Morgunblaðið - 02.03.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.2000, Blaðsíða 1
52. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Umdeilt lagafrumvarp lagt fram á ísraelska þingmu, Knesset, í gær Gæti spillt fyrir friðar- sammngi við Jerúsalem. AP, AFP, Reuters. Sýrlendinga AP Líbanskir námsmenn mótmæltu í gær ummælum Lionels Jospins, for- sætisráðherra Frakka, sem hann lét falla í heimsókn sinni til Austur- landa nýlega. Jospin kallaði árásir Hizbollah-skæruliða hryðjuverk. ÞINGIÐ í ísrael, Knesset, sam- þykkti í gær við fyrstu umræðu frumvarp sem talið er að muni geta komið í veg fyrir að friður verði sam- inn við Sýrlendinga, verði það að lögum. Á sama tíma sagði útvarps- stöð í ísrael frá því að forsætisráð- herra landsins, Ehud Bai’ak, hefði boðað til fundar um framhald friðar- viðræðna við Sýrlendinga í dag. Hizbollah-skæruliðar í Suður-Líb- anon felldu í gær fimm liðsmenn líb- anskra hersveita sem hliðhollar eru ísraelum. Frumvarpið sem Knesset sam- þykkti í gær setur það skilyrði fyrir því að friðarsamningur við Sýrland öðlist gildi, að meirihluti atkvæðis- bærra manna í landinu samþykki samninginn í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þingmaður Likud-banda- lagsins, Silvan Shalom, lagði frum- varpið fram. Likud-bandalagið er í stjórnarandstöðu og leggst gegn friðarsamningum við Sýrlendinga. Nokkrir af þingmönnum flokka sem styðja stjórnina greiddu atkvæði með frumvarpinu. Barak hefur áður sagt að hugsan- legur friðarsamningur verði borinn undir þjóðaratkvæði en vill að meiri- hluti þeirra sem atkvæði greiða fái að ráða, óháð því hversu margir taka þátt. Talið er að afdrif frumvarpsins muni geta ráðið úrslitum um hvort friðarsamningur yrði samþykktur eða felldur. Ástæðan er sú að hund- ruð þúsunda ísraelskra ríkisborgara eru búsett erlendis og hafa atkvæð- isrétt í landinu. Fólkið yrði talið til atkvæðisbærra manna í hugsanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu en ólíklegt þykir að margir legðu á sig ferðalag tÚ Israels til að geta tekið þátt í henni. Frumvarpið á eftir að fara í gegnum þrjár umræður og því er enn óvíst hvort tillögurnar muni ná fram að ganga. Hefjast viðræður senn að nýju? Aðstoðarvamarmálaráðherra Isr- aels, Ephraim Sneh, sagði í gær í samtali við dagblaðið Jerusalem Post að friðarviðræður við Sýrlend- inga myndu að öllum likindum hefj- ast í byrjun næsta mánaðar. Viðræð- ur þjóðanna, sem hófust í desember á síðasta ári eftir fjögurra ára hlé, hafa legið niðri að undanförnu vegna ágreinings um inntak þeirra. Fund- ur sem Barak forsætisráðherra hef- ur boðað í dag og ætlað er að fjalla um stefnu ísraela í komandi viðræð- um þykir benda til þess að auknar líkur séu á því að þær muni hefjast að nýju áður en langt um líður. Vilja fækka slysum um 40% London. Reuters. BRESK stjórnvöld stefna að því að draga úr umferðarslys- um um 40% á næstu tíu árum, að því er Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði í gær. Ætlunin er einnig að fækka dauðsföllum meðal barna í umferðinni um helming. Á hverju ári látast um 3.500 manns í umferðinni í Bretlandi og 40.000 slasast alvarlega. Blair sagði að ríkisstjóm hans ætlaðist til þess að yfir- völd í borgum og bæjum lækk- uðu hámarkshraða, sérstaklega í grennd við skóla. Stefnt er að því að refsingar vegna hrað- aksturs verði þyngdar og að auknu fjármagni verði veitt til samgöngumála. Samgönguráð- herra Bretlands, Gus Macdon- ald lávarður, sagði í gær að rík- isstjómin vildi beita sér fyrir því að litið yrði á hraðakstur sömu augum og ölvunarakstur. Hann sagði að ríkisstjómin væri fylgjandi því að refsing fyrir þessi brot yrði höfð sú sama. AP Börn og fullorðnir yfirgefa með hjálp lögreglu byggingu þar sem byssu- maðurinn hélt fimm manns í gíslingu. Byssumaður skaut tvo til bana Wilkinsburg. AP. Átök trúarhópa magnast í Nígeríu Allt að 450 manns myrtir Aba. Reuters, AFP, AP. Býður fé til að mæta sektum Berlín.AFP, AP. HELMUT Kohl fyrrverandi kanzl- ari Þýzkalands hefur boðizt til að út- vega Kristilega demókrataflokkn- um, CDU, sex milljónir marka, andvirði um 220 milljóna króna, fyrir sektum sem reikna má með að flokknum verði gert að greiða vegna þeirra u.þ.b. tveggja milljóna marka sem Kohl hefur játað að hafa tekið við og lagt í sjóði flokksins. Er þetta fullyrt í nýjasta hefti þýzka efnahagsmálatímaritsins Wirtschaftswochc. Enginn á skrif- stofu Kohl vildi tjá sig um málið í gær. Er Kohl þegar sagður hafa safnað um þriðjungi upphæðarinnar í frjáls- um framlögum frá vinum í viðskipta- heiminum. Samkvæmt þýzkri lög- gjöf um stjómmálaflokka getur flokkur, sem verður uppvís að því að taka við háum fjárhæðum án þess að geta þess í bókhaldi, átt von á því að verða sviptur opinberum framlögum að upphæð sem nemur þrefaldri summu hinna ólöglegu framlaga. Að sögn Wirtschaftswoche er Kohl mikið í mun að geta haft áhrif á það hver verður næsti formaður flokksins. Er Kohl sagður mjög mót- fallinn því að Angela Merkel, núver- andi framkvæmdastjóri flokksins, komizt í æðsta flokksembættið. ■ Stuðningur við Merkel/28 BYSSUMAÐUR hóf í gær skot- hrfð á gesti tveggja skyndibita- veitingahúsa í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að tveir létust og þrír særðust. Árásin átti sér stað í Wilkinsburg, sem liggur skammt austur af Pittsburg í V estur-Pensyl vaníu-rfki. Byssumaðurinn mun fyrst hafa lagt eld að íbúð sinni í bænum og skotið einn mann þar í grennd. Vitni segja að hann hafi virst yf- irvegaður í þann mund sem hann gekk inn á skyndibitastað og byrjaði að skjóta að gestum. Því næst mun maðurinn hafa gengið inn í nærliggjandi byggingu þar sem hann hélt fimm manns f gfsl- ingu þar til hann gafst upp fyrir lögreglu, án þess að til átaka kæmi. Skotárásin í gær er sú ellefta í röðinni á innan við einu ári f Bandaríkjunum, þar sem saklaus- ir óbreyttir borgarar verða fórn- arlömb morðóðra byssumanna. ÍBÚAR bæjarins Aba í suðaustur- hluta Nígeríu hafa myrt allt að 450 múslima af Hausa-ættbálknum til að hefna drápa á kristnum Ibo- mönnum í borginni Kaduna í norð- urhluta landsins í vikunni sem leið. Hersveitir voru sendar til staða þar sem hætta er talin á átökum milli kristinna manna og múslima til að koma í veg fyrir að blóðsút- hellingarnar breiddust út. Ibo-menn eru í meirihluta í Aba og flestir þeirra eru kristinnar trúar. Drápin hófust á mánudag þegar lík Ibo-manna voru flutt til Aba frá Kaduna. „Rúmlega 400 manns hafa beðið bana í óeirðun- um en okkur hefur tekist að stilla til friðar,“ sagði háttsettur lög- regluforingi í Aba í gær. Áður höfðu stjórnarerindrekar og fleiri heimildarmenn sagt að Ibo-menn hefðu myrt hundruð Hausa-manna frá norðurhlutanum, sem eru langflestir múslimar, til að hefna drápanna í Kaduna. Leiðtogar norður- ríkjanna slaka til Allt að 300 manns biðu bana í átökunum í Kaduna sem hófust vegna áforma yfirvalda í nokkrum ríkjum í norðurhluta Nígeríu um að framfylgja íslömskum refsilög- um sem kveða m.a. á um að menn verði grýttir, aflimaðir eða háls- höggnir fyrir ákveðna glæpi. Olusegun Obasanjo, forseti Níg- eríu, boðaði leiðtoga ríkjanna í norðurhlutanum til neyðarfundar á þriðjudag og þeir samþykktu þá að íslömsku refsilögin yrðu ekki tekin upp í fleiri ríkjum og að þau ríki, sem hafa þegar samþykkt þau, myndu ekki framfylgja þeim „að svo stöddu“. Þessi tilslökun er líkleg til að koma ríkisstjórunum í norðurhlut- anum í vanda þar sem þeir höfðu lofað að framfylgja íslömsku refsi- lögunum og þess vegna notið mik- ils stuðnings meðal múslima, sem eru í meirihluta á svæðinu. Hausa-menn ráða hernum Hausa-menn frá norðurhlutan- um hafa bæði tögl og hagldir í hernum og voru mjög valdamiklir á 15 ára valdatíma hans sem lauk í fyrra þegar Obasanjo var kjörinn forseti. Obasanjo er kristinn og frá suðurhlutanum. Háværar kröfur múslima í norð- urhlutanum um að íslömsk lög taki gildi má meðal annars rekja til óánægju þeh’ra með aukin völd kristinna suðurríkjamanna. MORGUNBLAÐK) 2. MARS 2000 Helmut Kohl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.