Morgunblaðið - 02.03.2000, Síða 44

Morgunblaðið - 02.03.2000, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 •> MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Guðrún Sæ- mundsdóttir fæddist í Reykjavfk 13. aprfl 1942. Hún iést á Landspítalan- um 19. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Sigur- veig Guðmundsdótt- ir, f. 6.9. 1909, og Sæmundur L. Jó- hannesson, f. 26.9. ^ 1908, d. 8.12. 1988. ” Guðrún ólst upp á Patreksfirði til sjö ára aldurs. Þá flutt- ist hún til Hafnar- fjarðar og bjó þar eftir það. Systkini Guðrúnar eru: Jóhannes íþróttakennari, f. 1940, d. 1983, Margrét, fræðslufulltrúi Umferð- arráðs, f. 1943, Gullveig, ritstjóri Nýs lífs, f. 1945, Hjalti, deildar- stjóri hjá Landhelgisgæslunni, f. 1947, Logi, verslunarmaður í Noregi, f. 1949, og Frosti, lög- reglumaður í Reykjavík, f. 1953. Guðrún giftist 13.5. 1962 Jóni Rafnari Jónssyni frá Bolungar- vík, f. 25.6. 1939. Börn þeirra eru: 1) Sæmundur Þór, f. 28.4. - '.1963, ókvænt.ur og á eina dóttur, Guðrúnu. 2) Álfheiður Katrín, f. 8.3. 1966. Maki hennar er Ólafur Ásmundsson og eiga þau þrjá syni, Ásmund Rafnar, Þorvarð <>g Tryggva. 3) Sigurveig Kristín, f. 12.12. 1970. Maki Á sama tíma og sólin hækkaði smátt og smátt á lofti og daginn tók að lengja hneig lífssól Rúnu systur minnar til viðar. Stuttu en erfiðu stjiði er lokið og enn einu sinni sitjum vi tí hnípin eftir og vitum að veröldin verður aldrei aftur söm. Rúna systir mín var næstelst okkar systkinanna. Elstur var Jói sem lést úr sama sjúk- dómi og Rúna fyrir sautján árum, að- eins fjörutíu og tveggja ára gamall. Stórt skarð hefur því verið höggvið í systkinahópinn og mamma verður aftur að horfa á eftir einu bama sinna og við ástkærri systur. Foreldrar okkar, systkini, makar, böm og aðrir ástvinir em hluti af okkur. Þegar eitt- hvert þeirra fellur frá hverfur hluti af okkur sjálfum og við verðum aldrei jafn heil og meðan þeirra naut við. Þó að sú staðreynd sé öllum ljós að eitt sinn skal hver deyja kemur dauðinn okkur alltaf að einhverju leyti í opna skjöldu. En lífið heldur áfram og við verðum að reyna að græða sárin sem andlát hafa í íor með sér og læra að lifa með því að aðeins minningin ein er eftir. Það var stutt á milli okkar systkin- anna en foreldrar okkar eignuðust okkur sjö á aðeins þrettán ámm. Það var því oft líf og fjör í Gerðinu. Heim- ilið var gott og ömggt og við vissum að þangað gátum við alltaf leitað. Okkur þótti því vænt um að Rúna skyldi kaupa húsið og setjast þar að með fjölskyldu sinni eftir að pabbi lést og mamma ákvað að flytja á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Við gátum því áfram litið á heimilið sem okkar. Reyndar hefur það alltaf verið þannig -"áHs heimili Rúnu hefur verið okkur op- ið. Þar hefur okkur, eins og öðram, alltaf verið tekið opnum örmum. Ein- hverju sinni bauðst hún til þess að hýsa ættingja erlendis frá. Þegar ég hafði orð á því að varla væri pláss í Gerðinu fyrir allt þetta fólk sagði hún að pláss væri bara spuming um hug- arfar. Þar sem væri hjartarými væri TÖflM ÍJfl 001 íWIDflTOUfl flÖTÍL flOflC MiTflUMHI (flfí Upplýsingar i s: 551 1247 hennar er Hinrik Fjeldsted og dóttir þeirra Hólmfríður Kristín. Guðrún gekk í Flensborgarskóla og var síðan um tveggja vetra skeið í verslunarskóla á Irlandi. Hún vann ýmis skrifstofustörf, síðustu árin á skrif- stofu Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæð- inu. Guðrún var virkur þáUtakandi í ýmsum félagsstörf- um. Hún starfaði m.a. í skáta- hreyfingunni, Vorboðanum í Hafnarfirði, Kvenréttindafélag- inu og Kvennalistanum. Hún var um árabil í stjórn menningar- og minningarsjóðs kvenna fyrir hönd Kvenréttindafélagsins og tók þátt í starfí Uanna, hreyfíng- ar ungra kvenna innan Kvenrétt- indafélagsins. Hún gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir Kvennalist- ann, m.a. sem fulltrúi í húsnæðis- málastjórn og sat í landsfunda- nefnd um árabil. Guðrún var einn af stofnendum Samfylking- arinnar á Reykjanesi og var að- alfulltrúi í atvinnumálanefnd á vegum hennar. Guðrún verður jarðsungin frá Landakotskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. nóg rými. Þetta svar segir meira en mörg orð um hfsviðhorf Rúnu systur minnai-. Sem elsta dóttirin gegndi Rúna ákveðnu hlutverki í fjölskyldunni sem hún ræktaði með sóma allt til hinstu stundar. Hún var mömmu ákaflega ástrík og umhyggjusöm dóttir og milli þeirra var einstakt samband byggt á gagnkvæmum kærleika og um- hyggju. Reyndar var Rúna þannig að okkur þótti öllum að við, hvert og eitt, væmm henni sérstaklega hjartfólgin. Sjálf hef ég alltaf haldið að ég væri uppáhaldssystir hennar. Trúlega hef- ur Möggu systur minni fundist það sama og eins er það með bræður mína að þeim heíúr fimdist þeir eiga alveg einstakt samband við hana. Rúna var nær daglegur gestur hjá mömmu öll árin sem hún hefur dvalið á Hrafnistu og taldi aldrei eftir sér að gera allt sem hún gat til þess að mömmu liði sem best. Mamma mat líka umhyggju hennar mikils en eins og endranær sýnir hún ótrúlegan styrk þegar erf- iðleikar steðja að. Samband okkar Rúnu var ekkert sérstaklega náið þegar við voram stelpur. Hún var þremur og hálfu ári eldri en ég og leit lengi framan af á mig sem eina af „litlu“ krökkunum. Taldi sjálfa sig svo miklu eldri og ekki eiga neina samleið með svona miklu „yngri“ systur. En með ámnum breyttist sambandið og styrktist jafnt og þétt um leið og aldursmunurinn minnkaði. Hún gifti sig fyrst okkar systldna og var á undan okkur til þess að eignast böm. Ég man enn hvað mér fannst spennandi að koma til hennar og Rafnars þegar þau byijuðu að búa og þegar ég setti upp mitt eigið heimili þótti mér sjálfsagt að leita ráða hjá henni. Þannig varð það líka æ síðan að við leituðum hvor til ann- arrar og studdum hvor aðra eftir mætti. Rúna var tæplega tvítug þegar hún kynntist Rafnari, ungum pilti frá Bol- ungarvík, og saman hafa þau verið í nær fjöratíu ár. Þau eignuðust þrjú böm, Sæmund, Álfheiði og Sigur- veigu. Bamabömin era orðin fimm og það sjötta væntanlegt. Rúna og Rafn- ar vora einstaklega samstiga hjón og gengu saman í gegnum sætt og súrt. Með árunum hafa þau orðið sífellt nánari, orðið hluti hvort af öðra. Rafnar hefur því misst mikið þegar Rúna er öll. Rúna og Rafnar vora börnum sínum einstaklega góðir for- eldrar og ég held að vandfundnar séu jafn góðar ömmur og hún var og jafn góðir afar og Rafnar er. Þar sem hún varð á undan mér amma þótti henni líka sjálfsagt að leiðbeina mér varð- andi þetta merkilega hlutverk sem hún naut til hins ítrasta. Barnabörnin, Guðrún, Ásmundur Rafnar, Þorvarð- ur, Tryggvi og Hólmfríður hafa því líka misst mikið. Rúna var stóra systir mín í fleiri en einum skilningi. Hún var eldri en ég og líka nær tíu sentímetram hærri. En hún var „stór“ í mun víðtækari skilningi. Hún hafði óvenju stórt hjarta og var meiri og heilli í sam- skiptum sínum við fólkið sitt, foreldra okkar, okkur systkinin, Rafnar, börn- in sín, bamabömin, tengdabömin vini og ættingja en gengur og gerist. Ekk- ert var of gott íyrir aðra og engin fyr- irhöfn of mikil ef hún gat gert öðram gott. Hún naut sín aldrei betur en þegar hún gat gert eitthvað íyrir aðra. Hún hafði til að mynda yndi af að bjóða fólki í mat en hún var snill- ingur í matargerð. Ef ég hringdi og sagðist líta inn gat ég alltaf reiknað með einhveijum kræsingum sem hún reiddi fram af mikilli gleði og natni. Gestrisnin er Rafnari líka í blóð borin og þau vora einstaklega samhent við að gera gestum sínum sem best. Ár- lega mættum við í fjölskyldunni, sem höfðum kjark til, á heimili þeirra á Þorláksmessu til þess að borða skötu framreidda á vestfirskan máta. Þess- ar stundir era ómetanlegar í minning- unni. Mér er líka minnisstætt boð á heimili hennar í byijun síðasta árs. Við höfðum, systkinin og makai-, ákveðið að fara í göngutúr og snæða svo snarl heima hjá Rúnu á eftir. „Snarlið" reyndist jólahlaðborð af bestu gerð. Þrátt fyrir sameiginlegan áhuga þeirra á mat var það þó ekki maturinn sem mestu máli skipti held- ur samverustundimar við matarborð- ið. Undanfarin ár hafa Sæmundur og Guðrún, dóttir hans, haldið heimili með Rúnu og Rafnari. Þeir feðgar og litla Guðrán munu áfram halda heim- ili í Gerðinu á þann hátt sem þau gerðu meðan Rúnu naut við og verður heimilið án efa jafn opið vinum og ættingjum og verið hefiir. Eins og gengur skiptust á skin og skúrir í h'fi Rúnu systur minnar. Hún var hins vegar óvenju vel skapi farin og tókst á við erfiðleikana eins og annað í lífinu af þolinmæði og rólegri yfirvegun. Þessir eignleikar í fari hennar komu vel fram í erfiðu veik- indastríði undanfarinna missera. Hún ræddi veikindi sín af mikilli innri ró og þegar hún gerði sér Ijóst hvert stefndi talaði hún um það við okkur og undirbjó okkur undir að innan skamms yrði hún ekki lengur með okkur. Við myndum hins vegar lifa áfram og að ýmsu þyrfti að hyggja. Bömin hennar, bamabömin og Rafn- ar vora henni efst í huga allt til síð- ustu stundar og þegar við ræddum síðast saman minntist hún á þau. Það er gæfa mín að hafa átt systur eins og Rúnu en jafnframt mín mikla sorg að hafa misst hana svona allt of fljótt. Ég veit að hún er núna í góðum höndum og hef ekld áhyggjur af henni. Jafn góð manneslqa og Rúna á sér vísa góða heimkomu. Sorgin er okkar hinna sem eftir eram og verð- um að halda áfram að lifa lífinu án hennar. En þó að jarðvist Rúnu sé lokið lifir hún áíram í börnunum sín- um og bamabörnunum sem munu halda uppi merki hennar. ÞehTa er l'ramtíðin sem þau í senn byggja á góðum granni en jafnframt í skugga sorgar yfir að hafa misst hana svona fljótt. Blessuð sé minning Rúnu syst- ur minnar. Gullveig Sæmundsdóttir. Systir mín og vinkona, Guðrán Sæ- mundsdóttir, er látin langt um aldur fram. Rúna, eins og hún var alltaf kölluð heima, var stóra systir í sjö bama hópi. Þrátt fyrir að aldursmun- ur væri ekki mikfll á okkur, eða eitt og hálft ár, var það einhvem veginn þannig í æsku að hún virtist vera miklu eldri en ég og Gullveig. Rúna hafði strax mikla ábyrgðartilfinningu og fannst að hún þyrfti að miðla okkur yngii systkinum sínum jafnóðum af því sem hún lærði af lífinu. Rúna var ákaflega hugmyndarík sem bam og unglingur og við gengumst upp í því að taka þátt í því sem henni datt í hug. Hún hafði einstaka frásagnargáfu og sagði okkur systkinum sínum enda- lausar sögur sem hún bjó til sjálf eða hafði lesið. Oft fékk hún okkur til þess að gera eitt og annað fyrir sig gegn því að hún segði okkur sögu. Þegar við urðum göngufélagar seinna á æv- inni drógumst við oft aftur úr hópnum því Rúna var að segja mér frá síðustu bókinni sem hún var að lesa. Stundum kom fyrir að ég las sömu bók seinna og fannst þá hún ekki nærri eins góð og og sú sem Rúna sagði mér frá. Þegar unglingsárin tóku við fannst henni sjálfsagt að segja okkur hvem- ig við ættum að haga okkur og oft mátti ég vera með þegar hún fór á böll þótt ég væri eiginlega of ung til þess að mega koma á þessar samkomur. Það gekk svo langt stundum að ef strákur bauð henni að keyra hana heim eftir ball þá sagði hún já takk en þegar sá samningur var kominn í höfn kallaði hún á mig og spurði síðan strákinn: „Er þér ekki sama þótt litla systir mín komi með okkur?“ Og við sem áttum heima í Hafnarfírði. Þegar þau Rafnar fóra að búa í Reykjavík fékk ég að halda partí heima hjá henni og alltaf var sjálfsagt að fá að gista. Enga manneslqu þekki ég sem var eins gaman að gefa eitthvað. Hún var alltaf ánægð með það sem henni var gefið og hafði oft orð á því. „Þetta er uppáhalds trefíllinn minn. Hún Magga systir gaf mér hann,“ sagði hún kannski. Rúna var mjög félags- lynd og átti hóp af vinkonum. Hvar sem hún vann eignaðist hún líka alltaf tránaðarvini. Jói, sem var elstur af okkur syst- kinunum, og Rúna vora miklir vinir á unglingsáranum og hún var hans tránaðarvinkona. Eg man eftir því þegar þau vora að æfa sig í stofunni heima að dansa tangó og vals og þessa hefðbundnu dansa sem þau lærðu í dansskóla. Þau vora bæði hávaxin og dönsuðu vel saman. Jói lét sig hafa það á böllum að bjóða systur sinni upp (þó að hann væri hræddur við stríðni félaganna) einfaldlega vegna þess að hann hafði gaman af að dansa við Rúnu. Rúna og Jói vora skemmtileg- ar og eftirminnilegar manneskjur. Rúna bráðíyndin og orðheppin og Jói eldhuginn sem hreif okkur með sér þegar hann ræddi hugðarefni sín sem vora mörg. Nú era þau bæði látin á besta aldri frá ástríkum mökum og bömum. Lífið getur verið svo grimmt við suma. Rúna var tvö ár á írlandi þegar hún var 16 og 17 ára í klausturskóla sem var einnig verslunarskóli. Síðar fór hún til Danmerkur og var þar í eitt ár. Frá þessum tíma era sem betur fer til mörg og skemmtileg bréf sem segja írá lífsglaðri ungri konu sem var opin fyrir öllu sem gerðist í kringum hana. Sem ung kona var Rúna í Vorboð- anum, félagi sjálfstæðiskvenna í Hafnarfirði. Síðar starfaði hún fyrir Kvenréttindafélagið, var m.a í Uum sem var félagsskapur ungra kvenna innan félagsins. Þegar Kvennalistinn var stofnaður fannst okkur báðum að þama væri komið tækifærið sem kon- ur vantaði svo þær gætu tekið þátt í að breyta samfélaginu. Rúna var í framboði fyrir Kvennalistann á Reykjanesi og i Hafnarfirði í öll skipt- in sem Kvennalistinn bauð fram. Við tókum þátt í starfi Kvennalistans af lífi og sál og kynntumst þar merki- legri hreyfingu sem heíúi’ haft mikil áhrif á samfélagið og er án efa ein merkilegasta stjómmálahreyfing sem mynduð hefur verið á þessari öld. Við töldum báðar að við hefðum lært mikið af starfi okkar fyrir Kvennalist- ann og þeim vinnubrögðum sem þar vora í heiðri höfð. Við Rúna áttum tvisvar þátt í því að undirbúa landsf- und Kvennalistans og sóttum saman 14 landsfundi. Okkur fannst óhugs- andi að fara á landsfund án hvor ann- arrar. Þegar skeið Kvennalistans var á enda runnið ákvað Rúna að ganga til liðs við Samfylkinguna á Reykja- nesi. Hún var virk þar eins og í öllum þeim félögum sem hún tók þátt í enda viljug að taka til hendi í hverju sem var. Oft mátti heyra frá henni þessa setningu:. „Ég skal gera þetta.“ Hvort sem hún hafði tíma til þess eða ekki, hún lá aldrei á liði sínu. Síðasta tránaðarstarfið sem hún gegndi var að vera fulltrái Samíylkingai-innar í atvinnumálanefnd Hafnarfjarðarbæj- ar. Rúna var tráuð kona og kom það vel fram í vefldndum hennar að hún fann huggun í bæninni. Hún var þakklát öllum þeim sem báðu fyrir henni þessa fimm mánuði sem hún GUÐRUN * SÆMUNDSDÓTTIR barðist fyrir lífi sínu. Hún var í safn- aðarstjóm Jósepskirkju í Hafnarfirði og missir sá litli söfnuður mikið við andlát hennar. Þar eins og annars staðar var hún góður liðsmaður. Rúna giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóni Rafnari Jónssyni frá Bol- ungarvík, þegar hún var tvitug. Þau Rafnar vora alla tíð mjög samrýnd hjón og miklir félagar. Við Þorkell áttum því láni að fagna að ferðast með þeim Rúnu og Rafnari á hverju sumri í 30 ár. Þær minningar geymum við nú sem dýrmætan fjársjóð. Missir Rafnars við fráfall Rúnu er meii-i en orð fá lýst. Umhyggja hans fyrir konu sinni í veikindum hennai' vai' einstök. Hann vék varla frá sjúkrabeði hennai' allan þann tíma sem hún var veik og vai' boðinn og búinn að veita henni alla þá aðstoð sem hann gat. Síðustu vikuna þegar hún var á þeim einstaka stað sem Líknai'deild Landspítalans er var Rafnar hjá Rúnu sinni allan sólai'- hringinn. Það er mikill stuðningur fyrir dauðvona fólk og aðstandendur þess að geta átt slíkan griðastað þeg- ar biðin ein er eftir. Rúna og Rafnar eiga þrjú góð börn og fimm bamaböm. Þeirra missii' er mikill, ekki síst Ktlu bamanna. Rúna var einstök amma sem elskaði bama- bömin sín takmai'kalaust. Hún sagði einu sinni við mig að skemmtilegasta fólk sem hún þekkti væra bamabörn- in og þeirra félagsskap kysi hún helst af öllu. Foreldram sínum var hún góð og umhyggjusöm dóttii' og okkur systram hennar og bræðram var hún góð systir. Eftir að pabbi dó og mamma fór á Hrafnistu heimsótti hún mömmu nær daglega og oftast var Rafnar með henni. Með Rúnu er gengin góð kona sem skilur eftir sig stórt skarð sem aldrei verður fyllt. Ég og fjölskylda mín sendum Rafnari, Sæmundi, Álfheiði, Sigurveigu, mökum þeirra og bama- bömunum okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Margrét Sæmundsdóttir. Rúna, eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp í Gerðinu í Hafnarfirði í hópi sjö systkina. Ég kynntist henni sama dag og ég kynntist yngri systur henn- ai', konu minni, og hefúr hún verið hluti af lífi okkar æ síðan. Það var mjög kært með þeim systram strax frá fyrstu tíð. Þetta nána samband þróaðist ár frá ári og það er áfall sem erfitt er að sætta sig við þegar sjúk- dómur bindur enda á svo ánægjuleg samskipti. Við áttum marga góða daga saman, fjölskyldumar, þessi 36 ár. Þau bjuggu alltaf í Hafnarfirði og annar staður kom ekki til greina. Þar hafði móðir hennar líka alist upp og enginn staður gat komið í hans stað. Ferðalög um ísland, göngur um fjöll og dali með þeim Rúnu og Rafn- ari var fastur liðm- á dagskrá hvers sumars. Auk þess var nær alltaf farin ein helgi (stundum vika) í Þórsmörk- ina og sú síðasta var farin í ágúst sl. Básar var okkar staður og svæðið þai' í kring marggengið og skoðað. í sumar náðum við enn einu sinni að klífa Utigönguhöfðann. Það var ekki létt verk í þetta sinn enda var veikin farin að gera vart við sig án þess að nokkur gerði sér grein fyrir alvar- leika málsins á þeirri stundu. Rúna var svo innilega glöð og stolt yfir unnu aíreki sínu þama á fjallstoppnum. Við nutum þeirra forréttinda að vera með þeim Rúnu og Rafnari í sumarfríi á Spáni síðastliðið sumar. I litlu sumarhúsi skammt frá strönd nutum við okkar síðasta sameiginlega sumarfrís og komum við tfl með að geyma þær stundir lengi með okkur. Þarna var haldið upp á 60 ára afmæli Rafnars og gerðar áætlanir um 60 ára afmæli Rúnu eftir þijú ár. Þó sú ferð verði ekki farin eigum við minningar um góðar samverastundir. Frásagnargleði og ríkt ímyndunai'- afl var einn af mörgum kostum Rúnu. Hún hefur sennilega erft þetta frá móður sinni og móðurafa og var gædd einstökum hæfileika til að segja skemmtilega frá og var þá stundum smávegis krydd með. Þessi hæfilefld að krydda kom líka vel fram í hæffleikum hennar í matar- gerð. Hún bjó til listagóðan mat og var oft með uppskriftir í blöðum öðr- um til ábendingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.