Morgunblaðið - 02.03.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fyrstu niðurstöður úr rannsókn Agnars Helgasonar o.fl. á
erfðaefni hvatbera og uppruna Islendinga kynntar
Jafnmargar konur frá Norð-
urlöndum og Bretlandseyjum
Morgunblaðið/Sverrir
Kynntar voru í gær umfangsmiklar rannsóknir á uppruna íslendinga sem unnið er að á vegum Islenskrar erfða-
greiningar. F.v. Bragi Guðraundsson, starfsmaður IE, Lilja Árnadóttir, starfsmaður Þjóðminjasafnsins, Agnar
Helgason mannfræðingur, Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, og Sigrún Sigurðardóttir, starfsmaður ÍE.
MEGNIÐ af íslenskum landnáms-
konum átti ættir sínar að rekja til
Norðurlanda og Bretlandseyja í
nokkuð jöfnum hlutföllum, með
smávægilegu framlagi frá öðrum
svæðum Evrópu. Þetta eru frum-
niðurstöður rannsóknar á uppruna
íslendinga sem Agnar Helgason
hefur gert í samvinnu við fleiri
fræðimenn. Eru niðurstöðurnar
kynntar í marshefti tímaritsins
American Journal of Human Gene-
tics. Rannsóknin er hluti af stærra
samstarfsverkefni Agnars, sem
stundar doktorsnám við Oxford-
háskóla, og íslenskrar erfðagrein-
ingar hf.
Samvinna við Oxford-
háskóla og Þjóðminjasafnið
Rannsóknir Agnars og fleiri
rannsóknir sem unnið er að á upp-
runa íslendinga á vegum IE voru
kynntar á fréttamannafundi sem
fyrirtækið hélt í gær, en ÍE hefur
um rúmlega tveggja ára skeið unn-
ið að rannsóknum á uppruna Is-
lendinga í samvinnu við Oxford-
háskóla og Þjóðminjasafn Islands.
Rannsókn Agnars og félaga
byggir á erfðaefni hvatbera (svo-
kölluðu mitochondrial DNA) sem
erfist einungis í kvenlegg frá móð-
ur til barns. Fram kemur í grein-
inni að nánast allar hvatberaarf-
gerðir íslendinga eru komnar
beint frá landnámskonum og með
samanburðarrannsóknum er hægt
að skera úr um uppruna þeirra.
Rannsakaðar voru hvatberaarf-
gerðir 401 Islendings og þær born-
ar saman við sýni úr 2500 öðrum
Evrópubúum.
Fram kom í máli Kára Stefáns-
sonar, forstjóra IE, að um væri að
ræða eina umfangsmestu erfða-
fræðirannsókn sem gerð hefði ver-
ið á einni þjóð til að kanna upp-
runa hennar og stærstu úrtakssýni
sem unnið hefði verið með í rann-
sóknum af þessum toga.
íslendingar með fjölbreytt
safn evrópskra arfgerða
Agnar Helgason gerði grein fyr-
ir rannsókninni og benti á að hvat-
berar væru orkustöðvar frumna og
eini hluti frumunnar, utan kjarn-
ans, með eigið erfðaefni. Þetta
erfðaefni hefur nokkur sérkenni
sem gerir það heppilegt til rann-
sókna á þróunarsögu og skyldleika
mannhópa, þ.á m. er há stökk-
breytingatíðni, og sú staðreynd að
DNA hvatberanna erfist einungis í
kvenlegg frá móður til barns.
Þetta sérstæða erfðamynstur og
sú staðreynd að fólksflutningar til
íslands voru mjög takmarkaðir
eftir landnám, gerir að verkum að
nánast allar hvatberaarfgerðir í
núlifandi íslendingum eru komnar
beint frá landnámskonum.
Niðurstöður rannsóknarinnar
leiddu í ljós að íslendingar hafa
fjölbreytt safn af evrópskum arf-
gerðum, en þó hlutfallslega færri
arfgerðir en nær allar aðrar
Evrópuþjóðir. Þar að auki reyndist
tíðni margra hvatberaarfgerða í
íslendingum frábrugðin tíðninni í
nágrannalöndunum. Þetta tvennt
bendir til, skv. ályktun Agnars og
samstarfsfélaga hans, að svokallað
genaflökt og stofnendaáhrif hafi
haft talsverð áhrif á erfðamengi
þjóðarinnar.
Urtök úr öðrum Evrópuþjóðum
eru of lítil til að gefa fullnægjandi
mynd af erfðamengjum þeirra og
torveldar mjög allar tilraunir til að
meta upprunahlutföll á nákvæman
hátt. Þrátt fyrir þessa annmarka á
tiltækum samanburðargögnum,
benda niðurstöður rannsóknarinn-
ar til þess, eins og áður segir, að
meginhluti landnámskvenna hafi
rakið ættir sínar til Norðurlanda
og Bretlandseyja í nokkuð jöfnum
hlutföllum.
í greininni er þó bent á að hugs-
anlega sé einhver skekkja í þess-
um niðurstöðum þar sem enn hafi
ekki verið rannsakaðar fjölmargar
af þeim hvatberaarfgerðum sem til
eru í Norðurlandabúum og íbúum
Bretlandseyja.
Er nú unnið að því að útvega
stærri samanburðarúrtök frá
Norðurlöndum og Bretlandseyjum
auk þess sem einnig er verið að
rannsaka y-litninga í þessum þjóð-
um til að meta uppruna þeirra
karla sem numu land á íslandi fyr-
ir 1.100 árum.
Gagnagrunnur búinn
til yfir bein fornmanna
Kári sagði að þær umfangsmiklu
rannsóknir sem ÍE stendur fyrir á
erfðafræðilegum uppruna íslend-
inga samanstæði af þremur þátt-
um: „I fyrsta lagi unnum við með
Þjóðminjasafninu og vísindamönn-
um frá Irlandi og Puerto Rieo við
að flokka og mæla bein fornmanna
og búa til gagnagrunn yfir bein
fornmanna sem eru í vörslu
Þjóðminjasafnsins," sagði Kári.
Hann sagði að í öðru lagi beindust
rannsóknir að breytilegum svæð-
um í erfðamengi hvatbera og sam-
anburði þjóða, stökkbreytingatíðni
o.fl. I þriðja lagi væri svo Agnar
Helgason nú að vinna að saman-
burðarrannsóknum á breytilegum
svæðum karlkynslitninga milli
þjóða og samfélagshópa.
„íslensk erfðagreining kemur til
með að vera með mjög stórt verk-
efni í gangi í erfðafræðilegri mann-
fræði. Eitt af því sem gerir okkur
kleift að halda því áfram er að
Agnar Helgason, sem hefur unnið
þennan hluta af doktorsverkefni
sínu í samvinnu við vísindamenn
innan fyrirtækisins, er að ljúka
doktorsprófi sínu í vor og ætlar að
byrja að vinna hér innan fyrirtæk-
isins þegar kemur fram á sumarið.
Mun hann veita þessu stóra verk-
efni sem lýtur að uppruna íslend-
inga forystu," sagði Kári.
Stofnfundur Samfylkingar sem stjórnmálaflokks fer fram í Reykjavík 5. og 6. maí
Formaður kjörinn beint
af öllum félagsmönnum
Morgunblaðið/Sverrir
Magnús M. Norðdahl, Margrét Frímannsdóttir, Sighvatur Björgvinsson
og Þórunn Sveinbjarnardóttir á fundinum í gær, en þau eiga öll sæti í
viðræðunefnd Samfylkingarflokkanna.
FORMLEGUR stofnfundur Sam-
fylkingarinnar sem stjórnmála-
flokks verður haldinn í Reykjavík
dagana 5. og 6. maí næstkomandi,
skv. tillögum viðræðunefndar A-
flokkanna og Samtaka um kvenna-
lista sem kynntar voru í gær. Við-
ræðunefndin leggur jafnframt til
að formaður flokksins verði kjör-
inn með beinni þátttöku allra fé-
lagsmanna en nái hins vegar eng-
inn frambjóðandi a.m.k. 50%
atkvæða verður kosið á milli
tveggja efstu manna á stofnfundi
og þá af atkvæðisbærum fulltrúum
á fundinum.
Segir stofnfundinn vera mik-
inn áfanga hins nýja flokks
A blaðamannafundi, sem full-
trúar viðræðunefndarinnar héldu í
gær, lagði Sighvatur Björgvinsson,
formaður Alþýðuflokksins, áherslu
á það hversu mikill áfangi stofn-
fundur hins nýja stjórnmálaflokks
væri. Sagði hann að þrátt fyrir að
talað væri um að sameiningarferlið
hefði tekið langan tíma væri stað-
reyndin sú að ekki væri nema eitt
og hálft ár liðið síðan ákveðið var
að efna til kosningabandalags
þriggja stjórnmálaflokka undir
merkjum Samfylkingar.
„Það að við skulum nú vera að
klára þetta verkefni sem ýmsir
mætir aðilar á undan okkar, ýmsir
af helstu foringjum þessara flokka,
hafa gert ítrekaðar tilraunir til að
gera í gegnum árin, tel ég vera
einhverja merkustu niðurstöðu í
íslenskum stjórnmálum sem náðst
hefur um áratuga skeið,“ sagði
Sighvatur. Viðræðunefndin leggur
til að rétt til setu á stofnfundi
þessa nýja stjórnmálaflokks skuli
eiga fulltrúar allra aðildarfélaga
samfylkingarflokkanna sem jafn-
framt eru aðildarfélög hins nýja
flokks. Ennfremur eiga rétt til
setu á fundinum fulltrúar starfandi
bæjarmálafélaga Samfylkingarinn-
ar sem og fulltrúar starfandi kjör-
dæmafélaga Samfylkingar, auk
fulltrúa nýrra félaga sem óska eft-
ir aðild að flokknum.
Fer einn fulltrúi með atkvæðis-
rétt fyrir hverja tíu eða brot af tíu
aðalfélögum í hverju félagi en
stofnfundurinn verður að öðru
leyti opinn öllu félagsbundnu fólki
í þeim félögum sem þátt taka í
stofnfundi.
Framboðsfrestur vegna for-
mannskjörs rennur út 16. mars en
fram kom á fundinum í gær að for-
mannskjörið færi fram fyrir
stofnfundinn og að allir félags-
menn gætu tekið þátt í þeirri
kosningu, sem líkíegast yrði póst-
kosning.
Fengi hins vegar enginn fram-
bjóðandi meira en 50% atkvæða
yrði kosið milli tveggja efstu á
stofnfundinum og þá af atkvæðis-
bærum fulltrúum á honum. Sér-
stök kjörstjórn undir forystu Jó-
hanns Geirdals hefur verið skipuð
til að annast formannskosningar
og aðrar kosningar sem fram fara
á stofnfundi. Mun kjörstjórnin inn-
an skamms kynna ýmis fram-
kvæmdaatriði formannskjörs, svo
sem um tilskilinn fjölda meðmæl-
enda til að framboð teljist gilt, um
hvernig nýir félagsmenn eða ný fé-
lög, sem áhuga hafa á aðild að
samtökunum, skuli skrá sig og um
það hvenær kosning hefst og hve-
nær henni lýkur.