Morgunblaðið - 09.04.2000, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.04.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 31 „Hafnfirðingar hafa í ríkari mæli fylkt sér að baki okkur eftir að ein- okunartilhneiging- in fór að vera meira áberandi. Hafnfirð- ingar eru greini- lega á því að við séum að gera rétt með því að halda sjálfstæðinu," vefst tunga um tönn þegar forvitnast er um hvort til greina komi að færa út kvíarnar. „Okkur hefur verið ákaflega umhugað um að gera vel hér í Hafnarfirði. Verkefnin hafa verið óþrjótandi og dregið úr áhug- anum á því að opna fleiri verslanir. Hinu er ekki að leyna að af því að reksturinn hefm’ gengið vel hefur annað slagið komið upp umræða um að fara víðar. Fjarðarkaup hefur verið boðið húsnæði undir verslun annars staðar á höfuðborgarsvæð- inu. Annars er hollt að hafa í huga að gróði er afstætt hugtak. Eins og við sjáum að er víða að gerast í verð- bréfaviðskiptum eru oft aðeins hug- myndafræðilegar væntingar þar að baki.“ Nú er komið að því að Sigurberg- ur rifji upp skemmtilega sögu úr versluninni. „Ég man bara eina,“ segir hann, greinilega ósáttur við að ekki komi fleira upp í hugann. „Einu sinni kom kona til okkar og vildi skipta ís. Hún sagði að ekki aðeins væri mjúkísinn alltof harður heldur vantaði flögur í ísinn samkvæmt upplýsingum á pakkningunum. Við skoðuðum innhaldið og komumst fljótlega að því að ekki var um ís heldur hakk að ræða. Fitan hafði komist upp á yfirborðið og lág yfir eins og freðinn ís í ísboxinu. Eins og gefur að skilja varð konan talsvert vandræðaleg þegar hið rétta kom í ljós.“ Áframhaldandi uppbygging í Firðinum Sigurbergur talar af varfærni um framtíðina. „Smám saman hefur veltan orðið meiri og mest 1.500 milljónir í fyrra. Hvemig okkur gengur að halda í við risana verður tíminn að leiða í ljós. Samkeppnis- stofnun hefur viðurkennt að geta ekki haft áhrif á samrunaþróunina. A hinn bóginn þarf enginn að segja mér að eðlilegt sé að Baugur ráði yfir Stflhrein Glæsileg hreinlætistæki Ifö Cera. Innbyggt frárennsli auðveldar þrif. Tvívirkur skolhnappur, hægt er að velja um 3ja eða 6 lítra skol. Ifö - Sænsk gæðavara fífi® Smiðjuvegi 11 - 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089 • tengi.is Jötnar eiga eftir að standa upp úr hrauninu við Fjarðarkaup. 50% af öllum markaðinum. Jafn hátt markaðshlutfall yrði aldrei látið við- gangast í ríkjum eins og Bandaríkj- unum. Hvað framtíðina varðar er heldur ekki hægt að líta framhjá því að 30.000 fm verslunarhúsnæði á eft- ir að bætast við í Smáranum innan tveggja ára. Erfitt er að spá fyrir um hver áhrifin verða,“ segir Sigurberg- ur og bætir því við að í fyrirsjáan- legri framtíð sjái hann ekki annað í spilunum en áframhaldandi upp- byggingu í Fjarðarkaupi í Hafnar- firði. Menningarandi inn á milli hillanna Nú blandast Sveinn, verslunar- stjóri og sonur Sigurbergs, inn í um- ræðurnar og upplýsir að til standi að koma fyrir Gafli inni í versluninni. „Við höfum í samráði við upplýsinga- fulltrúa- og ferðamálafullti’úa bæjar- ins verið að þróa hugmynd um að koma á nokkurs konar upplýsinga- miðstöð inni í búðinni. Undir Gaflin- um verður upplýsingatafla með upp- lýsingum um helstu viðburði í bæjarlífinu. Gestum verður boðið undir Gaflinn og koma á framfæri boðskap til bæjarbúa. Bæjarstjórinn og aðrir stjómendur bæjarins gætu t.a.m. nýtt sér aðstöðuna," segir hann og tekur fram að markmiðið sé að ýta frekar undir heimilislegan menningaranda í versluninni. „Nú og við verslunina," heldur hann áfram. „Já,“ segir Sigurbergur. „Okkur datt í hug að reisa listaverk við verslunina. Listamaðurinn Grím- ur Marinó Steindórsson hefur gert fyrir okkur líkan að 5 m háu lista- verki úr ryðfríu stáli. Listaverkið heitir Jötnar og verður væntanlega afhjúpað á 27 ára afmæli verslunar- innar 7. júlí í sumar. Jarðfræðileg hugmyndafræði verksins felst í því að berggangar kljúfi hraundyngju. Berggangar eru sterkir og standa oft einir upp úr hrauninu í íslenskri náttúru. Hraunið er undirstaða Hafnarfjarðar og flæðir allt í kring um verslunina. Listaverkið á eftir að standa á bæjarmörkunum þar sem nú er stöpull við fánastangimar og varpa flöktandi Ijósi yfir nánasta um- hverfið.“ Utanríkisþjónusta Islands 60 ára Ljósmynda- sýning í Þjóð- arbókhlöðu UTANRÍKISÞJÓNUSTA ís- lands minnist tímamóta í starfi sínu næstkomandi mánudag, 10. apríl. Þann dag verða sextíu ár liðin frá því að Islendingar tóku framkvæmd utanríkis- mála í eigin hendur. I tilefni afmælisins mun Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, opna ljósmyndasýn- ingu í Þjóðarbókhlöðunni sem helguð er 60 ára sögu íslenskr- ar utanríkisþjónustu. Sérstak- ur gestur utanríkisráðuneytis- ins verður Friis Arne Petersen, ráðuneytisstjóri danska utan- ríkisráðuneytisins. Tilgangur Ijósmyndasýning- arinnar er að vekja athygli á mikilvægum viðburðum er tengjast sögu utanríkisþjónust- unnar og endurspegla margvís- leg verkefni starfsmanna henn- ar í sextíu ár. Við undirbúning sýningarinnar hefur verið lögð áhersla á að safna saman fjöl- breyttu myndefni. Með ljós- myndasýningunni er lagður gmnnur að ljósmyndasafni ut- anríkisráðuneytisins og bættri varðveislu myndefnis á sviði ut- anríkismála. Ljósmyndasýningin stendur frá 10. aprfl til 10. maí næst- komandi. Stefnt er að því að sýningin verði sett upp á fleiri stöðum í kjölfarið. UTSÖLUSTAÐ] BENSÍNSTÖÐIN ÍSAFIRÐI DROPINN KFILAVÍK HLAÐ SF. HÚSAVÍK J&J Kjarnanum Selfossi PÓLARIS EHF. AKUREYRI SJÓBÚÐIN AKUREYRI SMUR OG DEKK HORNAFIRÐI VERSLUNIN BLÁFELL GRINDAN VEIÐIKOFINN Egilsstaðir VERSLUNIN VÍK NESKAUPSTAÐ VERSLUNIN ALDAN SANDGERÐI RÁS EHF. ÞORLÁKSHÖFN ÁRBÆJARBLÓM HRAUNBÆR ÁSTUND AUSTURVERI BÍLABÚÐ BENNA VAGNHÖFÐA BÍLANAUST VERSLANIR ELLINGSEN GRANDAGARÐI GÍSLI JÓNSSON EHF. BÍLDSHÖFÐA GUÐMUNDUR HERMANNSSON - ÚRSMIÐUR SMÁRANUM Heimskringlan Kringlunni HESTAVÖRUR SÍÐUMÚLA HLAÐ SF. BÍLDSHÖFÐA INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA J. VILHJÁLMSSON BYSSUSMIÐUR' MARKIÐ ÁRMÚLA MERKÚR HF. SKÚTUVOGI NANOQ KRINGLUNNI POIARIS KÓPAVOGI RAKARASTOFAN HÓTEL SÖGU SELECT SMÁRANUM SELECT SUÐURFELL SELECT VESTURLANDSVEG SPORTBÚÐIN TÍTAN SELJAVEGI TOKYO GARÐABÆR TÖLTHEIMAR FOSSHÁLSI ÚTILÍF GLÆSIBÆ VEIÐIHORNIÐ HAFNARSTRÆII VEIÐIVON MÖRKIN VESTURRÖST IAUGAVEGI Dreifing Veiðihúsið Sakka EFH. Hólmaslóð 4 101 RV Símar 898 4047 • S62 00 Fax 562 1095 Netfang vs.palll@xnet.l ío hvaöa k eoo siani munu : : o ocra þt*r kkiít i mu 1 lO.MÍDNI 1 lOM.I IS| | 1 i.KVDUM liAilli vm i iniMi K VI 11101)1’ RAUIM/R 626 nm. 24° víður 1 X Lithium CR-2032 124 klst. APF£LSÍNU GLfJLLTJf 605 nm. 15° mjór 1 X Lithium CR-2032 124 klst. GULUIi 590 nm. 15° mjór 1 X Lithium CR-2032 124 klst. GILLflN 525 nm. 30° víður 1 X Lithium CR-2032 200 klst. SÆGit/£MfI 500 nm. 30° víöur 2 X Lithium CR-2016 12 - 14 klst. niM 470 nm. 30° víður 2 X Lithium CR-2016 12- 14klst. UVJJUJf 6500 kelvin 20° mjór 2 X Lithium CR-2016 12- 14klst. INFRA MUOUR ??? ??? 1 X Lithium CR-2032 ???
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.