Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 1
85. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bankaleynd í ESB Bretar vilja afnám Lissabon. AP. DEILUR milli stjórnar Bret- lands og Lúxemborgar á fundi fjármálaráðherra ríkja Evrópu- sambandsins, ESB, í Lissabon í gær virtust ætla að koma í veg fyrir áætlanir um hert eftirlit með skattsvikurum. Talið er að sum aðildarríkin tapi milljörðum evra árlega vegna þess að einstaklingar not- færa sér mismunandi reglur í ríkjunum um skattlagningu sparifjár og vijja Bretar aflétta bankaleynd til að klófesta skatt- féð. „Bankaleyndinni verður ekki haggað hjá okkur,“ sagði tals- maður stjómvalda í Lúxem- borg, Guy Schuler. Lúxemborg- arar vilja þess í stað að lagður verði samræmdur, 20% fjár- magnstekjuskattur á sparifé sem fólk á annars staðar en í heimalandi sínu. Flest aðildar- ríkin eru sammála hugmyndinni en Bretar eru á móti. Þeir benda á að slíkar reglur myndu ógna alþjóðlega skuldabréfamark- aðnum í London. KVIAELDIS- DEILUR Reuters Leyfa flutning matvæla STJÓRNVÖLD í Eritreu hafa að sögn sjónvarpsstöðvarinnar BBC fallist á að leyfa flutning matvæla um hafnir landsins til Eþiópíu en þar er óttast að allt að átta millj- ónir manna geti farist úr hungri. Ríkin tvö hafa um skeið átt í blóðugu landamærastríði. Miklir þurrkar í norðausturhluta Afrfku valda því að matur er af skornum skammti en mest er hættan talin vera í Eþíópiu sem ekki liggur að sjó. í Ogaden-héraði einu deyja nú að jafnaði átta börn daglega úr hungri. Búpeningur er víða fallinn úr hungri og þorsta. Stjórnvöld í Peking gagnryna Taivana V araforsetaefni „þjóðarskömm44 Peking. AFP, AP. STJÓRNVÖLD í Peking gagnrýndu í gær harkalega ummæli væntanlegs varaforseta Taívans, Annette Lu, um sjálfstæði eyjarinnar í viðtölum við fjölmiðla í Hong Kong. Lu hefur eins og nýkjörinn forseti, Chen Shui-bian, sagt að hún muni leggja til að Taívan- ar lýsi yfir sjálfstæði ef Kínverjar gera hernaðarái-ás á eyjuna. Lu gagnrýndi í viðtölunum kommúnista- stjómina fyrir að hóta valdbeitingu í deilunum um samband Kína og Taív- ans. Einnig hélt hún því fram að bilið milli sjónarmiða deiluaðila hefði breikkað að undanfornu. Stjórnvöld í Peking höfðu fyrir for- setakosningamar uppi stór orð um að yrði Chen fyrir valinu gæti afleiðingin orðið styrjöld. Eftir sigur Chens 18. mars hefur á hinn bóginn verið kyrrt og hafa báðir aðilar virst reyna að lægja öldurnar þar til nú. „Ólæknandi sjálfstæðissinni“ Lu sagði í gær að kommúnista- stjómin væri enn í losti yfir niður- stöðu kosninganna, ráðamenn í Pek- ing vissu ekki hvernig þeir ættu að bregðast við og reyndu því að nota gamlar aðferðir, auðmýkja og valda sundrung meðal ráðamanna á Taívan. í yfirlýsingu kínverskra stjóm- valda sagði að Lu hefði andmælt kenningunni um að Taívan væri hluti af einu og óskiptu Kína og ýtt undir miskh'ð beggja vegna sundsins sem skilur eyríkið frá meginlandinu. Sýndi þetta að hún væri „öfgasinnuð og ólæknandi sjálfstæðissinni. I reynd er hún orðin þjóðarskömm Kínverja,“ sagði í yfirlýsingunni sem að nafninu til var gefin út af tveimur opinberam stofnunum er fást við mál- efni Taívans. Lu var einnig sögð hafa notað umræður um hótanir af hálfu Kína til að letja þá Taívana sem vildu sameiningu við Kína og að hún reyndi að eitra hugarfar manna í eyríkinu gagnvart Kína. Ljóst þykir að svo mikilvæg skila- boð séu aðeins birt að undirlagi stjórnvalda enda greindi ríkisfrétta- stofan Xinhua vandlega frá þeim og þau vora birt í öllum helstu dagblöð- um Kína. Óljóst er að sögn stjórnmálaskýr- enda hvort um sé að ræða stefnu- breytingu í Peking með það að markmiði að herða á ný baráttuna gegn sjálfstæðistilburðum á Taívan. Chen hefur lýst yfir vilja til að ræða málamiðlun í deilunum um stöðu Taívans en hefur ekki viljað fallast á að fyrirfram verði slegið föstu að eyj- an sé hluti Kína. Mugabe hvetur hvíta til að yfírgefa Zimbabwe Bindura í Zimbabwe. The Daily Telegraph. ROBERT Mugabe, forseti Zimb- abwe, lýsti í gær enn á ný yfir stuðn- ingi við þúsundir blökkumanna sem hafa að undanförnu lagt undir sig um 800 búgarða hvítra manna í landinu og hrakið eigenduma burt. Þing landsins hefur samþykkt aðgerðirn- ar og sagt að ekki beri að greiða gömlu eigendunum skaðabætur en hæstiréttur landsins telur yfirtökuna ólöglega. Forsetinn sagði á fundi með nokkrum þúsundum stuðnings- manna sinna í Bindura, um 80 km norðan við höfuðborgina Harare, að þeir sem hefðu lagt jarðirnar undir sig myndu ekki verða fjarlægðir. „Ég styð þá,“ sagði forsetinn við mikinn fögnuð viðstaddra. Hann fór niðrandi orðum um hvíta íbúa Zimbabwe og sagði að ef þeir gætu ekki sætt sig við að svartir færa með völdin gætu þeir einfaldlega farið. Hvítu bændunum ráðlagði hann að reyna ekki að verjast þeim sem legðu undir sig búgarðana og kenndi hann hinum fyrrnefndu um átökin sem hafa orðið sums staðar. A föstudags- morgun slösuðust hjón á áttræðis- aldri á litlum búgarði er þau reyndu að verja staðinn. „Enginn mun stöðva ykkur, allar dyr standa opnar,“ sagði Mugabe og taldi upp ýmsar landamærastöðvar sem þeir hvítu gætu farið um. Einnig væri sjálf- sagt að veita þeim lögreglufylgd á flugvöllinn í Har- are. Margir af hús- tökumönnunum svörtu era fyrr- verandi liðsmenn Mugabe í skæra- liðastríðinu og segja þeir að hvitir menn hafi lagt undir sig bestu jarðir landsins á nýlendutímanum en Zimbabwe var lengi bresk nýlenda og nefndist þá Suður-Rhodesía. Robert Mugabe Sðnouf f OKIcuf l«l«ndlngu»n hlart- tðkjnn'-wnpnðvll.vwai.u ar<»U»»mf IM«n*uWfi»af- m pwiBat lrMtn«ijl annnð wm hOn hfuf Útflutningstekjur Zimbabwe byggjast að miklu leyti á framleiðslu búgarðanna en alls era hvítu bænd- urnir um 4.500. „Mugabe er svo óútreiknanlegur að ég er mjög áhyggjufull,“ sagði hvítur bóndi, Michelle Conner. „Svo gæti farið að hann vaknaði einn morguninn og tæki þá ákvörðun að beita þjóðarhreinsun gegn okkur.“ Þrátt fyrir þetta sagðist hún ekki vera á föram. Breska stjórnin hefur mótmælt stefnu Mugabe og era samskipti ríkj- anna afar stirð en þing Zimbabwe vill að sögn BBC að Bretar bæti hvítu bændunum tjónið vegna missis búgarðanna. Hvíti minnihlutinn, sem að mestu er ættaður frá Bretlandi, fór með stjórn landsins í meira en tvo áratugi, eftir að hafa sagt skilið við Bretland og var þá háð mannskætt skæraliðastríð milli hvítra og svartra sem vildu fá kosningarétt. Arið 1980 létu hvítir loks undan og Mugabe var kjörinn forseti. Vinsældir hans hafa hins vegar minnkað mjög síðari ár enda er efna- hagurinn slæmur og atvinnuleysi mikið. MORGUNBLAÐHD 9. APRÍL 2000 5 690900 090000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.