Morgunblaðið - 05.03.2000, Side 64

Morgunblaðið - 05.03.2000, Side 64
 heim að dyrum i PÓSTURINN VlÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR Á HEIMSMÆUKVARÐA SAP r <Q> NÝHERJI S: 569 7700 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RImJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTII SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. 1,8 milljónir farþega fóru um mu stærstu flugvelli Islands 1999 5.000 far- þegar á dag SAMTALS fóru 1.822.494 farþegar um níu stærstu áaetlunarflugvelli ís- lands árið 1999 og er skiptingin þannig, að tæplega 480 þúsund flugu innanlands, en rúmlega 1,3 milljónir í millilandaflugi, að því er segir í fréttatilkynningu frá Flugmála- stjórn. Þetta svarar til þess, að 1.371 farþegi hafi flogið innanlands og 3.681 í millilandaflugi dag hvem allt árið um kring að meðaltali, eða rúm- y lega fimm þúsund manns. A síðasta ári fjölgaði farþegum í innanlandsflugi um þrjá af hundraði frá 1998 og um sjö af hundraði í milli- landaflugi. Fjölgunin í innanlandsflugi nemur liðlega 15.500 farþegum, sem jafn- gildir 311 ferðum með fullsetnum 50 sæta flugvélum. 1998 fjölgaði innan- landsfarþegum um 21.000. Á Homafirði varð aukningin mest í farþegaflugi, 12% eða 2.100 farþeg- ar. Á Egilsstöðum var aukningin 9% eða 6.000 farþegar, á Akureyri 7% o«»jða 13.200 farþegar, í Vestmanna- eyjum 6% eða 5.300 farþegar og á Sauðárkróki og í Reykjavík 3%, eða 400 farþegar á fyrri staðnum og 12.300 á þeim síðari. Á Húsavík fækkaði farþegum hins vegar um 28% eða 2.100 farþega og um 4% á ísafirði eða 2.100 farþega. Hefur far- þegum í innanlandsflugi fjölgað jafnt og þétt í sex ár, segir í tilkynning- unni. 7% aukning á Keflavíkurflugvelli Farþegum í millilandaflugi fjölg- aði um 92.000 á þeim fjóram flugvöll- um á íslandi sem teljast alþjóðlegir. Það er sambærilegt við 614 flugferð- ir með fullsetnum 150 sæta þotum. Aukningin var 7% á Keflavíkur- flugvelli en rúmlega 1,3 milljónir far- þega fóra um hann á árinu. Alls fóra tæplega 30.000 farþegar um hina flugvellina þrjá. 22.300 fóru um Reykjavíkurflugvöll og er það 1% aukning. Aukning var 71% á Egils- stöðum og fóra tæplega þúsund millilandafarþegar um flugvöllinn þar. Mest fjölgaði farþegum hins vegar á flugvellinum á Akureyri. Um þann flugvöll fóra rúmlega 5.000 millilandafarþegar, sem er 127% aukning milli ára. Áningarfarþegar á Keflavíkur- flugvelli vora 358.215 í fyrra eða 27% af heildarfarþegafjölda. Það er fækkun um 9.000 farþega milli ára eða rúmlega 2%. Flestir áningarfar- þegar fóra um Keflavíkurflugvöll 1971, eða um 375.000, að því er segir í tilkynningu Flugmálastjómar. Morgunblaðið/Ásdís Snjóskaflar og ófærð engin hindrun ÞAÐ er hinn mesti óþarfi að láta snjóskafla og ófærð sfðustu vikna hindra sig í að komast leiðar sinnar og verður að teljast aðdáunarvert hvemig sumir halda sínu striki hvað sem á dynur. Þetta farartæki er örugglega ekki verra en hvað annað á götum Reykjavíkur nú, en undanfamar vikur hafa þær margar hverjar frekar minnt á gamla árfarvegi en borgarstræti. Hjólið dugði að minnsta kosti þessari konu sem ferðast af miklum dugnaði, hlaðin pinklum, eftir Miklubrautinni. Landspítali, há- skólasjúkrahús Stöður fimm yfirmanna v auglýstar STÖÐUR fimm yfirmanna Land- spítala, háskólasjúkrahúss era í dag auglýstar lausar til umsóknar í Morgunblaðinu og er gert ráð fyrir að þeir, sem verði ráðnir, hefji störf 1. maí. Auglýstar era stöður fram- kvæmdastjóra fjárreiðna og upplýs- inga, framkvæmdastjóra tækni og eigna, framkvæmdastjóra kennslu og fræða, framkvæmdastjóra lækn- inga/lækningaforstjóra og fram- kvæmdastjóra hjúkranar/hjúkran- arforstjóra. Landspítali, háskólasjúkrahús verður til við sameiningu Ríkisspít- ^ ala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þar starfa um 5.000 manns, rúm era tæp- lega 1.500, að dagrúmum meðtöld- um, auk slysa-, bráðamóttöku- og göngudeilda. Umsóknarfrestur er til 27. mars. Þú smellir og seðillinn er greiddur ® BÚNAÐARBANKINN Traustur banki Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hrogna- vinnsla hafin VINNSLA á loðnuhrognum er hafin hjá Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar hf. Guðrún Þorkelsdóttir kom inn til Eskifjarðar í gær- morgun með fullfermi. Hór er Orri Jóhannsson stýrimaður við lestarlúguna barmafulla af loðnu. Magnús Bjarnason framkvæmda- stjóri segir stefnt á að framleiða um 200 til 300 tonn af hrognum á vertíðinni, en ekkert var framleitt af þeim í fyrra. Sótti vélar- vana veiðiskip DRÁTTARBÁTURINN Bjarni lóðs frá Hornafirði tók vélarvana bát, Jó- hann Gíslason, í tog á föstudags- morgun 70-80 sjómílur suður af landinu. Var Jóhann að koma frá Ghana í Afríku þar sem hann hefur verið við botnfiskveiðar frá 1996. Landhelgisgæslan hefur fylgst með ferðum Jóhanns Gíslasonar frá því á fimmtudag en þá töldu skip- verjar að þeim mundi ekki duga olía til að ná til hafnar á íslandi á sigl- ingunni frá Ghana. Til stóð í upphafi að Bjarni lóðs færi með olíu til móts við Jóhann en allt bendir til að óhreinindi í olíunni, sem eftir var um borð í skipinu, hafi verið það mikil að olíusíur hafí stíflast með þeim afleiðingum að skipið hafi orð- ið vélarvana. Bjami lóðs kom að Jóhanni á fjórða tímanum á föstudagsmorgun og gekk vel að koma taug í hann og var gert ráð fyrir því að hann kæmi til hafnar með veiðiskipið í eftir- dragi um miðjan dag í gær. Mun þetta vera lengsti aðstoðarleiðangur dráttarbátsins af þessu tagi. Safnað fyrir Músambík Tvær milljónir á sólarhring ALMENNINGUR og deildir Rauða krossins hafa bragðist skjótt við hjálparbeiðni vegna flóðanna í Mósambík og síðdegis á föstudag eða á einum sólarhring hafði safnast nærri tveimur millj- ónum króna. Alþjóða Rauða krossinn hefur aftur sent neyðar- kall vegna flóðanna, en um 100.000 manns bíða þess að vera bjargað úr vatnselgnum. Reykjavíkurdeild Rauða kross- ins veitti á föstudag eina milljón króna til hjálparstarfsins, Akur- eyrardeild 200.000 krónur og deildirnar á Isafirði og í Kjós til- kynntu um 100.000 króna framlag hvor. Fjöldi einstaklinga hefur samtals gefið á þriðja hundrað þúsund krónur. Hægt er að gefa til hjálpar- starfsins með gíróseðlum sem liggja frammi í bönkum og spari- sjóðum, leggja inn á bankareikn- ing númer 12 í SPRON á Seltjarn- arnesi eða fara inn á vef Rauða kross íslands - www.redeross.is - og láta greiðslufæra af korti. Einnig getur fólk hringt í Rauða krossinn í síma 570 4000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.