Morgunblaðið - 09.04.2000, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Frétt DV um afmælisferð Grenivíkurráðherra:
Það fer hrollur um liðið að þetta verði gert afturvirkt.
Glæsilega hönnuð hljómtækjastæða. Framúrstefnuleg og
kraftmikil me5 2 xlOO W útgangsmagnara, Power Bass
hátalara - funky blá baklýsing, einingar sem aubvelt er að
taka f sundur, gegnsætt lok fyrir CD-spilara og allt það sem
þú vilt hafa f alvöru hljómtækjastæðu, og meira til
M
ii
Bach-tónleikar í Breiðholtskírkju
Söngur
á háu stigi
á Islandi
Jörg E. Sondermann
fimmtudaginn
kemur heldur org-
anistinn Jörg E.
Sondermann Bach-tón-
leika í Breiðholtskirkju og
hefjast þeir klukkan 20.00
um kvöldið. Séra Gísli Jón-
asson flytur ávarp og bæn-
arorð. Aðgangseyrir, kr.
900, rennur til Hjálpar-
starfs kirkjunnar. Tónleik-
amir eru aðrir í röðinni af
26 Bach-tónleikum sem
haldnir eru annan hvem
fimmtudag hvers mánað-
ar. Jörg E. Sondermann
orgelleikari var spurður
um efnisskrá tónleika hans
í Breiðholtskirkju að þessu
sinni?
„Eg hef valið á þessa
tónleika prelúdíu og fúgu í
C-dúr, eldri gerð verksins,
sem aldrei hefur verið flutt hér á
landi fyrr, samkvæmt upplýsing-
um Hauks Guðlaugssonar, söng-
málastjóra Þjóðkirkjunnar. Einn-
ig flyt ég fjóra sálmaforleiki úr
Neumeister-Sammlung. Nótur að
þeim verkum fundust 1984 í Yale-
háskóla í Bandaríkjunum. Þessir
sálmar em nú frumfluttir nú.
Þetta era samtals 38 sálmar en
aðeins verða fluttir fjórir nú. Þá
flyt ég partítu úr sálmalaginu O
Gott, du frommer Gott sem til-
heyrir fyrstu verkum Bachs. Þá
er á efnisskránni prelúdía og fúga
í C-dúr. Þetta verk samdi Bach
þegar hann var 18 ára gamall. Þá
kemur fantasía úr sálmalaginu
Jesu, meine Freude (Hvað má
hvíld mér veita). Næstir era tveir
sálmaforleikir frá 1730, Nun freut
euch, lieben Christen gemein (Ef
heimilin og húsin með vor herra
blessar eigi) og Valet will ich dir
geben (Lofgjörð, já lof ég segi).
Að síðustu flyt ég prelúdíu og
fúgu í c-moll. Eitt stef í þessu
kemur úr Matteusarpassíunni
sem Bach samdi 1729.“
-Hvers vegna er Bach svona
mikið á dagskrá núna?
„Tvö hundrað og fimmtíu ár era
liðin frá dauða hans. Víða um heim
er þessa minnst með margvíslegu
móti. I Þýskalandi er t.d. Bach-
ár, öll þrjú hundrað orgelverk
hans verða flutt og margt, margt
fleira. Ég mun á þessum 26 tón-
leikum flytja öll orgelverk Bachs í
Breiðholtskirkju. I öðra lagi era
verk Bachs ekki mjög þekkt hér
nema nokkur. Af öllum þessum
þrjú hundruð orgelverkum sem
ég mun flytja í Breiðholtskirkju
eru aðeins fáein sem leikin era
hér öðra hvora í kirkjum.“
- Ágóðinn af tónleikunum renn-
ur til Hjálparstarfs kirkjunnar, á
ágóðinn að renna til einhvers sér-
staks verkefnis þar?
„I Þýskalandi höfum við þetta
öðravísi, þar söfnum við pening-
um í söfnunarbauka. Mér fínnst
viðeigandi að nota tón-
list þá sem Bach samdi
fyrir kirkjur til þess að
fjármagna hjálparstarf
í löndum þar sem
hörmungar ríkja, svo
sem í Mósambík til
dæmis."
- Hvað hefur Bach samið mörg
kirkjuleg verk?
„Hann hefur samið eins og fyrr
gat um 300 orgelverk og svo um
200 kantötur. Einnig stór verk
eins og Matteusarpassíuna, Jó-
hannesarpassíuna, H-mollmess-
una og sex módettur. Loks hefur
► Jörg E. Sondermann fæddist
1957 í Witten í Þýskalandi. Hann
stundaði kirkjutónlistarnám í
Herford og Dortmund og tók
þaðan lokapróf 1980. Hann lauk
einleikaraprófi á orgel 1982.
Hann starfaði sem kórstjóri og
organisti í Westfalen og frá ár-
inu 1985 stóð hann fyrir tónlist-
arhátið er nefnist Westfalische
Bach-Tage. Hann hefur haldið
tónleika víða um Iönd. Hann
fluttist til íslands haustið 1997 og
hefur síðan starfað sem organisti
í Hveragcrðis- og Kotstrandar-
sóknum. Hann kennir einnig kór-
stjórn og orgelleik við Tónskóla
Þjóðkirkjunnar frá hausti 1999.
hann gert um 400 útsetningar á
sálmalögum."
- Era verk Bach þýðingarmikil
í menntun orgelleikara í Þýska-
landi?
„Þegar menn hefja nám í
kirkjutónlist á háskólastigi í
Þýskalandi verða þeir að leika
viss verk eftir Bach og þannig er
það raunar líka á íslandi. Hins
vegar er Bach miklu meira leikinn
í kirkjum í Þýskalandi en annars
staðar af því að hann var mesta
tónskáld barokktímabilsins og
einn mesti meistari kirkjutónlist-
ar í Þýskalandi - þetta byggir því
á langri hefð. Hefðir í kirkjutón-
list í Þýskalandi era svo miklu
eldri en á íslandi.“
- Hvernig flnnst þér að starfa
sem organisti á íslandi?
„Það er mjög áhugavert, nú hef
ég þekkingu á þýskum hefðum í
kukjutónlist eftir tuttugu ára
starf þar og einnig er ég orðinn
kunnugur kirkjulegum hefðum í
tónlist hér á íslandi. Hér er svo
margt í gangi, íslendingar hafa
tekið sitt lítið af hverju frá
Evrópulöndum. Þetta er áhuga-
vert að heyra. íslendingar eiga
mörg góð tónskáld og í verkum
þeirra má greina áhrif
úr ýmsum áttum sem
þeir meðhöndla á ís-
lenskan hátt. Á íslandi
er söngurinn á háu
stigi, íslendingar höfðu
lengi ekki hljóðfæri svo
þeir sungu, þessa sér stað í söng-
hefð þeirra. Ég er útlendingur hér
en ég hef aldrei átt í vandræðum
vegna þess í tónlistarheiminum -
viðhorfin era svo frjálsleg í þess-
um efnum meðal íslenskra tónlist-
armanna kannski vegna hinna
margvíslegu erlendu áhrifa sem
þeir hafa tileinkað sér.“
Frumflutt
eldri gerð
prelúdíu og
fúgu í C-dúr