Morgunblaðið - 02.03.2000, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 02.03.2000, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Ásdís Ólöf Björnsdóttir með eitt verka sinna sem verður á sýningn hennar í i8. Ólöf Björnsdóttir atast í hefðum í i8 Hin guðdómlega lengd FYRSTA einkasýning Ólafar Björnsdóttur verður opnuð í dag, fimmtudag, kl. 17, í gall- eríi i8, Ingólfsstræti 8, en hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér heima og erlendis. Ólöf Björnsdóttir fæddist í Kópavogi árið 1963 og eftir að hafa lokið námi frá fjöltækni- deild MHÍ hélt hún til London þar sem hún nam við Goldsmith-skóla. Ólöf útskrifaðist þaðan með mastersgráðu sl. haust. Hún hef- ur fengið umfjöllun í kunnum listtímaritum eins og Flash Art. í sýningarskrá segir Karolyn Hatton m.a. um verk Olafar: „Ég held ekki að það sé neitt einstakt við mannlega greind. Þær heila- frumur sem fást við skynjun og tilfinningar starfa eftir tvenndarkerfi. Sá dagur mun koma þegar hægt verður að líkja eftir þeim í vélum. Að lokum mun okkur takast að ráða erfðasafn mannsins og endurtaka það hvern- ig náttúran bjó til greind í kolvetnisbyggðu kerfi.“ (Bill Gates, Times, 1997). En þegar rjómabollu er kastað inn í þetta kerfi og 0 og 1 truflast, þá dælir kerfið út úr sér rökleysu og ný orð vera til. Verk Ólafar Björnsdóttur samanstanda af „aksjónum" og hlutum sem virka eins og rjómabollur. Með því að hrista upp í væntingunum, brjóta upp það þekkta, mótmæla verkin hástöfum (með hvísli) því hvernig við vitum hlutina. Hún atast í hefð- unum og kitlar þær undir höndunum. Ólöf skapaði Lopameyju til að sjá um rjómabollukastið fyrir sig. Lopameyja, „alt- erego“ Ólafar, er herskár talsmaður lista, arkandi um í lopasamfellu og háum hælum. Sá sem gengur um í veröld Lopameyjar verður fyrir áhrifum; er gripinn og sleginn, losaður og leystur úr læðingi. Nýrri verk Ólafar virðast ekki lengur eiga sér upphaf í persónu Lopameyjar. Það er eins og hún hafi farið fram úr sjálfri sér. Hún er orðin að afli, krafti í sjálfri sér.“ Gallerí i8 er opið fimmtudaga til sunnu- daga frá kl. 14-18. TOJVLIST Geislaplötur SCHUBERTOGBRAHMS Franz Schubert: Píanósónata í B-dúr D. 960. Johannes Brahms: Píanósónata í f-moll op. 5. Einleikur: Halldór Haraldsson (píanó). Heildartími: 71’56. títgáfa: Polarfonia Class- ics. PFCD 00.02.002-1. Verð: kr. 2.199. HALLDÓR Haraldsson er einn virtasti píanóleikari Islendinga nú um stundir. Hann stundaði píanónán m.a. hjá þeim Rögnvaldi Sigurjónssyni, Arna Kristjáns- syni og Jóni Nordal. Hann var á árunum 1962-1965 við fram- haldsnám við Royal Aeademy of Music í London og lauk það- an einleikaraprófi. Hann hefur æ síðan verið virkur á tónleika- palli, bæði sem einleikari, í kammertónlist og í einleikara- hlutverki með Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Halldór var einn af stofnendum Tríós Reykja- víkur og félagi í því til hausts- ins 1996. Hann hefur einnig starfað að félagsmálum tónlist- armanna og tónlistarkennara. Halldór er nú skólastjóri Tónl- istarskólans í Reykjavík. Halldór Haraldsson hljóðrit- aði þessi tvö tilkomumiklu píanóverk þeirra Brahms og Schuberts síð- astliðið sumar en þá voru liðin 15 ár frá því að síðast kom út plata með flutningi hans. Það er athyglisvert að velta fyrir sér þessum tveim stórbrotnu sónötum sem báð- ar eru samdar af ungum tónskáldum. Báðar teljast þær til meginverka tónskáldanna tveggja en þó er Píanósónata Schuberts D.960 verk tónskálds sem á skammt eftir ólifað. Tregafullt yfírbragð sónötunnar ber greinileg merki hins þroskaða listamanns sem sér endalokin nálgast en virðist þó eiga nægan tíma fyrir höndum. Tónskáldið Schu- mann lýsti þremur síðustu sónötum Schu- berts (sem allar voru samdar á nokkrum vikum haustið 1828) þannig að þær allar einkenndi „hin guðdómlega lengd. Halldór Haraldsson leikur sónötuna af yfirvegun hins lífsreynda tónlistarmanns sem ekki finnur hjá sér neina þörf fyrir að sýnast (nema þá kannski helst í glitrandi lokakafl- anum). Þetta ber þó ekki að skilja svo að í flutning Halldórs vanti nauðsynlegt „bit heldur er þetta frekar spurning um hvaða sjónarhorn er valið. Halldór kýs að dvelja frekar við innviði verksins en að fægja yfir- borð þess. Píanósónatan op. 5 eftir Brahms er æskuverk tónskálds sem stendur við upphaf næstum hálfrar aldar tónsmíðaferils. Ekkert er það í þessu magnaða verki sem bendir til þess að hér sé byrjandi á ferðinni - maður sem átti eftir að semja nokkrar stórbrotnustu tónsmíðar mannsandans fyrr og síðar. Allt ber merki um dæmalaust ör- yggi og sjálfstraust hins unga Brahms sem seinna efaðist svo oft um eigið ágæti. Leikur Hall- dórs er áræðinn og talsvert dramatískur þegar við á og yf- irleitt fallega mótaður. And- ante-kaflinn er að vísu óvenju hraður í flutningi Halldórs og hefði að mínu mati mátt dvelja þar aðeins lengur við og gæla meira við þessar ljúfu hendingar Brahms. Upptakan er prýðileg, hún er skýr og hef- ur mikla fyllingu á neðra sviðinu (sem kem- ur sér vel í Brahms). I heild er þetta vel heppnaður diskur og mikilvæg viðbót við heldur fábreytt úrval einleiksdiska með íslenskum píanóleikurum. Valdemar Pálsson Halldór Haraldsson Rýmingarsala í Skæði Tæmum búðina fyrir breytingar. Allt á að seljast.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.