Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 41
+ Magnús Guðjóns-
son fæddist á
Kjörvogi í Árnes-
hreppi í Stranda-
sýslu 27. júní 1936.
Hann lést á Líknar-
deild Landspítalans
24. febrúar síðastlið-
inn. Magnús var
sonur hjónanna
Guðmundu Þor-
bjargar Jónsdóttur
frá Kjörvogi, f. 2.
apríl 1916, og Guð-
jóns Magnússonar
frá Kjörvogi, f. 28.
júní 1908, d. 23. jan-
úar 1993. Systkini Magnúsar
eru: 1) Alda, f. 14. september
1933, maki Ásgeir Gunnarsson.
2) Guðfinna Elísabet, f. 15. des-
ember 1937, maki Bragi Egg-
ertsson. 3) Sólveig Jóna, f. 17.
júlí 1939, maki Sigurður Blönd-
al. 4) Guðmundur Hafliði, f. 22.
desember 1940, maki Dagný
(Deng) Pétursdóttir. 5) Guðrún
Magnea, f. 26. september 1942,
maki Óskar Pétursson. 6) Hauk-
ur, f. 20. ágúst 1944, maki Vil-
borg G. Guðnadóttir. 7) Fríða, f.
11. mars 1946, maki Karl Ómar
Karlsson. 8) Jörundur Finnbogi,
f. 12. júní 1948, d. 4. ágúst 1999,
maki Rannúa Leonsdóttir. 9)
Kristín, f. 9. júní 1950, maki Þór-
ir Stefánsson. 10) Daníel, f. 30.
júní 1952, maki María Ingadótt-
ir. 11) Þuríður Helga, f. 25. des-
ember 1955, maki Garðar Karls-
son.
Hinn 16. maí 1959 kvæntist
Magnús eftirlifandi eiginkonu
sinni Laufeyju Kristinsdóttur, f.
25. júlí 1933, frá Hjalla í Grýtu-
Svo snöggt, svo snöggt
er snilld og hæfhi felld
og snöfurlegur maður niður sleginn,
sem átti til þann styrk
og innri eid
sem oft og tíðum sendi birtu um veginn.
Mérfinnstsvoerfitt
oft að skilja það
hvað örlög manna geta þungbær verið,
hvað mannlegt líf
er bundið stund og stað
og staðan tæp hjá þeim sem byggja skerið.
(Rúnar Kristjánsson.)
Enn myndast skarð í hópinn, hóp
systkina og í nánasta vinahóp okkar
hjóna. Á hálfu ári falla bræður í val-
inn, annar af slysforum, hinn af völd-
um óvægins sjúkdóms. Það er alltaf
viss áhætta að tengjast öðrum
traustum vináttuböndum vitandi það
að ekkert varir að eilífu og að “eftir
bjartan daginn kemur nótt“. Úr
hópnum má enginn hverfa, skarðið
verður ekki fyllt, það kemur ekki
maður í manns stað. Það er kalt úti,
kuldinn laumast inn, miðstöðin hefur
ekki undan. Eftir stendur draumur
þar sem fram koma margvíslegar
minningar liðinna stunda, sem ná yf-
ir rúmlega 30 ára tímabil. Minning-
amar tengjast Magnúsi mági mín-
um, sem ekki var eingöngu kær
vinur heldur ígildi eldri bróður sem
var fyrirmynd, veitti leiðsögn og allt-
af tilbúinn að aðstoða hvernig sem á
stóð. Ég lít á það sem forréttindi og
gott veganesti í lífinu að hafa átt
Magnús að nánum vini allt frá því að
ég kom inn í fjölskylduna þá vart af
bamsaldri. Á þeim tíma bjó Magnús
og fjölskylda í Fellsmúlanum. Þang-
að var gott að koma og em mér sér-
lega minnisstæðar stundirnar þegar
bræðumir voru samankomnir,
bræður sem á margan hátt voru sér-
stakir í samskiptum bæði út á við og
þá ekki síður sín á milli. Ef til vill
þykja það dálítil öfugmæli að segja
að þeir hafi verið notalega stífir, með
sérstaka kímnigáfu og snögg tilsvör.
í gegnum árin em það einmitt þessi
einkenni sem hafa einna helst sam-
einað þá sem góða vini og laðað mig
að návist þeirra. Það sem einnig hef-
ur verið lærdómsríkt að fylgjast með
er að sterkir og sjálfstæðir einstakl-
ingar geta líka verið ósammála og
deilt, en um leið haldið vináttunni
bakkahreppi. For-
eldrar hennar voru
hjónin Brynhildur
Askelsdóttir, f. 13.
janúar 1906, d. 30.
júlí 1938, og Krist-
inn Jónsson, f. 4.
október 1894, d. 21.
september 1975, frá
Hjalla í Grýtu-
bakkahreppi. Dætur
Laufeyjar og Magn-
úsar eru 1) Bryn-
hildur, f. 11. ágúst
1960, og Þorbjörg,
f. 4. apríl 1966,
niaki Rúnar Reynis-
son, f. 18. nóvember 1962. Börn
Þorbjargar og Rúnars eru Magn-
ús Reynir, f. 24. febrúar 1994, og
Laufey Svafa, f. 14. júlí 1996.
Magnús stundaði nám í Reyk-
holtsskóla í Borgarfirði og
íþróttaskólanum í Haukadal.
Hann lauk sveinsprófi í vél-
virkjun 1961 og hlaut síðan
meistararéttindi í þeirri grein og
starfaði við það í tíu ár. Árið
1972 lauk hann prófi í tækni-
teiknun frá Iðnskólanum í
Reykjavík og ári síðar hóf hann
störf hjá Mjólkursamsölunni þar
sem hann starfaði fram til
haustsins 1999 þegar hann hætti
sökum veikinda.
Magnús var í stjórn skíða-
deildar Fram og var formaður
um skeið, og auk þess gegndi
hann formennsku og sat í stjórn
Félags Árneshreppsbúa í
Reykjavík um tíma.
Utför Magnúsar fer fram frá
Neskirkju í Reykjavík á morgun,
mánudaginn 6. mars, og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
hreinni og óskertri - nokkuð sem er
einstaklega mikilvægt eigi fjölskylda
að geta staðið undir nafni og haldið
velli.
Fjölskyldur okkar Magnúsar hafa
frá upphafi verið tengdar djúpum
vináttuböndum, sem aldrei hefur
fallið skuggi á. Margar góðar sam-
verustundir koma í hugann meðal
annars í tengslum við skíðaferðir,
vinnuferðir í sumarhúsið á Storð, ár-
leg jólaboð, brúðkaupið hennar
Þorbjargar og þá ekki síst notalegar
og hversdagslegar samverustun-
dimar án nokkurs sérstaks tilefnis.
Þær eru ekki síður dýrmætar, þó á
annan hátt sé, samverustundimar
þegar ljóst varð að leiðin til heilsu
var Magnúsi ekki lengur fær. Vina-
samtöl í skugga dauðans eru einstök
og skilja eftir djúpa reynslu. Þeim
sem voru samferða Magnúsi í gegn-
um tíðina duldist ekki að hann lifði af
einstakri reisn og af þeirri sömu
reisn gekk hann í gegnum endalokin
- heill, sannur og trúr sjálfum sér.
Samferðamenn Magnúsar áttuðu
sig jafnan fljótt á því hve sérstaka
persónu hann hafði að geyma. Það
var til að mynda áberandi hvað hann
hafði einfaldan, vandaðan og fágað-
an smekk og var með eindæmum ná-
kvæmur, vandvirkur og skapandi í
öllu sem hann tók sér fyrir hendur.
Heimili þeirra hjóna ber þessa
glöggt vitni, sem og önnur handverk
er hann kom nærri. í þessum efnum
vissi Magnús alltaf nákvæmlega
hvað hann var að gera og hvemig
hlutirnir kæmu best út. Við hjónin
nutum góðs af hugviti hans, hand-
verki og ósérhlífni, nokkuð sem seint
verður fullþakkað.
Magnús var sérstakur fagurkeri á
fleiri sviðum en í eigin sköpun og
hugverkum, hann hafði til að mynda
yndi af ýmiss konar list, góðum mat
og eðalvínum. Með fáum var jafn-
gaman að njóta og em í þessu sam-
bandi ferðimar á Storð einna
ógleymanlegastar. Fas Magnúsar og
framkoma var þannig að ekki var
hægt annað en taka eftir honum og
bera virðingu fyrir honum. Það var
alltaf yfir honum einhver fágaður
virðuleikablær - og ósjálfrátt vand-
aði fólk sig í nærveru hans. I sam-
skiptum var hann ekki allra og gat á
stundum virkað fáskiptinn og jafnvel
dálítið kuldalegur. Hann var alltaf
hreinn og beinn þannig að þeir, sem
vom mjög viðkvæmir á því sviði,
áttu það til að sáma og stundum
mislíka. Þessi heilindi Magnúsar og
hreinleiki í öllum samskiptum vom
aðalsmerki hans og einstaklega að-
laðandi mannkostir.
Ekki er hægt að kveðja góðan vin
án þess að geta þess að götuna sína
gekk hann ekki einn. Laufey gekk
alla tíð samstiga honum og dætumar
Brynhildur og Þorbjörg. Fyrir
nokkrum árum bættist Rúnar
tengdasonur þeirra í hópinn og síðan
bamabörnin tvö Magnús Reynir og
Laufey Svava. I lokin komu forlögin
því svo fyrir að Magnús Reynir
kvaddi afa sinn hinstu kveðju á sex
ára afmælisdegi sínum. í framtíðinni
hefur þessi dagur því tvöfalda og
dýrmæta merkingu hjá samheldinni
fjölskyldu.
Það er komið að leiðarlokum, fjöl-
skyldan á Haðarstígnum kveður
einn úr hópnum með söknuði og
innilegu þakklæti. Við biðjum góðan
Guð að umvefja Magnús í nýjum
heimkynnum og styrkja þá sem eiga
nú um sárt að binda. Það kemur eng-
inn í staðinn fyrir þann sem kveður
og því verður skarðið ekki fyllt. Það
kemur samt að því að það hlýnar og
birtir að nýju, samverastundir fjöl-
skyldnanna halda áfram - við kerta-
ljós og yl góðra minninga.
Andartak er úti, upphaf er aldar.
Er að enda einn tímans hringur.
Eitt örlagaskeið í tómið hnigið.
Eitt lífshlaup væntingar liðið.
Eftir stendur draumur,
dijúgur straumur mynda.
Liða um hvolfið muna,
málverk liðinna stunda.
(Andri Laxdal)
Vilborg G. Guðnadóttir
og fjölskylda.
Magnús frændi minn er dáinn.
Þessi sterki Strandamaður er fallinn
frá. Ég og Margrét kona mín vorum
svo heppin að kynnast Magnúsi.
Pabbi Magnúsar og afi minn vora
samtíðarmenn í Arneshreppi þar
sem fyrstu kynni mín af Magnúsi
vora. Það litu alltaf allir upp til hans.
Hann var verklaginn með afbrigð-
um. Skíðaáhugi hans var mikill og
naut skíðafélagið Fram krafta hans,
það var sama hvað það var sem á
bjátaði, alltaf var Magnús með réttu
lausnina. Það var ómetanlegt fyrir
Fram að hafa hann þegar lyftan og
síðan skálinn vora reist. Það komu
margir að því verki en að öllum
ólöstuðum var Magnús þar fremst-
ur. Magnús og Laufey byggðu sér
stórkostlegt sumarhús í Tréketilsvík
á Ströndum ásamt systkinum hans.
Þar var hugsað fyrir öllu.
Við voram svo heppin að fá að
koma þangað í heimsókn undanfarin
sumur ásamt Guðmundi Kr. og
Ólöfu konu hans en Guðmundur
hannaði bústaðinn með Magnúsi.
Þetta voru ferðir sem allir biðu eftir.
Enda hvergi eins mikill friður og ró
eins og á Storði en það heitir húsið.
Þar var farið í gönguferðir um alla
sveit og Magnús þekkti hvern stein,
hverja þúfu og hvert fjall. En síðast-
liðið sumar sáum við að það var ekki
allt með felldu, Magnús varð að taka
það rólega og það átti ekki við hann
að geta ekki hlaupið um allt eins og
hann hafði alltaf gert. í síðustu ferð
okkar norður fannst mér ég stela frá
honum verld þegar ég sló útihúsið
með orfi og ljá en það gerði hann
alltaf sjálfur. Það var svo ólíkt
Magga að geta ekki alltaf verið á
fullu. En Maggi minn, við munum
áreiðanlega fara norður og taka
nokkrar aríur og minnast þín.
Elsku Laufey mín, megi góðar
vættir vera með þér og þínum um
ókomna framtíð.
Margrét og Sveinn Sveinsson.
Látinn er langt um aldur fram
góður samstarfsmaður til margra
ára, Magnús Guðjónsson, eftir erfið
veikindi og baráttu við sjúkdóm sem
margan leggur að velli.
Mig langar að kveðja nafna minn
með örfáum orðum og þakka honum
samfylgdina, en við störfuðum sam-
an í fjölda ára. Magnús kom til
starfa hjá Mjólkursamsölunni í
MAGNUS
GUÐJÓNSSON
Reykjavík árið 1972 og starfaði þar
til dauðadags eða í 28 ár. Hann hafði
umsjón með fasteignum Mjólkur-
samsölunnar og fyrirtækja hennar
allan þennan tíma.
Magnús var ennfremur eftirhts-
maður við nýbyggingar fyrirtækis-
ins á Bitrahálsinum á áranum 1981 -
1986 og byggingarstjóri við nýbygg-
ingu Emmessíss hf. á áranum 1993 -
1995, en þar áttum við nafnamir
mikið og náið samstarf, sem ég vil
þakka sérstaklega fyrir hönd okkar
sem að því unnum.
Magnús Guðjónsson var vinur
vina sinna og við sem þekktum hann
vel, vissum að þar fór vandaður mað-
ur og á orðtakið, „Hann var vandað-
ur til orðs og æðis“ vel við um nafna
minn.
Öll mannvirki þessara fyrirtækja
sem Magnús kom nálægt bera
vinnubrögðum hans glöggt merki.
Ailt skyldi vera vandað og vel gert
og ekki skyldi kastað höndum til,
enda áttu hlutimir að endast vel.
Að leiðarlokum þakka ég honum
gott samstarf sem aldrei bar skugga
á. Ég á eftir að sakna þess að heyra
ekki ávarpið hans í símann, „Sæll,
nafni!“
Ég kveð þig með virðingu og
þakklæti fyrir þær stundir sem við
áttum saman.
Fjölskyldu Magnúsar votta ég
mína dýpstu samúð.
Magnús Ólafsson.
Nú er fallinn frá góður drengur
sem við öll söknum sárt.
I þeim hópi erum við mörg sem
höfum kynnst Magnúsi við störf og
leik í skíðadeild Fram. Það er ein-
kennilegt að hugsa til þess að sjúk-
dómur geti lagt að velli, fyrirvara-
laust og á skömmum tíma,
hraustmenni eins og Magnús.
Hann var mjög sérstakur pers-
ónuleiki. Hann var ekki allra en þeir
sem fengu að njóta vináttu hans og
eiga samleið með honum áttu traust-
an bakhjarl. Alltaf var hann jafn
kurteis og geðprúður en fastur fyrir
með sínar skoðanir. Þannig menn ná
oftast langt í lífinu.
Það era ekki ýkjur að tala um
hraustmenni þegar Magnús var ann-
ars vegar. Hann var Strandamaður.
Að vera Strandamaður hefur
ákveðna merkingu í okkar huga.
Til þess þarf ákveðna eiginleika
og burði sem við munum alltaf
tengja við persónu hans. Magnús
var ættaður frá Kjörvogi á Strönd-
um en fluttist síðan ungur til
Reykjavíkur.
Eftir að gamall kjami Framara
kom úr skíðaferð frá Noregi í febr-
úar 1972 var ráðist í stofnun skíða-
deildar Fram. Ýmsir góðir og áhuga-
samir menn komu að þeim störfum
fyrstu árin.
Skíðadeildin starfað í nokkur ár í
Eldborgargili við nokkuð frumstæð-
ar og bágbomar aðstæður. Það á®X
við bæði hvað varðaði húsakost og
lyftubúnað. Magnús Guðjónsson
gekk í skíðadeild Fram nokkra eftir
að deildin var stofnuð. Það var mikill
happafengur fyrir skíðadeild Fram
og komandi kynslóðir.
Deildin var upphaflega ekki stofn-
uð með æfingar og keppni í huga,
heldur átti þessi félagsskapur að
þjóna þörf Framara sem vildu
stunda skíði sér til ánægju og heilsu-
bótar og þetta væri fyrst og fremst
fjölskylduíþrótt í félaginu. Það var í
þessum anda sem að Magnús kom í
skíðadeildina og léði henni sífla
starfskrafta og fítonsanda, og ávallt
síðan þar til yfir lauk.
Með Magnúsi komu í skíðadeild-
ina fjöldi ættingja og vina hans,
sem allir lögðu hönd á plóginn af
sömu eljunni. Fljótlega fóra ýmsir
hlutir að þróast til betri vegar. Á ár-
unum 1980 til 1990 risu mannvirki á
borð við fullkomna skíðalyftu og
skíðaskála í Eldborgargili í Bláfjöll-
um. Það er á engan hallað að eigna
Magnúsi mikið framkvæði hvað
þessa uppbyggingu varðar og er
hann ávallt nefndur guðfaðir deild-
arinnar.
Ekkert okkar hafði órað fyrir að
skíðadeildinni ætti eftir að vaxa svo
fiskur um hrygg. Fram hafði eigna^fQ
„alvöra“ skíðadeild. Eftir að upp-
byggingu lauk fóra fjöldamörg ár í
hönd með æskulýðsstarfi, æfingum,
keppni og umfram allt fjölskyldu-
samfundum í fjalli og í útilegum að
sumarlagi.
Magnús hafði alltaf sterkar taug-
ar til skíðadeildarinnar. Jafnvel þeg-
ar hann var þjakaður af ólæknandi
skjúkdómi sl. haust hafði hann taug-
ar til og frumkvæði að kalla saman
nokkra framkvöðla.
Hann vildi minna menn á að láte
ekki vináttubönd og samskipti fruw>
herjanna lognast út af. Margir era
hættir að koma í skíðaskálann góða í
Eldborgargili og hittast eins og í
gamla daga.
Á því vill Magnús að verði bragar-
bót. Það var ekki eina erindið sem
hann átti við okkur. Hann vildi klára
lítið verkefni sem tengdist skála-
byggingunni. Jákvæður hugur og
eftirfylgni Magnúsar varð til þess að
framherjarnir hafa nú komið þessu
ætlunarverki hans í framkvæmd.
Allir liðsmenn skíðadeildar Fram
senda eiginkonu og öllum aðstan-
dendum Magnúsar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Skíðadeild Fram.
__________________________________yi
t
GUÐJÓN GÍSLI MAGNÚSSON
frá Skansinum,
Hásteínsvegi 2,
Vestmannaeyjum,
sem lést sunnudaginn 27. febrúar sl., verður
jarðsunginn frá Landakirkju miðvikudaginn
8. mars kl. 14.00.
Þórunn Vaidimarsdóttir,
Valdimar Þór Gíslason, Þuríður Helgadóttir,
Ásgerður Jóhannesdóttir,
Valdimar Karl Sigurðsson.
—i, -,1 *
t
Hjartanlegar þakkir færum við þeim fjölmörgu
er auðsýndu okkur hlýhug og vináttu og
studdu okkur á ótal vegu vegna andláts og út-
farar elsku drengsins okkar,
FREYSTEINS HARALDSSONAR.
Haraldur Bernharðsson, Hanna Óladóttir,
Þóroddur Haraldsson,
Ragnheiður Hansdóttir, Inga Teitsdóttir,
Bernharð Haraldsson, Óli Jóhann Ásmundsson,
Hans Bragi Bernharðsson, Ásmundur Ingvi Ólason,
Arndís Bernharðsdóttir,
Þórdís Bernharðsdóttir.