Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Isl-enskan í 24-7 Frá Gísla Ásgeirssyni: Á FIMMTUDÖGUM fylgir Mbl. blöðungur að nafni 24-7. Þar kennir margra grasa og eru ekki öll jafnfög- ur. Málfarið er sérkennileg blanda af ensku og íslensku og þrátt fyrir að í blaðhaus sé getið um prófarkalesara virðist hann lítið hafa að gera eða ekki vita betur en raun ber vitni. Blaðamenn eru misjafnlega leikn- ir að troða ensku inn í greinar sínar en sumir eru svo duglegir við þá iðju að lesandi þarf helst að hafa orðabók nærtæka. Jafnvel þegar rætt er við enska viðmælendur er þess gætt að þýða ekki allt til að viðhalda ísl-enska stílnum. Eftirfarandi dæmi eru af síðu 9. Þar er fjallað um tísku. inspíraði, fasjön indöstríinu, fríl- ans, hæpi, óinspírandi, extrímið, over the top, minimalisminn, intell- ektjúal, dekoratív, stíliseraða, streetwear, second hand, tradissjón- al, vamp, materíalískt attitjúd, ak- sjúlí, generalt, steitment, inspíreisj- ónelt, kommentera á kúlið, bæjer, kolleksjóni, beisikklí, pjúk, plein, highstreetið, kópera. Hér eru ekki allar sletturnar til- færðar og væri ærið verkefni fyrir prófarkalesara að snúa þessum frá- sögnum á skiljanlegt mál. Mál- og stafsetningavillur eru svo til á hverri síðu. I þætti Gísla Jónssonar um ís- lenskt mál 26.2. segir: „Hverju sætir nú þessi þjónkun við enska tungu? Besta skýringin, sem ég hef heyrt, var svona: „Við erum náttúrlega ekkert að þýða ensku nöfnin fyrst við skiljum ensku.“ Þetta viðhorf finnst mér dapurlegt. Það ber ýmsu óæskilegu vott: virðingarleysi við móðurmálið, hroka og sýnda- rmennsku því þau sem svona tala vilja sýnast lærð eða fróð eða fín að fara með nafnið á ensku, leti því þau nenna ekki að gá að íslenska nafninu, þekkingarleysi því þau geta ekki þýtt nafnið á íslensku." Þetta eru orð í tíma töluð. GÍSLIÁSGEIRSSON, móðurmálskennari og þýðandi. Kennitölur Samherja Frá Sigurði Haraldssyni: SKV. efnahagsreikningi eru eignir umfram skuldir 4,5 milljarðar (sjá www.samherji.is). Skv. markaðsverði er kvótinn 16- 20 milljarðar. Skv. hlutabréfamarkaði er mark- aðsverð fyrirtækisins 14 milljarðar. Skv. efnahagsreikn. eru lang- tímaskuldir 8 milljarðar Fyrirtækið hefur haft afnotarétt af kvóta í 16 ár án gjalds sem mætti áætla á núvirði 15-20 milljarðar. Hvert er nú verðmæti fyrirtækis- ins - endurskoðandi segir 4,5, markaður 14, kvótalaust virði -4 og sé tekið tillit til afturvirkni laga -24 milljarðar. Eru þetta ekki mestu sjónhverfingar sögunnar? Falli dómur hæstaréttar sægreif- um í óhag er fyrirtækið stórskuld- ugt - já margfalt gjaldþrota, en svo ganga menn út með árslaun u.þ.b. 1500 fjölskyldna. Hvað er að, Davíð Oddsson? Þetta er aðeins stórfelldasta dæmið, en mörg minni hafa gerst og farið fram með þögn t.d. hafa „gjafakvótaeigendur" verið að kaupa (fyrir okkar fé þ.e. lögleyfður þjófnaður - ennþá) fasteignir í Kringlu og Fenjum. Nú þarf Hæstiréttur að hafa djörfung og dug til þess að sporna við fótum og gera dóm sinn aftur- virkan þannig að hægt verði að ná til þess fjár, sem þjóðin á - en það mun eflaust skipta tugum milljarða, sem gjafakvótaþjófar hafa stungið undan. Hvað skal svo gera við alþingis- menn sem hafa lagt hönd á Stjórn- arskrá og varðveizlu hennar - en þráfaldlega höggvið í sama knérunn þ.e. brotið gegn henni - já, ef óbr- eyttur væri þá myndi hann fá fang- elsisdóm. Skora ég hér með á al- þingismenn að sjá raunveruleikann, því þetta er svívirða og misbýður öllum sem á horfa, nema sægreif- um, sem reyna að slá ryki í augu okkar og keyrir um þverbak þegar forstöðumenn fyrirtækisins segja að þetta sé rógur einn, öfund og vanþekking. Ætti hann ekki að segja endurskoðandanum upp sem metur (í sinni veruleikafirringu) fyrirtækið á 4,5 milljarða þegar markaður segir 14 en kvótalaust -4 milljarðar. Nöturlegt yrði ef Davíð beygði dómara og Strassborg þyrfti að hirta þá, því efalaust mun dómnum verða skotið þangað ef dómara brestur áræði og heilindi. SIGURÐUR HARALDSSON, Melgerði 10, Kópavogi. arangur í uppsetningu ♦ Tryggöu þér betri einkunn með því að láta okkur ganga frá ritgerðinni þinni á skemmtilegan og glæsilegan hátt. Kennarar eru mannlegir. -Góð framsetning skapar jákvæðari afstöðu þeirra sem annarra. ^Þú þarft aðeins að koma með ritgerðina þína á diski. Við setjum hana upp fyrir þig, litljósritum og bindum inn. Allt til árangurs! Félag harmonikuunnenda heldur skemmtifund kl. 3 í dag í Hreyfilshúsinu. Meðal þeirra sem koma fram eru: Félagar FHUR og félagar frá Harmonikufélagi Rangæinga. Allir eru velkomnir. Félag harmonikuunnenda <h £ 0) % ai o NeffOt „,, ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR SOLUSYNING HELGINA LAUGARDAG 10-18 SUNNUDAG 13-17 AÐRADAGA 9-18 Frífonn HÁTÚNI 6A (í húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420 FUÍiTSU COMPUTERS ^SIEMENS Smith & Norland eykur enn vöruval sitt og býður nú Fujitsu Siemens gæðatölvur þar sem japanskt hugvit og hagkvæmni sameinast þýskum gæðum og nákvæmni. Bjóðum einnig gott úrval af prenturum o faxtækjum frá Olivet Skrefi lengra með Fujitsu Siemens tölvum Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • Fax 520 3011 • www.sminor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.