Morgunblaðið - 02.03.2000, Side 42

Morgunblaðið - 02.03.2000, Side 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 ... ...... ......... Peninga- maskínan Eilífðarvél erfyrirbæri sem geturgengið endalaust á orku sem kún framleiðir sjálf Knattspyrna erþví nokkurs konar eilífðarvél vegna þess hve mikla pen- inga - orku nútímans - kún framleiðir. EINHVERN tíma leyfði ég mér að slá því fram í pistli hér í blaðinu að sá sem fyrstur danglaði fæti í knött hefði varla leitt hug- ann að því hve slíkur verknaður kæmi til með að þykja tilkomu- mikill síðar meir. Að sama skapi hefur þann sem fyrstur greiddi einhverjum fé fyrir að stunda þá vinsælu íþrótt, knattspymu, varla órað fyrir því hvers konar skriðu hann var að koma af stað með til- tæki sínu. Eða hve margir hefðu atvinnu af VIÐHORF Eftir Skapta Hallgrímsson þessum leik í heiminum um mót tuttug- ustu aldar og þeirrar tuttugustu og fyrstu. Eilífðarvél er fyrirbæri sem á að geta gengið endalaust á orku sem hún framleiðir sjálf. Knatt- spyrna er því nokkurs konar ei- lífðarvél vegna þess hve orka nú- tímans - peningar - er framleidd í miklu magni í knattspymuvélinni. KnattspymuíTklar eins og höf- undur þessa pistils hafa átt marg- ar unaðsstundir fyrir framan sjónvarp eða á ýmsum leikvöng- um í heiminum, þar sem knatt- spyrnumenn hafa boðið upp á skemmtiatriði. Aður en beinar út- sendingar í sjónvarpi frá knatt- spyrnuleikjum urðu nánast dag- legt brauð voru laugardagssíðdegin eins og helgi- stund þegar Bjarni Fel sýndi viku gamla leiki frá Englandi í ríkis- sjónvarpinu. Nú er framboðið orð- ið gífurlegt, raunar svo mikið að ekki er hægt að horfa á nema brot af því sem er í boði. íslendingar eiga þess kost að sjá beint alla helstu deiidarleiki á Englandi, Ítalíu, Spáni og í Þýskalandi, auk margra bikar- og landsleikja. Sumir líta á íþróttir sem holla hreyfingu og leik. Og hafa auð- vitað rétt fyrir sér. Aðeins að hluta til þó, því keppnisíþróttirnar snúast sífellt meira um peninga og þetta tvennt er raunar gjör- ólíkt; keppnin er eitt og al- menningsfþróttir annað. Knattspyrnan á að vera skemmtun og er enn frekar en áð- ur orðin hluti skemmtanaiðnaðar- ins. Staðreyndin er einnig sú að rekstur knattspyrnuliðs er orðinn gífurlegt gróðafyrirtæki. íslensk- ir íþróttaáhugamenn verða sífellt meira varir við viðskiptahlið íþróttanna; m.a. vegna frétta af tíðum ferðum íslenskra knatt- spyrnumanna úr landi upp á síð- kastið. Og í haust sem leið gerðist það í fyrsta sinn að íslenskir fjár- festar keyptu sér eitt stykki knattspymulið í útlandinu! Fyrir nokkrum misserum áttu for- ráðamenn knattspymudeildar KR í viðræðum við útlendinga um að koma að rekstri deildarinnar. Ekkert varð úr því þá, en það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Málið er spennandi, svo ekki sé meira sagt og því þer að fagna fáist meira fjármagn inn í íþróttahreyfinguna hérlendis en áður. Verði hægt að hlúa betur að yngri íþróttamönnum félaganna geta þau væntanlega alið upp fleiri afreksmenn og tekjuháum íslenskum atvinnumönnunum er- lendis gæti fjölgað að sama skapi. En það flögrar sem stundum að mér hvort fólk fari ekki að fá nóg. Þegar liðum var fjölgað í Meist- aradeild Evrópukeppninnar í fyrra - í þeim tilgangi að fleiri rík félög yrðu ennþá ríkari - fannst sumum einmitt nóg um. En for- ráðamenn félaganna vilja auð- vitað þéna sem mest, og þátttaka í Meistaradeildinni færir félögum gríðarlegar fjárhæðir í aðra hönd. Knattspymusamband Evrópu, UEFA, selur sjónvarpsrétt og auglýsingar dýru verði og deilir út peningum til félaganna sem aldrei fyrr. Það er að sjálfsögðu ánægju- legt þegar fólki gengur vel í lífinu, meðal annars þegar það hefur góðar tekjur - hvort sem það er knattspymumaður í útlandinu, heimsfrægur tónlistarmaður eða jafnvel bankastjóri á íslandi. Vilji fyrirtæki - í það minnsta þegar einkafyrirtæki á í hlut - borga einhverjum svimandi há laun hlýt- ur sá hinn sami að eiga þau skilið. Eg hef aldrei heyrt um fyrirtæki sem borgar fólki hærri laun en stjórnendur þess telja sann- gjarnt; að minnsta kosti ekki hærri laun en einhver samkeppn- isaðilinn telur sanngjamt! Sumir setja reyndar spurningarmerki við það hversu há laun n'kisfyrir- tæki eigi að borga; getur það til dæmis talist eðlilegt að ríkis- starfsmaður, þó stjórnandi sé, þiggi miklu hærri laun en til dæm- is forsætisráðherra sama lands? Ég ætla auðvitað ekki að svara þeirri spurningu, gæti einhvern tíma fengið neitun þegar ég bið um lán... Það má líka spyrja hvort eðlilegt sé að íslenskur knatt- spyrnumaður hjá erlendu félags- liði hafi margfaldar tekjur launa- hæstu íslensku forstjór-anna. Svarið við þeirri spurningu er heldur ekki til vegna þess að störfin og aðstæður á markaði á hverjum stað er ekki hægt að bera saman. En gæti sú stund mnnið upp að eilífðarvélin bræði úr sér? Að fólk fái yfir sig nóg af þessari skemmtilegu íþrótt? Að venjuleg- ur knattspyrnuáhugamaðm’ fái sig fullsaddan af græðgi félag- anna, sem meðal annars kemur fram í háu miðaverði, af of- framboði á leikjum og því, hve einstaka leikmenn hafa ótrúlegar tekjur? Það er alls ekki víst og ég ítreka að mér er nokk sama þó góðir íþróttamenn eigi mikla pen- inga. Þeir sem þéna vel eiga það skilið og þegar ég er svo heppinn að fylgjast með leik eins og viður- eign Real Madrid og Bayem Múnchen í Meistaradeildinni á Sýn í fyrrakvöld er mér alveg sama hversu mikla peningar strákarnir í sjónvarpinu fá fyrir að gera mig jafn hamingjusaman og ég varð á þessum níutíu mínút- um. Þegar ég skemmti mér svona vel er ég ánægður. Eilífðarvélin stendur því vonandi undir nafni. Og þegar öllu er á botninn hvolft stuðlar það líklega bara að minnkandi atvinnuleysi í veröld- inni eftir allt saman, að knatt- spymumennimir fái svona há laun. Eftir að þeir leggja skóna á hilluna em þeir nefnilega flestir svo ríkir að þeir þurfa lítið sem ekkert að vinna. Og taka þar af leiðandi ekki störf frá okkur hin- um... MINNINGAR EINAR KRISTJÁNSSON + Einar Kristjáns- son fæddist í Reykjavík 19. október 1928. Hann lést af slysfóram 25. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Margrét Einarsdóttir húsmóð- ir, f. 5.9. 1896 að Reyni í Mýrdal, d. 17.8.1985, og Kristján J. Matthíasson vél- stjóri f. 16.7. 1893 að Feitsdal í Amarfirði, d. 25.10. 1969. Systk- ini Einars eru Kristján Jens, látinn, Matthías, Oddný og Sigurður Einar. Einar kvæntist Ingileif Eyleifs- dóttur, f. 26.1. 1928 á Akranesi. Foreldrar hennar voru hjónin Sig- ríður Sigmundsdóttir, f. 19.5. 1900, og Eyleifur ísaksson skip- stjóri, f. 27.9. 1892, d. 19.7. 1976. Börn Einars og Ingileifar eru: 1) Eymar, f. 26.12. 1950, kvæntur Geirfri'ði Benediktsdóttur, f. 18.2. 1951, eiga þau tvo syni; Benedikt Ölver, sonur hans er Gilmar Þór, og Eymar Geir. 2) Marteinn Kristján, f. 31.10. 1952, d. 13.8.1998. Eiginkona Mar- teins var Ragnheiður Þorsteins- dóttir, Reykjavík. 3) Kristján, f. 30.5.1955, kvæntur Svanhvíti Kri- stjánsdóttur, f. 22.11. 1956 (skilin). Dætur þeirra eru Anna Sigríður og Thelma Björt. Kristján kvænt- ist aftur Ingibjörgu Halldóru Kristjánsdóttur, dæt- ur þeirra eru Guðrún Inga, Kristjana Odd- ný, Margrét; Sóley og Inga Dóra. 4) Einar Vignir, f. 13.12. 1958, kvæntur Sigríði Ól- afsdóttur f. 16.9. 1961. Dætur þeirra eru Margrét, sonur hennar er Magnús Máni, og Iris Dögg. 5) Viggó Jón, f. 5.2. 1965, kvæntur Haf- dísi Óskarsdóttur, Hofsósi. Börn þeirra eru Vigdís Ósk, Kar- en Inga og Einar Viggó. Stjúpson- ur Einars, sonur Ingileifar er Ey- leifur Hafsteinsson, f. 31.5. 1947. Kona hans er Sigrún Gísladóttir, börn þeirra eru Gísli, Ingileif og Eyrún. Einar ólst upp hjá foreldr- um sínum á Akureyri. Árið 1945 fluttust þau til Skagastrandar. Einar stundaði sjó frá 16 ára aldri, flytur til Akraness 1950, lýkur prófí frá Stýrimannaskólanum 1959. Hann var í nokkur ár skip- stjóri á skipum Þórðar Óskarsson- ar og Haraldar Böðvarssonar frá Akranesi, en frá 1974 var hann með eigin útgerð. Síðustu tvö ár hefur Einar verið í sambúð með Þuríði Júlíusdóttur, f. 25.2.1933. Utför Einars fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku vinur minn, gleðin getur skyndilega birst í sorg. Það fékk ég að reyna á afmælisdegi mínum hinn 25. febrúar, þegar fjölskylda mín var samankomin til að gleðjast með mér á 67 ára afmælisdegi mínum. Það vantaði bara einn, ástina mína, sem var að koma af sjónum og var á leiðinni suður til að gleðjast með okkur. En á svipstundu breyttist allt, nú hefur þú kvatt okkur allt of fljótt en eftir standa ljúfar minning- ar. Ég minnist sérstaklega ferð- anna okkar í Skorradalinn sem vora þér sérstaklega kærar. Þar höfðum við ætlað okkur að dvelja ennþá meira í framtíðinni þegar við væram bæði hætt að vinna. Það er ekki sjálfgefið að kynnast svona heiðursmanni eins og þú varst en að fá ekki að vera lengur saman er sárast. Við áttum svo mart ógert sem var búið að ráðgera en ekki komið í framkvæmd, en þetta tímabil sem við voram saman vora hamingjustundir fyrir okkur bæði. Ég ætlaði að fara að dvelja meira hjá þér fyrir vestan þegar ég hætti að vinna en þar varst þú með bátinn þinn að fiska og áttir þar gott heimili. Sjómennskan var þitt ævistarf og þitt líf, þú varst einmitt að koma úr róðri frá Ólafsvík þegar þetta hörmulega slys átti sér stað. Elsku vinur minn, ég kveð þig nú með sorg og söknuði um leið og ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Þær verða mér ógleymanlegar minning- ar um ókomin ár. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð geymi þig. Þín Þuríður. Kær mágur minn og góður vinur, Einar Kristjánsson, skipstjóri og útgerðarmaður, hefur lokið jarðvist sinni. Fyrirvaralaust lést hann í hörmulegu umferðarslysi föstudag- inn 25. febrúar. Skarðið sem hann skilur eftir sig er stórt og missir margra því þungbær og sorgin sár, ekki síst vegna þess hve kallið bar brátt að. Einar var vel meðalmaður á hæð, rammur að afli og mikið hreysti- menni sem enn var sem ungur mað- ur þrátt fyrir rúm sjötíu árin. Hann var vinnusamur, sótti sjóinn stíft og var traustur og aflasæll skipstjóri sem bar mikla björg í þjóðarbúið. Alla erfiðleika sem hann mætti í líf- Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að hand- rit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi- Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. inu tókst hann á við með jákvæðri þrautseigju og æðraleysi og leitað- ist jafnan við að gera það skynsam- legasta og besta úr hlutunum hverju sinni, enda var Einar maður með gott hjartalag sem hafði ákveðnar skoðanir og lét þær í ljós tæpitungulaust. Éinar kvæntist mikilli myndar- konu, Ingileifu Eyleifsdóttur, ætt- aðri frá Akranesi, og eignuðust þau fimm syni og son átti Ingileif fyrir. Þau byggðu sér stórt og myndar- legt hús á Akranesi og var þeirra heimili annálað fyrir myndarskap og gestrisni, enda var Ingileif mikil húsmóðir og góð móðir. Allir hneigðust synir þeirra Ingileifar og Einars að fiskvinnslu og sjávar- störfum. Árið 1990 lést Ingileif á besta aldri og var hún öllum harm- dauði. Enn um sinn hélt Einar áfram sjósókninni, en árið 1998 fluttist hann til Reykjavíkur og settist að í Grafarvoginum. Aftur birti upp í lífi Einars þegar hann kynntist góðri konu, Þuríði Júlíusdóttur, sem verið hefur sam- býliskona hans síðastliðin tvö ár. Þessi tvö ár veittu þeim báðum mikla hamingju. Aðeins einni viku áður en Einar lést festu þau kaup á íbúð sem þau ætluðu að flytja í og eyða þar ævikvöldinu saman. Þegar ég lít yfir farinn veg er mér efst í huga þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman, bæði á heimili okkar Matt- híasar bróður hans hér í Reykjavík og á heimili Einars og Þuríðar í Dalhúsum. Minningin um góðan dreng lifir. Ég og fjölskylda mín sendum öllum ástvinum Einars hugheilar samúð- arkveðjur og biðjum um styi-k þeim til handa á sorgarstund. Einar Rristjánsson kveðjum við með þökk og virðingu. Hjördís Magnúsdóttir. Elsku Einar. Það er með hryggð í hjarta og söknuði sem við kveðjum þig. Þú varst svo fullur af lífskrafti og hlýju, úiræðagóður, jákvæður og hjálpsamur. Við viljum þakka þér hvernig þú tókst okkur með opnum örmum, það var eins og við hefðum þekkt þig alla tíð. Alltaf gátum við leitað til þín, þú gafst þér alltaf tíma fyrir okkur, og í ófá skipti færðir þú okkur í soðið þegar þú komst úr róðri. Við varðveitum hlýjar minningar um góðan mann og hugsum með þakklæti um allar góðar stundir sem við höfum átt saman. Við þökk- um þér fyrir þá birtu og hamingju sem þú hleyptir inn í líf móður, tengdamóður og ömmu okkar. Elsku mamma, tengdamamma og amma, börn Einars og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Guð geymi þig. Bettý, Eldór Reykfell, Hinrik, Petra og Rebecca. Elsku afi, við trúum ekki að þú sért farinn. Það var svo mikið sem við áttum eftir að segja og gera saman um ókomin ár. Síðastliðið föstudagskvöld var sem slökkt hefði verið á öllum ljósum í sálum okkar, þegar við fengum þessar hörmu- legu fregnir. Pabbi var nýkominn heim úr vinnu en samt var sem and- rúmsloftið væri mjög þrungið og á sama tíma rólegt og yfirvegað. Veittum við ljósum frá sjúkrabílun- um og lögreglubílum óvenju mikla athygli frá heimili okkar og í hjört- um okkar báðum við góðan Guð að passa þetta mjög svo ólánsama fólk sem hefði á slíkum bílum þurft að halda. Það er bara þannig að aldrei trúir maður því að einhver nákom- inn ástvinur lendi í svona hörmu- legum atburðum. Þetta kom sem þruma úr heiðskíra lofti þegar við fengum fregnir um að þú, elsku afi, hefðir lent í bílslysi og værir ekki á leiðinni heim aftur. Nú eigum við aðeins fullt af ljúfum minningum um stórbrotinn mann sem við elsk- um svo mikið. Við eram búnar að vera þér og ömmu svo nánar alla okkar tíð. Hvað geram við nú? Það er svo erf- itt að sætta sig við sviplegt fráfall

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.