Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000
UMRÆÐAN
Leiguhús-
næði - stór-
átak strax
í UMRÆÐUM á al-
þingi og víðar að undan-
fömu hefur komið fram
að kjör einstæðra for-
eldra eru sérstaklega
slæm. Við í stjóm fé-
lagsins vildum gjarnan
leggja til jákvæða leið
út úr þeim vanda sem
íslenska þjóðfélagið er í
vegna þessa. Alvarleg-
asta vandamálið er hús-
næðiseklan á höfuð-
borgarsvæðinu.
Þetta þekkjum við
hjá Félagi einstæðra
foreldra, en félagið hef-
ur rekið neyðarleigu-
íbúðir í mörg ár fyrir
einstæða foreldra. Biðlistar hafa ver-
ið að lengjast hjá okkur og íveratími
sömuleiðis. Nú er hann orðinn á ann-
að ár, sem er óheppilegt fyrir böm,
því íbúðimar era litlar og óheppilegar
Úrbætur
Ég hef á tilfínningunni,
segir Sigrún Stein-
grímsddttir, að vandi
einstæðra foreldra fari
fremur vaxandi en hitt.
til langdvalar. Félagið hefur ekki get-
að hækkað leiguna í 5 ár, því einstæðu
foreldramir hafa ekki haft megnað að
greiða hærri leigu. Algengt er að fólk
sem leitar til okkar séu mæður sem
era að skilja, með ung börn og búi við
afar önugar félagslegar aðstæður.
Auðvitað er lengi hægt að tala um
þessi mál, en það era verkin sem
þurfa nú að tala. Við viljum úrbætiu-
strax:
1. Ríki, sveitarfélög og félagasa-
samtök þurfa að sameinast um að
auka framboð á leigum-
arkaði. Það þarf stór-
átak í byggingu leigu-
húsnæðis.
2. Persónufrádráttur
þarf að hækka og lág-
tekjufólk, eins og ein-
stæðir foreldrar, þarf
að fá að nýta persónu-
frádrátt bama sinna.
Húsaleigubætur þurfa
að vera skattftjálsar og
tekjutengingarmörk
færð ofar eða sleppt.
3. Það þarf að búa til
neyslustaðal sem not-
aður yrði til að reikna
út raunveralegar þai-fir
bamafólks (þ.m.t. ein-
stæðra foreldra).
4. Greiðsluaðlögun verði sett í gildi,
sem skyldi banka og opinberar stofn-
anir til að taka þátt í uppbyggingu
með fólki og meini þeim að ganga
hart að fyrirfram eignalausum búum.
Þetta eru helstu atriðin. Ég hef á
tOfinningunni að vandi einstæðra for-
eldra fari fremur vaxandi en hitt.
Ástæðumar era margar. Ein er sú að
svo virðist sem einstæðir foreldrar
flytji frá landsbyggðinni á höfuðborg-
arsvæðið, vegna þess að litlu sveitar-
félögin úti á landi hafa svo lítið fram-
boð á aðstoð við fólk í þessari
þjóðfélagsstöðu. Þrengingamar á
húsnæðismarkaðnum og vaxandi vel-
sæld annarra þjóðfélagshópa verða
svo til að undirstrika aukinn mun. Og
því miður er vaxandi fátækt og eymd
staðreynd.
Ég leyfi mér að lokum að ítreka að
húsnæðismálið er lang stærsta
vandamálið. Við gerðum öll best með
því að taka saman höndum um úrbæt-
ur. Ég ákalla ríkisvaldið og sveitar-
félögin á höfuðborgarsvæðinu:
Byggjum leiguhúsnæði strax!
Höfundur er formaður Félags ein-
stæðra foreldra.
Sigrún
Steingrímsdóttir
MuniA eftir fríkortinu
Margar gerðir af úlpum í barna-og
fullorðinsstærðum á frábæru verði.
Opið 10 -18,
laugardaga 10 -16.
UTIUF
GLÆSIBÆ
Sími 545 1500 • www.utilif.is
Tölvur og tækni á Netinu
<§> mbl.is
-ALLTAf= etTTHXSAÐ l\IÝTT~
íKringlunni
LpJ UVAU L-nA
K N I