Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Flýtir 120.000- toirna álveri Akvörðim umhverfis ráöherra um að fella ALA /rv_— Síðasta útspil umhverfísráðherra eykur ekki líkurnar á að flokkurinn náist upp úr feninu. s c o Þrjár góðar ástæður fyrir 0 inDGSIT 1. Mamma er búin að fá nóg 2. Verð og kjör gera ungu fólki kleift að kýla á ný tæki í stað þess að taka sénsinn á þreyttum notuðum og hallærislegum tækjum frá því á síðustu öld. 3. Indesit er töff hönnun, eins og annað sem kemur frá ítalanum, og fellur því vel að smekk ungs fólks. Þessari auglýsingu er ætlað að hitta á markhópinn, ungt fólk sem er að byrja að búa, ungt fólk sem verður að tta sig á því að það er ekkert elsku mamma lengur þegar kemur að CD FleiratÖfffrá inDGSIT á frábæru verði: Kæliskápar, frystiskápar, frystikistur, uppþvottavélar, eldavélar, helluborð, bakaraofnar. BRÆÐURNIR Þvottavél og þurrkari tvö tæki á aðeins Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is 59.800 kr. stgr. Ýmsir greiðslumöguleikar Námsefni í tóbaksvörnum fyrir börn Skýr skilaboð - Vertu reyklaus og frjáls! Guðlaug B. Guðjónsdóttir ÝLEGA hefur Krabbameinsfé- lag Reykjavíkur í samvinnu við tóbaks- varnanefnd gefið út námsefni í tóbaksvörnum fyrir tíunda bekk grunn- skólanna. Áður var út- komið efni af sama tagi fyrir sjötta, sjöunda, átt- unda og níunda bekk. Guðlaug B. Guðjónsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Reykjavíkur. „Yfirskrift námsefnis- ins fyrir tíunda bekk er; VERTU FRJÁLS, reyk: laus og skýr skilaboð. I þessu námsefni er ætlast til að nemendur undirbúi fræðslu til yngri nem- enda. Þetta byggist á kenningum um jafningja- fræðslu. Samhliða útgáfunni senda Krabbameinsfélagið og tóbaksvarnanefnd árlega öllum foreldrum í áttunda til tíunda bekk upplýsingar um tóbaksv- arnir og skaðsemi tóbaks.“ - Hefur þessi útgáfa öll skilað miklum árangri? „Já við sjáum árangur þar sem skólarnir sinna tóbaksvörn- um vel og foreldrarnir eru góð fyrirmynd. Margir skólar sinna tóbaksvarnafræðslu mjög vel en ekki allir. Grunnskólunum er ætlað samkvæmt aðalnámskrá að sinna tóbaksvörnum sem stórum þætti í heilbrigðisupp- eldi. Þegar höfum við gefið út námsefni fyrir nemendur sjötta til níunda bekkjar. Þetta átak hófst 1997 og er grunnskólanum að kostnaðarlausu. Einnig höf- um við áhuga á að undirbúa námsefni fyrir yngri bekki.“ - Hatið þið fyrirmynd erlend- is frá við gerð þessa námsefnis? „Námsefni fyrir sjötta bekk er alveg íslenskt. Fyrir sjöunda bekk er námsefnið samkvæmt fyrirmynd frá Bretlandi en stað- fært. Áttunda til níunda bekkjar efnið er samkvæmt norskri fyr- irmynd.“ - Er svipað ástand hér í reyk- ingamálum og í þessum löndum sem þú nefndir? „Já, ég myndi halda að í Nor- egi væri áþekkt ástand. Við er- um þó betur stödd en önnur nágrannalönd okkar. Það sama gildir á Vesturlöndum um hvaða aðferðir tóbaksframleiðendur nota til að koma söluvöru sinni á framfæri, t.d. í gegnum tónlist- armyndbönd og kvikmyndir." - Hefur tóbaksvarnaátakið skilað árangri að þínu mati? „Hvað snertir börn og ungl- inga þá sýndi síðasta könnun héraðslækna og Krabbameinsfé- lagsins að daglegur reykingar 12 til 16 ára grunnskólanema höfðu aukist um 0,6% frá árinu 1994. Það er auðvitað alltaf slæmt þegar reykingar aukast en það er einkum hjá yngra fólki sem þær hafa aukist. Ef teknar eru tölur úr könnun Hagvangs fyrir tóbaksvarnanefnd hafa reykingar 18 til 69 ára fólks minnkað um 1% á ári frá 1996. Núna reykja um 27% fólks í þessum aldurshópi." - Fólk talar um að mikið sjá- ist af reykjandi fólki. „Ég tel að ástæðan sé að reykingafólk er orðið sýnilegra, ► Guðlaug B. Guðjónsdóttir fæddist f Reykjavík 7. febrúar 1957. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópa- vogi 1977 og bjó eftir það í Svíþjóð í tíu ár við nám og störf. Hún er menntuð sem fjölmiðla- og upplýsingafræð- ingur frá háskólanum í Jön- köping. Hún starfaði hjá Kynn- ingum og markaði frá 1988 og frá hausti 1997 hjá Krabba- meinsfclagi Reykjavíkur sem framkvæmdastjóri. Hún á eina dóttur barna. þar sem ýmsar takmarkanir hafa verið settar á aðstöðu fyrir reykingafólk, t.d. á vinnustöð- um, í skólum og á skólalóðum og opinberum stöðum. Einnig eru heimilin farin að setja takmörk, margir leyfa ekki reykingar inn- an veggja heimilisins, þess vegna sést það fólk sem reykir fremur á almannafæri. Fólk er orðið miklu meðvitaðra um nauðsyn þess að hætta að reykja og í kjölfar reglugerða á vinnustöðum hafa borist margar fyrirspurnir frá fyrirtækjum um að fá reykbindindisnámskeið fyrir starfsfólk.“ -Hafa slík námskeið skilað árangri? „Námskeiðin skila tvímæla- laust árangri en hann fer tals- vert eftir samsetningu hópanna, einnig skiptir máli að fyrirtækin borgi ekki fyrir starfsfólk sitt á námskeiðin, heldur t.d. verð- launi fólkið eftir árs bindindi, svo sem með endurgreiðslu á námskeiðsgjaldi.“ - Tóbaksframleiðendur hafa rcynt að koma til móts við heil- brigðissjóna rrn iðið með því að framleiða „minna óhollar “ sígar- ettur en áður, er raunverulegur ávinningur að þessu framtaki? „Nei, svo er alls ekki, nýjustu kannanir sýna að fólk fer að reykja öðruvísi, það reykir meira og dregur reykinn dýpra ofan í sig, sem veldur því t.d. að lungun verða fyrir hættulegri ertingu. Hugtakið „light“-sígarettur er blekking - það við- heldur í raun reyking- unum þannig að fólk gerir minna í því að reyna að hætta. Þetta er því alls ekki til bóta.“ -Hver eru helstu framtíðar- áformin í tóbaksvörnum á næst- unni? „Fyrst og fremst að leyfis- skylda sölu á tóbaki og auka eft- irlit, fækka sölustöðum og hækka verð.“ Viljum leyfis- skylda sölu og hækka verð á tóbaki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.