Morgunblaðið - 02.03.2000, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 02.03.2000, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 15 AKUREYRI Morgunblaðið/Friðrik Gígja Frá æfíngu Leikfélags Dalvíkur á BarPar, sem frumsýnt verður á laugardag. Morgunblaðið/Friðrik Gígja Formaður Leikfélags Dalvíkur, Sigríður Guðmundsdóttir, og leikstjór- inn Guðrún Alfreðsdóttir bera saman bækur sínar á æfingu. Leikfélag Dalvíkur BarPar á Dalvík Dalvík. Morgunblaðið. Á DALVÍK hefur gegnum tíðina verið blómlegt leikhúslíf. Um þess- ar mundir, nánar tiltekið laugar- daginn 4. mars kl. 17 nk., frumsýn- ir Leikfélag Dalvíkur leikritið BarPar eftir Jim Cartwrigt í Ungó, leikhúsi staðarins. BarPar gerist, eins og nafnið bendir til, á ónefndri krá eina kvöldstund og fá áhorfendur inn- sýn í líf þeirra sem eiga krána og einnig gesti þeirra sem reka nefið inn þetta kvöld. Ber þar margt á góma, bæði gaman og alvara. EU- efu leikarar fara með hlutverk í sýningunni, bæði gamlir „refir“ og eins leikarar sem eru að stíga sín fyrstu skref á fjölunum. Leikstjóri er Guðrún Alfreðsdóttir, um ljósin sér Pétur Skarphéðinsson, en alls koma að þessari sýningu um 25-30 manns. BarPar naut mikilla vinsælda þegar það var sett upp hjá Leikfélagi Akureyrar en þar fóru aðeins tveir leikarar með öll hlut- verk í sýningunni. Á Dalvík eru farnar aðrar leiðir, því persónurn- ar eru alls 14 og það eru eins og áður sagði 11 leikarar sem skila þeim. Æfingar hafa staðið yfir sl. sex vikur og gengið vel þrátt fyrir flensufaraldra og því má segja að Dalvíkingar og nærsveitungar geti farið að bregða sér í leikhús í heimabyggð, sem mörgum finnst alveg ómissandi þáttur í menning- arlífinu. Hjálpræðisherinn Alþjóðlegur bænadagur kvenna SAMKOMA verður hjá Hjálp- efni af alþjóðlegum bænadegi ræðishernum á Akureyri föstu- kvenna. Allar konur eru vel- dagskvöldið 3. mars kl. 20 í til- komnar. Nýr veitingaskáli og lyftur í Hlíðarfjalli Framkvæmt fyrir 155 milljónir á fímm árum • 1000 kg eða 2000 kg • Fyrir bretti og kör • Vönduð og vatnsþétt • Vog á fínu verði GAFFALV0G FRAMKVÆMDAÁÆTLUN fyrir skíðasvæðið í Hlíðarfjalli yfir fimm ára tímabil, frá 1998 til 2002, gerir ráð fyrir að fjárfest verði fyrir 155,2 milljónir króna á svæðinu. Þar af er framlag Vetraríþróttamiðstöðvar íslands 76 milljónir, þannig að 79,2 milljónir koma í hlut Ákureyrarbæj- ar. Miklar framkvæmdir hafa verið á svæðinu síðustu ár, að sögn Ivars Sigmundssonar forstöðumanns Skíðastaða, en m.a. hefur bílastæði verið stækkað og það malbikað, brekkur hafa verið sléttar og flóð- ljós sett upp við þær. Þá var nýr snjótroðari keyptur fyrir tveimur árum. Strýta tekin í notkun Á þessu ári hefur fé verið varið til að byggja nýjan veitingaskála við Strýtu en hann er á milli efri enda stólalyftunnar og neðri hluta stromplyftunnar svonefndu, en skálinn verður formlega tekin í notkun um helgina eða 5. mars næstkomandi. Um er að ræða rúss- neskt bjálkahús á þremur hæðum, samtals um 340 fermetrar að stærð. Á efstu hæð skálans hefur Skíðaráð Akureyrar aðstöðu og þar er einnig aðstaða til tímatöku í tengslum við mót. Veitingasalur með eldhúsi er á aðalhæðinni og i kjallara eru salerni og geymslur. Þetta hús leysir af hólmi eldra hús sem stóð á sama stað og var rifið á liðnu ári, en fram- Morgunblaðið/Margrét Þóra ívar Sigmundsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli, og Eiríkur Bj. Björgvinsson, iþrótta- og tómstundafulltrúi, í nýjum skála við Strýtu. Morgunblaðið/Kristján Getur verið djúpt niður á lokin indum verður um að ræða svo- nefnda diskalyftu sem getur flutt 800 manns á klukkustund. „Með þessari nýju lyftu munu opnast margar nýjar skíðaleiðir, m.a. svo- kölluð ævintýraleið sem er mjög skemmtileg," sagði ívar. Þá verður einnig hafist handa við að reisa aðra lyftu sem ívar sagði einkar heppilega fyrir „börn, byrj- endur og konur,“ eins og hann orð- aði það. Nægur snjór er nú á skíðasvæð- inu í Hlíðarfjalli og allar lyftur komnar í gang en Ivar sagði aðstæð- ur hinar ákjósanlegustu um þessar mundir, hefðu raunár ekki verið betri það sem af er vetri. „Eftir hvellinn um síðustu helgi er kominn hér töluverður snjór og það er mikið framundan hjá okkur. Vetrar- íþróttahátíð hefst um næstu helgi og þá verður einnig haldið bretta- mót,“ sagði Ivar. kvæmdir við byggingu nýja skálans hófust síðasta sumar. Kostnaður við bygginguna nemur um 30 milljónum króna og er framlag Vetraríþrótta- miðstöðvarinnar 20 milljónir króna. Ný lyfta í Hjallabraut á næsta ári ívar sagði að uppbyggingu í Hlíð- arfjalli yrði haldið áfram, en á næsta ári er ráðgert að reisa nýja lyftu í Hjallabraut og mun hún ná upp fyr- ir Strýtu. Kostnaðurinn við lyftuna er 23 milljónir króna. Að öllum lík- „ÞAÐ getur verið djúpt niður á Iokin,“ sagði Steindór Steindórs- son starfsmaður Rafveitu Akur- eyrar, þar sem hann sat í siyósk- afli við ljósastaur í Skógarlundinum ásamt félaga sín- um, Gisla Birgissyni. Þeir félagar voru að leita að bilun sem olli því að ekki logaði á nokkrum ljós- astaurum í götunni og sagði Steindór að bilunin gæti Ieynst í einhverjum ljósastaurnum og eða í strengnum á milli staura. Til þess að komast að tengingunum í staurunum þurftu þeir að moka sig niður að lokunum, sem alla jafna eru í nokkurri hæð frá jörðu, þegar jörð er auð. Hafðu samband ELTAKh' ~ vogir cru Qkkarfag - Síðumúla 13, sími 588 2122 http//www.eitak.is REYKIAVÍK-AKUREYRI-REYKIAVIK Bókaðu í síma 570 3030 03 4 60 7000 Fax 5703001 • websalessairicelaniUs * www.flu5felaf.is ...fljújðufrekar FLUGFELAG ISLANDS ,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.