Morgunblaðið - 02.03.2000, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ
50 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000
IIMRÆÐAN
Einkaframkvæmd grunn-
skóla - hvers vegna, til hvers?
í BYRJUN árs var nýtt skóla-
hús Iðnskólans í Hafnarfírði tekið í
notkun og má ætla að flestir sem
fylgst hafa með húsnæðismálum
skólans hafi fagnað þeim tímamót-
um. En önnur tímamót urðu við
þessi umskipti sem nýlunda þykja í
húsnæðismálum skóla, opinberir
aðilar hvorki eiga húsið né reka
■ *það. Yfirvöld í Hafnarfirði stefna
að því að taka upp sama eða svipað
fyrirkomulag varðandi byggingu á
húsi fyrir grunnskólann sem koma
á í nýja hverfíð í Áslandi, þ.e. að
einkaaðilar byggi og reki húsnæðið
en skólinn verði leiguliði. Fyrir
nemendur og forráðamenn skiptir
höfuðmáli hvernig starf fer fram
innan veggja húsnæðisins en ekki
hvernig staðið er að fjármögnun og
rekstri bygginga sem hýsa skólana.
En sem skattgreiðendur og kjós-
endur hljótum við íbúarnir og
reyndar landsmenn allir, að hafa
áhuga á og taka þátt í umræðum
um þessar nýju hugmyndir. Hver
hefur kostnaður bæjarins af bygg-
.ojngu, rekstri og viðhaldi Lækjar-
skóla verið svo dæmi
sé nefnt, eða Víði-
staðaskóla? Og hver
væri kostnaðurinn ef
húsnæðið hefði verið
leigt allan þennan tíma
samkvæmt nýju hug-
myndunum um einka-
framkvæmd? Má færa
rök að því að húsnæð-
ismálum skólanna væri
núna betur komið, ef
þessar hugmyndir
hefðu ráðið för undan-
farna áratugi? Yfir-
völdum hlýtur að vera
skylt að kynna opin-
berlega hugmyndir sín-
ar og setja fram hlutlægar og skýr-
ar upplýsingar um alla þætti
málsins, vegna þess að þetta mó-
del, sem bæjarstjórn hefur viðrað,
getur orðið öðrum fyrirmynd eða
víti til varnaðar, allt eftir því
hvernig tekst til ef af verður.
Meirihluti bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar virðist reyndar hafa enn
róttækari hugmyndir um stefnum-
örkun í skólamálum.
A síðasta ári var sam-
þykkt í bæjarstjórn
að kanna möguleik-
ana á að bjóða út
kennslu í nýjum
grunnskóla í Aslandi.
Það eitt að ræða út-
boð á skólastarfi í
hverfi sem er að
verða til, þar sem all-
an skólabrag vantar,
nemendur koma hver
úr sinni áttinni, kenn-
arar og skólastjórn
ný og allt starf ómót-
að, hlýtur að vekja
upp efasemdir um
metnað og þekkingu yfirvalda á
skólamálum. Nær væri að bjóða
upp á svona tilraun í grónu hverfi
og þá samhliða hefðbundnu skóla-
starfí. Setja upp vel skilgreind
markmið og mælistikur, skilgreina
vel tilraunatímann og hverjir eigi
að meta niðurstöðurnar að tilraun
lokinni. A þann hátt má skapa
grunn sem byggja má frekari þró-
Skólamál
Okkur foreldra skiptir
máli, segir Egill Guð-
mundsson, að þjónustan
sé góð og uppfylli kröfur
okkar og væntingar.
un á. En hvað felst í útboði á
kennslu og til hvers er það? Auð-
vitað vilja allir að vel sé farið með
almannafé, að þeir fjármunir sem
varið er í margvísleg málefni samn-
eyslunnar séu vel nýttir. Og eins
má fullyrða að flesta skiptir litlu
máli hver veitir þá þjónustu sem
lög kveða á um að þegnunum beri.
Það sem okkur foreldra skiptir
máli er að þjónustan sé góð og
uppfylli kröfur okkar og væntingar
og skiptir þá engu hvort við
skreytum hana með forskeytunum
„einka“ eða „opinber". í grunnskól-
Egill Guðmundsson
anum skiptir það í flestum tilfellum
engu fyrir nemendur og forráða-
menn þeirra hver veitir þjónust-
una. Við gerum „bara“ þær kröfur
að skólinn uppfylli allar þær skyld-
ur sem honum ber samkvæmt
grunnskólalögum og námsskrá.
Hafi á að skipa vel menntuðum
kennurum sem foreldrar virða og
treysta og stöðugleiki ríki í starfi
og starfsmannahaldi. Skólinn geti
veitt öllum nemendum sínum góða
þjónustu og leyst félagslegan og
þroskalegan vanda hvers barns
eins og lög og reglugerðir kveða á
um. Umræðan verður í þessu efni
að snúast um innihald fremur en
form, vegna þess að markmið bæj-
arstjórnar hlýtur að vera að fá
sömu þjónustu eða betri en áður á
lægra verði ef út í breytingar verð-
ur farið. Hvernig hún ætlar að ná
þessum markmiðum með útboði
verður að skýra fyrir landsmönn-
um. Telur bæjarstjórnin að kostn-
aður á hvern nemanda sé fastur og
auðreiknanlegur eins og í vélrænni
framleiðslu eða telur hún skólann
samfélag einstaklinga með ólíkt
upplag, þroska og getu sem þurfa
margvísleg og ólík úrræði og þjón-
ustu? Er það vegna þess að bæjar-
stjórnin telji grunnskólana illa
rekna og spara megi þar umtals-
verða fjármuni án þess að skerða
lögbundna þjónustu að hún stefnir
að svo róttækum breytingum?
Minnihluti bæjarstjórnarinnar hef-
Hátíð og sorgartíðindi
En þú átt að muna,
aiia tilverun a,
að þetta la nd á þig.
** Efaðillarvættir
inn um dyragættir
bjóða svika sættir,
svo sem löngum ber
viðíheimihér,
þá er ei þörf að velja:
þú mátt aldrei selja
það úrhendi þér.
(Ur kvæðinu Fylgd
eftir Guðmund Böðvarsson.)
ÞAÐ er kvikmyndaæði í Gauta-
borg, kallast kvikmyndahátíð. Fyrir
utan venjulegt framboð í borginni af
kvikmyndasýningum, er búið að
safna að minnsta kosti 300 kvik-
myndum til viðbótar, sem fara má til
að sjá, í heila viku frá klukkan 10 að
morgni og fram yfir miðnætti. Það
sbru líka veittir ókeypis miðar. Að
vísu ekki þeim sem ekki hafa efni á
að stunda kvikmyndahátíð, svona
rétt eftir að vera búnir að drífa sig í
leikhús í tilefni aldamótanna. Nei,
ókeypis miðamir eru veittir þeim,
sem þegar eru búnir að kaupa
ákveðið magn aðgöngumiða. Pen-
ingarnir renna á peningalyktina.
Sem sagt, í Gautaborg er saman
komið heilmikið af kvikmyndum
hvaðanæva úr heiminum. Innan um
þennan heilling er stutt mynd að
heiti Eyjabakkar. Eyrarbakki, hélt
ég að ætti að standa, en nei, nafnið
var og er Eyjabakkar. Um hana
stendur skrifað:
„Akvörðunartaka íslensku ríkis-
stjórnarinnar er álitin ólýðræðisleg
og mun aðeins skapa takmarkaða
atvinnu í stuttan tíma. Ef af fram-
kvæmdinni verður, mun stórt
óræktað svæði, hið stærsta, sem eft-
ir er í Evrópu, sökkva undir vatn og
þúsundir fugla og yilitra hreindýra
munu þar með missa vistarveru
sína.“ (Göteborg Filmfestival bls.
54.)
Þetta getur ekki verið satt, hugsa
ég. Þetta er ímyndun. Þetta er
ímyndum í kvikmynd.
Skömmu seinna kemur íslensk
æska eða með öðrum orðum íslend-
ingur að heiman úr jóla- og aida-
mótaleyfi. „Þetta er ekki satt, sem
stendur skrifað um myndina Eyja-
bakkar?" spyr ég, varfæmislega og
óttaslegin.
„Hvort það er satt? Jú, það er sko
satt. Þetta er búið að vera eitt höf-
uðumræðuefni á íslandi síðastliðin
tvö ár. En maður er, af yfirvöldun-
úm, - sem ságt af arftökum sjálf-
stæðisbaráttunnar - bára sagður
vera fífl að setjá sig uþþ á' rhðtf
þessu og skilja ekki, að hér er um
Svikasættir
Nýrík og hlæjandi þjóð
ætlar að selja landið,
segir Sólveig Kjartans-
dóttir, og sökkva því í
hendur verslunar og
gróðahyggjunni, fyrir
pening.
framtak og auðlind að ræða.“
„Hvað er á seyði?“ spyr ég.
„Hvað, ætla þeir að bræða jökulinn
eða hvað?“
„Nú, þeir ætla að virkja."
„Virýa? Er ekki búið að virkja?
Er það þessi sæsímastrengur, sem
einhverjum datt í hug að leggja til
útlanda?“
Aðkomukonan horfir á mig í vafa.
Það stendur skrifað í andlit hennar,
að ég er að rugla saman tveimur að-
skildum en þó skyldum, sögulegum
atburðum. Spurningin lá í loftinu, til
íhugunar, hvort vænta mætti í fram-
tíðinni, í álíka ruglingslegu óráði,
svipaðra tæknilegra atburða í enda-
lausri röð; sæsímastrengur, merg-
sognir fískistofnar, mengað haf,
krabbameinshætta í vatni Keflavík-
ur, sem afleiðing af tækni erlends
herliðs.
Aðkomukonan vaknar upp úr
íhugun sinni og segir: „Þeir ætla að
græða á rafmagni. Þeir ætla að selja
rafmagn til útlanda.“
„Sem sagt, þeir ætla að selja land-
ið,“ hrópa ég upp yfir mig og finnst
eins og ég sé stungin með sverði.
Það tekur fyrir hjartað. Þeir ætla að
selja landið norður af Vatnajökli og
sökkva því fyrir pening! Verslunar-
ðyggjan er komin til að taka landið
eignamámi í gróðaskyni! Hið sama
gerði hún með írland í lok síðustu
aldamóta. Þá mergsaug hún írsku
bændastéttina með því að fá hana til
að rækta eins mikið og hægt var af
kartöflum til útflutnings - til út-
flutnings, til að afla útflutnings-
tekha, til að metta erlenda eftir-
spurn. Á sama hátt hefur hún
mergsogið bændur Afríku með því
að fá þá til að rækta hámarksmagn
af kaffi og kakói til útflutnings - til
útflutnings, til að afla útflutnings-
tekna, til að metta erlenda eftir-
spurn.
í staðinn fyrir að vita og virða sín
eigin náttúrulegu takmörk á að
virða hana og færa henni hámarks
fórnir; verslunar- og gróðahyggj-
unni. Peningarnir renna á peninga-
lyktina. Og forstöðumennimir, þeir
kallast menn framsóknar og sjálf-
stæðis! Sjálfstæðis! Sjálfstæðis-
flokkur! Ber það vott um sjálfstæð-
ishyggju að selja landið úr eigin
höndum? Erað það ekki þið, pen-
ingamenn, sem manna best vitið, að
það sem er gulls virði í dag, verður
ekki krónu virði á morgun? Það sem
yfir höfuð er einhvers virði, að mínu
áliti, verður alls ekki metið í pening-
um. Ekki einu sinni völd og metorð
verða borguð með peningum. Þegar
yfii-völd flýja, á þann hátt sem hér á
sér stað, á vit peninganna, er það
ábyggilega vísbending um að þau
skortir hugmyndir um, hvernig reka
á búskap, samtímis sem þau hafa
ekki hugrekki til að standa upp úr
stólunum sínum. Hvílík skömm!
Deyr fé, deyja frændur
deyr sjálfur hið sama
orðstír
er sá er aldregi deyr
hvem sér er góðan getur.
(Ur Hávamálum.)
Loks er það ég sem ranka við mér
eftir áfallið og íhugun mína og ég
spyr: „Hvað um fólkið? Vora ekki
kosningar nýlega? Var ekki verið að
kjósa í haust? Fólk hlýtur að hafa
gert sér grein fyrir að þetta var
kosningamál?“
Þögn.
Nýrík og hlæjandi þjóð ætlar að
selja landið og sökkva því í hendur
verslunar og gróðahyggjunni, fyrir
pening!
Höfundurbýrí Gautaborg.
ÁÐUR EN LANGT UM LÍÐUR GETUR ÞÚ NÝTT ÞÉR
T Æ