Morgunblaðið - 24.02.2000, Side 31

Morgunblaðið - 24.02.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 31 ERLENT Undar- legir söfnuðir Tókýó. AFP. LÖGREGLAN í Japan handtók í gær átta félaga í söfnuði, sem geymt hafði lík á hótelherbergi í marga mánuði. Hélt fólkið því fram, að það væri lifandi en hefur nú verið ákært fyrir að hafa með óbeinum hætti valdið dauða 66 ára gamals manns. Söfnuðurinn sótti Shinichi Koba- yashi á sjúkrahús í júlí á síðasta ári en þar lá hann eftir að hafa fengið heilablóðfall. í söfnuðinum, sem kall- ast „Lífsrými", voru m.a. kona hans og sonur og svo virðist sem leiðtogi safnaðarins, Koji Takahashi, hafi sjálfur ætlað að lækna Kobayashi. Fólst lækningin í því að berja hann margsinnis í höfuðið. Kobayashi lifði ekki lækninguna af en síðan hefur söfnuðurinn verið með uppþomað lík hans á hótelherbergi og heldur því fram, að það sé lifandi. Söfnuðurinn „Lífsrými" var stofn- aður 1983 og virðist starfsemi hans einkum hafa verið að halda rándýr „hugljómunarnámskeið". Japanska lögreglan hefur einnig handtekið leiðtoga annars safnaðar og er hann sakaður um að bera ábyrgð á dauða sex ára gamals, nýrnaveiks drengs með því að koma honum ekki undir læknishendur. Fannst lík hans í síðasta mánuði. Safnaðarleiðtoginn sagði er hann var handtekinn, að drengurinn væri „kannski dáinn í ykkar heimi“ en það væri alltaf „möguleiki á upprisu“. -------------------- Einkaleyfi til að klóna menn Berlín. Reuters. EVRÓPSKA einkaleyfisstofan greindi á mánudag frá því að henni hefðu orðið á þau mistök að veita einkaleyfi á aðferð sem næði einnig yfir klónun manna. Einkaleyfið var veitt Edinborg- arháskóla, sem óskaði sl. desember eftir að fá einkaleyfi á aðferð sem nota má til að breyta frumum og fósturvísum manna. „Þetta eru mis- tök, já,“ sagði Rainer Osterwadter, talsmaður einkaleyfisstofunnar. „Það má skilja þetta sem svo að leyfið nái einnig yfir klónun manna. Það sem vantar er klausa um að einkaleyfíð nái ekki yfir menn.“ Að sögn Osterwadters má búast við að það taki töluverðan tíma að breyta leyfinu, þar sem aðrir verði að mótmæla veitingu einkaleyfis- ins. Það kunni því að líða nokkur ár áður en ferlinu sé að fullu lokið. Edinborgarháskóli hefur neitað að tjá sig um málið. Þýska ríkisstjórnin greindi í gær frá því að hún myndi beita sér fyrir því að leyfisveitingunni til Edin- borgarháskóla yrði hnekkt fyrir dómstólum. Sagði Andrea Fischer, heilbrigðisráðherra Þýskalands, að nokkur ráðuneyti myndu koma að undirbúningi málsins. Aríð 2030 " frumtíðin bi iteyri; Ufeyrisspamaður Landsbankans Landsbankín n ■ xí Sýning í Neskirkju byggð á Jobsbók |y| él f Gamla testamentisins 27. febrúar 29. febrúar 2. mars . p Sýningar hefjast kl. 20.30 J 1 NESKIRKJA Leikari: Arnar Jónsson ,f'! 1 Leikstjóri: Sveinn Einarsson L. & Tónlist: Áskell Másson I Leikbrúður: Helga Steffensen n i. ' ■%. Jgff Miöaverö kr. 1.500 - Miöasala og upplýsingar á skrifstofu Neskirkju viö Hagatoig, sími 511 1563, opiö kl. 10 -17, Kirkjuhúsinu Laugavegi 31 og Essostööinni viö Ægisíöu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.