Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 55
-----------------------*-
FOLKI FRETTUM
mvndbönd
Leikurinn / The Match
★★%
Bráðskemmtileg og vel gerð fót-
boltamynd sem lýsir ústum og örlög-
um íbúa ískoskum smábæ.
Ástkær / Beloved
★★%
Dálítið mistæk kvikmyndun á
mögnuðu skáldverki Toni Morrison
sem fjallar um þjáningar þræla-
haldsins í Bandaríkjunum og eftir-
köst þess. Myndin gæti þó orðið þol-
inmóðum áhorfendum áhrifarík upp-
lifun.
Svartur köttur, hvítur köttur
/ Crna macka, beli macor
★★★
Emir Kusturica gefur galsanum
lausan tauminn í þessum tryllings-
lega og bráðfyndna farsa.
Októberhiminn / October Sky
★★★
Mannleg og hrífandi mynd sem
lýsir vel draumum og þrám um að
skipta máli, stíga skrefíð fram á við
og setja mark sitt á söguna. Rennur
einkar Ijúflega ígegn.
Aparéttarhöldin / Inherit the Wind
★ ★★%
Framúrskarandi vandað réttar-
drama þar sem tveir af meisturum
kvikmyndasögunnar, Jack Lemmon
og George C. Scott, fara hreinlega á
kostum í bitastæðum hlutverkum.
Prúðuleikarar úr geimnum
/ Muppets from Space
★★54
Hér mæta Prúðuleikaramir til
leiks, ærslafullir og bráðfyndnir sem
endranær. Dálítið veríð að HoIIy-
wood-væða gömlu góðu brúðumar
en á skemmtilegan hátt engu að síð-
ur.
Þjófar á nóttu / Thick as Thieves
★★★
Vönduð glæpasaga sett fram á
ferskan og frumlegan máta. Með
henni virðist áhugaverður leikstjórí,
Scott Sanders, kominn fram á sjón-
arsviðið. Alec Baldwin nýtur sín vel
sem og aðrir leikarar.
Notting Hill
★★54
Meðalgóð ástarsaga sem á sér stað
í hinu heillandi Notting Hili-hverfí í
Lundúnum. Myndin nýtur sín í ein-
stökum kómískum atríðum fremur
en heildarfrásögninni. Hugh Grant
ersömuleiðis nokkuð hæpinn.
Tedrykkja með Mússólíní /
Tea with Mussolini
★★★
Italski leikstjórínn Franco Zeffír-
elli hverfur aftur til æskuslóða sinna
í þessari hálf-sjálfsævisögulegu
kvikmynd. Hann nýtur liðsinnis frá-
bærra leikkvenna og umgjörðin er
einkar glæsileg.
Sjóræningjar Kísildals
/Pirates Of Silicon Valley
★★★
Upphaf tölvurisanna Microsoft og
Apple og valdabarátta þeirra Bill
Gates og Steve Jobbs rakin á að-
gengilegan og skrambi skemmtileg-
an máta. Noah Whyle er glerfínn
sem Jobbs en Hall fer ekki eins vel
með ríkasta mann í heimi.
Farðu / Go
★★★
Frískleg glæpablandin gaman-
mynd sem fer skemmtilega með hinn
brotakennda frásagnarstíl sem Tar-
antino gerði frægan um árið. Frum-
leg og vel leikin ungdómsmynd.
Skrifstofurými / Office Space
★★★
Fersk og bráðfyndin gamanmynd
um þrúgandi veruleika vinnunnar á
tímum markaðshyggju og stórfyrir-
tækja. Fyrri helmingur myndarinn-
ar tekur á þessu efni á snilldarlegan
hátt en fer síðan út í aðra og ómerki-
legri sálma.
Hlauptu Lóla, hlauptu / Lola Rennt
★★★!4
Kvikmyndin um hlaupagikkinn
Lólu þykir bera með sér ferska
strauma í þýska kvikmyndagerð en
hún hefur notið vinsælda víða um
lönd. Myndin er nýstárleg, hröð og
kraftmikil en þar er blandað saman
ólíkri tækni til að ná fram sterkri
sjónrænni heild. Frumleg og vel
heppnuð tilraun með möguleika
myndmiðilsins.
Mookie ★★’A
Létt og skemmtileg frönsk gam-
anmynd sem fjallar um trúboða og
atvinnuboxara á flótta með talandi
Á myndbandi 7. mars
Limbó er með Mary Elizabeth Mastrantonio, David Stratharin og Van-
essu Martinez í aðalhlutverkum.
apa. Fótboltakappinn Eric Cantona
er bráðskemmtilegur í hlutverki
boxarans.
Framapot / Election
★★★!4
Það gerist alltof sjaldan að eins
safaríkar myndir og þessi rekur á
fjörurnar. Hárfínt og beitt handritið
hittir beint í mark í meðferð leikara
sem eru hver öðrum betri.
Hvunndagshetjan / The Jack Bull
★★★
Fullkomið dæmi um hinar vönd-
uðu kapalsjónvarpsmyndir sem ver-
ið er að framleiða um þessar mundir
vestan hafs. Vandaður vestri gerður
af einvala liði. Konfektmoli fyrir
vestraunnendur.
Óveður aldarinnar / The Storm of
the Century
★★★
Enn ein Stephen King-sagan kvik-
mynduð og er þessi vel yfír meðal-
lagi góð. Það virðist gefa góða raun
að láta hann sjálfan skrifa handritið.
Besta sjón varpsmyn dasyrpa n sem
gerð hefur verið eftir sögu Kings.
Mill on the Floss
/Myllan við ána Floss
★★J/í
Emily Watson bregst ekki frekar
enfyrri daginn í meðalgóðri útgáfu af
bók George Eilot. Bernard HiII skín í
hlutverki íoðurins.
Gunshy / Byssuragur
★★!4
Góður leikur, sérstaklega hjá
Michael Wincott, og gott handrit
halda þessari hefðbundu glæpa-
heimsmynd fyrir ofan meðallag.
Falcone / Falcone dómari
★★'/é
Góð mynd sem byggist á sann-
sögulegum atburðum um baráttu
dómarans Falcone við hina gífurlega
valdamiklu mafíu.
Hlauptu Lóla, hlauptu / Lola Rennt
★★★lá k
Kvikmyndin um hlaupagikkinn
Lólu þykir bera með sér ferska
strauma í þýska kvikmyndagerð en
hún hefur notið vinsælda víða um
lönd. Myndin er nýstárleg, hröð og
kraftmikil en þar er blandað saman
ólíkri tækni til að ná fram sterkri
sjónrænni heild. Frumleg og vel
heppnuð tilraun með möguleika
myndmiðilsins.
Jarðarför í Texas / A Texas Funeral
★★'/£
Vel skrifuð kvikmynd sem byggir
smám saman upp frambærilegt fjöl-
skyldudrama. Hverri persónu er
gefíð gott svigrúm og leikarar njóta
sín velíbitastæðum hlutverkum.
Umbó / Umbo
★★★Í4
Þessi nýjasta mynd leikstjórans
John Sayles er vel skrifuð og for-
vitnilega upp byggð. Hún bregður
upp skarpri mynd af smábæjarlífí í
Alaska og kafar síðan djúpt í tilfínn-
ingalíf nokkurra aðalpersóna.
Óvenjuleg og töfrandi kvikmynd.
American Pie
★★★
Unglingamynd vel yfír meðallagi,
fyndin og vel leikin. Tekur aðrar<
myndir um stráka með kynlíf á heil-
anum í nefíð.
Heiða Jóhannsdóttir
Ottó Geir Borg
Skarphéðinn Guðmundsson
09:00
09:30
11:15
kvæmisfcirðun
tnaði
mkvæmisfatnaði
Keppni í fristæl
17:00 Kcppni í fantasíuföröun
17:20 Keppni í litun
17:40 Dómur i frístælkcppni
17:40 Dórpur í litunarkcppni
18:30 Dómur í fantasíunöglum
19:00 Kvöldveröur. Kristján Guðmundsson
píanóleikari spilar fyrir matargesti
19:30 l'orsfðubikar aflientur
19:45 Verðlaunaafhending
20:00 Dómur i fantasíuforðun
20:25 Fantasíuförðun á sviði
21:00 Danssýning
21:20 Vcrðlaunaafltcnding
21:40 Verðlaunafhending
21:50 Tískuhönnuðir og fatagerðafólk sýna íslenska tísku,
22:00 Vcrðlaunafhcnding
22:10 Sýning
22:30 Verðlaunaafhending ,
22:45 Sýning
23:00 Verölaunaafliending
23:15 Allir á gólfið til að dansa
AIPP
Timarítið Hár & fegurð • www.vortex.i
~| -í mm m
TÍMA