Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 23 Morgunblaðið/Ásdís Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra tók við ráðherradómi í byrjun árs. Síðan þá hefur mikill hluti starfsorku hennar farið í verðbréfamarkaðinn. námi þrátt fyrir þetta.“ Telur þú með öðrum orðum að þrátt fyrir þetta geti samningar tekist við Norsk Hydro um aðreisa álver á Reyðarfirði! „Já, þessi ákvörðun umhverfisráðherra mun ekki ráða úrslitum um það hvort samn- ingar nást við Norsk Hydro. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er það ekki að- alatriðið þótt samningum geti seinkað. Það er engin frágangssök að mati Norsk Hydro.“ Hvenær sérðu þá fram á að samningar geti tekist milli íslenskra stjórnvalda og Norsk Hydrd! „Niðurstaða á umhverfismati á 120 þúsund tonna álveri á Reyðarfirði liggur ekki fyrir fyrr en um mitt sumar og er hætt við að það verði ekki fyrr en í framhaldi af því sem ligg- ur fyrir hvort samningar munu nást milli fjárfestanna um að fara í þessa framkvæmd." Telur þú að aðrir möguleikar séu í stöð- unni en að ná samningum við Norsk Hydro. Til að mynda þeir að gera samninga við Col- umbia Ventures! „Fleiri erlend fyrirtæki koma jú til greina. Það hefur alltaf legið fyrir þó ég ætli ekki að nefna þau fyrirtæki hér. Það er ekki algjör- lega bundið við Norsk Hydro hvort af þessu verður eða ekki. Það standa hins vegar yfir samningaviðræður við Norsk Hydro og við verðum bara að sjá til hvað setur með þær.“ Björgum ekki Eyjabökkum með umhverfísmati Gert er ráð fyrir því að Fljótsdalsvirkjun framleiði orku fyrir 120 þús. tonna álver. Hvað er hins vegar til ráða ef stækka á álver- ið upp í 480 þús. tonn. Parf þá ekki að stækka aðra virkjun eða byggja nýjd! „Jú, í því sambandi hefur verið talað um að byggja Kárahnjúkavirkjun, en auk þess eru ýmsir aðrir möguleikar í stöðunni, m.a. á Austurlandi. Þá er möguleiki á því að stækka virkjanir á norðausturlandi, til að mynda Kröfluvirkjun og Bjarnarflagsvirkjun.“ Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að hagræðing í bankakerfinu gengur m.a. út á að fækka útibúum og við það að fækka útibúum eru ákveðnar líkur á því að ein- hver störf verði lögð niður. En þó tel ég að það sé hægt að vinna þannig að málinu að fækkun starfa verði al- veg í lágmarki. Þetta geti orðið þannig að það verði meira þróun sem eigi sér stað f rekar en að það gerist allt í einu. Þarf þá ekki ný virkjun eða stækkun virkj- unar að fara í lögformlegt umhverfismaf! „Jú, það er enginn vafi á því að viðbótar- orka kallar á lögformlegt umhverfismat." Fylgismenn lögformlegs umhverfísmats á Fljótsdalsvirkjun hafa nú margir hverjir viðrað þá hugmynd að nú ætti tími að gefast til lögformlegs umhverfismats þar sem ljóst þyki að framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun hefjist ekki í sumar og að ekki verði unnt að afhenda orkuna fyrr en árið 2004 eða ári síð- ar en áætlað hefur verið vegna fyrrnefndrar ákvörðunar umhverfisráðherra. Hvert er þitt álit á þeirri kröful „Ég bendi á að tvívegis er búið að taka ákvörðun á Alþingi um að virkjun í Fljótsdal fari ekki í þetta lögformlega umhverfismat. Sú ákvörðun var fyrst tekin árið 1993 þegar lögin voru sett um mat á umhverfisáhrifum og síðan var hún ítrekuð í desember sl. þegar samþykkt var tillaga þáverandi iðnaðarráð- herra, Finns Ingólfssonar, um að fram- kvæmdum við Fljótsdalsvirkjun skyldi haldið áfram. Má benda á að stuðningur við tillög- una var meiri en hvað nemur fylgi stjórn- málaflokkanna, þar sem við fengum stuðning fjögurra þingmanna Samfylkingarinnar þótt tvejr stjórnarsinnar hefðu fallið fyrir borð. Ég hef líka haldið því fram að við björgum ekki Eyjabökkum með lögformlegu umhverf- ismati ef það er það sem málið snýst um. En það þýðir ekki að setja þetta mál í neinar um- búðir. Það snýst um að fórna þessu lands- væði og fólk verður bara að taka afstöðu til þess hvort það er tilbúið til þess eða ekki. Það þarf ekkert að vera svo flókið.“ En nú hafa talsmenn lögformlegs um- hverfismats m.a. talað um að sátt myndi nást um málið yrði farið í lögformlegt mat. Hvað segir þú um þaff! „Nei, ég tel svo ekki vera. Þetta er einfald- lega þannig mál að um það næst aldrei nein sátt og er kannski ekki heldur hægt að ætlast til þess. Mér líkar annars ekki þessi tvískinn- ungur sem hefur komið upp í umræðunni um þetta mál því margir fela sig á bak við eitt- hvert lögformlegt umhverfismat þegar þeir eru í raun hreinlega á móti virkjunum. Það þarf bara að horfa kalt á þetta. Menn vita hverju þeir eru að fórna, að minnsta kosti þeir sem hafa komið á Eyjabakka, og þeir vita líka að í staðinn fáum við auknar þjóðar- tekjur og sterka byggð á Austurlandi sem drægi verulega úr þessari óæskilegu byggða- þróun. Og það skiptir ekki litlu máli. Leggur áherslu á þátttöku í vetnisverkefni Aukinheldur er mjög jákvætt að framleiða ál á Islandi þegar við horfum hnattrænt á hlutina. Á1 er framtíðarmálmur og þar að auki erum við Islendingar sennilega heims- meistarar í því að nota álframleiðslu, álvörur, miðað við mannfjölda. Þá má bæta því við að það er verið að byggja upp álver í Suður- Afríku en það þýðir sjö sinnum meira út- streymi af gróðurhúsalofttegundum heldur en ef það væri byggt hér.“ Einn af þingmönnum Framsóknarflokks- ins, Hjálmar Arnason, hefur lengi verið tals- maður þess að vetni verði notað sem framtíð- arorkugjafi. Kemur þú til með að leggja því máli lið á kjörtímabilinu! „Ég fékk tækifæri til að kynnast þessari starfsemi þegar ég fór ásamt sendinefnd til Þýskalands í byrjun ársins en sú heimsókn sannfærði mig um að mönnum væri mikil al- vara með því að nota vetni sem orkugjafa. Til dæmis verja bílaframleiðendur eins og Daim- lerChrysler gífurlegu fjármagni í rannsóknir sem tengjast vetni og horfa á vetni sem framtíðarorkugjafa í samgöngum. Ég hef hins vegar passað mig á því að vera með ákveðinn fyrirvara í þessu máli því það er ekki hægt að fullyrða að Islendingar geti tekið algjörlega upp þennan orkugjafa í stað olíu. Ég tek þó fram, að svigrúm okkar eins og í sambandi við Kyoto-samninginn er ein- göngu í samgöngum og fiskveiðum. Einn þriðji af þeim gróðurhúsalofttegundum sem við sleppum út í andrúmsloftið er í samgöng- um og einn þriðji í fiskveiðum. Þar höfum við svigrúm því ég gef mér að við ætlum hvorki að leggja hér af álverksmiðjur né hætta að byggja þær upp. Þess vegna finnst mér að þetta vetnismál sé mál sem við verðum að sinna og það tilraunaverkefni sem er verið að tala um að setja í gang hér á íslandi í sam- bandi við straetisvagna í Reykjavík gæti orð- ið dálítil prófraun á það hvort þetta eru raun- hæfir möguleikar eða ekki. Þess vegna hef ég lagt á það áherslu, að ríkisvaldið að minnsta kosti taki þátt í því og við leggjum eitthvert fjármagn af mörkum til þess að af því geti orðið. Það er þó allt með fyrirvara um, að það fáist styrkur frá Evrópusambandinu en þar hefur verið sótt um um það bil 230 milljóna kr. styrk.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.