Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 5. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
■
Morgunblaðið/Kristinn
Bræðurnir Jón og Gunnar Hólm reka Stál og stansa.
HVAÐ VILL MAÐ UR
BLÁSA SIG lJT?
viÐStapmnviNNULiF
ÁSUNNUDEGI
f iðnaðarhverfunum víða um borg, t.d. á Ártúnshöfðanum, í Voga-
hverfinu og víðar, er íjöldi fyrirtækja, en fá þeirra leyna jafnræki-
lega á sér í nafni og fyrirtækið Stál og stansar. Hvað t.d. er
„stansi“? En hvað sem því líður myndi það fáu svara, því hjá Stáli
og stönsum breyta menn venjulegum jeppum í torfærutröll.
Eftir Guðmund Guðjónsson
TOFNANDI fyrirtækisins
eru bræðurnir Jón og Gunn-
ar Hólm og var Jón í fyrstu
einn innanbúðar á meðan Gunnar
var við nám í Danmörku. Síðan
fjölgaði starfsmönnum jafnt og þétt.
Jón Hólm er fæddur í Reykjavík í
nóvember 1950. Eftir venjulega skó-
lagöngu fór hann til vinnu hjá Jarð-
borunum 16 ára gamall. Þar var
hann næstu árin, m.a. við störf við
Búrfellslínu 2, en þá bauðst honum
að fjárfesta í tveimur jarðýtum sem
voru „á góðu verði“. „Þetta stóð til
boða, verðið var gott, ég þekkti inn
á allt og alla í þessari grein og næg
var vinnan,“ segir Jón og síðan
bætti hann um betur og fór í vöru-
bílaútgerð, festi kaup á einum slík-
um bíl. Svona gekk þetta hjá Jóni
Hólm fram til ársins 1978, en þá var
komin „helv. deyfð í allt og ekkert
að gera,“ eins og Jón kemst að orði
og í kjölfarið á því seldi hann vinnu-
vélamar og flutti til Svíþjóðar. Þar
nam hann meðal annars „móta- og
stansasmíði". Eftir nokkur ár í Sví-
þjóð lá leiðin aftur til íslands, enda
voru horfur batnandi heima fyrir og
Jón hafði gætt þess að brjóta ekki
allar brýr. Seldi til dæmis ekki hús-
ið sitt. Eftir að hafa starfað í nokk-
ur ár hjá Sigurplasti, stofnaði Jón
fyrirtæki sitt Stál og stansa. Jón er
giftur Grétu Jóhannsdóttur banka-
fulltrúa og eiga þau tvær dætur,
Sólveigu og Jóhönnu Lilju sem eru
engin böm lengur, 25 og 20 ára
gamlar.
Gunnar Hólm er fæddur í
Reykjavík 1961. Hann er menntaður
vélstjóri og rekstrartæknifræðingur
frá háskóla í Óðinsvéum. Eigikona
hans er dönsk, Lise Sörensen og
eiga þau tvö böm, Jakob og Maríu.
Bfladellan í blóðinu
Ef við skoðum aðeins nánar hvað
„móta- og stansasmíði" er, lýsir Jón
því þannig að það sé „fínsmíði".
„Það er alltaf verið að spyrja mig
að þessu. Svíarnir kalla þetta bara
upp á ensku „toolmaker". Þetta er
eiginlega fleira en eitt í senn, móta-
smíði, rennismíði, fínsmíði. Eigin-
lega er ég lærður í að smíða verk-
færi til að búa til önnur verkfæri
eða hluti . Jafnólíkir hlutir eins og
bílainnrétting og kóktappi em
smíðuð í mótum. Mótin eru stansar.
Mitt fag er að smíða þessi mót,“
segir Jón og heldur svo áfram:
„Með þetta stofnuðum við Gunn-
ar fyrirtækið og var ég fyrst bara
einn, Gunnar var erlendis í námi.
Hins vegar hefur bíladellan alltaf
fylgt mér. Hún er í blóðinu og ég
hef meira að segja keppt í bíla-
íþróttum, varð t.d. tvöfaldur
íslandsmeistari í rallíkrossi árin
1984 og 1985. Þegar ég var kominn
heim færðist bíladellan yfir í ferða-
dellu. Ég keypti gamlan Ford Econ-
oline og fór að fikta við að breyta
honum í torfæru- og ferðabíl. Það
að ég breytti mínum eigin bíl í fríst-
undum varð þannig kveikjan að því
fyrirtæki sem við bræðumir eigum
og rekum í dag. Fyrirtækið stofnuð-
um við árið 1987 og jeppabreytingar
eins og menn þekkja þær síðustu
árin varla byijaðar. Fyrstu þreifing-
amar í þá veru byijuðu þó upp úr
1985. Þessar jeppabreytingar vom
greinilega að færast í aukana og ég
naut þess að þekkja marga í bíla-
dellunni. Við fengum því fljótlega
næg verkefni við að breyta jeppum
fyrir aðra, einnig að smíða hluti.
Það hefur alltaf verið mikið um slík
verkefni og enn í dag smíðum við
flest sem ekki er flutt inn í þessar
breytingar, m.a. fyrir samkeppnis-
aðilana í greininni."
Hvernig gengur það upp?
„Það gengur bara mjög vel. Menn
þekkjast vel, þetta er ekki stór hóp-
ur sem stendur í þessu og menn
þekkjast. Allir eram við kunningjar
og vísum hver á annan ef því er að
skipta. Það er svo mikið að gera að
við emm tæpast að skaða okkur
þótt við höldum góðu sambandi við
þá sem vinna sömu verkin. Hins
vegar em skúrakarlar í þessu sem
em ekki allir vandaðir í vinnubrögð-
um. Ég gef þeim ráð ef þeir leita til
mín, en illa breyttur jeppi er bein-
línis hættulegur í umferðinni. Það
er því mikið í húfi að menn standi
saman sem kunna til verka.“
Eru ekki einhver leyfi sem menn
þurfa að hafa milli handanna?
„Það er nú þannig, að allir mega
gera sumt sem að svona breyting-
um kemur. En svo era hlutir sem
útheimta réttindi, t.d. til ýmiss
konar smíðavinna, s.s. við stýris-
stangir. Þá þurfa menn einnig að
hafa suðuhæfnispróf og fleira
mætti nefna.“
En hvenær má heita að spreng-
ing hafí orðið í eftirspurninni?
„Þetta byrjaði reyndar fljótlega
að hlaða utan á sig, en sprengingin
kom árið 1990 og stóð fram á árið
1992. Nú síðustu árin hefur kúrfan
verið bein, en það er samt yfirdrifið
nóg að gera. Ég get nefnt sem
dæmi um umsvifin, að við höfum
breytt hátt í 300 Econoline-bílum.
Fyrir 5-6 ámm vorum við komnir í
140, en hættum þá að telja. Við
höfum komist í að breyta 30 slíkum
bflum á einu ári. Og þá er ég ekki
að tala um alla jeppana."
En hvað er breyttur Econoline
og hvað kostar slíkur?
„Ég veit ekki hvort ég má tala
um það, en við höfum breytt
Econoline-bflum fyrir um þrjár
milljónir. Econoline með öllu, eins
og sagt er, er með framdrifi, þeir
koma jú bara afturdrifnir, þeir era
settir á 44 tommu dekk, með skrið-
gír, læsingum, aukatönkum,
toppgrind, spili, kassa og mörgu
fleira. Menn koma einfaldlega með
þá hráa til okkar og fá þá fullbúna
og skoðaða. Mest af aukabúnaðin-
um ílyt ég inn, annað smíða ég. Við
emm með algera sérstöðu þar sem
við eram með langstærsta lager í
landinu af hjöraliðskrossum og
drifsköftum. Þá eram við með einu
ballanseríngarvélina í landinu. Hún
var talsverð fjárfesting á sínum
tíma og stendur fyrir sínu eftir öll
árin.“
Er nú ekki hægt að fá einhverjar
breytingar á jeppanum fyrir minna
en 3 milljónir?
„Jú auðvitað. Það má segja að
þau verkefni sem við tökum að
okkur spanni í kostnaði frá svona
rétt innan við hundrað þúsund og
upp í þessar þrjár milljónir sem er
toppurinn á kúrfunni. Lágmar-
ksupphækkun á Patrol-jeppa kost-
ar t.d. rétt innan við hundrað þús-
und krónur. Verkefnin geta tekið
frá einum og hálfum degi upp í
einn og hálfan mánuð, allt eftir því
hvað beðið er um hverju sinni.“
75% viðskiptavina eru
fyrirtæki og stofnanir
Menn gætu haldið að viðskiptin
snerast að mestu um jeppadelluk-