Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 24. FEB RÚAR 2000 5 3 11 1 JORGEN SIGURÐSSON barna auðið; Þðrdís Jörgensdöttir, f. 17. mars, 1957; Krist- björg Jörgensdöttir, f. 11. apríl 1958; Ás- rún Jörgensdöttir, f. 19. mars 1959; Petra Jörgensdöttir, f. 29. apríl, 1962; Jöhanna Jörgensdöttir, f. 29. aprfl, 1962, og Sig- urður Jörgensson, f. 10. maí 1971. Barna- böm Jörgens og Ás- dísar eru 17 talsins og eitt bamabama- bam. Utför Jörgens för fram frá Vopnafjarðarkirkju 5. febrúar. + Jörgen Sigurðs- son fæddist á Ljötsstöðum í Vopna- firði 20. nóvember 1930. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri hinn 30. janúar síðastlið- inn. Foreldrar Jör- gens vom hjónin Jó- hanna Sigurjóns- dóttir húsfreyja og Sigurður Gunnars- son, oddviti Vopna- fjarðarhrepps. Eftir- iifandi eiginkona Jörgens er Ásdís Sig- ríður Pétursdóttir, f. 13. maí, 1932. Þeim hjónum varð sex Kæri mágur. Þá ert þú horfinn yfir móðuna miklu, en þangað er ferðinni heitið hjá okkur öllum. Ég man eftir því er ég kom til þín í sumar, þá varstu búinn að fá sjúkdómsgrein- inguna og sagðir við mig þegar við vorum búnir að heilsast: Svona er nú komið fyrir mér. Þú sagðir það með þinni sömu rósemi og hefur einkennt umgengni þína um ævina. Margs er að minnast á þessari þó býsna langri ævi, þótt hún hefði mátt vera lengri. Við höfum þekkst síðan við vorum krakkar, áttum heimili stutt frá hvor öðrum alla tíð. Þar af leiðandi höfum við átt margt saman að sælda. Ótal margt kemur fram í hugann þegar maður lítur svona til baka, sem of langt væri hér upp að telja. Kynni okkar urðu mest eftir að við urðum fullorðnir. Þá giftum við okkur saman í stofunni á Hofi, hjá okkar gamla prófasti, séra Jakobi Einarssyni, sem einnig hafði skírt okkur og fermt. Hugur þinn hneigðist fljótlega að bílum og vél- um hverskonar, sem um þær mundir voru mikið að ryðja sér til rúms. Snemma eignaðist þú vöru- bíl og um skeið varstu rútubílstjóri milli Vopnafjarðar og Akureyrar. Það var ósjaldan að ég fékk þig til mín í vélaviðgerðir, sem þú fórst meistarahöndum um, svo prýðilega sem enginn annar. Þú varst al- gjörlega sjálfmenntaður á því sviði, það var eins og þér væri þetta meðfætt. Ég tel, og hef alla tíð sagt það, að mér finnst þú bíl- stjóralegastur af öllum sem ég hef verið í bíl með. Þar fann ég ævin- lega fyrir svo miklu öryggi, sömu rósemi og lipurð og einkenndi ætíð þitt aksturslag. Hefðu margir mátt af þér læra. Sama var það með skepnurnar. Um þær fórst þú höndum alúðar og snyrtimennsku. Einnig má segja að snyrtimennska þín og ró- semi hafi ætíð verið með í hverju verki sem þú vannst. Að leiðarlokum vil ég þakka þér fyrir trausta samfylgd og vináttu, um leið og við Guðný sendum Dísu, börnum ykkar og öðrum ná- komnum samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þinn mágur, Alfreð Pétursson. + Steindór Guð- mundsson fædd- ist í Reykjavík 8. júní 1947. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu 15. febrúar siðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 23. febrúar. Nú er sá dagur kominn að hann pabbi minn er farinn. Algóð- ur Guð hefur hann hjá sér í góðum höndum. Samband mitt við föður minn var það besta sem son- ur gæti óskað sér. Ég var svo ná- inn honum og gat alltaf reitt mig á hann í blíðu og stríðu, það skipti ekki máli hvað það var. Núna verð ég að treysta á sjálfan mig, en ég veit að hann vakir yfir mér og verndar mig. Hann elsku pabbi minn fékk ekki bestu æsku sem maður gæti óskað sér, að þurfa að alast upp hjá frændfólki og þurfa síðan að reiða sig fyrst og fremst á sjálfan sig. En hann gaf mér bestu æsku sem son- ur gæti hugsað sér. Hann gaf mér öryggi, styrk, dóm- greind og ástríðu. Ég man alltaf þegar hann var að skamma mig fyrir að vera ekki nógu duglegur í skól- anum eða þegar ég var að gera einhver prakkarastrik. En hann var alltaf þar fyrir mig, eins og skugginn minn. Fyrir mig og systur mínar var hann meira en faðir, hann var og er enn tákn um það góða sem býr í okkur og fær okkur til að gera rétt. Ég veit ekki hvar ég stæði núna ef ég hefði ekki átt hann að. Hann hvatti mig til að læra þegar ég hafði ekki áhuga og hann hvatti mig til að fara sem skiptinemi til annars lands og kynnast nýju máli og nýrri menningu og breytti þessi dvöl mín miklu hvað varðaði við- horf mitt til lífsins og gaf mér mikla ánægju þessa sex mánuði sem ég var þar. Ég var staddur í skólanum mínum þegar ég fékk þær fréttir að pabbi minn væri dá- inn, þetta breytti mér strax og mér finnst eins og eitthvað hafi dáið innra með mér. Ég veit að sorgin er erfið hjá öllum en fyrir mér er svo sárt að hafa ekki verið búinn að sjá hann í hálft ár og geta ekki faðmað hann og sagt hversu mikið mér þótti vænt um hann. Eftir að pabbi dó, las ég í bók eftir Karl Sigurbjörnsson biskup, að sorgin gleymir engum og að fyrr eða síðar sækir hún okkur heim. Nú er sú stund komin hjá mér, en ég ætla að reyna að sætta mig við það, ég hef ekki um annað að velja. En pabbi minn er ekki farinn, þótt ég geti ekki séð hann eða heyrt í honum, þá er sál hans enn hér og býr í hjarta mínu að eilífu. En þakka þér fyrir, elsku hjart- ans pabbi minn, fyrir öll þau góðu ár sem við fengum að vera saman sem feðgar og bestu vinir. Allt það öryggi og hlýjuna sem þú gafst mér, alla ánægjuna sem þú gafst bæði þegar ég var krakki og sem fullorðinn maður. Ég mun gera þig stoltan af mér í námi og starfi og ég mun heiðra minningu þína eins vel og ég get alla mína ævi. Ég lofa þér því. Guð blessi þig, elsku pabbi minn, og vaki yfir mér, mömmu, Evu, Fríðu, Ragga og Oskari, litla voff- astráknum þínum, sem saknar þín líka mikið. Vertu blessaður. Þinn sonur að eilífu Snorri Valur. STEINDÓR GUÐMUNDSSON + Ævar Klemenz- son fæddist í Bólstaðarhlíð í Aust- ur-Húnavatnssýslu 28. aprfl 1930. Hann lést af slysforum 13. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dalvíkur- kirkju 21. febrúar. Elsku afi Ævar. Það er svo erfitt að þurfa að kveðja þig og vita til þess að við eig- um ekki eftir að sjá þig koma inn um dyrnar hér heima hjá okkur, bros- andi og taka utan um okkur og spyrja hvernig við hefðum það í dag. Flest alla daga sáumst við og það var svo gaman að tala við þig, þú varst alltaf svo hress og kátur og tilbúinn til að hlusta á hvað á daga okkar hafði drifið. Eftir að við fórum í skóla til Akureyrar sáumst við sjaldnar en því betur tókstu á móti okkur þegar við komum heim. Mörg kvöld fékkstu þér göngutúr til að heilsa upp á okkur í Dal- brautinni þó að það væri ekki nema rétt til að sjá að allt væri í sómanum. Við þökkum Guði fyrir að fá að kynnast þér, kímni þinni, dugnaði og huglægum til- finningum. Hálfpartinn fannst okk- ur að við hefðum verið svikin því þú fórst svo fyrirvaralaust frá okk- ur, en þegar við hugsum um þetta betur þá uppgötvum við að þú fórst ekki frá okkur, sál þín lifir endalaust með okkur og fjölskyldu okkar og við vitum að við getum endalaust talað við þig. Reynsla þín kenndi okkur að þrautseigja þín hjálpar okkur og við trúum því að harka og styrkur þinn vaki yfir fjölskyldu okkar þrátt fyrir allan söknuðinn og þann sársauka sem þú, elsku afi, skilur eftir þig við hvarf þitt frá þessum veraldleika þá vitum við að hann mun alltaf vera til staðar fyrir okkur og alla aðra, til þess að kljást við erfið- leika okkar og gleðjast yfir fram- förum okkar. Elsku afi Ævar, allt sem þú hef- ur gert fyrir okkur er ómetanlegt og erum við mjög þakklót fyrir þann tíma sem við fengum með þér. Góðu minningarnar okkar eru ótæmandi og munu þær ylja okkur og lifa í hjörtum okkar allra um ókomna tíð. Þín barnabörn. Freydís Inga, Hjördís Jóna, Magnús Ævar og Arnar Óli. ÆVAR KLEMENZSON t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR Þ, GUÐMUNDSDÓTTIR Dodda frá Urriðaá, Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, sem lést þriðjudaginn 15. febrúar, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 26. febrúar kl. 14.00. Jóna Sigurðardóttir, Kjartan Magnússon, Erlendur Sigurðsson, Gunnfríður Harðardóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Sigurbjörn J. Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför systur okkar, ÓSKAR JÓNU ÞÓRÐARDÓTTUR, Skjóli, áður til heimilis í Hólmgarði 13, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Þórður Þórðarson, Gísli Þórðarson. t Ástkær faðir okkar, LEÓ GARÐAR INGÓLFSSON, til heimilis á Laugateigi 40, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju föstu- daginn 3. mars kl. 15.00. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Þóra og Guðrún Leósdætur. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför eigin- konu, móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ELÍNBJARGAR Ó. GUÐJÓNSDÓTTUR, Seljavegi 2, Selfossi. Hjalti Þórðarson, Grétar Þórir Hjaltason, Rúnar Jökull Hjaltason, Heimir Guðni Hjaltason, Arna Kristín Hjaltadóttir, Jónína Sóley Hjaltadóttir, Svala Huld Hjaltadóttir, Elísabet Jensdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Kjartan Ólafsson, Ólafur H. Jónsson, Júlíus Helgi Eyjólfsson, Elínbjörg Hjaltey Rúnarsdóttir, Sigurður Andrés Ásgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar og tengdamóður, SESSELJU SIGVALDADÓTTUR, Krummahólum 6, Reykjavík. Sigurlaug Elísa Björgvinsdóttir, Kristján Heimir Lárusson, Sígrún Sigurðardóttir, Valdemar Thorarensen, Sigurður Gils Björgvinsson, Hrefna Arnalds, Margrét Björgvinsdóttir. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa, HALLGRÍMS J. STEFÁNSSONAR, Háaleitisbraut 56, Reykjavík. Vigdís Jónsdóttir, Stefán Hallgrímsson, Jón Otti Ólafsson, Jónína M. Aðalsteinsdóttir, Ásgeir S. Hallgrímsson, Steinunn J. Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.