Morgunblaðið - 02.03.2000, Page 63

Morgunblaðið - 02.03.2000, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 63 BRÉF Þtísund ár, dagur ei meir... Frá Margi'éti Einarsdóttur: ENN ERU menn að rífast um alda- mót. Ég hef lifað við það frá bamæsku, eða fiá 1970, að hlusta á rök þeiira sem miða við 2001. Það er af því að móðir mín gerði þetta stundum að umtalsefni við matarborðið, en hún er mikil ná- kvæmniskona og vann þá í búð. Ég var alltaf ósammála henni, en vildi ekki særa hana með því að fara að rífast um það. En síðustu 10 ár hef ég átt að vinum fólk sem hefur haft að áhugamáli að ræða þetta. Mér finnst mér vera leyfilegt að hafa þá skoðun, án rökstuðnings, að aldamót hafi verið um síðustu áramóL Eiginlega hefur mér aldrei fundist að þurfi að ræða það og þess má geta að ég hélt ekki upp á aldamótin írekai- en önnur árskipti. I mínum huga bara koma ár og h'ða eitt af öðru. Mig skiptir að auki engu máh á hvaðaöldéglifi. Verst finnst mér þó að fá engan fiið fyrir fólki sem annaðhvort skiifar um skoðanir sínar í blöðin, og ég ræð svo- sem hvort ég les, eða vill ræða þetta við mig endalaust. Ég kvíði því mjög að þurfa kannski að lifa næstu 40 árin með þetta aðaláhugamál sumra vofandi yfir mér hvar sem ég kem. Ég vil heldur ræða eilífðarmálin. Og jafnvel þótt ég bendi á manneskjur sem eru sammála viðmælendum mínum vilja vinir mínir heldur rífast við mig. Kannski finnst þeim spennandi að heyra mig rök- styðja þessa mestu vitleysu aldarinnar að þeirra dómi. Fyrir utan þau auðsæju rök að aldur Krists hefjist á núlh, eins og aldur allra manna, þá eru önnur rök sem mér finnst skemmtilegri og útskýra betur viðhorf mín. Ég skil að sjálfsögðu þau rök að í tímatah sem miðar við að árið 1 fyrir Krist og árið 1 eftir Krist mætist í núllpunktinum: Áramót, á miðnætti, og þá hefjist ný öld og nýtt tímabil, íyrir hvað 2000 árum? Ef aldur minn væri ekki skráður í kirkjubókum og ails staðar opinberlega væri ekki víst að ég hefði hugmynd um hvaða ár ég er fædd. Ég veit ekkert hvar fæðingarvottorð mitt er niður- komið. Ég myndi ekki treysta því að foreldrar mínir myndu það nákvæm- lega. Þau eiga fimm böm og ég held að aldur minn hafi ekki skipt þau öllu máh. Ef við vildum fara að miða tímatahð við fæðingu Egils Skallagrímssonai’ kæmumst við líklega að því að aldur hans hafi skolast til í aldanna rás. Og ef ég man rétt var ekki farið að telja frá fæðingu Krists fyrr en löngu eftir að hanndó. í ættfræðibókum eru afmælisdagar og ártöl ekki alltaf kórrétt, og ég man að þegar ég byijaði í bamaskóla þurfti ég að leiðrétta sjálfa þjóðskrána. Ég var skráð þar fædd degi seinna en mér var talin trú um að ég væri, samkvæmt bestu manna og kvenna vitund. Að öllu þessu athuguðu tel ég rétt, að eins og heimurinn hefur kosið að hta á málin, mér til mikillar undrunar, sé best að miða við þúsundaskipti. Þá get- ur fólk líka samsamað sig betur Kristi og fundist það vera nær honum. Þá verðum bæði við og hann 100 ára, eða 2000 ára, á núlltölunni. Svo langar mig að gleyma öllum rök- um mínum í þessa veru og bið um að það sé hætt að gera grín að mér iyrir að setja út núllta spihð, stíga núllta skref- ið, sofa núlltu nóttina einhvers staðar og Guð má vita hvað. í mínum huga er ekkertið mjög mik- ilvægt og sú staðreynd að áður en eitt- hvað kemur er ástandið ekkert Sbr. Bibhuna, en höfundar hennar telja ástæðu til að greina frá því, að áður en Ijósið kom ríkti myrkui’. Auk þess segja þeir að jörðin hafi verið auð og tom. í sjúkraskrám kvensjúkdómalækna eru, ef ég man rétt, konur sagðar vera „núllta para“ ef þær eiga ekkert barn. Og til að mynda er þetta fyrsta bréfið sem ég skrifa um þetta efni. Fyrir þess- ar skrifth’ hafði ég núll bréf skrifað og hefði kannski bara átt að halda mig við það. MARGRÉT EINARSDÓTTIR, Skólavelli 2, Selfossi. Safnaðarstarf Létt stund í helgri alvöru í TILEFNI æskulýðsdags kirkj- unnar, og mikillar fjölgunar ungra safnaðarfélaga að undanförnu, verð- ur haldin æskulýðs og fjölskyldu- samvera í Fríkirkjunni föstu- dagskvöldið 3 mars kl. 20. Helgihald sunnudagsins fellur því niður og eru allir hvattir til að sameinast í kirkjunni á föstudagskvöldið. í mörg ár hafa kirkjur landsins tekið frá einn dag og tileinkað hann unga fólkinu í söfnuðunum. Reynsla margi-a safnaða hefur verið sú að erfitt er að fá unga fólkið til kirkju á sunnudögum og því er bryddað upp á þessari nýbreitni. Þar er ætlunin að eiga létta en helga stund í kirkjunni. Þeir félagar Hreiðar Örn Zoega Stefánsson, for- maður æskulýðssambands kirkj- unnar í Reykjavíkurprófastsdæm- um, Hjörtur Magni Jóhannsson, fríkirkjuprestur og Andri Heide, æskulýðsfrömuður, munu sjá um stundina. Eftir samverana verður boðið upp á léttar veitingar í safnaðar- heimili kirkjunnar. Allir aldurshópar eru hjartanlega velkomnir. Kristnitöku- hátíð í Stóra- Núpsprestakalli SAMEIGINLEG kristnitökuhátíð sóknanna í Stóra-Núpsprestakalli verður haldin sunnudaginn 5. mars í Árnesi. Hátíðin hefst kl 14:00 með helgistund. Kirkjukórar sókna prestakallsins undir stjórn organistanna Vilmund- ar Jónssonar og Þorbjargar Jó- hannsdóttur og barnakór, ásamt Guðmundi Pálssyni fiðluleikara, auk kórfólks og gesta úr Mosfells- prestakalli syngja sálma í tilefni 1000 ára kristni í landinu. Meðal annars verður frumfluttur sálmur eftir Loft S. Loftsson. Guðrún Ás- mundsdóttir leikkona flytur hátíð- arræðu. Veitingar í boði kirknanna. Allir hjartanlega velkomnir. Nefnd sóknanna um kristnitökuhátíð. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Ný öld, nýtt ár- þúsund. Fræðslusamvera í safnað- arheimili Áskirkju í kvöld kl. 20.30. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Æskulýðsfélagið fyrir unglinga í 8. bekk í kvöld kl. 19.30 í félagsmiðstöðinni Bústöðum. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-16 í safnaðar- heimilinu. Æskulýðsfélag Neskirkju og Dómkirkju. Sameiginlegur fund- ur í safnaðarheimili Neskirkju kl. 20. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Ljós lífsins, þagn- ai-íhugun kl. 20. Taize-messa kl. 21. Fyrirbæn með handayfirlagningu og smuming. Tómas Sveinsson. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorgunn kl. 10-12. Söngstund með Jóni Stefánssyni kl. 11. Svala djákni les fyrir eldri börn. Lang- holtskirkja er opin til bænagjörðar í hádeginu. Lestur passíusálma kl. 18. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Kyrrðarstund kl. 12.00. Or- gelleikur til kl. 12.10. Að stundinni lokinni er léttur málsverður á vægu verði í safnaðarheimilinu. Samvera eldri borgara kl. 14 í umsjá þjón- ustuhóps Laugarneskirkju, kirkju- varðar og sr. Gylfa Jónssonar hér- aðsprests. Neskirkja. Félagsstarf eldri Fríkirkjan í Reykjavík. borgara nk. laugardag kl. 12.30. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur kemur í heimsókn og fjallar um um- brot í Kötlu. Fram verður borin tví- réttuð máltíð, kaffiveitingar. Þátt- taka tilkynnist í síma 511-1560 frá kl. 10-12 og 16-18 til föstudags. Æskulýðsfélag Neskirkju og Dómkirkju. Sameiginlegur fundur í safnaðarheimili Neskirkju kl. 20. Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir 6-8 ára börn kl. 15-16. Starf fyrir 9- 10 ára börn kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. TTT-starf íyrir 10- 12 ára í Ártúnsskóla kl. 16.30- 17.30. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- unn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Foreldramorgn- ar kl. 10-12 í umsjá Fjólu Gríms- dóttur og Bjargar Geirdal. Kl. 11.15 leikfimi aldraðra ÍAK. Kl. 14: Ráð- gjöf um brjóstagjöf. Kl. 18 bæna- stund. Fyrirbænarefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar í síma 554-1620, skriflega í þar til gerðan bænakassa í anddyri kirkjunnar eða með tölvupósti (Digraneskirkja- @simnet.is). Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11- 12 ára drengi kl. 17-18. Grafarvogskirkja. Foreldra- morgnar kl. 10-12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, heyrum guðs orð og syngjum með börnunum. Kaffisopi og spjall. Allt- af djús og brauð fyrir börnin. Æskulýðsstarf fyrir unglinga kl. 20-22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera aldr- aðra í safnaðarheimilinu Borgum kl. 14-16. Seljakirkja. Strákastarf fyrir 9- 12 ára á vegum kirkjunnar og KFUM kl. 17.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra kl. 10-12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús fyrir 8-9 ára börn í Vonar- höfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrð- arstund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Biblíulestur kl. 21. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Víðistaðakirkja. Foreldramorgn- ar kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára börn kl. 17-18.30. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 foreldramorgunn. Ki. 14.30 helgistund á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, 2. hæð. Heimsókn- argestir velkomnir. Kl. 17 TTT- starf tíu til tólf ára krakka. Kl. 18 kyrrðar- og bænastund með Taize- söngvum. Koma má fyrirbænarefn- um til prestanna með fyrirvara eða í stundinni sjálfri. HjálpraAisherinn. Kl. 20.30 sam- koma. Kafteinn Nils Bernhard Toppland syngur og talar. Lágafellskirkja. TTT-starf fyrir 10-12 ára börn frá kl. 17-18. Um- sjón Hreiðar og Sólveig. Njarðvíkurkirkja. Spilakvöld aldraðra í kvöld kl. 20. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Hvammstangakirkja. Kapella Sjúkrahúss Hvammstanga. Helgi- og bænastund í dag kl. 17. Fyrir- bænarefnum má koma til sóknar- prests. Antik er fjárfesting * Antik er lífsstíll Nýkomin vöruscnding. Gömul dönsk postulínsstell. Borð 03 stakir stólar. Persnesk teppi og mottur. Ýmislegt áhugavert fyrir safnara. Opiö mán.-fös. frá kl. 12-18, lau. kl. 11-17 og sun. kl. 13-17. Grensásvegi 14 ♦ sími 568 6076 Raðgreiðslur Hættu að reykja í síðasta skipti! Námskeið í Reykjavík frá 8.-27. mars. Námskeiðið verður haldið í Brautarholti 8, 2. hæð, mánudaga og miðvikudaga á tímabilinu kl. 18.45. Bókaðu núna og náðu árangri Guðjón Bergmann, tóbaksvarnaráðgjafi. Nánari upplýsingar í símum 561 8586 og 694 5310 og mail: gbergmann@simnet.is tölvunám NTV skólcii’MÍr í KóptM'ogi og Hrtíiirtrfirði b jóó.i upp ó I vó brtgnyl og markviss tölvi.*nrtmskeið fyrir bj'rjendLir. 60 klst. edd 90 konnslust untlir:) ► Grunnatrlði í upplýslngatækni ► Wlndows 98 stýrtkerftð ► Word ritvinnsla »• ExreJ tðflurelkntr Acœss gagnagrunnur <*• PovverPoint (gerð kynningíuefhts) ► Intemetlð (vefurinn og töhutpóstur) 48 klst edq 7?. kvnnslustnndir: j ► Aimennt um tölvur og Windows 98 ► Word rltvinnsla ► Excel töflureiknir - lntemetiö (vefurtnn og tölvupöstur) Bodið er npp ó bæði morgun- og kvóldnrti-nskeið og liefjdstnæstu nómskeið 6,- 7. og 20. mnrs. Upplýsingnr og innritun á sámum 555 4980 og 544 4500. ntv Nýi tölvu- & viðskiptaskolinn Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 - Fax: 555 4981 Hltðasmára 9- 200 Kópavögi - Slmi: 544 4500 - Fax: 544 4501 Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasfða: www.ntv.is *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.