Morgunblaðið - 02.03.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 02.03.2000, Síða 39
38 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SRtfgtiÍlilftfeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakurhf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KYN SLÓÐ ASKIPTI í ÞÝZKALANDI MEÐ kjöri Friedrich Merz til formennsku í þingflokki Kristilegra demókrata í Þýzkalandi hefur flokkur þeirra stigið fyrsta skrefið til þess að skilja á milli gamla tímans og hins nýja. Friedrich Merz, sem á undanförnum árum hefur unnið sér orð fyrir þekkingu í efnahags- og fjármálum, er einn af forystumönnum yngri kynslóðarinn- ar í Kristilega demókrataflokknum og hefur vakið athygli fyrir skeleggan málflutning. Flokkur Kristilegra demókrata hefur lent í mjög erfiðri stöðu í þýzkum stjórnmálum á síðustu mánuðum vegna leynilegra og ólögmætra peningagreiðslna til flokksins frá ónafngreindum aðilum. Það eru ekki einungis flokksmenn og stuðningsmenn, sem hafa áhyggjur af því máli heldur Þjóðverjar almennt, sem telja, að lýðræðisþróuninni í Þýzkalandi stafi hætta af því, ef flokkur Kristilegra demó- krata veikist um of. Með vali á svo ungum manni í formennsku þingflokksins hafa fyrstu skrefin verið stigin til þess, að ný kynslóð taki við völdum í flokknum, sem ber ekki byrðar fortíðarinnar á bakinu. Með því er ekki sagt að Kristilegir demókratar eigi sér erfiða fortíð. Hún er þvert á móti glæsileg, allt frá því að Konrad Adenauer leiddi Vestur-Þjóðverja til vegs eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari og þar til Helmut Kohl sameinaði þýzku ríkin tvö. Það breytir hins vegar ekki því, að það er komið að þáttaskilum í þeim stjórnmálaflokki, sem leitt hefur Þýzkaland til vegs á ný á síðustu rúmum 50 árum. Ný kynslóð er að kveðja sér hljóðs og þar er hinn nýi og ungi þingflokksformaður einna fremstur í flokki. Það skiptir miklu máli, hverjir veljast til forystu í þýzku stjórnmálaflokkunum. Þýzkaland er orðið áhrifamesta ríki Evrópu og augljóst er að áhrif Þjóðverja eiga eftir að auk- ast. Með flutningi stjórnarseturs landsins til Berlínar á ný er Þýzkaland aftur orðið miðpunktur Evrópu, þar sem straumar austurs og vesturs mætast. Þjóðverjar munu hafa mikil áhrif á það, sem gerist í Rússlandi og öðrum ríkj- um í austurhluta Evrópu á næstu árum og eiga lykilþátt í því að brúa bilið á milli Vesturlandaþjóða og fyrrum komm- únistaríkjanna í austri. Þeir sem forystu gegna í þýzkum stjórnmálum á nýrri öld eru um leið forystumenn í einu öflugasta ríki veraldar. Þess vegna eru vandamál Kristilega demókrataflokksins ekki bara þýzkt innanríkismál. FRAMTÍÐ REYKJA- VÍKURFLUGVALLAR Aundanfórnum árum og áratugum hefur hvað eftir annað komið til umræðu, hvort leggja ætti Reykjavíkurflugvöll niður og byggja annan innanlandsflugvöll í námunda við höf- uðborgina. Þær umræður hafa alltaf leitt til sömu niðurstöðu: að það væri ekki hagkvæmt að flytja flugvöllinn og ekki aug- ljóst hvar byggja ætti nýjan. Margt bendir til að meiri alvara sé í þeim umræðum, sem nú eru hafnar um framtíð Reykjavíkurflugvallar en oftast áður. Að hluta til er það vegna þess, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur ákveðið að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal Reykvíkinga um framtíð flugvallarins. Borgaryfirvöld hafa ekki áður gengið svo langt. En ástæðan er líka önnur. Reykjavík er að verða landlítil höfuðborg og þess vegna ekki óeðlilegt að borgaryfírvöld og borgarbúar velti því fyrir sér, hvort hægt sé að koma flugsamgöngum til og frá borginni fyrir með öðrum hætti og nýta það mikla landsvæði, sem þarna er um að tefla. Þegar hér er komið sögu er ástæða til að fram fari ítarlegar og málefnalegar umræður um framtíð Reykjavíkurflugvallar í aðdraganda þeirrar atkvæðagreiðslu, sem fram mun fara með- al borgarbúa væntanlega næsta haust. Borgarbúar þurfa að hafa greiðan aðgang að öllum upplýsingum um málið og þeir þurfa að kynnast rökum með og á móti áður en þeir taka af- stöðu í fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu. Borgaryfirvöld þurfa að leggja áherzlu á að slíkar upplýsingar séu aðgengilegar og í þeim efnum mun Netið koma að góðum notum. Það er vel til fundið hjá borgarstjóra að efna til þessarar at- kvæðagreiðslu. Morgunblaðið hefur á undanfómum ámm ítrekað hvatt til þess, að meiriháttar mál yrðu lögð fyrir íbúa einstakra sveitarfélaga og landsins alls í atkvæðagreiðslu. Það er í samræmi við þær hugmyndir, sem nú em víða uppi þess efnis, að þróa eigi það lýðræðisskipulag, sem við höfum búið við í átt til beinna lýðræðis í stað fulltrúalýðræðisins, eins og við þekkjum það. Þess vegna verður spennandi að sjá hvernig til tekst í þessum efnum. ísland, Þýzkaland og frarn- tíð evrópskra öryggismála Eftir Karl Lamers ÍSLAND og Þýzkaland tengja traust vinabönd. Um aldir hafa gagnkvæmir andlegir og trúai’legir straumar leitt til náinna samsþipta. Fyrstu mótmæl- endakirkju á íslandi byggðu þýzkir kaupmenn árið 1537. Sálmar Marteins Lúthers voiu mjög snemma þýddir á íslenzku. Áðui’ höfðu Hansakaupmenn haldið uppi nánum viðskiptatengslum. Viðskiptin, en fyrst og fremst þó menningarsamskiptin, hafa um aldir haldið þjóðunum opnum hvorri fyrir annarri. Með því að minnast þessara menningarlegu banda gerum við okk- ur grein fyrir sameiginlegum evrópsk- um rótum okkar. Við verðum að minn- ast róta okkar, ef við viljum að okkur miði áfram á leiðinni að efnahagslega sterkri og pólitískt virkri Evrópu. Jean Monnet svaraði eitt sinn spum- ingunni um hvað hann myndi gera öðru vísi ef hann fengi annað tækifæri til að byggja hið evrópska hús, að hann myndi byrja á menningunni. Þessi sameiginlega menningarlega arfleifð er grundvöllur samkenndar, og að vera sér meðvitaður um þessa samkennd er forsenda fyrir því að fínna lausnir á sameiginlegum vanda- málum. Það er ekki hægt að „gera“ Evrópu. Evrópa er til, það er sú hefð- bundna Evrópa sem varð að því sem hún er vegna þess að hún er sýnd í „birtingarformum sínum sem [grísk- rómversk] fommenning, húmanismi, ástriða hugsunarinnar og vísindanna, sorgleg meðvitund um eigin takmörk/ landamæri og sveiflast sífellt milli hrikalegra andstæðna" (Karl Japs- ers). Skapandi máttur Evrópu liggur í andlegum og menningarlegum krafti hennar. Tæknin léttir undir, en hún grundvallar enga trú. Við höfum of mikla rökhyggju og of lítinn sögu- skilning í hugum okkar og töpum þar með sjónar á því, að Evrópa var í upp- hafi goðsögn og að þessi goðsögn verð- ur að geta af sér tákn og vera sjálf táknræn. Sameiginlegt stöðugleikaakkeri Fyrir sögu landa okkar þýðir þetta, að þrátt fyrir ólíka reynslu, muninn á landfræðilegri legu og hinni sögulegu framvindu þá vitum við samt af því hve náin við emm í sameiginlegri sann- færingu um ágæti lýðfrelsis, lýðræðis, markaðsbúskapar og mannréttinda, ríkis og þjóðfélagsskipunar. í þessum anda era bæði löndin aðilar að Atl- antshafsbandalaginu, sem í gegnum tíðina hefur verið bæði Islandi og Þýzkalandi stöðugleikaakkeri. Öiyggishagsmunir okkar falla sam- an. Á því hefur engin breyting orðið, þrátt fyrir nýjar aðstæður. Við búum í heimi, sem vex æ þéttar saman. Landamæri hafa misst sundurstíandi eðli sitt að miklu leyti. Án vegabréfs og áritunar getum við ferðast nánast um alla Evrópu. En jákvæðum hliðum alþjóðavæðingarinnar tengist líka áhætta. Öryggi er á voram dögum ekki lengur hægt að skilgreina út frá hreinum hemaðarlegum forsendum. Öryggi er ekki lengur það sama og vamir landamæra eigin ríkis. Nýjar ógnir hafa bætzt við. Glæpaöflum hafa líka opnast nýir möguleikar á tímum op- inna landamæra og nú- tímasamskiptatækni. Átök brjótast oftar út vegna inn- anlandságreinings og fyrir tilstilli þverþjóðlegra aðila en af völdum milliríkjadeilna. Hryðju- verka- og skæraliðastarfsemi, skipu- lögð alþjóðleg glæpastarfsemi, mafíu- félög, vopnasmygl og fjöldainn- flytjendastraumar krefjast þess að sameiginlega sé bragðizt við, þar sem hvert þjóðríki hefði hvert fyrir sig engar viðunandi lausnir að bjóða. Sá sem vill tryggja öryggi og stöðugleika á tímum sem einkennast af síauknum samrana, framsali fullveldis og auknu vægi yfirþjóðlegra aðila í alþjóða- stjórnmálum nútímans, verður þess vegna að leggja meira upp úr sátta- íhlutun, samstarfi, útbreiðslu stöðug- Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Island og Þýzkaland eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta innan Atlantshafsbandalagsins, að sögn greinarhöfund- ar. Frá 50 ára afmælis-leiðtogafundi NATO í Washington í fyrra, þar sem þrjú fv. austantjaldsríki fengu inngöngu. Oryggis- hagsmunir okkar falla saman. Á því hefur engin breyting orðið. leika og markvissum að- gerðum til að hindra að til vopnaðra átaka komi. Árangursríkasta öryggisbandalag sögunnar Hæfnin til að búast til varnar í bandalagi sem og ábyrgð á friðinum í heiminum era bjargfast- ir hornsteinar stefnu okkar. Island og Þýzka- land rækta gott samband við Bandaríkin og hafa mikilla hagsmuna að gæta í því, að ekki verði slakað á böndunum yfir Atlantshafið. I þessum anda era Is- land og Þýzkaland meðlimir í Norður- Atlantshafsbandalaginu, sem tengir Evrópu við Bandaríkin og Kanada og í grandvallaratriðum er samfélag um sameiginleg gildi og sannfæringu. Atlantshafsbandalagið er árangurs- ríkasta öryggis- og varnarbandalag sögunnar. Það hefur með því að taka fyrrverandi austantjaldslöndin Pól- land, Tékkland og Ungverjaland í sín- ar raðir, með endurskipulagningu herja þessara landa sem og með nýja allsheijar hernaðarskipulaginu frá því í apríl 1999 stuðlað að hinum pólitísku umskiptum með ái'angursríkum hætti. Á Balkanskaganum hefur NATO sýnt, að það geti með sameiginlegum að- gerðum Evrópubúa og Bandaríkja- manna bragðizt með sveigjanlegum hætti við nýjum ógnum, komið aftur á friði og varið hann. Lærdómar hafa verið dregnir af reynslunni af Bosníu- stríðinu á fyi-ri hluta tíunda áratugar- ins. Það sýndi að öryggi verður þá að- eins tryggt með skilvirkum hætti að Evrópubúar og Norður-Ameríku- menn taki höndum saman. Að leggja rækt við böndin milli Evrópu og Ameríku innan bandalagsins er þess vegna mikilvægasta fram- tíðarverkefnið, ef tryggja á að NATO verði áfram ein meginstoð öryggisskipu- lags heimsins, einnig eftir þær breytingar sem verið er að vinna að á því. Þörf á evrópskri öryggis- og varnarmálastefnu I því ferli gegnir sameiginleg örygg- is- og varnarmálastefna Evrópu lykil- hlutverki. Hernaðaraðgerðir NATO í Kosovo opinberaðu veikleika Evróp- uríkjanna á hernaðarsviðinu með mjög áberandi hætti. Það var þess vegna rökrétt, að strax með þeim hug- myndum sem ræddar vora [á varnar- málaráðherrafundum NATO] í Pör- tschach og St. Malo hljóp nýr kraftur í umræður um bættar aðferðir við sáttaíhlutun (kreppustjórnun), með Karl Lamers tilliti til reynslunnar af aðgerðunum í Kosovo. Það er rökrétt vegna þess að þegar alit kemur til alls er hér um að ræða hvorki meira né minna en samvinnuhæfni herja bandalagsríkj anna. Evrópa verður að koma sér upp betra skipulagi á hemaðarsviðinu og hún verður að auka getu sína á því. Þess vegna era samþykktir leiðtoga- fundar ESB í Helsinki frá því í desember 1999 um sameiginlega örygg- is- og varnarmálastefnu Evrópu skref í rétta átt, en þar var kveðið á um að fyrir árið 2003 verði komið á fót hersveit sem hægt sé að senda með skömmum fyrirvara til að stilla til friðar eða til að auðvelda hjálparstarf á átakasvæðum, sem og að Vestur-Evrópusambandið verði sameinað Evrópusambandinu. Sameiginleg utanríkis- og öryggis- málastefna [ESB] þarfnast sér til styrktar evrópska öryggis- og varnar- málastefnu. Áf efnahagslegum og póli- tískum ástæðum er Evrópa háð sam- ræmdum hergagnamarkaði með samhæfðu iðnaðarskipulagi. Til að tryggja vamarhæfnina til lengri tíma er því nauðsynlegt að viðhalda hergagnaiðnaði sem getur lifað af við hinar nýju kringumstæður. Mikilvægara en að tala um öryggis- málasamkennd (ESDI) er og verður hin hernaðarlega geta. Aðildarríki Evrópusambandsins hafa þess vegna skuldbundið sig til að þróa hernaðar- getu sína áfram svo að hún sé fær um að sinna sérevrópskum verkefnum. Ef litið er til hinna einstöku ríkja er mis- munandi hve stór aðlögunarskref þarf að stíga með tilliti til upp- byggingar heraflans, skil- greiningar verkefna, mannafla og útbúnaðar. Þýzki herinn getur heldur ekki verið áfram eins og hann er. Þegar allt kemur til alls: ef okkur miðar áleiðis á sviði evrópsks ör- yggisskipulags, þ.e.a.s. ef orðunum fylgja fleiri gerðir, þá gagn- ast þetta líka bandalaginu yfir Atlantshafið. Rétt skilin evrópsk ör- yggis- og varnarmálastefna mun sem slík ekki veikja samheldni bandalags- ins, heldur öllu heldur styrkja, vegna þess að hún mun bæta athafnagetu bandalagsins alls. Með þessu móti mun ísland, sem aðildarríki banda- lagsins, einnig njóta góðs af þessari viðleitni Evrópusambandsiíkjanna. Styrk tengsl yfir Atlantshafið og evrópsk athafnageta skilyrða hvert annað. Separable, but not separate (aðskiljanleg, en ekki aðskilin) era þau Tengslin yfir Atlants- hafið eru og verða áfram kjarninn í bandalaginu. orð sem notuð era yfir þetta í her- stjórn NATO. Evrópuríkin eiga fram- vegis að geta gripið til búnaðar og her- sveita bandalagsins til að gera verkefni á eigin ábyrgð. Öryggispóli- tískt er þetta bráðnauðsynlegt, þar sem Evrópubúar geta ekki búizt við því, að Bandaríkjamenn vilji blanda sér í allar deilur sem upp kunna að koma í Evrópu á komandi áram. Sam- eiginleg öryggismálaverkefni, þar sem Evrópubúar og Bandaríkjamenn munu einnig í framtíðinni verða háðir hverjir öðram, verða áfram til staðar. Brú yfír í öruggan heim á 21. öld Rússland verður áfram erfiður sam- starfsaðili. Framtíðarstefna þessa risaríkis, sem spannar níu tímabelti, hefur áfram gríðannikla þýðingu fyrir öryggismál Evrópu. Evrópskt örygg- ismálaskipulag stendur því og fellur með því að Rússland haldist stöðugt, útreiknanlegt og áreiðanlegt. Við höf- um ekki efni á óstöðugu Rússlandi. Innan ramma síns svigrúms getur Atlantshafsbandalagið lagt sitt af mörkum til þess að góð samvinna haldist við Rússland og að það haldi áfram á þroskabraut lýðræðisins. NATO hefur á síðustu áram lagt traustan grann að þessu með sam- starfinu innan IFOR og SFOR í Bosn- íu, svo og með samstarfssamningnum frá því í maí 1997 og NATO-Rúss- lands-ráðinu. Kosovo hefur valdið vissu bakslagi í þessari þróun og minnt okkur á, að eitthvað sem áunn- izt hefur er aldrei óafturkailanlegt. De urgentibus imperii fatis - undir hót- andi greip örlaganna, svo vitnað sé til orða Tacitusar, hefur í gegn um tíðina oft sprottið upp hugmyndir sem gerðu gæfumuninn til að gera nánara sam- starf mögulegt. Hin velheppnaða samranaþróun Evrópu á líka í megin- dráttum rætur sínar að rekja til þeirrar eyðileg- gingar, sem tilraun Hitlers til að ná völdum í allri álf- unni hafði í för með sér, hins hrikalega harmleiks síðari heimsstyijaldar. Þess vegna er ég von- góður um, að skilningur á nauðsyn samvinnu allra aðila verði ofan á. Evrópa þarf á Ameríku að halda, hvað öryggi varðar, og Ameríka þarf á Evrópu að halda; sterkri Evrópu sem býr yfir fullri at- hafnagetu [í hernaðarlegu tilliti]. Tengslin yfir Atlantshafið eru og verða áfram kjarninn í bandalaginu. Þau era brú yfir í öruggan heim, líka á 21. öld. (Millifyrirsagnir eru blaðsins.) Karl Lamers hefur setið á þýzka sambandsþinginu frá árinu 1980 og er talsmaður þingílokks CDU og CSU (kristilegra demókrata) i utanríkismálum. FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 39 Islenskur háskólaspítali ræddur á opnum fundi heilbrigðisnefndar Sj álfstæðisflokksins Mörgum spurningum enn ósvarað Morgunblaðið/Kristinn Frá fundi um háskólaspítala. Ásta Möller alþingismaður, sem var fundar- stjóri, Einar Stefánsson, Steinn Jónsson og Björn Bjarnason. Á OPNUM fundi heilbrigðisnefndar Sjálfstæðisflokksins um íslenskan há- skólaspítala, sem haldinn var í Valhöll í fyrradag, kom fram sú skoðun að skilgreina þyi'fti betur hvað fælist í hugtakinu háskólasjúkrahús og hvaða markmiðum ætti að ná með slíku sjúkrahúsi. Frammælendur á fundin- um vora þó sammála um að aukið samstarf Háskóla íslands og nýs, sameinaðs sjúkrahúss væri af hinu góða og að mikilvægt væri að slíkt samstarf yrði til að efla rannsóknir, kennslu og þjónustu á heilbrigðissviði. Magnús Pétursson, forstjóri Ríkis- spítala, fór í erindi sínu á fundinum yf- ir hlutverk stóra sjúkrahúsanna og sagði hann stjórnun þeirra markast af því að hér væri ekki um hefðbundið fyrirtæki að ræða. Sagði hann m.a. að skyldur, sem lagðar væra á Ríkis- spítalana um þjónustu við sjúklinga, stönguðust oft á tíðum við kröfur sem gerðar væra til fjármálanna og rekst- urs þeirra. Kom einnig fram í máli Magnúsar að hugmyndin um háskólasjúkrahús væri síður en svo nýtilkomin, Land- spítalinn hefði haft hlutverk í þeim efnum mjög lengi. Sagði hann á hinn bóginn vaxandi skilning á því að gera þurfi kennslu og rannsóknir gegn- særri í starfsemi sjúkrahúsanna, þ.e. skilgreina betur háskólahlutverk þeiira. Sagði hann í framhaldi að nýtt skipurit sameinaðs sjúkrahúss í Reykjavík kæmi nokkuð til móts við háskólaþátt starfseminnar, a.m.k. hvað varðaði stjórnskipulag stofnun- arinnar. Markmið heilbrigðisþjónustu og háskólastarfsemi fara saman Einar Stefánsson prófessor tók hins vegar fram að ekki væra allir há- skólaspítalar eins. Þeir ættu sér þó ávallt sameiginleg einkenni, m.a. um markmið en hugmyndin á bak við þá væri að sameina stefnu heilbrigðis- þjónustu og akademíu. „Það er algengur misskilningur,“ sagði Einar í framhaldi, „að markmið heilbrigðisþjónustu og háskólastarf- semi stangist á. Svo er alls ekki. Heil- brigðisþjónustan byggist á þekkingu og háskólastarfsemi á heilbrigðissviði byggist á spítulum og heilbrigðisþjón- ustu, það getur hvoragt án hins verið. Og markmiðin fara alltaf saman. Ekki alltaf í tíma því akademísku markmið- in hafa kannski aðeins lengri tímasýn. En þau fara alltaf sarnan." Einar tók fram að hugmyndir um háskólaspítala væra ekki endanlega útfærðar. „Við eram fyrst og fremst að tala um hugmyndir og nánari út- færsla hlýtur að koma síðar,“ sagði hann. T.d. þyrfti að huga að tengslum við Háskóla Islands; íslenskur há- skólaspítali þyrfti að verða sjálfstæð stofnun hvað varðaði rekstur, fjárhag og alla innri stjómsýslu en á hinn bóg- inn þyrftu að vera formleg tengsl við Háskóla Islands. Akademískir starfs- menn þyrftu jafnframt að uppfylla akademískar kröfur sem HÍ setti þó spítalinn yrði að vera sjálfstæður um ráðningu þeirra. Horft til háskólasjúkra- hússins í Árósum Einar lýsti þeirri skoðun sinni að ríkisrekstur á háskólasjúkrahúsi væri ekki ákjósanlegur. Hægt væri að sjá fyrir sér að slíkur spítali yrði sjálfs- eignarstofnun, sem gæti gert þjón- ustusamninga við heilbrigðis- og menntamálayfiivöld, en enn betra væri hins vegar að spítalinn yrði eins konar regnhlífarstofnun yfir kannski tíu sjálfstæðum rekstrareiningum sem myndu grandvallast aðallega á einstökum fræðasviðum. Aðspurður sagði Einar að það yrði augljóslega dýrara að reka háskóla- sjúkrahús en venjulegt sjúkrahús, enda myndi þar fara fram töluvert meiri starfsemi. Hitt væri Ijóst að ís- lendingar kæmust ekki hjá því að reka háskólaspítala og raunar væram við að því nú þegar, þó að það væri illa skilgreint. Steinn Jónsson, forstöðulæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, sagði í fram- söguerindi sínu að í starfi viðræðun- efndar menntamálaráðherra, heil- brigðisráðherra, stjórnenda sjúkra- húsa og Háskóla Islands, sem skipuð var fyrir rúmu ári og var falið að skoða fyrirkomulag og kennslu í læknisfræði, auk tengsla Háskólans við sjúkrahús, hefði verið horft til margra háskólasjúkrahúsa erlendis. Menn hefðu þó staldrað við svokallað Árósa-módel en háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku varð einmitt til við sameiningu tveggja sjúkrahúsa. Sagði Steinn að stjórnskipulag sjúkrahússins hefði þótt sérstaklega áhugavert en umfang akademískra fulltrúa í stjórn hans væri mjög mikið, fjórir af níu fulltrúum í stjórn kæmu þaðan. Taldi hann mjög mikilvægt að koma á slíkum stjórnunarlegum tengslum ef stofna ætti háskólaspítala hér á landi. Þau yrðu að koma til á öll- um stigum stjórnkerfisins, bæði í yfir- stjóm stofnunar og framkvæmda- stjórn, sem og á hinum klínísku sviðum. Vænlegt „að fara samningaleið- ' ina að háskólasjúkrahúsi"? Björn Bjarnason menntamálaráð- heraa sagðist vitaskuld sammála því að samstarf þyrfti að vera á milli há- skóla og sjúkrahúsa ef halda ætti úti námi í læknisfræði hér á landi. Hins vegar væri enn óljóst hvað fælist eig- inlega í hugtakinu háskólasjúkrahús og sagði Björn að sér fyndist ekki að því hefði verið svarað, hvaða stjórnar- fyrirkomulag menn væra að ræða um og hvernig tengslin ættu að vera á milli háskólans og sjúkrahússins. Björn sagði m.a. að í menntamála- ráðuneytinu hefði undanfarin ár mjög verið unnið að því að skilgreina kostn- að við skólaþjónustu og kortleggja fjárstreymi til menntamála. Þessi mál væra hins vegar mun óskýrari á sjúkrahúsunum og því yrði að breyta ef gera ætti samninga milli Háskólans og sjúkrahúsanna, eyða þyrfti allri óv- issu áður. Kom fram í máli menntamálaráð- herra að áðurnefndur viðræðuhópur hefði í haust kynnt fyrir honum tvær hugmyndir, annars vegar svonefnda samningaleið, þ.e. að gerður yrði samningur milli Háskóla Islands og heilbrigðisstofnana um kennslu lækn- anema og hlutverk heilbrigðisstofn-» ana við kennslu sjúkrahúss. Hin leiðin fæli í sér að rekstri læknadeildar Háskólans yrði breytt og stofnað yrði háskólasjúkrahús, en fyrir lægi að þessi leið yrði mun viða- meiri. Kvaðst Björn hafa svarað nefndinni með þeim hætti að hann teldi ekki að önnur leiðin útilokaði hina. Var tekið undir þessa skoðun í umræðum að loknum framsöguerind- um á fundinum, vænlegt væri „að fara samningaleiðina að háskólasjúkra- húsi“. A þriðja hundrað manns komu á kynningarfund KRAFTS Markmiðið að styðja ungt fólk með krabbamein og aðstandendur Á ÞRIÐJA hundrað manns sóttu kynningarfund KRAFTS, sem hald- inn var um síðustu helgi, en félagið var stofnað síðastliðið haust og hefur það að markmiði að stuðla að velferð ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þess. Hildur Björk Hilmarsdóttir, íþróttakennari, sem er formaður fé- lagsins, sagði að fundurinn hefði heppnast með eindæmum vel og þátt- takan hefði farið fram úr björtustu vonum. Á fundinum hefðu um 130 manns skráð sig í félagið. Áhugi væri greinilega mikill á þessu málefni, enda væri mikil þörf fyrir starfsemi af þessu tagi, sem miði að því að styrkja með öllum ráðum ungt fólk sem grein- ist með krabbamein og aðstandendur þess. Stofnað í fyrrahaust Hildur sagði að félagið hefði verið stofnað 1. október síðastliðinn og síð- an hefði verið unnið að skipulagningu starfsins í framtíðinni. „Það er mjög margt sem okkur langar að gera. Markmiðin era háleit, en þar er aðal- lega um að ræða andlegan og félags- legan stuðning við sjúklinga og aðstandendur og einnig að miðla hvert öðru þeirri reynslu sem við búum yfir, en hún er auðvitað ómetanleg," sagði Hildur. Hún sagði að um áhugamannafélag væri að ræða og allir sem hefðu áhuga á almennu heilbrigði og hvernig hægt væri að halda góðri heilsu bæði and- lega og líkamlega væra velkomnir í það. Heilsan það mikilvægasta sem við eigiim Á kynningarfundinum um síðustu helgi vora kynnt helstu stefnuatriði félagsins, en þar segir meðal annars: „Stöðugar framfarii' í læknavísindum hafa haft í för með sér að fleiri og fleiri lifa lengur með sjúkdóminn eða sigr- ast á honum og það er verulega þarft Morgunblaðið/Jón Svavarsson Formaðurinn, Hildur Björk Hilmarsdóttir, ávarpar fundargesti. Auk henn- ar eru á myndinni Jón Bergur Hihnisson og Fjóla Pétursdóttir. að sinna þessum ört stækkandi hópi. Endurhæfing krabbameinssjúklinga bæði líkamleg og andleg er afar mikil- væg en er ekki til staðar hér á landi. Hún stuðlar meðal annars að betri almennri heilsu og leiðir til þess að fleiri komast út í atvinnulífið á ný, hefji nám eða taki þátt í hinu eðlilega lífi. Það að vera meðvitaður um heilsu sína og það hvernig maður getur bætt hana er eitthvað sem allir ættu að huga að. KRAFTUR er áhugamannafélag og höfðar til allra þeirra er áhuga hafa á góðri heilsu og vilja kynnast ýmsum málefnum er snerta langveikt fólk og aðstandendur. Þessi málefni ættu að höfða til okkar allra vegna þess að heilsan er það mikilvægasta sem við eigum.“ Félagið hefur opnað vefsíðu, en slóðin þangað er www.krabb.is/kraft- ur. Netfang félagsins er kraftur- @krabb.is. Þá hefur félagið einnig opnað reikning í Búnaðarbankanum í Hafnarfirði og þangað geta þeir komið framlögum sem vilja styðja málefnið.o^ Reikningsnúmerið er 327-26-112233. Hildur sagði að næsti fundur fé- lagsins yrði haldinn þriðjudaginn 7. mars klukkan 20 1 húsnæði Krabba- meinsfélagsins í Skógarhlíð 8. Um- ræðuefnið yrði líf án streitu. Hægt væri að skrá sig í félagið á Netinu, en einnig væri hægt að skrá sig í félagið á fundinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.