Morgunblaðið - 09.04.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
V elferð-
arkerfí
á vega-
mótum
Norræna velferðarkerfíð hefur byggst á
almennri þátttöku: Allir leggja til þess og fá
eitthvað til baka. En mun þetta haldast eða
verður farið að skilgreina velferðarkerfíð
sem aðstoð við nauðstadda, spyr Sigrún
Davíðsdóttir eftir að hafa lesið nýja skýrslu
um norræna velferðarkerfið. Þar kemur
glöggt fram að Island er að mörgu leyti
undantekning frá norrænum aðstæðum.
Morgunblaðið/Sverrir
Fjöldi ellilaunaþega eykst hlutfallslega með ári hverju á Norðurlöndum eins og í öðrum iðnríkjum. Af þeim sök-
um er óhjákvæmilegt að endurskoða velferðarkerfið reglulega.
NORRÆNA velferðar-
kerfið mótaðist á eft-
irstríðsárunum og
þótt það sé ólíkt eftir
löndum, eru grund-
vallarforsendurnar þær sömu. Eftir
atvinnuleysi og samdrátt á síðasta
áratug, með meðfylgjandi þrýstingi
á velferðarkerfið, stendur efnahag-
ur á Norðurlöndum nú aftur með
blóma. Um leið er þróun velferðar-
kerfisins mikið til umræðu.
Norðurlandabúar horfa ekki að-
eins hver til annars, heldur taka
mið af evrópskum umræðum, sem
snúast meðal annars um veika efna-
hagslega stöðu og þátt velferðar-
kerfa álfunnar í henni. Norræna
kerfið stendur þó að mörgu leyti vel
og getur hreykt sér af því að hafa
haldið niðri fátækt og aukið jöfnuð.
Það verður samt að horfast í
augu við vankantana, bendir sænski
félagsvísindamaðurinn Joakim
Palme á i nýrri skýrslu, en hann
starfar hjá Institut for socialforskn-
ing í Stokkhólmi. Skýrslan, „Nor-
ræna kerfið og breytingar á félags-
legri vernd í Evrópu“, er gerð að
tilhlutan Norðurlandaráðs, gefin út
á ensku og hana kynnti Palme ný-
lega fyrir blaðamönnum í Kaup-
mannahöfn. Þótt munur sé á lönd-
unum fimm fara fjögur þeirra í
grófum dráttum svipaðar leiðir en
Island sker sig greinilega úr.
Frá sköttum yfir í samspil
launþega, ríkis og atvinnu-
rekenda
Velferðarkerfi nútímans á rætur
að rekja til almannatryggingakerf-
isins, sem Bismarck kom á í Þýska-
landi á seinni hiuta 19. aldar. Það
var þó ólíkt því kerfi sem
þróaðist á Norðurlöndum
á uppgangstímum eftir-
stríðsáranna. Palme
bendir á, að framan af
hafi ekkert verið við nor-
rænu kerfin sem benti til
þess er síðar varð. Norðurlönd voru
heldur sein til að koma á víðtæku
velferðarkerfi og fram að fyrri
heimsstyrjöldinni voru bæturnar
lægri en í nágrannalöndunum. Það
átti þó eftir að breytast og ekki síst
fyrir það, að áhersla var lögð á að
gera konum kleift að taka þátt í at-
vinnulífinu. Það einkennir enn þró-
unina á Norðuriöndum og þar er
einstaklingurinn og ekki fjölskyld-
an hornsteinn velferðarkerfisins.
Atvinnuþátttaka kvenna hafði
einnig þau áhrif á Norðurlöndum,
að þar hefur umönnunargeirinn, að
mestu mannaður konuin, þanist út
og þar sem hið opinbera er hér stór
vinnuveitandi hefur það áhrif á um-
fang ríkisumsvifa.
Þar með hefur konum verið skap-
að atvinnutækifæri en það er
áhugavert umhugsunarefni, að þar
með hefur þeim kannski verið hald-
ið í láglaunastörfum, sem eiga sinn
þátt í tekjumun karla og kvenna.
Palme bendir á, að kostnaður á
Norðurlöndum af millifærslukerf-
um ýmiss konar sé ekki hærri en
víðar annars staðar. Sé félagslegu
þjónustunni hins vegar bætt við lít-
ur dæmið öðru vísi út.
Framan af var velferðarkerfið í
grófum dráttum fjármagnað með
sköttum. Eftir kreppu síðasta ára-
tugar hafa Norðurlöndin farið
nokkuð hvert í sína áttina á þessu
sviði og þar gætir margvíslégs sam-
spils launþega, ríkis og atvinnurek-
enda.
Góður árangur en ekki
fullkominn
Hver var þá tilgangurinn með
þessari víðtæku kerfisbyggingu?
Eins og annars staðar var tilgang-
urinn að draga úr fátækt en nor-
ræna kerfið leggur einnig grund-
vallaráherslu á að jafna aðstöðu
þegnanna og kynjanna. Almennt
einkennist það af því að vera hugs-
að fyrir hinn breiða fjölda, ekki að-
eins fyrir lítinn hóp þurfandi eins
og gamals fólks og einstæðra
mæðra.
Hér bendir Palme á, að norræna
reynslan bendi til, að kerfi, sem
miðað sé við allan þorra fólks og
ekki aðeins lítinn hóp, sé í raun
árangursríkara til að
hjálpa þeim sem þess
þurfa en kerfi sem eiga
eingöngu að vera eins
og öryggisnet fyrir þá
illa settu. Hann bendir
ennfremur á, að þar
sem Norðurlöndin standi vel hvað
varðar baráttu við fátækt og jafn-
rétti miðað við nágrannalöndin, þá
megi segja, að velferðarkerfm hafi
þjónað tilgangi sínum bærilega.
Það felur þó ekki í sér, að ekki
megi koma auga á agnúa í kerfun-
um og þá verður að ræða en ekki
fela, eins og Palme telur að oft hafi
verið tilhneiging til.
Höfuðgagnrýnin að mati Palmes
er, að sökum félagsbóta og hárra
skatta hafi velferðarkerfið dregið
úr viljanum til að vinna. Hann
Áhersla á ein-
staklinginn -
ekki á fjöl-
skylduna
bendir hins vegar á, að það sé þó
erfitt að sjá þess tölfræðilegan stað
því þrátt fyrir atvinnuleysi hafi at-
vinnuþátttaka verið mikil, einkum
vegna atvinnuþátttöku kvenna.
Nær sé að líta á hvernig opinber út-
gjöld hafi verið notuð til að bæta
forsendur hagvaxtar og hvaða áhrif
útgjöld á sviði menntunar, heilsu-
fars, húsnæðismála, umhverfis og
skyldra þátta hafi haft á hagvöxt.
Hver á að leiða uppstokkun
og endurskoðun?
Atvinnuleysi, vaxandi fjöldi elli-
launaþega og vinnandi fólk, sem
víkur æ yngra af vinnumarkaðnum,
er vandi, sem Norðurlöndin eiga við
að glíma, engu síður en aðrar
. Evrópuþjóðir. Þessi vandi veldur
þrýstingi á velferðarkerfið og gerir
uppstokkun og endurskoðun nauð-
synlega. Þá er spurningin hvernig
hægt sé að koma því svo fyrir, að
kerfið sé hvetjandi en ekki letjandi.
Almennt bendir Palme á, að
reynslan styðji, að bætur og þjón-
usta miðist við alla en sé ekki háð
tekjum. Astæðan er einfaldlega sú,
að um leið og tekjumark sé innleitt,
þá bjóði það upp á breytta hegðun,
þannig að til dæmis lágtekjufólk,
oft konur, missi hvatninguna til að
vinna. Önnur stefna er að gera bæt-
ur háðar tekjum á þann hátt, að því
hærri sem tekjumar eru, því hærri
séu bætumar, því það sé fólki hvati
til að vinna og greiða þá í félags-
tryggingar.
En spurningin er líka hverjir eigi
eða muni leiða uppstokkun velferð-
arkerfisins. Hér áður fyrr mótaðist
kerfið í samspili stjórnmálamanna
og verkalýðshreyfingarinnar. Með
vaxandi vantrausti á stjórnmála-
mönnum og minnkandi ítökum
verkalýðshreyfingarinnar er spurn-
ing hvort ekki vanti eitthvað í
myndina. Æ stærri hópar fólks, til
dæmis þeir sem era atvinnulausir
og ellilífeyrisþegar, álíta að þeir
eigi sér engan málsvara.
En þetta má skoða frá fieiri hlið-
um. í grein í Financial Times 29.
mars varpar John Plender blaða-
maður og höfundur bókarinnar „A
Stake in The Future - The Stake-
holding Solution" fram þeirri
spurningu hvort félagskerfi Evrópu
séu dragbítur á evrana. Þrátt fyrir
fögur fyrirheit gangi allt of hægt að
stokka upp lífeyriskerfm. Nú síðast
hafi Lionel Jospin, forsætisráð-
herra Frakka, mátt gefast upp fyrir
andófi gegn nauðsynlegri upp-
stokkun. Þótt veik evra ýti í augna-
blikinu undir evrópska uppsveiflu
verði ekki komist hjá sársaukafull-
um aðgerðum til að auka hagvöxt,
sem sé forsenda þess, að unnt sé að
takast á við kerfisvanda eins og at-
vinnuleysi og vaxandi hópa ellilíf-
eyrisþega.
Ut frá hugmyndum Palmes má
líta svo á, að það, sem geri megin-
landsbúum erfiðara fyrir, er, að þar
hefur ekki að sama skapi tekist að
gera velferðarkerfið þannig að öll-
um finnist þeir eiga í því og þar
vantar norræna áherslu á jafnrétti.
Norðurlöndin hafa ekki leyst öll
vandamál, en þeim tókst að komast
yfir þrengingar síðasta áratugar
þótt enn þurfi frekar að aðlaga fé-
lagskerfin þar að vaxandi árgöng-
um eldri borgara.
Norræna kerfið hefur upp á
áhugaverða þætti að bjóða þegar
velferðarkerfi almennt eru rædd og
meðal annars til að kynna ýmsar
hliðar þess var Palme fenginn til að
skrifa skýrsluna og þá á ensku til að
hún gæti nýst utan Norðurland-
anna.
Islenska velferðarkerfið:
Sögulegft slys eða úthugsað
sköpunarverk?
Skýrsla Palmes er einkum miðuð
við Norðurlöndin að íslandi undan-
skildu en hann tekur þó dæmi frá
íslandi eftir því sem efnið gefur til-
efni til. Það þarf ekki að lesa lengi
til að sjá, að íslenska velferðarkerf-
ið er að mörgu leyti gjörólíkt nor-
ræna kerfinu. í grófum dráttum
virðist hugmyndin um félagslegan
jöfnuð og jöfnuð kynjanna ekki
áberandi í íslenska kerfinu.
Velferðarkerfið nor-
ræna óx í samspili verka-
lýðshreyfingar og
stjómmálamanna, eink-
um jafnaðarmanna. Nor-
rænar verkalýðshreyf-
ingar hafa verið sterkar
og sömuleiðis jafnaðarmannfiokk-
arnir norrænu. I þessu sambandi er
áhugavert að hafa í huga rannsókn-
ir Herdísar Drafnai- Baldvinsdóttur
á tengslaneti ASÍ og atvinnurek-
enda og velta því fyrir sér hvort það
samkrall verkalýðshreyfmgarinnar
og atvinnurekenda, sem hún bendir
á, sé einnig að einhverju leyti skýr-
ingin á, að hið altæka norræna vel-
ferðarkerfi hefur ekki skotið rótum
á íslandi.
Palme bendir á, að ein ástæðan
fyrir íslenska frávikinu sé hagkerfi
byggt á sjávarútvegi, en hann hall-
ast einnig að því, að íslensku verka-
lýðshreyfingunni hafi ekki tekist á
sama hátt og þeirri norrænu að
hafa áhrif á þingmenn. Á hinn bóg-
inn hafi henni að mörgu leyti tekist
vel að skipuleggja félagskerfi með
samningum á vinnumarkaðnum,
sem iðulega hafi leitt til þess, að
ríkið sleppi vel en vinnuveitendur
leiki mikilvægt hlutverk hvað fé-
lagsgreiðslur varði.
Að mati Palmes eru velferðar-
kerfi, sem beina bótum að einstök-
um þurfandi hópum, ekki heppileg,
því þau reki fleyg á milli fátækra og
þeirra, sem betur mega, og feli í sér
hættu á fátæktargildru. Jafnframt
bendir hann á, að ekki verði þó
horft framhjá því, að þótt ísland
hafi farið aðrar leiðir en hin Norð-
urlöndin, hafi tekist að berjast gegn
fátækt og ójöfnuði.
Hann segist þó hafa af því
áhyggjur hvernig fari um almennan
stuðning við íslenska velferðarkerf-
ið, sem aðeins fáir fái úr, meðan
flestir njóti góðs af sambandi al-
mennra, tekjutengdra bóta við sam-
ingsbundnar bætur, sem hækki
með hækkandi tekjum.
I Danmörku er það nánast trúar-
setning jafnaðarmanna, að hluti
velferðarkerfisins verði að koma
öllum til góða án tillits til tekna, til
að styrkja almennan stuðning við
kerfið. Um leið og aðeins fáir og
þurfandi njóti stuðnings velferðar-
kerfisins, minnki áhugi almennings
á að leggja sitt til þess.
Lítil atvinnuþátttaka fólks undir
og á eftirlaunaaldri er vaxandi
vandamál víða og þá einnig á Norð-
urlöndum að íslandi undanteknu.
Palme bendir á, að ís-
lendingar vinni ekki að-
eins lengur fram eftir
aldri en flestir aðrir,
heldur séu þeir jafn-
framt ánægðir með það.
Hér veltir hann íyrir sér
hvort aðrir geti eitthvað af þessu
lært.
Skýrsla Palmes gefur ástæðu til
að spyrja hvort hinar séríslensku
aðstæður séu ávöxtur úthugsað
ferlis, eða hvort íslenska velferðar-
kerfið hafi þróast meira og minna
tilviljanakennt og þá líkt og hið
ítalska í viðleitni til að koma ein-
stökum hópum til bjargar fremur
en að byggja upp kerfi, sem ýtti
undir samkennd og samstöðu, eins
og svo rík áhersla hefur verið lögð á
í norræna kerfinu.
Hverjir eru
málsvarar
atvinnulausra
og aldraðra?