Morgunblaðið - 02.03.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 27
ERLENT
Getur
C JD smit-
ast milli
manna?
London. Reuters.
YFIRVÖLD heilbrigðismála í Bret-
landi hafa skipað fyrir um tafarlausa
rannsókn á því hvort verið geti, að
lítil stúlka hafí smitast af móður
sinni, sem er haldin Creutzfeldt-Jak-
ob-sjúkdómnum. Svarar hann til
kúariðu og skyldra sjúkdóma í dýr-
um.
Talsmaður breska heilbrigðis-
ráðuneytisins sagði, að ekkert væri
unnt að segja um málið að svo
stöddu en breskir fjölmiðlar segja,
að stúlkan hafí verið sjúk frá því í
haust og sé nú á sjúkrahúsi ásamt
móður sinni.
Móðir stúlkunnar er haldin nýju
afbrigði af Creutzfeldt-Jakob, CJD,
en vísindamenn telja, að sjúkdómur-
inn geti borist í fólk ef það étui- kjöt
af riðuveikum nautpeningi. Til þessa
hefur þó verið talið, að Creutzfeldt-
Jakob gæti ekki borist á milli manna.
Níu manns létust úr CJD í Bret-
landi á síðasta ári en fyrir fáum ár-
um sáu sumir jafnvel fyrir sér, að
milljónir manna myndu verða sjúk-
dómnum að bráð þegar fram liðu
stundir. Nú er talið, að hugsanlega
kunni einhverjar þúsundir manna að
fá hann vegna neyslu sinnar á sýktu
kjöti.
Sjúkdómurinn stafar af óeðlileg-
um breytingum í heila á eggjahvítu-
efni, svokölluðu príoni.
Skjöl
Eðvarðs
VIII birt
Oxford.AFP.
FJÖLDI skjala, sem tengjast
afsögn Eðvarðs VIII Eng-
landskonungs árið 1936, komu
almenningi fyrir sjónir í fyrsta
skipti í gær. Einum skjalakass-
anna var þó haldið eftir og telja
fræðimenn að þar sé að finna
gögn sem tengist þætti drottn-
ingarmóðurinnar í afsali Eð-
varðs.
Vernon Bogdanor, prófessor
í stjórnmálum við Oxford-há-
skóla sagði fátt í skjölunum
koma á óvart en þau teldust þó
mikilvægur hluti breskrar
sögu. Meðal annars sé þar að
finna símskeyti sem hertoginn
af Windsor, eins og Eðvarð var
þá kallaður, sendi Adolf Hitler
árið 1939.
Að sögn Bogdanor sannar
hins vegar ekkert að hertoginn
hafí verið hliðhollur nasistum
líkt og talið er. „í símskeytinu
til Hitlers, rétt fyrir stríð,
hvatti hann til að friðsamlegr-
ar lausnar yrði leitað og svar
er að finna frá Hitler sem segir
það velta á Englendingum en
ekki Þjóðverjum," sagði Bogd-
anor.
Olíufélagió hf
www.esso.is
nöllihni
Stórmót IR í Laugardalshöli 5. mars kl. 20
Mótið er eitt sterkasta trjalsiþrottamot sem haldið hefur verið her a landi.
Meðal þátttakenda i stangarstokki eru Damela Bartova, Pavla Hamackova, Vala
Flosadóttir o.fi. í sjöþraut: Roman Sebrle, Michal Hoffer, Jón Arnar Magnússon,
Ólafur Guðmundsson o.fl. í hástökki: Brendan Reilly, Kristjan Olsson, Einar Karl
Hjartarson o.fl. og í 50 m grindahlaupi: Daniela Bosco, Sussanna og Jenny
Kallur, Guðrún Arnardóttir og Sólveig Björnsdóttir.
Forsala til Safnkortshafa er á ESSO-stöðvunum á höfuðborgarsvæðinu*
Safnkortsverð: Fullorðnir 800 kr. • Börn 7-12 ára 300 kr. • Frítt fyrir sex ára og yngri.
Fullt verð: Fullorðnir 1.000 kr. • Börn 500 kr.
Stökktu af stað! Þú getur sótt um Safnkort á næstu ESSO-stöð!
'Kassakvittun gildir sem aðgöngumiði.
íþróttir á Netinu
vg> mbl.is
Gott verd - á hverjum degi!
SUtþolin gólfteppi á stigahús, skrifstofur og all staðar þar sem mikið mæðir á...
Dðnsk og þýsk gólfteppi sem seld hafa veríð á íslandi í tugum þúsunda fermetra. DuPont Antron XL polyamid gam. Vel Hljóðeinangrandi, slitþolin og auðveld í þrífum. Hafa hlotið sérstaka viðurkenningu fyrir að innihalda engin ofnæmisvaldandi efni. Fjölbreyttir mðguleikar í litum og útliti. Mælum út og gerum verðtilboð án kostnaðar. Fákafeni 9 Símar 588 1717 og 581 3577 Umboðsmenn um allt land Teppaland GÓLFEFNI ekf.