigin- konu. Stefán minn, þið genguð saman í gegnum sorg og gleði á langri leið, en samt stuttri því mannsævin er stutt. Guð blessi ykkur öll, Drottinn gaf og Drottinn tók, Lofað sé nafn Drottins. Hérvarstu semvinurávegi þú vegmóðum réttir út hönd með sannleik ogtrygglyndiþínu hnýttir þú vináttu bönd og ávallt á lífsvegi sára égalltafþaðmunaðhef erbeygðirþú bijóst þitt blíðlegaaðmóður ogmæltir ég barnið þér aftur gef Pegarfegurstu blóminfólna ífjarskanum geymastmál um konu sem gaf oggladdi húngræddi hveijasál núkveðégþig kæraSvava ogdrengurinnlitli umsinn við segjum íbili blessþjartansvina núblessumviðhina ersyrgjasárt ídag. (Þ.B.B.) Þóra Björk Benediktsddttir. Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Ný öld, nýtt ár- þúsund. Fræðslusamvera í safnað- arheimili Áskirkju í kvöld kl. 20.30. Arni Bergur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Æskulýðsfélagið fyr- ir unglinga í 8. bekk í kvöld kl. 19.30 i félagsmiðstöðinni Bústöð- um. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-16 í safnaðar- heimilinu. Æskulýðsfélag Nes- kirkju og Dómkirkju. Sameiginleg- ur fundur í safnaðarheimili Nes- kirkju kl. 20. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Ljós lífsins, þagn- aríhugun kl. 20. Taize-messa kl. 21. Fyrirbæn með handaryfirlagningu og smurning. Tómas Sveinsson. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorgunn kl. 10-12. Fræðsla: Örvun málþroska. Hallveig Finn- bogadóttir, hjúkrunarfræðingur. Söngstund með Jóni Stefánssyni kl. 11. Svala djákni les fyrir eldri börn. Langholtskirkja er opin til bænagjörðar í hádeginu. Lestur passíusálma kl. 18. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Kyrrðarstund kl. 12.00. Orgelleikur til kl. 12.10. Að stund- inni lokinni er léttur málsverður á vægu verði í safnaðarheimilinu. Neskirkja. Félagsstarf eldri borgara nk. laugardag kl. 13. Nýja hjúkranarheimilið i Víðinesi heim- sótt. Kaffiveitingar. Þátttaka til- kynnist í síma 5111560 kl. 10-12 og 16-18 til föstudags. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir 6-8 ára börn kl. 15-16. Starf fyrir 9- 10 ára börn kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. TTT-starf fyrir 10- 12 ára í Ártúnsskóla kl. 16.30- 17.30. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- unn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Foreldramorgn- ar kl. 10-12 í umsjá Fjólu Gríms- dóttur og Bjargar Geirdal. Kl. 11.15 leikfimi ÍAK kl. 14. LLL- ráðgjöf um brjóstagjöf. Kl. 18 bænastund. Fyi-irbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar í síma 554 1620, skriflega í þar til gerðan bænakassa í anddyri kirkjunnar eða með tölvupósti: digraneskirkja@simnet.is Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11- 12 ára drengi kl. 17-18. Grafarvogskirkja.Foreldra- morgnar kl. 10-12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, heyrum guðs orð og syngjum með börnunum. Kaffisopi og spjall. Allt- af djús og brauð fyrir börnin. Æskulýðsstarf fyrfr unglinga kl. 20-22. Hjallakirkja. Kii’kjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára kl.16.30. Kópavogskirkja. Samvera aldr- Hallgrímskirkja aðra í safnaðarheimilinu Borgum kl. 14-16. Seljakirkja. Strákastarf fyrir 9- ' 12 ára á vegum kirkjunnar og KFUM kl. 17.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra kl. 10-12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús fyrir 8-9 ára börn í Von- arhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrð- arstund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Biblíulestur kl. 21. Fríkirkjan í Hafnarfírði. Opið hús fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Víðistaðakirkja. Foreldramorgn- , ar kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára börn kl. 17-18.30. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 10 foreldramorgunn. Kl. 17.30 TTT-starf, tíu til tólf ára krakka. Kl. 18 kyrrðar- og bænastund með Taize-söngvum. Koma má fyrir- bænaefnum til prestanna með fyr- irvara eða í stundinni sjálfri. Keflavíkurkirkja. Fermingar- undirbúningur kl. 13.30-15.40 í Kirkjulundi. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 sam- koma í umsjón Guðmundar og bræðranna. Állir hjartanlega vel- komnir. Ffladelfía. Trúboðsnámskeið kl. 19-21.30. Allir hjartanlega vel- komnir. * Lágafellskirkja. TTT-starf fyrir 10-12 ára börn frá kl. 17-18. Um- sjón Hreiðar og Sólveig. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Hvammstangakirkja. Kapella Sjúkrahúss Hvammstanga. Helgi- og bænastund í dag kl. 17. Fyrir- bænaefnum má koma til sóknar- prests. STUTT Kynning á göngu- og skoðunarferðum um allan heim FERÐASKRIFSTOFAN Topas verður með kynningu föstudagskvöldið 25. febrúar á göngu- og skoðunarferðum sín- um um allan heim. Topas er stærsta ævintýraferðaskrifstofa Danmerkur með áherslu á fjöl- breyttar ferðir um allan heim, segir í fréttatilkynningu. Meðal ferða má nefna göngu- ferðir í Nepal, Kenýa og Kors- íku, auk trukkaferða í Suður- Ameríku, Asíu og Afríku o.fl. Undanfarin ár hafa þeir lagt áherslu á uppbyggingu gistihúsa á fáförnum slóðum, s.s. á Græn- landi, í Víetnam og gömul hús á Korsíku. Myndasýningin er sú þriðja í vetrarsyrpu Ferðahornsins, fyrr í vetur voru myndasýningar frá göngu-, skíða-, klifur- og sjó- kajakleiðöngram á Grænlandi. Kynningin hefst kl. 20.30 í versluninni Nanoq og stendur í 2 klst. í hléi verður boðið upp á léttar veitingar. Aðgangseyrir 500 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.