Morgunblaðið - 02.03.2000, Side 65

Morgunblaðið - 02.03.2000, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 65 I DAG Árnað heilla rj p' ÁRA afmæli. í dag, I O fimmtudaginn 2. mars, verður sjötíu og fimm ára Sveinn Kristins- son, fyrrum ritstjóri og útvarpsfyrirlesari, Þóru- felli 16, Reykjavík. Eigin- kona hans er Jóhanna Jónsdóttir. Þau hjón eru að heiman í dag. BRIDS l insjon liuðmuiidur I'áll Arnarson KANADAMENN unnu opnu alþjóðlegu sveita- keppnina - Forbo Interna- tional - sem fram fór í Scheveningen í Hollandi um síðustu helgi. í liðinu spiluðu Eric Kokish, Drew Cannell, George Mittelman og John Carruthers, en þeir tveir síð- astnefndu voru meðal gesta á íslensku bridshátíðinni fyrir stuttu. Hér er spil úr leik Kanadamanna og Pólverja, þar sem Carruthers og Cannell náðu í feitan bita þegar Pólverjamir hættu sér inn á grandopnun: Vestur gefur; allir á hættu. Norður * KG87 ¥ KD1042 * 5, * A106 Aujtur * AD103 * 965 * 3 * DG843 Vestur ♦ 65 »ÁG73 ♦ AK97 + K92 Suður * 942 v 8 * DG108642 * 75 Vestur Norður Austur Suður Carruters GawryB Cannell Pzszcola lgrand Dobl Redobl 2tíglar Dobl Pass Pass Pass Engar skýringar fylgja sögnum í mótsblaði keppn- innar, en sagnir eru þó fyrir margra hluta sakir nokkuð merkilegar. Eitt er dobl Gawrys með 5-4 í hálitunum. Sýnir doblið hálitina eða vel- ur hann að sektardobla, þrátt fyrir skiptinguna? Annað sem er athyglisvert er sá „agi“ Gawrys að passa tvo tígla með einspil og fimmlit í hjarta. Hvað sem um sagnir má segja, þá hefur Pzszcola sennilega verið ágætlega sáttur við að spila í sjölitnum sínum - a.m.k. þar til hann skrifaði 1100 í dálk andstæð- inganna eftir að hafa farið fjóra niður! Útspilið var smátt lauf, sem Pzszcola drap strax og spilaði hjarta- kóng. Vestur drap, tók lauf- kóng og spilaði enn laufi, sem Pzszcola trompaði. Hann spilaði tíguldrottningu, Carr- uthers tók með kóng og sldpti yfir í spaða. Gosinn úr borði og drottning frá Cann- ell. Nú kom lauf, trompað með sexu og yfirtrompað með sjöu. Næst tók vömin tvo slagi á Á10 spaða og síðan spilaði Cannell enn einu sinni laufi og uppfærði tromp- níuna. Fjórir niður og 10 IMPar til Kanadamanna, þar eð AV spiluðu þrjú grönd á hinu borðinu. fT A ÁRA afmæli. í dag, I \/ fimmtudaginn 2. mars, verður sjötug Guðný Halldórsdóttir, Reynihlíð í Mývatnssveit. Hún og eiginmaður henn- ar, Snæbjörn Pétursson, taka á móti gestum laug- ardaginn 4. mars í Hðtel Reynihlíð frá kl. 15-18. ÁRA afmæli. Nk. OV/ sunnudag 5. mars verður fimmtugur Axel Jónsson, veitingamaður, Ránarvöllum 2, Keflavík. Eiginkona hans er Þórunn Halldórsdóttir. Þau taka á móti gestum í Safnaðar- heimili Innri-Njarðvíkur laugardaginn 4. mars frá kl. 19.50. A A ÁRA afmæli. Nk. O \/ sunnudag, 5. mars, verður sextugur Sigurður Þorláksson, verslunar- maður, Hlíðarvegi 22, Isa- firði. Sigurður og eigin- kona hans Elísabet Guðbjartsdóttir taka á móti gestum hjá dóttur og tengdasyni að Laufbrekku 10, Kópavogi, laugardag- inn 4. mars kl. 17-21. ÁRA afmæli. í dag, fimmtudaginn 2. mars, verður fimmtugur Einar Valgeir Arason, skólastjóri, Klöpp, Sand- gerði. Hann og eiginkona hans, Karen Elizabeth Arason, verða að heiman á afmælisdaginn. SKVk IJmsjón llelgi Áss (írétarsson Hvítur á leik. ÞESSI staða kom upp á opna alþjóðlega mótinu í Cappelle la Grande sem lauk fyrir skömmu. Stór- meistarinn Thomas Oral (2540) frá Tékklandi hafði hvítt gegn pólska alþjóðlega meistaranum Rafael Antoiewski (2443) 13.Rxe6! Dxe6 Ekki gekk upp að leika 13...Bxh4 sökum 14.Rd5 Dxe6 15.Rc7+ Kf7 16.Rxe6 Kxe6 17.Dd6+ Kf7 18.e6+ með unnu tafli á hvítt. 14.Rd5! Bd8 15.Bxd8 Kxd8 16.Dd2 ! Þessi snjalli leikur inns- iglar örlög svarts þar sem nú hótar hvítur að koma drottningunni sinni á skálínurnar h4-d8 og a5-d8 með óverjandi sókn.l6...f4 17.Hadl! Hf8 18.Da5+ b6 19.Rxb6 Ke7 20.Rxa8 Bb7 21.Rc7 og svartur gafst upp. LJOÐABROT SONNETTA Þótt form þín hjúpi graflín, granna mynd, og geymi moldin þögla augun blá hvar skáldið forðum fegurð himins sá, - ó fjarra stjömublik, ó tæra lind - og eins þótt fölni úngar varir þær sem eitt sinn þíddu kalinn hlekkjamann, þær hendur stirðni er ljúfar leystu hann og ijúki dauðans greip um báðar tvær, það sakar ei minn saung, því minning þín í sálu minni eilíft líf sér bjó af yndisþokka, ást og mildri ró, einsog þú komst í fyrsta sinn til mín; einsog þú hvarfst í tign, sem mál ei tér, með tár á hvarmi í hinsta sinn frá mér. HalldórKiIjan Laxness. STJÖRIVUSPÁ cftir Frani ex Ilrakc FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú ert orðheldinn með af- brigðum og nýtur þess vegna trúnaðar bæði vina og vandamanna. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú þarft að hafa góða gát á þér og varast umfrara allt að gefa höggstað á þér. Þannig muntu ná takmarki þínu, en annars fer allt út um þúfur. Naut (20. apríl - 20. maí) Haltu þig við jörðina og þá verða engin ljón á veginum. En ef þú missir stjórnina eitt andartak, þá taka málin stefnu, sem er þér ekki að skapi. Tvíburar ^ (21.maí-20.júní) AA Þú mátt eiga von á ýmsum breytingum á dagskránni. Taktu þeim með jafnaðargeði, því hjá þeim verður ekki kom- izt. Svo færist allt í samt lag aftur. Krabbi (21.júm-22. júlí) Það leysir engin mál að stinga höfðinu í sandinn. Vandinn hverfur ekkert við það. Brettu upp ermamar og gakktu í að leysa málin.Það eitt dugar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Þú skalt halda þig við þína áætlun, því hvað sem hver segir, þá hentar hún þér mjög veí og skilar árangri. Það er það eina, sem skiptir máli. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (BfL Það er í góðu lagi að lyfta sér upp að loknu vel unnu dags- verki. En gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur, sem krefst þín. Vog rrx (23. sept. - 22. október) 4+^ Það er óhjákvæmilegt að liðin atvik skjóti upp kollinum, þegar þú þarft að fara í gegn um pappíra frá fyrri tíð. Leyfðu þeim bara að sækja á þig-___________ Sporðdreki ™ (23. okt. - 21. nóv.) Vel má vera að þú sért nú reiðubúinn til þess að ganga frá þeim viðskiptamálum, sem þú hefur velt vöngum yfir að undanfömu. En flýttu þér hægt. Bogmaður _. (22. nóv. - 21. des.) ffaO Þótt gott sé að eiga góða muni, þá eru dauðir hlutir ekki það sem lífið snýst fyrst og fremst um. Leitaðu aukins þroska fyrir anda þinn. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þér eru allir vegir færir, ef þú bara gætir þess að nálgast mál rétt og láta aðra ekki veikjast í vafa um, hvað það er sem þú sækist eftir. Vatnsberi (20. jan.r -18. febr.) (iiSS Einhverjar hindranir verða á vegi þínum. En þú þarft ekk- ert að óttast. Gefðu þér tíma til þess að finna leið fram hjá þeim og haitu svo áfram. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) 1 Mundu að sá sem nýtur góðr- ar vináttu verður að vera reiðubúinn til þess að leggja sitt á móti. Vegur vináttunnar er nefnilega ekki einstefnu- gata. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindafegra staðreynda. Tilboö frá 2/3 til 9/3 eða á meðan birgðir endast ..BESTfl VERÐ Á ÍSLANDI Nælon ferðatöskur á hjólum Litur dökkblár Verð: 1. Kr. 998 almennt verð annarsstaðar frá kr. 2.700 til 3.500. 2. Kr. 898 almennt verð annarsstaðar frá kr. 2.200 til 2.900. 3. Kr. 798 almennt verð annarsstaðar frá kr. 1.500 til 2.000. Eitt sett hjá okkur kostar minna en taska annarsstaðar Ath.: Takmarkaðar birgðir. Otrúlega bwin Kringlunni, s. 588 1010 • Laugavegi, s. 511 4141 • Keflavík, s. 421 1736 ► Fljótandimeik 4 gerðir ► Stiftmeik ► Kökumeik ► Púðurmeik Allir andlitsfarðarnir eru ofnæmisprófaðir, vítamínbættir og með góðri vörn. Þú færð farða sem hentar þinni húðgerð og þínum þörfum. Róðgjafi fró MARBERT veitir aðstoð við val ó rétta farðanum fyrir þig fimmtudag og föstudag í Þönglabakka 6, sími 587 0203. www.marbert.com www.mbl.is 8888fflfflfflfflfflfflffl88883ffl888ffl88i88SBSBiÍffl88B88»88ffl8Sfflffl888888B8aS88i8B88ffl88888fflt883fflfflfflfflfflS8fflffl8Sffl88S88SSfflifflffl8fflSffl8888888i8ffl38SS8S8888Sæ8SS88iSS88Si$S^^

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.