Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
55. TBL. 88. ÁRG.
SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Brezkur geðlæknir
um Pinochet
Gat gert
sér upp
andleg
veikindi
Lundúnum. AFP.
BREZKUR geðlæknir, sérhæfður í
öldrunarsjúkdómum, sagði í út-
varpsviðtali í gær að það hefði verið
„auðveldur leik-
ur“ fyrir Augusto
Pinochet, fyrr-
verandi einræðis-
herra Chile, sem
sleppt var úr
stofufangelsi í
Bretlandi á
fimmtudag, að
gera sér upp and-
legíi heilsubilun.
Akvörðun
Jacks Straw, innanríkisráðherra
Bretlands, um að heimila Pinochet
að halda heim til Chile, byggðist á
því að læknar, sem brezka innanrík-
isráðuneytið fékk til að meta heilsu-
ástand hans, vottuðu að hann væri of
veikur fyrir andlega til að geta svar-
að til saka fyrir mannréttindabrot og
aðra glæpi sem framdir voru í 17 ára
valdatíð hans. Pinochet, sem er 84
ára, fékk vægt heilablóðfall tvívegis
sl. haust.
En geðlæknirinn Robert Howard,
sérfræðingur við Mearsley-sjúkra-
húsið í suðurhluta Lundúnaborgar,
segir að eingöngu geðlæknar sem
sérhæfðir væru í að sjúkdómsgreina
andlega vanheilsu sjúklings væru
færir um að skera úr um hversu al-
varlegur krankleiki Pinochets væri.
Enginn læknanna sem fengnir
voru til að meta ástand einræðis-
herrans fyrrverandi var með slíka
sérfræðiþekkingu.
Köld netást
New York. The Daily Telegnt*aph.
ENSKUR karlmaður um þrítugt,
sem fór til Bandaríkjanna til að
giftast konu sem hann kynntist á
Netinu, varð fyrir áfalli lífs síns
þegar hann komst að því að kon-
an var 30 árum eldri en hann
hélt.
Og ekki nóg með það. í ljós
kom að konan, Wynema Faye
Shumate, 65 ára, hafði komið lík-
inu af sjötugum manni, sem bjó í
sama húsi og hún, James O’Neil,
fyrir í frystikistunni hjá sér og
geymt þar mánuðum saman. Talið
er að O’Neil hafi látizt af náttúru-
legum orsökum og að Shumate
hafi framfleytt sér á sparifé hans.
Bíða Korpu sömu ör-
lög og Elliðaánna?
Morgunblaðið/Golli
Síðvetrarkyrrð á Þingvöllum.
Fleiri þjóðir senda hermenn og búnað til Mósambík
Aherzla á að koma
mat til nauðstaddra
Maputo. AFP, AP, Reuters.
LIÐSMENN franska og þýzka
hersins hafa nú lagt suður-afrísk-
um hermönnum lið, til að sinna
neyðaraðstoð í Mósambík, þar sem
gríðarleg flóð hafa fært stóran
hluta flatlendis í suðausturhluta
landsins á kaf. Einnig eru hermenn
fleiri ríkja á leið á vettvang með
fleiri þyrlur og annan búnað fyrir
hjálparstarfið.
Þeir sem unnið hafa að skipu-
lagningu hjálparstarfsins sögðu í
gær, að nú myndi starfið aðallega
beinast að því að koma vistum til
þeirra sem hrakizt hafa undan flóð-
unum, en talið er, að þeir séu nú
um ein milljón. Flóðin hafa valdið
þessu hrjáða Afríkulandi gríðar-
legu tjóni, þar sem þau byrjuðu
rétt áður en uppskerutíminn hófst.
Veðurfræðingar spá því að enn
meira rigni á næstu dögum.
Jessie Duarte, talsmaður Suður-
afríska ráðsins (South African
High Commission), sem ásamt
stjórnvöldum í Maputo hefur um-
sjón með skipulagningu hjálpar-
starfsins, lýsti verkefninu í Mósam-
bík sem stærsta neyðar-
aðstoðarverkefni sem nokkru sinni
hafi verið framkvæmt í Afríku.
Björgun inni-
krdaðra haldið áfram
„Frá og með deginum í dag mun-
um við leggja mesta áherzlu á að
koma sem mestu af vistum og öðr-
um hjálpargögnum (...) í neyðar-
búðirnar," sagði Brenda Barton,
talsmáður Matvælahjálpar Samein-
uðu þjóðanna.
Fram að þessu hefur megin-
áherzlan í hjálparstarfínu beinzt að
því að bjarga fólki, sem flóðið lok-
aði af uppi í trjám, á húsþökum eða
nýmynduðum smáeyjum, og flytja
það á öruggari staði sem hærra eru
yfir sjávarmáli. Þessu verkefni hef-
ur aðallega verið sinnt með suður-
afrískum, frönskum og malawísk-
um herþyrlum. Á föstudagskvöld
sagði talsmaður suður-afrísku
þyrluáhafnanna að búið væri að
fljúga með „mjög marga“ hinna
strönduðu í öruggt skjól. Þessir
björgunarflutningar héldu áfram af
fullum krafti í gær, laugardag.
Æskilegt að sparisjóðirnir
geti breytt sér í hlutafélög
HVAÐVILLMAÐ-
URBLÁSASIGÚT?
Ruhe gef-
ur ekki
kost á sér
VOLKER Rúhe, fyrrverandi
varnarmálaráðherra Þýzka-
lands, gefur ekki kost á sér í
formannskjöri í Kristilega
demókrataflokknum, CDU,
sem fram fer á flokksþingi í
Essen um miðjan apríl. Fram
að þessu hafði Rúhe verið tal-
inn - ásamt Angelu Merkel,
framkvæmdastjóra flokksins -
eiga einna bezta möguleika á
að gerast arftaki Wolfgangs
Scháuble sem flokksformaður.
Rúhe, sem var forsætisráð-
herraefni CDU í landsþings-
kosningum í Slésvík-Holtseta-
landi fyrir viku - sem
flokkurinn tapaði - sagði í við-
tali við blaðið Weit am Sonntag
að hann hefði ákveðið að sækj-
ast ekki eftir æðsta flokksem-
bættinu að þessu sinni.
I viðtalinu hvetur Rúhe til
þess, að næsti flokksformaður
verði einn þeirra flokksmanna
sem gegna nú embætti forsæt-
isráðherra í einu sambands-
landanna 16. Nefndi hann sér-
staklega Kurt Biedenkopf,
forsætisráðherra Saxlands.
Júrgen Rúttgers, héraðs-
leiðtogi CDU í Nordrhein-
Westfalen, og fleiri áhrifa-
menn í flokknum lýstu sig and-
víga slíkri bráðabirgðalausn.
MORGUNBLAÐIÐ 5. MARS 2000