Morgunblaðið - 09.04.2000, Page 2

Morgunblaðið - 09.04.2000, Page 2
2 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjölgun í Húsdýra- garðinum HUÐNURNAR Rák og Fiða báru þremur litium sætum kiðlingum 2. aprfl sl. Kiðlingarnir sem um er að ræða eru 2 hafrar (hvítur, grá- höttóttur) og ein huðna (svart- flekkótt). Heilsast þeim öllum vel og mikið líf er í fjárhúsinu. Geitur á Islandi eru í útrým- ingarhættu og eru þær einungis rétt rúmlega 400 talsins. Það er athyglivert við þennan burð að kiðlingarnir þrír eru allir mis- munandi á litinn sem endur- speglar litarafbrigði íslenska geitastofnsins. Flugvirkjar óánægðir með friðarskylduákvæði kjarasamninga Vilja endurheimta verkfalls- rétt gagnvart þriðja aðila FLUGVIRKJAR í Flugvirkjafélagi íslands sem vinna hjá Flugleiðum, 156 að tölu, hafa ekki verk- fallsrétt gagnvart þriðja aðila, sem skýrir það hvers vegna boðað verkfall 13. apríl nær aðeins til 30 til 40 flugvirkja í vinnu vegna reglulegs flugs hjá Flugleiðum. Kjör flugvirkja Flugleiða í störfum hjá þriðja aðila eru þau sömu og í vinnu við vélar Flugleiða. Flugvirkjar samþykktu ákvæði um friðar- skyldu í samningum sem gerðir voru fyrir um sjö árum en að sögn Emils Eyjólfssonar, formanns samninganefndar Flugvirkjafélags Islands, verð- ur reynt að fá endurheimtan verkfallsrétt gagn- vart erlendum verkefnum og þriðja aðila í þeim viðræðum sem nú standa yfir milli félagsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Flugleiða. Ástæðu þess að flugvirkjar samþykktu ákvæðið um friðarskylduna segir Emil hafa verið þá að flugvirkjar hefðu viljað leggja sitt af mörk- um til að byggja upp viðhaldsaðstöðu Flugleiða fyrir erlend flugfélög. Flugvirkjar hefðu tekið þátt í fjárfestingu í flugskýli Flugleiða í Keflavík fyrir erlendar vélar með því að skerða kjör sín og fyrirgera verkfallsrétti sínum. Oánægja með ákvæðið hefði ekki komið upp fyrr en nokkrum árum eftir að samningurinn var gerður, enda voru verkefni fá fyrstu árin, að sögn Emils. Morgunblaðið/Jim Smart Sjdmannadagurinn í Reykjavík Færeyskt kappróðr- arlið í heimsókn RÁÐHERRA sjávarútvegsmála í Færeyjum, Jorgen Niclasen, lands- stýrismaður í fiskivinnumálum, mun verða heiðursgestur á sjómannadeg- inum í Reykjavík 4. júní nk. Með honum fylgir færeysk kappróðrar- sveit sem etja mun kappi við íslenskt kappróðrarlið. Guðmundur Hallvarðsson, for- maður sjómannadagsráðs, segir að Niclasen sé búinn að staðfesta komu sína á sjómannadaginn, en þetta er í annað skipti sem fenginn er aðili að utan sem tengist sjávarútveginum sem heiðursgestur. Á síðasta ári kom hingað John Prescott, aðstoðai’- forsætisráðherra Bretlands. Nicla- sen mun m.a. flytja ávarp við höfnina á sunnudeginum og taka þátt í minn- ingarathöfn um drukknaða sjómenn í Fossvogskirkjugarði að morgni sjó- mannadags. Ásamt Niclasen er reiknað með færeyskri kappróðrarsveit á sjó- mannadaginn og segir Guðmundur að smala eigi saman í sveit til að keppa á móti henni. Hann segir Fær- eyinga taka kappróðurinn mjög al- varlega, enda taki þeir sér marga daga í undirbúning fyrir kappróður- inn sem fram fer á Olafsvökunni, og lýst er í útvarpi eins og kappleik í knattspyrnu. Annað árið í röð verður sjómanna- dagurinn í Reykjavík haldinn sam- hliða Hátíð hafsins í samstarfi sjó- mannadagsráðs og Reykjavíkur- hafnar. Dagskráin stendur yfir í tvo daga og segir Guðmundur að verið sé að gera sjómannadaginn og Hátíð hafsins að fastri uppákomu í borg- inni, sem einnig verði ferðamanna- væn. Rúnar Norð- urlanda- meistari RÚNAR Alexandersson varð Norðurlandameistari í fjölþraut á Norðurlandamótinu í áhaldafím- leikum í Helsinki í Finnlandi á föstudagskvöld. Rúnar hlaut samanlagt 53.700 stig. Hann varð lang efstur - næstur kom Norðmaðurinn Tor Einar Refsnes með 52.000 stig. Rúnar fékk 8.550 stig á gólfi, 9.000 á bogahesti, 9.100 í hringjum, 8.800 á stökki, 9.050 á tvíslá og 9.200 á svifrá. MORGUNBLAÐINU í dag fylgir 16 síðna blað frá Félagi íslenskra bókaútgefenda í til- efni af viku bókarinnar. Vegna mistaka birtist þessi tilkynning í blaðinu í gær og er beðist velvirðingar á því. Bjarni Tryggvason geimfari er vinsæll hjá ungu kynslóðinni í Kanada Siglir með víkinga- skipinu í sumar Ottewa. Morgunblaðið. BJARNI Tryggvason geimfari áformar að koma t.il íslands í sumar og sigla með víkinga- skipinu Islendingi áleiðis til Kanada. Bjarni tók þátt í hátfðahöldum í Ottawa í vikunni í tilefni af þúsund ára afmæli landafundanna og í tilefni þess að 125 ár eru liðin frá því að fyrstu fslensku vesturfararnir settust að í Nýja-fslandi við strendur Winnipeg-vatns. Um 350 börn voru viðstödd hátfðahöldin í Menningarsafninu í Ottawa og fór ekki á milli mála ánægja þeirra með að Bjarni skyldi vera meðal þeirra og heilsa upp á þau. Bjarni fékk t.d. áberandi meira klapp en stjórnmálamenn- irnir sem fluttu ræður við athöfnina. Skólar hafa óskað eftir að fá Bjarna í heimsókn og hann hefur orðið við þeim óskum. Morgun- blaðið slóst í för með honum í Riverview Al- ternative-skólann í Ottawa þar sem honutn var vel fagnað. Kemur tvisvar til íslands í ár Nemendur í skólanum hafa undanfarnar vikur verið að læra um ísland og um víkinga- tímabilið. Krakkarnir eru búnir að smiða eins konar vikingaskip t kennslustofunni og hafa búið til vopn og víkingabúninga. Spurningar nemendanna til Bjarna fjölluðu hins vegar fæstar um víkingatímann heldur um geim- ferðir. Bjarni kom því þó að, að hann hefði fæðst á Islandi og væri þvf sannur afkomandi víkinganna.Bjarni kom til íslands fyrir tveim- ur árum ásamt börnum sínum og eiginkonu og dvaldist hér í 10 daga. Hann sagði að þetta hefði verið frábær ferð. „Ég áforma að koma til íslands í júní í sumar og aftur í september. Ég vonast eftir að geta tekið börnin mín með mér því þau skemmtu sér afar vel síðast þeg- ar við komum. Heimsókn mín í september tengist verkefni sem ég er að vinna að í tengslum við Háskólann. í júní áforma ég að sigla á víkingaskipinu íslendingi. Ég vona að mér gefist tækifæri til að taka þátt í siglingu skipsins til Ameríku. Líklega fer ég ekki með alla leið því áætlað er að ferðalagið taki sex vikur. Eins og staðan er núna vona ég að ég geti verið um borð eina viku í upphafi ferðar og kannski eina viku í Iok hennar.“ Morgunblaðið/Golli Bjarna Tryggvasyni geimfara var vel fagnað þegar hann kom í heimsókn til barnanna í Riverview Álternative-skólanum á föstudag. Þau höfðu um margt að spyrja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.