Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 33
Morgunblaðið/Jim Smart
Áshildur Haraldsdóttir, Diego Masson og Haukur Tómasson leggja á ráðin á æfíngu í Háskólabíói.
Ferðalag einherjans
Ashildur Haraldsdóttir og Sinfóníuhljóm-
sveit Islands frumflytja í kvöld í Háskóla-
bíói Flautukonsert eftir Hauk Tómasson.
Orri Páll Ormarsson kom að máli við ein-
leikarann og tónskáldið og kynnti sér efnis-
skrá tónleikanna að öðru leyti.
Fuglar
í forgrunni
FLAUTULEIKARINN flýtir sér af
sviðinu. Æfingin er afstaðin og hann
þyrstir í viðbrögð. Tónskáldið situr
þar álengdar, íbyggið, eyrun sperrt.
„Var þetta eins og þú gerðir þér í hug-
arlund," spyr flautuleikarinn ákafur
og leggur málið í hendur hins endan-
lega úrskurðarvalds - höfundarins.
Og dómurinn gengur - án tafar. „Al-
veg nákvæmlega eins!“
Það er þriðjudagur. Miðdegi. Og
enn rúmir tveir sólarhringar til
stefnu. Flautuleikarinn, Ashildur
Haraldsdóttir, hefur lokið við að flytja
Flautukonsert Hauks Tómassonar í
fyrsta sinn með hljómsveit. Engum
blöðum er um það að fletta, hún er til-
búin. Nú er það bara að nostra við
smáatriði og stilla sig inn á frumflutn-
inginn að kvöldi fimmtudags.
„Þetta lítur Ijómandi vel út,“ segir
Haukur, þegar blaðamaður hefur
bæst í hópinn. „Það verða engin stór
vandamál. Auðvitað er hægt að pússa
endalaust en greinilegt að menn
koma vel undirbúnir til leiks, Ashild-
ur, stjómandinn og hljómsveitin. Ég
get ekki beðið um meira.“
Flautukonsertinn er saminn í
Amsterdam veturinn 1996-97 fyrir
Áshildi. „Ég var búin að suða heil-
lengi í Hauki,“ segir hún, „en hann
hefur einu sinni skrifað fyiir mig áð-
ur, verk fyrir flautu og sembal. Arið
1988, að mig minnir.“
„Það er rétt,“ staðfestir Haukur.
Segir Áshildur ástæðuna fyrir suð-
inu einfalda - Haukur sé í miklu upp-
áhaldi hjá henni. Og hún varð ekki
fyrir vonbrigðum. „Þetta er frábær
konsert og stórkostlegur heiður fyrir
mig að fá að frumflytja hann. Þetta er
góð gjöf til okkar flautuleikara og ég
er sannfærð um að verkið á eftir að
lifa um ókomna tíð,“ segir Áshildur og
vonast til að geta leikið verkið sem
víðast í framtíðinni og að sem flestir
flautuleikarar spreyti sig á því.
Áshildur með í ráðum
Haukur kveðst hafa borið flautu-
part verksins snemma undir Áshildi,
hann leiki ekki á flautu sjálfur og fyrir
vikið hafi verið gott að hafa hana til
ráðgjafar. Áshildur staðfestir hins
vegar að athugasemdir af hennar
hálfu hafi verið af skomum skammti.
Haukur bjó til píanórödd þannig að
Áshildur gæti byijað að kynna sér
verkið án fulltingis hljómsveitar.
„Einleikarar fá yfirleitt stuttan tíma
til að búa sig undir frumflutning,
þannig að mér þykir þetta góð vinnu-
regla - til að létta þeim róðurinn,"
segir tónskáldið.
„Snorri Sigfús (Birgisson píanó-
leikari og tónskáld) púlaði í gegnum
þetta með mér,“ segir Áshildur, „og
kann ég honum bestu þakkh- fyrir. Ég
veit ekki hvar ég hefði staðið á æfing-
unni í morgun hefði ég ekki verið búin
að æfa konsertinn með píanóinu.“
í efnisskrá lýsir Haukur konsertin-
um með þessum hætti: „Hann skiptist
í 11 misólíka hluta, sem hver um sig
hefur sitt munstur. Flautan er nánast
allan tímann að, er einherji, en fær
stundum nokkur hljóðfæri til liðs við
sig. Annars ferðast hún um rými
hljómsveitarinnar þar sem kennir
ýmissa grasa mýstíkur og mekaník-
ur.“
Hyóðfæri mögnuð upp
Hvað segir Áshildur um þessa
greiningu?
„Það er rétt, ég er eiginlega að all-
an tímann. Pústa ekki nema tvisvar í
tvær til þrjár sekúndur í senn. I því
liggur mesta erfiðið enda er verkið
hátt og hoppandi. En ég er búin að
venjast þessu núna.“
- Hvað á þetta eiginlega að þýða,
Haukur? Að þræla manneskjunni
svona út?
„Maður verður að reyna að byggja
upp spennu - magna upp átök,“ svar-
ar tónskáldið og hlær.
í fyrmefndum pistli í efnisskrá
segir Haukur ennfremm-: „Reynt er
að kalla fram nýja liti úr hljómsveit-
inni með því að breyta styrkleikajafn-
vægi hljóðfæranna. Þessvegna er
flautan og nokkur hljómsveitarhljóð-
færi mögnuð upp (væri kannski óþarfi
í góðu húsi).“
Á hann hér einkum við hörpuna og
kontrabassana, sem hann segir alls
ekki njóta sín nógu vel í Háskólabíói.
Nú verða þessi hljóðfæri á hinn bóg-
inn dregin framar.
Áshildur er hrifin af þessari ráð-
stöfun - segir hana undirstrika
skemmtilegar andstæður, flautuna og
kontrabassana.
Bæði eru Áshildur og Haukur
ánægð með hljómsveitarstjórann,
Diego Masson. Hann kunni sitt fag.
„Ég hef aldrei unnið með þessum
manni áður en hann er svo traustur
og þægilegur að mér finnst ég alltaf
hafa þekkt hann,“ segir Áshildur.
Flautukonsertinn er sjötta verk
Hauks Tómassonar sem Sinfón-
íuhljómsveit íslands tekur til flutn-
ings á tíú árum. Það er ekki slæmur
árangur. „Ég hef verið heppinn með
þetta.,“ segir hann. „Öll hljómsveitar-
verk mín og konsertar hafa verið
flutt. Raunar voru þijú þeirra pöntuð
af hljómsveitum þannig að ég gekk að
flutningi vísum. Þannig var það þó
ekki með Flautukonsertinn. Með
hann renndi ég blint í sjóinn.“
Það er skammt stórra högga á milli
hjá Áshildi. Hún snýr sér þegar að
tónleikunum loknum að næsta kon-
sert, fyrir flautu og hörpu, sem hún
mun frumflytja í Noregi í september.
Höfundur hans er John Madden.
ÞRJU önnur verk verða flutt á tón-
leikunum í kvöld, Oiseaux exotiques
eftir Frakkann Olivier Messiaen,
Fuglahópur lendir í fímmhyrnta
garðinum eftir japanska tónskáldið
Toru Takemitsu og Cantus Arcticus
eftir Finnann Einojuhani Rautav-
aara. Fuglar eru miðlægir í öllum
þessum verkum.
Olivier Messiaen samdi Oiseaux
exotiques samkvæmt pöntun frá
Pierre Boulez fyrir Domaine Muis-
ical tónleikaröðina í lok ársins 1955
og var það frumflutt í Parfs 10.
mars 1956. Höfundurinn lætur
hljóðfærin líkja eftir ýmsum sjald-
gæfum fuglategundum sem finnast
og eiga heimkynni víðsvegar um
jörðina, þó aðallega á Indlandi, í
Kina, Malaysíu, Kanaríeyjum, Suð-
ur- og Norður-Ameríku. Ásláttar-
hljóðfærin leika hljóðföll sem þekkt
eru í Grikklandi og meðal hindúa á
Indlandi. I raddskránni lýsir hann
helstu einkennum hverrar fugla-
tegundar um sig til leiðbeiningar
fyrir flytjendur.
Tónverkið Fuglahópur lendir í
fimmhyrnta garðinum er eitt af
þekktustu verkum Toru Takemitsu.
Það var samið árið 1977. Kveikjan
að verkinu var draumur sem hann
dreymdi. í draumnum sá hann
svartan fugl leiða hóp hvítra fugla
og fljúga inn yfír fimmhyrndan
garð og seijast þar niður. Takem-
itsu notar engin japönsk hljóðfæri í
verkinu.
Verkið Cantus Arcticus sem Ein-
ojuhani Rautavaara samdi árið 1972
er í eðli sínu konsert fyrir hljóðrituð
fuglahljóð og hljómsveit. Það er oft-
ar leikið en nokkurt annað hljóm-
sveitarverk tónskáldsins og er talið
vera eitt af þekktustu og dáðustu
nútímaverkum finnsks tónskálds.
Hinn einfaldi hljómavefnaður
hljómsveitarinnar sem er samofinn
hljóðrituðum fuglasöng þykir gefa
verkinu öllu hrifandi og fínlegt yfir-
bragð.Utkoman verður samtal
hljómsveitarinnar við fugla norð-
ursins eins og nafn verksins ber
með sér. Auk hljóðrituðu fugla-
hljóðanna líkir hljómsveitin eftir
hljóðum fugla svo sem strax eftir
leik flautanna í upphafi verksins
þar sem heyra má Iíkt eftir vaðfugl-
um. Hljóðritaður fuglasöngurinn
hefur verið „meðhöndlaður" lítil-
lega eins og t.a.m. í upphafi annars
þáttar, Þunglyndi, þar sem hár
trillu-söngur lævirkjans er færður
niður um nokkrar áttundir. Hinn
angurværi undirleikur strengja-
sveitarinnar er íjarlæg endur-
minning hughrifa verksins Svanur-
inn frá Tuonela eftir Sibelius. I
lokaþættinum, „Búferlaflutningur
svananna“, er svanasöngurinn
fjölfaldaður og magnaður upp til að
skapa tilfinningu fyrir stórum hópi
svana á leið til heimkynna sinna til
vetrardvalar.
Nafnkunnir erlendir gestir
Einleikari á píanó í verki Messia-
ens er Rolf Hind sem er framarlega
í flokki túlkenda nútímatónlistar.
Hann hefur starfað með mörgnm af
þekktustu núlifandi tónskáldum og
frumflutt verk eftir menn eins og
Ligeti, Xenakis, James MacMillan,
Bent Sörensen, Poul Ruders, Simon
Holt, Tan Dun og Unsuk Chin. Hann
hefur leikið með mörgum af þekkt-
ustu sinfóníuhljómsveitum undir
stjóm þekktra hljómsveitarstjóra
s.s. Sir Simon Rattle og Oliver
Knussen. Á síðasta ári var gerður
tveggja ára starfssamningur við
Hind við háskólann í Liverpool til
að vinna að CD-ROM verkefni sem
ber tritilinn The State of Play þar
sem krufin em og rannsökuð tækni-
leg vandamál við útfærslu leiks nú-
tímatónverka á píanó.
Hljómsveitarsljóri kvöldsins er
Diego Masson. Hann lagði stund á
slaghljóðfæraleik við tónlistar-
háskólann í París og gat sér gott
orð sem samstarfsmaður Pierre
Boulez á Domaine Musicale-
tónleikunum. Hann stofnaði Mus-
ique Vivante-flokkinn, sem helgar
sig flutningi samtímatónlistar. Eftir
að hann tók að sér starf aðal-
sljómanda Marseille-ópemnnar fór
Masson meira út í hljómsveitar-
sljóm og er nú eftirsóttur hljóm-
sveitarstjóri. Hann er gestastjóm-
andi margra fremstu hljómsveita
Bretlands auk þess sem hann stjórn-
ar ýmsum nafnkunnum hljómsveit-
um á meginlandi Evrópu sem og í
Asíu og Ástralíu.
Nýjar
vorvörur
Yfirhafnir
GARDEUR !
dömubuxur
Dragtir
Opið daglega
kl. 10-18
laugardaga
kl.10-14
UÓuntv
tískuverslun
v/Ncsveg, SeltjarnarncsW'j^ I
Sími 561 1680
afsláttur af ljósum
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is