Morgunblaðið - 02.03.2000, Qupperneq 56
56 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Jim Smart
„Það er því eiginlega mælt með því að þeir sem hyggjast prjóna þessar skemmtilegu húfur fari bara út í búð og
kaupi sér á heiðarlegan hátt ullina sem á að nota og láti nágrannana bara í friði með sitt.“
Yfirnáttúrulegur kraftur
ullarinnar sem fáir vita um
ÞAÐ er löngu orðið Ijóst að íslenska ullin er
kröftug á marga vísu. Það er hins vegar ekki
víst að margir viti það að hana má brúka til
að galdra til sín ýmislegt sem maður þyrfti
annars að vera án í hörðu ári. Ef mann skort-
ir mikið t.d. ull eða mjólk þá er gott ráð til
sem ætti að bjarga því máli, en það er að
koma sér upp „tilbera“ eða „snakki“ sem er
sama fyrirbærið en ber mismunandi nafn eft-
ir landshlutum.
Nafn „tilberans“ er dregið af því verki sem hann er
látinn framkvæma, að bera eitthvað t.d. ull eða mjólk
til eiganda síns. „Snakkur“ er hins vegar nefndur eftir
útlitinu því „snakkur" þýðir upphaflega vefjarspóla.
Aðferðin við að koma sér upp „tilbera" er svona:
(Taka skal fram að þetta er eingöngu á færi kvenfólks
eins og svo margt annað.) Stela skal rifbeini úr dauð-
um manni úr kirkjugarði og það verður að gerast á
hvítasunnumorgni og vefja rifbeinið í gráa sauðarull
sem þarf líka að vera stolin. (Hér ættu viðkvæmar sál-
ir að hætta að lesa.) Síðan skal leggja þennan vafning
við brjóst sitt og ganga þrisvar til altaris og láta
messuvínið sem bergt er á drjúpa niður á vafninginn.
Eftir þetta lifnar hann við og þá mega nágrannarnir
fara að vara sig. Nú er hægt að senda „tilberann" til
að sjúga ær og kýr nágrannans eins og manni sýnist
sem veltur svo heim aftur og gubbar allri mjólkinni í
strokkinn þinn (þú verður að vera búin að koma þér
upp strokki til að geta tekið á móti allri mjólkinni.)
Síðan getur þú búið til girnilegt tilberasmjör sem lítur
alveg eins út og venjulegt smjör. Hins vegar ef einhver
gerir krossmark yfir því þá kemst allt upp því þá
hjaðnar það eins og froða. En það dettur engum í hug
að gera slíkt nú á dögum svo þetta ætti vel að geta
gengið. Síðan getur þú sent „tilberann" til að stela
allri ull nágrannans. „Tilberinn" vefur ullinni upp á
sig þannig að hún þyrlast saman í einn vindil sem velt-
ur svo áfram heim á leið. Það er því betra að hafa stórt
og gott húsnæði undir þetta allt saman.
Ef „tilberinn" verður of kröftugur getur ver-
ið erfítt að ala hann við brjóst sitt en þá er ráð
til við því en það er að gera nokkurskonar
sepa á innanvert lærið sitt til að tilberinn geti
sogið sig fastan þar til að fá næringu. Þar
hafið þið það. Þess ber þó að geta við við-
kvæmar sálir sem enn eru að lesa þennan
pistil að refsingin við þessum verknaði er all-
svakaleg. Hún er sú að viðkomandi kona, sem
verður uppvís að slikum verknaði, verður
brennd á báli ásamt „tilberanum" eða að henni verður
drekkt. Svo það er ekki fyrir hvem sem er að leggja út í
slíka áhættu. Til að undirstrika áhættuna er hér vitnað í
frétt frá árinu 1703 sem birtist í bókarflokknum: Ald-
imar okkar, en þar er fyrirsögnin: „Húsfreyjan í Oxn-
ardal sver af sér „það djöfulsins verkfæri" tilbera."
Þannig var að húsfreyjan á Hólum í Öxnadal frú Sigríð-
ur Hálfdánardóttir, þurfti að sveija fyrir það á mann-
talsþingi í Skriðu í Hörgárdal að hún ætti „tilbera" því
hún hafði verið ásökuð fyrir það. Það þurftu alls fímm
konur til að sveija þann eið með henni til að hann væri
tekinn gildur. Jafnframt þurftu nálægir nágrannar að
votta það að þeir kynnu ekkert nema gott eitt um hana
frú Sigrríði að segja og mann hennar líka. Það er því
ekki verra að eiga eitthvað gott inni hjá nágrönnunum
ef í hart fer. Það sannast því hér og nú af hveiju maður
þarf endilega að vera almennilegur við nágrannana
sína.
Þannig að þeir sem hyggjast búa sér til slíkt „djöfulsins
verkfæri" ættu að hugsa sig tvisvar eða þrisvar um. Það
er þvf eiginlega mælt með því að þeir sem hyggjast
prjóna þessar skemmtilegu húfur fari bara út í búð og
kaupi sér á heiðarlegan hátt ullina sem á að nota og láti
nágrannana bara í friði með sitt. Enda ekki víst að þeir
hafi yfir slíku eðalgarni að ráða sem Sisu-garnið er sem
er vélþvæg ull og alveg kjörin á litla kolla.
(Heimildir: Islensk þjóðmenning: Jón Hnefill Aðal-
steinsson og fslenskar þjóðsögur og ævintýri: Jón Árna-
son).
Húfa með fflamyndum
Hönnun: Halla Einarsdóttir
Stærð: u.þ.b. 4 ára.
Ummál: u.þ.b. 42 cm.
Garn: Sisu
Fjöldi af dokkum:
Kremað nr. 600/1012:1
Blátt nr. 5563:1
Rústrautt nr. 4046:1
Grænt nr. 9863:1
Gultnr. 2337:1
Prjónar: 40 cm hringpijónar nr.
2,5 og 3.
Fitjið upp 120 lykkjur á hring-
prjón nr. 2,5. Prjónið stroff þannig: 1
slétt og 1 brugðin, eina umferð með
bláu, síðan tvær umferðir með gulu
Kaðlahúfa
Hönnun: Linda Aanno
Stærðir: (1/2-1) 2-4 (6-8) ára.
Garn: Tvöfalt Sisu.
Fjólublátt nr. 761/5636: 3 dokkur
í allar stærðir.
Prjónar: 40 cm hringprjónar nr. 4
og 5
Fitjið upp með tvöföldu garni á
hringprjón nr. 4 (68) 76 (80) lykkjur.
Prjónið 8 cm stroff þannig: 2 sléttar
og tvær brugðnar en í síðustu um-
ferðinni er aukið í 4 lykkjum jafnt yf-
ir = (72) 80 (84) lykkjur. Skiptið yfir
á prjóna nr. 5 og setjið munstrið nið-
ur: (10) 12 (13) lykkjur munstur A (=
á annarii hliðinni) fléttan 16 lykkjur
(= miðjan að framan) - (20) 24 (26)
lykkjur munstur A - fléttan 16 lykkj-
ur (= miðja að aftan) - (10) 12 (13)
lykkjur munstur A. Prjónið þannig
áfram þar til mælist með stroffi (21)
22 (23) cm. Prjónið eina umferð þar
sem fellt er af þar sem flétturnar eru
þannig: 2 sléttar saman 4 sinnum á
hvorri fléttu. Lykkið hliðarnar sam-
an þannig að flétturnar verði í miðju
að framan og aftan. Búið til 2 dúska
u.þ.b. 5 cm í ummáli og saumið fast
niður í sitt hvort homið.
Munstur fyrir kaðlahúfu.
og síðan með rústrauðu þar til kant-
urinn mælist 3 cm. Skiptið yfir á
ptjóna nr. 3 og prjónið munstur-
bekkinn. Prjónið síðan slétt prjón
með bláu þar til húfan mælist í allt
21 cm. Deilið lykkjufjöldanum í 8
hópa þannig að hverjar 15 lykkjur
eru settar á hjálparþráð allan hring-
inn.
Leggið síðan lykkjurnar 15 á móti
næstu 15 lykkjum og lykkið þær
saman. Gerið þetta við alla hópana,
þannig myndast 4 horn í topp húf-
unnar. Búið til 4 dúska, gulan, hvítan
rústrauðan og grænan og saumið
niðm’ í hvert horn.
Munstur fyrir fflahúfu.
r L ÍBpl ■H « I s i 1 1
i a. l: H X js ::: X
fx B IxixBa áxlx x B X X [x - x X
[x X X XX X § X X X X |x >■: X X
[x XX <xx X x X X X :
IX XX ■ X X X X X
:*3bi®be: Jx X X X ö ö IÖ p X X
X X X [x X
;E3Q E. B <xx X I r x >.; X
Ixix X X X|] XX X X X X [x X X X KIX x X
X I o L p xi m X. . - í X X 5 - X i X a L JL I X X
o o • o o • s o o • p o o I> o o •
T o f>J* ) ± •" o •j • « o • i T • p i: •
• • « * • Ti • a •* ♦ • •.
► • T •
II
:
- W ■ |: ' i(
w :L._ i;
1 •: □ ■ l: ■i il
“S 1 1 L * j T' L.
fe i r r,;
I *L .;.:■ :■■ .. ■
3 ‘ B"
L ; ... s:
Zi
X: < X X X
X X X X CX X xj X X X X Zi •: >;.
• g • « • • X • • • • X > • i > « m
• T . ■ • • • • • » «
• > • T| • • • • i * •
m p O o o p
• j • « • • Tj • • • • < ■ •
• • ] « • • • • • • • r z
5 7| ö oojc o • ö ö| 0 ö ö • Ö öc XS j ö iW
y •T* ÖLL! 3 “j 1
- L 3 :<l E3QE3 T 2E353 j 3E2E3:iE3E:<
aE3Q£3£u ,aE3QE3E3í2aaE3E3aE3íaí5 E3E3í3í3E3»3F3E3E3í3í3E3f3l3|
Byrjið hér
□ = Kremað
B = Blátt
[x) = Rústrautt
(7) = Grænt
@ =Gult
gg = 2 lykkjur slétt saman
— “ n & - •M """ .... “ TTTTTi
1 V V |
■ T i V V !
~ J V V 3
_ M rara ! c J
rara * — z d
B rara
rara
V V
V V
v v
V v _
í B B Sí L ■ m ■ ■ ii H ra ra
rararararararararararararara [ ~
u -1 □ □ M □ u M 3 P 2v P P 1 U [ □ 1 Vf
□ □ □ J J J jj _ □ □ □ j J □ □ □ J sa 2
Munstur A
Flétta yfir 16 lykkjur = u.þ.b. 5 cm.
<o
3
T3
C
w
= Slétt á réttu, brugðið á röngu.
= Brugðið á réttu, slétt á röngu.
= Setjið 3 lykkjur á hjálparprjón fyrir framan,
pijónið 3 slétt, prjónið lykkjurnar á hjálparpijóninum slétt.
= Setjið 3 lykkjur á hjálparpijón fyrir aftan,
prjónið 3 slétt, prjónið lykkjurnar á hjálparpijóninum slétt.
^ I «**’" jg 1
OZSZZ'- WAaS;MTC\.
'éx'A G-jÖMk ' Jf
SSJ7AN' K OS
~ •. G3AA»SV'"0 A r-
FR I Ð INDAKLUBBURINN, VISA ISLAND OG SAMBIOIN KYNNA:
VISA FORSÝNING í KVÖLD
BÍÓBORGINNI KL. 20.00 OG 2 3.00, NYJA BÍÓ AKUREYRI OG NYJA Bl'Ó REYKJANESBÆ KL. 20.00
n
V
A
“fl
THE HURRICANE
2 FYRIR I
GEGN GREIÐSLU MEÐVISA KREDiTKORTI. MIÐASALA OPNAR KL. I 7.00
VÍSA
mm
FRIOINDAKLUBBURINN
NVJ/IBÍC)
KEFLAVÍK - SÍMI 421 1170
SlAÁiik LvJ LUL
mmminxnmminmniiimniu