Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 5. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
TVEIR BRAUT-
RYÐJENDUR
Málverk Nínu Tryggvadóttur, Abstrakt, frá 1956, boðuðu einnig nýja
tíma í list hennar.
Málverk Svavars Guðnasonar, Fansað í fúgustíl, má óhikað telja tíma-
mótaverk á ferli listamannsins.
MYNDLIST
Lislasafn íslands
MYNDVERK
§VAVARGUÐNASON
NINATRYGGVADÓTTIR
Opið alla daga frá 11-17.
Lokað mánudaga. Til 26. mars.
Aðgangur 400 krónur.
EFRI salir Listasafns íslands
hafa verið undirlagðir myndverkum
eftir tvo brautryðjendur nýrra við-
horfa í íslenzkri málaralist, Svavar
Guðnason (1909-1988) og Nínu
Tryggvadóttur (1913-1967), og eru
þetta allt myndir í eigu safnsins.
Engu að síður er hér um yfirlitssýn-
ingar að ræða, þó í knöppu formi sé,
þær bera þess báðar merki, að safn-
inu hefur í áranna rás verið annt um
að viða að sér lykilverkum frá ferli
þeirra og tekist það með miklum
ágætum. /
Þau Svavar og Nína komu bæði
til Kaupmannahafnar árið 1935 og
hófu nám við listaakademíuna við
Kóngsins Nýjatorg, meira að segja
hjá sama kennara, Kræsten Iversen
sem hafði verið prófessor þar frá
1930 og átti eftir að koma mikið við
sögu íslenskra listaspíra við skólann
til dánardægurs, nákvæmlega þrem
áratugum seinna eða 1955. Svavar
undi raunar ekki nema í skamman
tíma við hina bundnu akademísku
kennslu, en Nína var þar viðloðandi
næstu fjögur árin, eða allt þar til
hún fór í námsferð til Parísar 1939
og sneri svo heim. Svavar lenti fljót-
lega í hringiðu nýviðhorfa og fór til
Parísar 1938, þar sem hann dvaldi í
hálft ár og sótti skóla Fernand Leg-
er. Þar urðu kynni hans af dönsku
listamönnunum Ejler Bille, Sonju
Ferlov (Mancoba) og Asger Jorn af-
drifarík, komu honum í samband við
enn fleiri danska framúrstefnulista-
menn og bast hann þeim nánum
böndum, einkum Egil Jacobsen en
þeir áttu seinna eftir að mála hlið
við hlið og eru innbyrðis víxláhrif
greinileg í list beggja. Hér var
Svavar kominn í hóp listamanna er
seinna stofnuðu Helhestinn (1941),
sem var eins konar framhald erfða-
venjunnar frá listahópunum Kling-
en og Linien, en einnig var þýski
listahópurinn Der blaue Reitar fyr-
irmyndin. Samnefnt tímarit, Hel-
hesturinn, varð svofyrirmynd hol-
lenska tímaritsins Reflex og allt
saman fæddi loks af sér Cobra.
Svavar var þannig nokkrum árum á
undan Nínu um þreifingar í núlist-
um og einn af áhrifavöldum hans
var hinn snjalli málari óhefts lita-
flæðis, Edvard Weie, sem hann
taldi raunar lærimeistara sinn og
sem einnig átti eftir að verða áhrifa-
valdur í list Nínu, en löngu eftir að
hún var orðin þroskuð listakona og
trúlega voru þau áhrif ósjálfráð og
ómeðvituð. Þau komu ekki að fullu
fram fyrr en hún kynntist abstrakt-
expressjónismanum í New York í
lok sjötta áratugarins. Það voru
miklar hræringar í danskri list á
fjórða áratugnum og nutu íslenskir
myndlistarmenn í Kaupmannahöfn
þess ríkulega, en flestir þeirra voru
mjög opnir og móttækilegir fyrir
nýjum og ferskum straumum, má
hér einnig nefna Þorvald Skúlason,
Jón Engilberts og Gunnlaug Schev-
ing. Þrátt fyrir að Nína héldi tryggð
við akademíuna, voru þó áhrif frá
framsæknum málurum þessa tíma
mun greinilegri í fyrstu sjálfstæðu
verkum hennar en t.d. kennarans,
Kræstens Iversens, en áhrif hans
voru í raun vart merkjanleg. Það
stóð líka mun nær upplagi hennar
að vera móttækileg fyrir óformleg-
um hröðum tjákraftinum, eins og
hún kynntist honum í vinnubrögð-
um Louisu Matthíasdóttur, sem
hún hitti í París, og bast strax nán-
um vináttuböndum. Munurinn á
þeim Svavari og Nínu er sá helstur,
að fram koma mun fjölþættari og
skólaðri vinnubrögð í myndverkum
hennar á meðan Svavar hélt sig alla
tíð við óheft hugsætt myndferli sem
hann beislaði þó á ýmsa vegu, en
gekk þar kannski full langt á tímum
strangflatalistarinnar, en slík
vinnubrögð áttu öllu síður við skap-
höfn hans. Þó gerði hann einnig ris-
mikil verk sterkrar burðargrindar,
en þá var það safaríkur liturinn,
sem bar þau helst uppi, en Svavari
var meistaralega lagið að binda liti í
sterkar áhrifaríkar formheildir og
þurfti sist reglustriku við.
í elstu myndunum á sýningunni,
Styrbjörg frá 1938 og Skip og haf
frá 1939 má greina súrrealistísk
áhrif og þá einkum frá hópnum í
kringum Vilhelm Bjerke Petersen,
en sá var mikill áhrifavaldur á þess-
um árum, þótt menn væru sem óð-
ast að rífa sig frá honum sem gerð-
ist ekki átakalaust. Harkalegar
innbyrðis deilur sem upp spruttu af
því tilefni eru frægur kafli í þróun
danskrar nútímalistar sem oft er
vitnað til og á sér enga hliðstæðu
hér á landi hvað opna samræðu
snertir. Þessar tvær myndir njóta
sín mun betur í upphengingunni á
safninu en ég hef séð í annan tíma
og næstu árin spratt upp hvert lyk-
ilverkið á fætur öðru og öll eru þauá
sýningunni, svo sem Fansað í fúg-
ustíl 1939-40, íslandslag 1944,
Steðjinn og Gullfjöll 1946, Stuðla-
berg 1949, Isabrot 1953, Næturútv-
arp á Öræfajökli 1954-55 og Hallast
upp við dogg 1975-80. Hér er lista-
maðurinn kominn aftur á fornar
slóðir, jötunefldur sem aldrei fyrr.
Ekki skortir heldur lykilverkin
hvað Nínu snertir og nefni ég hér
andlistsmyndirnar þrjár; af Erlendi
í Unuhúsi frá 1939, Selmu Jónsdótt-
ur 1946 og Holger Cahill 1962. Kon-
umyndirnar tvær; Inni 1944 og
Konumynd 1945. Þá ber að nefna
verk eins og, Gatan 1940-41(?), Frá
Ólafsvík 1942, Komposítion 1947,
1959 og 1959. Sér á báti er græna
myndin, Abstrakt frá 1956 og líkust
undanfara loftkenndu flatamynd-
anna, sértæka úthverfa innsæisins,
þar sem ég þykist kenna síðbúin
áhrif frá Edvard Weie, sem kemur
enn skýrar fram í myndunum
Komposition 1960 og Gos 1964.
En hvað sem öllum áhrifum líður,
voru þau Svavar Guðnason og Nína
Tryggvadóttir sterkir og rammís-
lenzkir listamenn sem þessi mjög
svo lifandi framningur undirstrikar
rækilega. Safnið hefur mikinn sóma
af báðum sýningunum og mun meiri
en sýningum útlendinganna en þær
standa þó alltof stutt. í raun er
glæpur að þjóðin skuli ekki geta
nálgast hluta verkanna allan ársins
hring, svo og fleiri verk brautryðj-
enda íslenzkrar myndlistar, slíkt
gerist hvergi nú um stundir þar sem
þjóðir vilja á annað borð telja sig til
menningarríkja.
Bragi Ásgeirsson
Ögrar bæði
sjón og huga
Svava Björnsdóttir: Nafnlaust, 1987.
MYJVDLIST
L i s I a s a I n íslands
HÖGGMYNDIR
SVAVA BJÖRNSDÓTTIR
Sýningin er opin frá 11 til 17
alla daga nema mánudaga
og stendur til 2. apríl.
VERK Svövu Bjömsdóttur virðast
við fyrstu sýn afar einföld og að-
gengileg, næstum innihaldslaus, en
eru það alls ekki þegar betur er að
gáð. Hún býr til stóra hola pappírs-
skúlptúra sem hún litar oftast með
dufti svo áferðin verður mött og yfir-
borðið drekkur í sig ljósið, en það
styrkir tilfinningu áhorfandans fyrir
efninu og massa verksins. Formin
sem hún mótar eru nú orðið einkum
byggð á geómetríu og endurtekning
þeirra er sterkt einkenni í flestum
verkunum. Skúlptúramir sem sýndir
era á sýningunni í Listasafni íslands
- annarri sýningunni sem þar er
haldin á verkum Svövu - era stórir
og rýmismiklir þar sem þeir rísa
fram frá veggjum og gólfi salarins.
Ef setja á verk Svövu í Hstsögulegt
samhengi þarf að tengja saman
margar þær stefnur sem verið hafa
hvað atkvæðamestar í myndlist síð-
ustu aldar. Formrænt séð era verkin
skyld þeim flatarmálsfræðilega min-
imaHsma sem á upphaf sitt í verkum
rússnesku afstraktlistamannanna
sem störfuðu á öðram áratug aldar-
innar og náði líklega hátindi sínum
með Donald Judd og fylgismönnum
hans á sjöunda áratugnum. Efnisval-
ið og -meðferðin eiga hins vegar
meira skylt við aðra tilhneigingu sem
verið hefur að þróast í myndlist allt
frá ready-made verkum Duchamps á
öðram áratugnum, gegnum Arte
Povera hreyfinguna á Italíu, popp-
listina í Bandaríkjunum og Evrópu,
Fluxus-hreyfinguna og loks það sem
nú er stundum nefnt konsept-min-
imalismi. Lesandanum er fyrirgefið
ef hann hefur tapað þræðinum í þess-
ari isma-upptalningu, enda er hún
fyrst og fremst til að undirstrika það
að Svava Bjömsdóttir hefur beinni
tengsl inn í meginstraum vestrænnar
myndlistar en aðrir íslenskir lista-
menn - jafnvel beinni en nokkur ann-
ar - svo vart verður um hana fjallað
án þess að til komi nokkur greinar-
gerð um slík mál. En verkin tala
samt sínu máli. Þau era ekki bara
vitnisburður um listsögulega atburð-
arás.
Tærleiki og fullkomið samræmi
efnis, umfangs og yfirborðs era
helstu einkenni verka Svövu. Hún
ögrar bæði sjón og huga áhorfandans
með því að tefla fram greinilegum
andstæðum: Miklu umfangi sem
stangast á við léttleika efnisins, mött-
um djúpum Ht sem samræmist illa
hreinum geómetrískum formunum
sem hún byggir upp, og hátíðleika í
framsetningu sem stangast á við það
að við fyrstu sýn líkjast sum verkin
einna mest ofvöxnum eggjabökkum.
Hárnákvæm meðferð Svövu á þess-
um andstæðum skapar það full-
komna samræmi sem gerir verk
hennar að Ust, skilningur hennar á
samspili skynveraleika og hugsunar
gerir henni kleift að ganga fram úr
því listsögulega samhengi sem sagan
hefur búið henni og vinna verk sem
era í senn tímanleg og tímalaus -
verk sem tala til samtímans og munu
tala áfram til ókominna kynslóða.
Framsetning sýningarinnar er til
fyrirmyndar og verk Svövu njóta sýn
afar vel í stærsta sal Ustasafnsins þar
sem allir milliveggir hafa verið fjar-
lægðir. Vönduð og falleg sýningar-
skrá hefur verið gefin út í tilefni af
sýningunni eins og vera ber og í heild
er þetta framtak með því besta sem
Listasafn íslands hefur unnið síðustu
misseri.
Jón Proppé