Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 64
 heim að dyrum i PÓSTURINN VlÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR Á HEIMSMÆUKVARÐA SAP r <Q> NÝHERJI S: 569 7700 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RImJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTII SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. 1,8 milljónir farþega fóru um mu stærstu flugvelli Islands 1999 5.000 far- þegar á dag SAMTALS fóru 1.822.494 farþegar um níu stærstu áaetlunarflugvelli ís- lands árið 1999 og er skiptingin þannig, að tæplega 480 þúsund flugu innanlands, en rúmlega 1,3 milljónir í millilandaflugi, að því er segir í fréttatilkynningu frá Flugmála- stjórn. Þetta svarar til þess, að 1.371 farþegi hafi flogið innanlands og 3.681 í millilandaflugi dag hvem allt árið um kring að meðaltali, eða rúm- y lega fimm þúsund manns. A síðasta ári fjölgaði farþegum í innanlandsflugi um þrjá af hundraði frá 1998 og um sjö af hundraði í milli- landaflugi. Fjölgunin í innanlandsflugi nemur liðlega 15.500 farþegum, sem jafn- gildir 311 ferðum með fullsetnum 50 sæta flugvélum. 1998 fjölgaði innan- landsfarþegum um 21.000. Á Homafirði varð aukningin mest í farþegaflugi, 12% eða 2.100 farþeg- ar. Á Egilsstöðum var aukningin 9% eða 6.000 farþegar, á Akureyri 7% o«»jða 13.200 farþegar, í Vestmanna- eyjum 6% eða 5.300 farþegar og á Sauðárkróki og í Reykjavík 3%, eða 400 farþegar á fyrri staðnum og 12.300 á þeim síðari. Á Húsavík fækkaði farþegum hins vegar um 28% eða 2.100 farþega og um 4% á ísafirði eða 2.100 farþega. Hefur far- þegum í innanlandsflugi fjölgað jafnt og þétt í sex ár, segir í tilkynning- unni. 7% aukning á Keflavíkurflugvelli Farþegum í millilandaflugi fjölg- aði um 92.000 á þeim fjóram flugvöll- um á íslandi sem teljast alþjóðlegir. Það er sambærilegt við 614 flugferð- ir með fullsetnum 150 sæta þotum. Aukningin var 7% á Keflavíkur- flugvelli en rúmlega 1,3 milljónir far- þega fóra um hann á árinu. Alls fóra tæplega 30.000 farþegar um hina flugvellina þrjá. 22.300 fóru um Reykjavíkurflugvöll og er það 1% aukning. Aukning var 71% á Egils- stöðum og fóra tæplega þúsund millilandafarþegar um flugvöllinn þar. Mest fjölgaði farþegum hins vegar á flugvellinum á Akureyri. Um þann flugvöll fóra rúmlega 5.000 millilandafarþegar, sem er 127% aukning milli ára. Áningarfarþegar á Keflavíkur- flugvelli vora 358.215 í fyrra eða 27% af heildarfarþegafjölda. Það er fækkun um 9.000 farþega milli ára eða rúmlega 2%. Flestir áningarfar- þegar fóra um Keflavíkurflugvöll 1971, eða um 375.000, að því er segir í tilkynningu Flugmálastjómar. Morgunblaðið/Ásdís Snjóskaflar og ófærð engin hindrun ÞAÐ er hinn mesti óþarfi að láta snjóskafla og ófærð sfðustu vikna hindra sig í að komast leiðar sinnar og verður að teljast aðdáunarvert hvemig sumir halda sínu striki hvað sem á dynur. Þetta farartæki er örugglega ekki verra en hvað annað á götum Reykjavíkur nú, en undanfamar vikur hafa þær margar hverjar frekar minnt á gamla árfarvegi en borgarstræti. Hjólið dugði að minnsta kosti þessari konu sem ferðast af miklum dugnaði, hlaðin pinklum, eftir Miklubrautinni. Landspítali, há- skólasjúkrahús Stöður fimm yfirmanna v auglýstar STÖÐUR fimm yfirmanna Land- spítala, háskólasjúkrahúss era í dag auglýstar lausar til umsóknar í Morgunblaðinu og er gert ráð fyrir að þeir, sem verði ráðnir, hefji störf 1. maí. Auglýstar era stöður fram- kvæmdastjóra fjárreiðna og upplýs- inga, framkvæmdastjóra tækni og eigna, framkvæmdastjóra kennslu og fræða, framkvæmdastjóra lækn- inga/lækningaforstjóra og fram- kvæmdastjóra hjúkranar/hjúkran- arforstjóra. Landspítali, háskólasjúkrahús verður til við sameiningu Ríkisspít- ^ ala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þar starfa um 5.000 manns, rúm era tæp- lega 1.500, að dagrúmum meðtöld- um, auk slysa-, bráðamóttöku- og göngudeilda. Umsóknarfrestur er til 27. mars. Þú smellir og seðillinn er greiddur ® BÚNAÐARBANKINN Traustur banki Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hrogna- vinnsla hafin VINNSLA á loðnuhrognum er hafin hjá Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar hf. Guðrún Þorkelsdóttir kom inn til Eskifjarðar í gær- morgun með fullfermi. Hór er Orri Jóhannsson stýrimaður við lestarlúguna barmafulla af loðnu. Magnús Bjarnason framkvæmda- stjóri segir stefnt á að framleiða um 200 til 300 tonn af hrognum á vertíðinni, en ekkert var framleitt af þeim í fyrra. Sótti vélar- vana veiðiskip DRÁTTARBÁTURINN Bjarni lóðs frá Hornafirði tók vélarvana bát, Jó- hann Gíslason, í tog á föstudags- morgun 70-80 sjómílur suður af landinu. Var Jóhann að koma frá Ghana í Afríku þar sem hann hefur verið við botnfiskveiðar frá 1996. Landhelgisgæslan hefur fylgst með ferðum Jóhanns Gíslasonar frá því á fimmtudag en þá töldu skip- verjar að þeim mundi ekki duga olía til að ná til hafnar á íslandi á sigl- ingunni frá Ghana. Til stóð í upphafi að Bjarni lóðs færi með olíu til móts við Jóhann en allt bendir til að óhreinindi í olíunni, sem eftir var um borð í skipinu, hafi verið það mikil að olíusíur hafí stíflast með þeim afleiðingum að skipið hafi orð- ið vélarvana. Bjami lóðs kom að Jóhanni á fjórða tímanum á föstudagsmorgun og gekk vel að koma taug í hann og var gert ráð fyrir því að hann kæmi til hafnar með veiðiskipið í eftir- dragi um miðjan dag í gær. Mun þetta vera lengsti aðstoðarleiðangur dráttarbátsins af þessu tagi. Safnað fyrir Músambík Tvær milljónir á sólarhring ALMENNINGUR og deildir Rauða krossins hafa bragðist skjótt við hjálparbeiðni vegna flóðanna í Mósambík og síðdegis á föstudag eða á einum sólarhring hafði safnast nærri tveimur millj- ónum króna. Alþjóða Rauða krossinn hefur aftur sent neyðar- kall vegna flóðanna, en um 100.000 manns bíða þess að vera bjargað úr vatnselgnum. Reykjavíkurdeild Rauða kross- ins veitti á föstudag eina milljón króna til hjálparstarfsins, Akur- eyrardeild 200.000 krónur og deildirnar á Isafirði og í Kjós til- kynntu um 100.000 króna framlag hvor. Fjöldi einstaklinga hefur samtals gefið á þriðja hundrað þúsund krónur. Hægt er að gefa til hjálpar- starfsins með gíróseðlum sem liggja frammi í bönkum og spari- sjóðum, leggja inn á bankareikn- ing númer 12 í SPRON á Seltjarn- arnesi eða fara inn á vef Rauða kross íslands - www.redeross.is - og láta greiðslufæra af korti. Einnig getur fólk hringt í Rauða krossinn í síma 570 4000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.