Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.03.2000, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 5. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Svona, svona Kubbur. Næsta ár fáum við kannski eitthvað frumlegra en gúmmíbein! J~ Ljóska Ferdinand Jæja kappar góðir, þetta er fyrsti leikurinn, eru einhver viðbrögð þarna úti. Látum þau heyra þeim hvers við erum megnug. Bíðið bara til næsta árs. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Börnin okkar fá ekki þá kennsludaga sem lög kveða á um Frá Óskaii ísfeld Sigurðssyni: FRAMUNDAN eru vetrarfrí í lang- flestum grunnskólum Reykjavíkur. Fyrir suma er þetta kærkomin nýj- ung, íyrir aðra fylgja þessu ýmis vandræði. Við í stjórn SAMFOK, sam- bands foreldrafé- laga og foreldrar- áða í skólum Reykjavíkur á grunnskólastigi, Óskar ísfeld höfum meiri Sigurðson áhyggjur af því að verið sé að hafa af bömunum okkar þá kennsludaga sem þau eiga rétt á samkvæmt grunnskólalögum. Og það þá ekki í fyrsta skipti. Samkvæmt grunnskólalögunum eiga böm í gmnnskólum hér á landi að fá, að lág- marki, 170 kennsludaga á hverju skólaári. Takið eftir því að hér er löggjafinn að tryggja lágmarks- réttindi bamanna okkar, að sjálf- sögðu mega dagamir vera fleiri, það er á ábyrgð hvers sveitarfélags að taka ákvörðun um það. Hvað eru kennsludagar? A undanfömum árum hafa böm í langflestum grunnskólum borgarinn- ar aðeins fengið 168 kennsludaga. Þetta hafa foreldrar ítrekað gert at- hugasemdir við. Agreiningur hefur verið gerður um það hvað séu kennsludagar, m.a. hvort svokallaðir foreldraviðtalsdagar séu kennsludag- ar eða ekki. Til þess að fá úr þessu skorið hefur SAMFOK leitað til menntamálaráðuneytisins og beðið um úrskurði hvað þetta varðar. Aður en núverandi skólaár hófst hafði ráð- uneytið fellt eina þrjá úrskurði um þetta atriði og þeir era skýrir hvað þetta varðar: foreldraviðtalsdagar era ekki kennsludagar. Þrátt fyrir þetta er bömum í Reykjavík enn boð- ið upp á skóladagatöl með einungis 168 kennsludögum. Og það þó þannig hagi til á þessu skólaári, að frá 1. september til 31. maí séu 178 virkir dagar, þremur virkum dögum meira en vanalega ( virkir dagar = fjöldi daga - frídagar) Hvernig er þessu skólaári skipt niður? í stóram dráttum er þetta eins og fram kemur í þessari töflu: Skipting skólaársins Fj. virkra daga 178 Fj.samstarfsdaga kennara 5 Fj.foredraviðtalsdaga 2 Fj. vetrarfrísdaga 3 Fj. kennsludaga 168 En hverjir bera ábyrgð á þessu? í grannskólalögunum segir eftirfar- andi: í hverju skólahverfí skal vera skólanefnd sem fer með málefni grannskóla eftir því sem lög og reglu- gerðir ákveða og sveitarstjóm eða sveitarstjórnir kunna að fela henni. Skólanefnd skal sjá um að öll skóla- skyld böm í skólahverfmu njóti lög- boðinnar fræðslu. Hún skal staðfesta áætlun um starfstíma nemenda ár hvert og fylgjast með framkvæmd náms og kennslu í skólahverfínu. I sveitarfélögum þar sem skólahverfl era fleiri en eitt skal áætlun um starf- stíma nemenda jafnframt staðfest af viðkomandi sveitarstjóm. I Reykja- vík hafa menn ákveðið að borgin skuli vera eitt skólahverfi og einungis ein skólanefnd starfandi. Skólanefnd grannskólanna í Reykjavík er Fræðsluráð Reykjavíkur. Sam- kvæmt þessu ber það ábyrgð á að bömin okkar fái ekki færri en 170 kennsludaga ár hvert. Þessu hlut- verki sínu hefur fræðsluráð bragðist á undanfömum árum. Stutt skólaár hefur neikvæð áhrif Skólamenn era yfirleitt sammála um að stutt skólaár hafi neikvæð áhrif á námsárangur bamanna okk- ar. Til munu vera rannsóknir sem sýna fylgni þessara atriða, þ.e. því styttra skólaár, því lakari náms- árangur. Eins og áður sagði era virk- ir dagar á þessu skólaári óvenjulega margir eða 178 miðað við 175 í venju- legu ári. Fræðsluráð Reykjavíkur hafði því gott tækifæri nú tíl að gera vel við böm í grannskólum borgar- innar og hafa kennsludagana fleiri en það lágmark sem grannskólalögin kveða á um. Fræðsluráði heíúr verið kunnugt um það lengi í hvað stefndi þetta skólaár. Því hafa borist umsagnir for- eldraráða fyrr í vetur um skóladaga- töl og skólanámskrár þar sem vakin hefur verið athygli á þessu atriði. Á síðasta fræðsluráðsfundi, sem hald- inn var 21. febrúar, lagði undirritaður fram tillögu um að skólastjóram borgarinnar verði sent bréf frá fræðsluráði þar sem fram komi að: 1. Lágmarksfjöldi kennsludaga samkvæmt grannskólalögunum er 170. 2. Samkvæmt úrskurði mennta- málaráðuneytisins era starfsdagar kennara og foreldraviðtalsdagar ekki kennsludagar. 3. Fræðsluráð beinir því til skóla- stjóra að þeir endurskoða skóladaga- töl skólanna í þessu Ijósi, og felli niður vetrarfrí þar sem það á við svo fjöldi kennsludaga verði ekki færri en 170. Formaður fræðsluráðs, Sigrún Magnúsdóttir, bar ekki upp tillöguna til afgreiðslu á þeim fundi og því er ekki vitað hvaða afgreiðslu hún fær. Það hefur heyrst að kjarasamning- ar Reykjavíkurborgar við starfsfólk skólanna komi í veg fyrir að hægt sé að uppfylla lágmarksákvæði laganna um fjölda kennsludaga. SAMFOK telur það ekki vera mál sem það hefur bein afskifti af. Við göngum útfrá því að borgin gangi þannig frá sínum samningum við sitt starfsfólk að það fái greitt fyrir þá vinnu sem það þarf að vinna til að uppfylla sínar vinnu- skyldui- sem síðan hljóta að taka mið af þeim lögum sem um málið gilda. Eins og áður sagði er áætlað að svokölluð vetrarfrí verði í langflest- um grannskólum borgarinnar dag- ana 6,7 og 8 mars. Ætlar Fræðsluráð að grípa til aðgerða fyrir þann tíma? Hvernig ætlar formaður fræðslur- áðs Reykjavíkur að tryggja að börnin okkar fái þann lágmarksfjölda kennsludaga sem lögin kveða á um? ÓSKARÍSFELD SIGURÐSSON, formaður SAMFOK og áheyrnar- fulltrúi foreldra í fræðsluráði Reykjavíkur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.