Morgunblaðið - 02.03.2000, Side 67

Morgunblaðið - 02.03.2000, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 67 FÓLK í FRÉTTUM að tortíma rokktónlist Ný plata frá Smashing Pumpkins kom út á mánudaginn var. Billy Corgan, forsprakki sveitarinnar, er ánægður með árangurinn og segir meðlimi vinna saman sem ein heild Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir AÐ HEFUR ýmislegt gengið á hjá hljómsveitinni Smashing Pumpkins und- anfarin misseri en þrátt fyrir eiturlyfjavandamál, dauðsföll og misklíð tókst þeim að fullgera plöt- una Machina/the Machines of God. Basaleikarinn D’arcy, sem nýverið yfirgaf sveitina í kjölfar þess að hún var fundin sek um að hafa haft fíkn- iefni í fórum sínum, tók þátt í gerð plötunnar en hætti áður en hún var fullgerð. „D’arcy bað um fjögurra mánaða leyfi eftir að við höfðum lokið við að kynna plötuna ,Adore“,“ segir Corgan. „Við erum vön að fara bein- ustu leið í hljóðver eftir tónleika- ferðalög en hún var ákveðin í að fá frí og það varð úr.“ En D’arcy var ekki lengi í hljómsveitinni eftir fríið. Jimmy mættur aftur til starfa Hins vegar snéri gamli trommari sveitarinnar, Jimmy Chamberlain, aftur til starfa á síðasta ári en hann var áður rekinn úr sveitinni vegna eiturlyfjaneyslu. „Það er góð og gUd ástæða fyrir því að Jimmy er kominn aftur,“ útskýrir Corgan. „Hann er einfaldlega besti trommuleikari í heimi og að auki hefur hann mikið að segja um lagasmíðar sveitarinnar. Hann er gæddur miklu innsæi sem kemur mér að góðum notum sem lagahöfundi. Hann tekur með ein- hverjum hætti tónlistina okkar og færh- hana á hærra plan. Hann getur hlaðið tónlistina tilfmningalegri orku. En það hafa margir sóst eftir starfí hans. Þegar Jonathan [hljómborðs- leikari] dó hringdu margir samdæg- urs og vildu fá hans stöðu í hljóm- sveitinni, það er uppáhaldshluti sögu okkar að mínu mati,“ segir Corgan kaldhæðnislega. Með nýjan bassa- leikara innanborðs Við bassaleikai-anum D’Ai-cy tók Melissa Auf Der Mar og segist Corg- an hafa ráðið hana án þess að hafa fengið hana á æfingu. „Ég bauð henni starf án þess að heyra hana leika eina nótu því ég hef þekkt hana í um 8 ár og það er svipað með hana og Jimmy, ég vissi að hún var fær um að túlka tónlistina á tilfinningalegum nótum og að hún gæti virkað sem hluti af heildinni." Það virðist hafa gengið efth- því Corgan segist fá hrós úr öll- um áttum um nýju plötuna og telur sjálfur að hljómsveitin nái betur sam- an á andlega sviðinu nú en þegar unn- ið var að „Adore“. „Adore“ markaði tímamót í þau tólf ár sem sveitin hefur starfað hefur Corgan verið óspar á stóni orðin og fullyrti m.a. eitt sinn eftir að plötumar „Mellon Collie" og „The Infinite Sadness“ voru komnar út að þær mörkuðu endalok hljóm- sveitarinnar sem rokksveitar. „Adore“ fylgdi í kjölfarið og á henni kvað við annan tón sem fór misjafn- lega vel í gallharða Smashing-aðdá- endur. „Það sem ég átti við með þessu var að við vorum hætt að líta á okkur sem rokksveit því við vorum komin á leiðarenda og gengum á vegg,“ útskýrir hann. ,„Adore“ var því stiginn yfir þennan vegg og leið inn á leirrík og poppuð svæði. En endurkoma Jimmys gerði okkur kleift að hallast aftur að rokkinu þó að það væri í raun ekki forsenda þess sem síðan varð. Við höfðum ekki spil- að rokktónlist í um þrjú ár og Jimmy ekki spilað á trommur í tvö ár en komumst að því að neistinn var enn til staðar. Hvað sem öllum yfirlýsing- um leið fundum við nýjan farveg í tónlistinni og það er það sem við gerðum.“ Corgan lýsir sambandi hljómsveit- armeðlima enn frekar: „Við fylgjum innsæi okkar og sú leið sem við höf- um fetað frá „Mellon Collie“ til , Adore“ og nú til „Machina" var heið- arleg. Hún var farin vegna þess sam- bands sem við í hljómsveitinni höfum okkar á milli sem tónlistarmenn og listamenn og hefur komið okkur þangað sem við erum í dag.“ Bjargvættir óhefð- bundinnar rokktónlistar? Margir líta á Corgan og Smashing Pumpkins sem bjai-gvætti óhefð- bundinnar rokktónlistar en Corgan sjálfur segh- hljómsveitina mikilvæga í menningarlegu samhengi. „Ég tel okkur vera mikilvæga þeirri menn- ingu sem við tilheyrum og ég held að á endanum verðum við álitin besta rokksveit allra tíma. En fyrir 97% íbúa heimsins skiptir það engu máli. Það sem skiptir mig máli er að tónl- istin endurspegli mínar langanir, mína eigin reynslu og hinna í hljóm- sveitinni." Það rifjast upp fyrir Corgan að eitt sinn á tónleikaferðinni í kjölfar „Mell- on Collie“ hafi maður komið að máli við hann og spurt hvort þau elskuðu rokktónlist eða væru að gera grín að henni. „Málið er að við dýrkum rokktónlist, hún er eitt það besta sem orðið hefur til. Hún er mannskepn- unni jafn mikilvæg og listir á borð við þá er Picasso bar á borð. En það þýð- ir samt ekki að rokktónlist geti ekki verið ömurleg og hafi farið í rangar áttir og sé orðin að uppblásnum iðn- aði sem á það skilið að traðkað sé á honum svo tónlistin komi til með að rísa á ný,“ segir Corgan með áherslu. Lag með ótrúlegt aðdráttarafl Það er ekki anað að neinu þegar Corgan og félagar eru annars vegar og tók vinnsla laganna á Machine mislangan tíma. Corgan segist sér- staklega hafa átt í erfiðleikum með eitt lagið á nýju plötunni. „Lagið „Eye of the Moming" var í upphafi tvö lög,“ byrjar hann frásögnina. „Annað kölluðum við „Radio“ og hitt „Eye of the Morning". Svo við fórum að kalla lagið „Eye of the Radio“ okk- ar á milli. Við unnum að þessu lagi í um þijá mánuði og nokkrum sinnum var ég spurður af hverju ég gæfi það ekki upp á bátinn eða setti það á b- hlið á einhverri smáskífunni. En ég gat ekki hætt því lagið hafði eitthvert ótrúlegt aðdráttarafl og það fyndna er að það var eins og það grátbæði mig, manaði mig til að halda áfram þar til ég fyndi því farveg og einn góðan veðurdag var eins og ég hefði loksins pikkað upp peningaskápinn, lagið small saman." Hann bætir hugsandi við: „Mér finnst lag aldrei fullklárað," fullyrðir Corgan. „Ég held að það sé greinilegt á tónleikum okkar því við erum stöð- ugt að breyta lögunum. Við erum t.d. farin að spila nýja útgáfu af laginu „Bullet with Butterfly Wings“, við fyrstu sýn virðist lagið eins og það var en ef betur er að gáð kemur í Ijós að laglínan er önnur. Lag getur þróast á ýmsa vegu. Það má líkja þessu við stein sem ýtt hefur verið upp á hæð, þaðan getur hann rúllað í allar áttir.“ Ánægður með „Gish“ Smashing Pumpkins hafa gefið út fimm plötur og að mati Corgan er „Gish“, fyrsta platan sú fullkomn- asta. ,,„Gish“ og „Machina“ eru næst því að verða fullkomnar að því leyti að hugsjóninni var fullkomlega fram- fylgt. „Siamese" er ófullkomin að því Billy Corgan syngur af innlifun. leyti að hún náði ekki að fanga ákafa okkar á þeim tíma sem hún var gerð. Ef mér byðist að gera „Mellon Collie" aftur myndi ég taka nokkur b-hliðar- lög af smáskífum hennar sem mér finnst betri en sum lögin á henni og setja á breiðskífuna.. Ég myndi líka gera „Adore" skrítnari,“ segir hann og bætir við að þau séu teljandi á fingrum annarrar handar lögin sem hann telur sameina alla áhrifavalda sína úr listum, uppeldi og persónu- legum samskiptum. „Þau eru nú ekki mörg en ég myndi segja að „Disarm“ af „Siamese Dream“, „1979“ af „Mell- on Collie" og „Stand Inside Your Love“ af „Machina" komist næst því.“ Að mati Corgans eru fáir lagahöf- undar í dag sem höfða til hans og fátt um góða drætti. „Það eru ekki margir að gera nýja hluti. En það er nú bara mín hrokafulla skoðun. Ég held að það séu ekki margir að leika rokk- tónlist í þeim tilgangi að rífa hana*- niður. Ég held að flestir séu að því til að hafa ánægju af rokkinu, af þungu hljómunum, fallegu stelpunum og syngjandi ungmennum. Ég meina, það hafa ekki allir sömu markmið, en þetta er mitt markmið, að tortíma rokktónlist,“ segir hann að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.