Morgunblaðið - 09.04.2000, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 09.04.2000, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 SUNNUDAGUR 9. APRÍL 2000 Íf-- MINNINGAR SÆMUNDUR ÁGÚSTSSON + Sæmundur Ágústsson, Þing- skálum 8, Hellu, var fæddur 5. aprfl 1930. Hann iést á Lands- spítalanum í Foss- vogi 30. mars síðast- liðinn. Forejdrar hans voru Ágúst Kristinn Eyjólfsson bóndi og kennari í Hvammi og kona hans Sigurlaug Eyj- ólfsdóttir húsfreyja . Systkini Sæmundar eru Eyjólfur bóndi í Hvammi, f. 9.1. 1918, d. 30.3. 1997, Þórður verslunar- maður í Reykjavík, f. 5.3 1920, d. 14.5. 1990, Eyjólfur Karl arkitekt í Svíþjóð, f. 1.9. 1922, Guðbjörg verslunarmaður í Bandaríkjun- um, f. 5.12.1924. Kona Sæmundar er Elínborg Óskarsdóttir starfs- maður á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu, f. 6.6. 1935 í Hellishólum í Fljótshlíð, dóttir hjónanna Óskars S. Ólafssonar frá Kjóastöðum í Biskupstungum og Lovísu Ing- varsdóttur frá Hellishólum í Fljótshlíð. Böm Sæmundar fyrir ' hjónaband em: 1) Ingibjörg, f. 18.5. 1957, starfsmaður á Múla- lundi. 2) Guðrún Jóna, f. 3.7.1960, skrifstofumaður í Reykjavík, sam- býlismaður hennar er Grétar Jónsson framkvæmdastjóri í Reykjavík. Börn Sæ- mundar og Elín- borgar eru: 1) Sigur- laug, f. 8.2. 1962, bankastarfsmaður í Reykjavík , sambýl- ismaður hennar er Jóhann Tómasson byggingaverktaki í Reykjavík. 2) Lovísa, f. 14.12. 1963, starfs- maður í bókbandi í Kópavogi. 3) Dreng- ur, f. 22.3. 1969, d. 30.4. 1969. 4) Ágúst Ármann, f. 18.3. 1974, starfsmaður hjá Gámaþjónustunni í Reykjavík. Sæmundur fluttist til Reykja- víkur 17 ára gamall og bjó þar með móður sinni og systur í 12 ár og vann meðal annars sem bif- reiðastjóri og sjómaður. Árið 1959 fluttist Sæmundur að Hellu. Hann vann sem verslunar- og skrif- stofumaður hjá Kaupfélaginu Þór til margra ára. Hann vann í Sig- ölduvirkjun, á skrifstofu Rangár- vallahrepps, hjá Landgræðslu rík- isins, Oh'sumboðinu á Hellu, Kaupfélagi Rangæinga, Hvols- velli, Grillskálanum á Hellu. Síð- ustu 10 árin vann hann sem gæslu- maður á Gunnarsholtshælinu á Rangárvöllum. Utför Sæmundar fór fram í kyrrþey. Elsku pabbi, þetta er hinsta kveðja frá mér til þín. Eg sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þínverolderbjörtáný. Eg þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir oglýsirumókomnatíð. (Þórunn Sig.) Hvíl í friði. Guðrún Jóna. Okkur í fjölskyldunni langar í nokkrum orðum að kveðja Sæmund frænda okkar og kæran fjölskyldu- vin. Það voru alltaf náin tengsl á milli okkar og Sæmundar og fjölskyldu hans. Við vorum nágrannar, vinir, skyldmenni, eiginlega ein stór fjöl- skylda. Heimili hans var okkar ann- að heimili. Hann var alltaf nálægur og tiltækur. Sæmundur reyndist okkur alltaf einstaklega vel. Að eiga góðan að í erfiðleikum er ómetanlegt. Það sýndi sig best þegar pabbi okkar dó, þá studdi hann okkur og styrkti. Umhyggja Sæmundar náði líka til góðu stundanna. Hann sýndi okkur áhuga, einlægan áhuga, á öllu því sem við vorum að gera. Hann var vakandi yfir okkur og velferð okkar. Þegar maður horfir til baka og minnist Sæmundar og nærveru hans Rs OSWALDS sí'mi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAI SI IU.l 1 íll • 101 III YKJAVIK DíWÍd lnger Óhtfur Útfnrnrstj. (hfnr/trstj. Útf/tr<trstj. I ÍKKISTUVINNUSIOI A EYVINDAR ARNASONAR Þegar andlát ber að höndum Utfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæSinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. AlúSleg þjónusta sem byggir á langri reynslu Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266 % / ^ÞgaR& er það ekkert eitt einstakt atvik sem stendur upp úr. Það er miklu frekar allt. Nálægðin, áhuginn, umhyggjan og einlægnin. Það lifir ávallt í minn- ingunni. Þannig viljum við muna hann Sæmund okkar. Elsku Ebba, Silla, Lollý, Gústi og fjölskyldur, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Lóa Rún Kristinsdóttir. Kæri Sæmundur minn. Þótt við værum viðbúin fréttinni um að síð- ustu baráttu þinni við erfiðan sjúk- dóm væri lokið áttum við erfitt með að sætta okkur við að þú fengir ekki einnig þetta komandi sumar að rækta verðlaunagarðinn þinn og taka á móti velkomnum gestum á sólpalli undir grænum laufkrónum trjánna, sem voru bara litlir sprotar þegar þú plantaðir þeim. Við vorum þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga fjölskyldu þína að ná- grönnum um 20 ára skeið og milli heimila okkar ríktu traust vináttu- og ættarbönd. Ævinlega var til ykk- ar hjónanna leitað þegar koma þurfti ungum syni í skammtímavist eða biðja um aðra greiða. Það var að- dáunarvert að fylgjast með hve sam- staða ykkar hjónanna var sterk og hversu mikla alúð þið lögðuð bæði við heimili ykkar og fjölskyldu. Eins og margir aðrir ijölskyldu- feður á Hellu þurftir þú lengst af að sækja vinnu þína utan heimaslóðar. Þú varst árum saman starfsmaður Landsvirkjunar og búðarstjóri verk- taka á virkjanasvæðunum við Sig- öldu en síðustu árin starfsmaður rík- isins við heilsuhælið í Gunnarsholti. Þau störf sem ég held að hafi þó veitt þér mesta ánægju voru verslunar- störf sem þú stundaðir um árabil á Hellu. Viðskiptavinir þínir fundu ævinlega hvað þú sinntir þeim störf- um af mikilli kunnáttu og einlægni. Lífsbaráttan er oft erfið í litlum kauptúnum úti á landi þar sem at- vinnuástand getur verið ótryggt, byggja varð ný hús við búsetu og raf- og hitaorka er dýr. Við þessar aðstæður hefur það oft sýnt sig að afkoman fer mest eftir því hvernig á er haldið. Það var aðdáunar- og eft- irbreytnivert hvernig þú og Ebba byggðuð upp, með alúð og eljusemi, vandað einbýlishús ykkar með glæsilegum garði. Ekki með að- keyptum verktökum eða stórvirkum vinnuvélum heldur með iðjusemi og smekkvísi og voruð fyrirmynd margra annarra, sem áttu þátt í því að gera Hellu að aðlaðandi og snyrti- legu kauptúni þar sem fólki finnst gott að búa. Að leiðarlokum þökkum við þér fyrir einlæga vináttu sem aldrei brást. Ebbu, dætrum þínum, syni og öðrum aðstandendum vottum við okkar innilegustu samúð. Eygló, Sigurður, Sveinn Óskar og Elís Anton. Kær vinur, félagi og fyrrverandi samstarfsmaður er látinn. Stór er sá hópur vina og kunningja sem nú drúpir höfði með söknuði og trega vegna fráfalls öðlingsins frá Hvammi í Landsveit. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg samskipta okkar Sæ- mundar. Að leiðarlokum er mér, starfsfólki í Gunnarsholti og fjöl- skyldu minni efst í huga söknuður og þakklæti fyrir áralanga vináttu og heilladrjúgt samstarf. Sæmundur var sérstakt ljúfmenni og dagfarsprúður og það var mér heiður að fá að starfa með honum. Alltaf var hann boðinn og búinn að liðsinna öðrum. Móður minni var alltaf sérstak- lega hlýtt til Sæmundar, en hann vann sem ungur maður í Gunnars- holti fyrir 1950 og var henni afar góður og hjálplegur. Sæmundur starfaði síðar hjá Landgræðslunni í allmörg ár á skrifstofunni og var ávallt hvers manns hugljúfi innan stofnunarinnar sem utan. Hann kom sér afar vel á vinnustað og var sam- ur við háa sem lága, glaður og reifur, hvort sem ráðherra eða böm leituðu til stofnunarinnar. Hann hafði þann skemmtilega sið að ávarpa vini og kunningja sem fóstra sína og frá honum stafaði innri hlýja. Hann hafði ríka réttlæt- iskennd og sagði skoðanir sínar um- búðalaust. Það voru forréttindi að kynnast þeim hjónunum og við Oddný minnumst flekklausu hlýj- unnar í augum hans og viðmóti en minningin um góðan dreng lifir. Ebbu og börnum, ættingjum og vinum biðjum við Guðs blessunar og vottum þeim okkar dýpstu samúð. Sveinn í Gunnarsholti. Þó svo að það hafi ekki verið í þín- um anda „höfðingi" að vera með ein- hverskonar mærðar-sögur um látið fólk ætla ég samt að kasta á þig kveðju, kæri vinur, að lokinni sam- veru á þessum samverustað. Ég man fyrst eftir þér í sjoppunni í gamladaga þú gantaðist í okkur unglingunum sem jafningi, þú arg- aðist í okkur og stríddir, þá var „kreppubrauðið“ vinsælasta súkku- laðið í sjoppunni, enda á góðu verði hjá þér. Mikið gátum við borðað af því. Síðar kynntist ég þér náið í gegn- um dætur þínar, hjá ykkur Ebbu átti ég ávallt samastað. Það var ósköp þægilegt að hafa fast húsaskjól á Hellu fyrir mig sveitastelpuna sem ekki komst alltaf heim úr ýmsum menningarferðum! Það var mikil gæfa fyrir mig að þekkja ykkur. Nú fyrir skömmu er ég hitti þig fársjúkan varst þú ótrúlega glað- lyndur, þér fannst ég orðin ansi „maddömmuleg", gerðir grín og glens, þú ætlaðir að koma til mín í haust og mála fyrir mig loft og veggi. Því miður verður þú ekki þar með hefðbundinn pensil og rúllu en ég veit þú verður okkur þar samt til að- stoðar. Ég hlakka til. Ég kveð þig höfðingi með þökk fyrir allt og allt. Þínum anda fylgdi glens og gleði gamansemin auðnu þinni réði. Því skal halda áfram hinum megin með himnaríkisglens við mjóa veginn. Ég vona að þegar lífi mínu lýkur, ég líka verði engill gæfuríkur. Þá við skoðum skýjabreiður saman og skemmtum okkur, já, það verður gaman. (Lýður Ægisson) Hvíl þú í friði. Þín vinkona, K. Kristín Daníelsdóttir. „Hvað segirðu, elsku vinurinn minn, - hvernig hefurðu það?“ Röddin var hlý og lýsti vel undur- samlegum manni. Skipti aldrei skapi, augnaráðið kankvíst, stund- um pínulítið dreymandi og fasið seiddi mann til sín. Sæmundur var í móðurfjölskyld- unni. Yngsti bróðir Eyjólfs í Hvammi á Landi, sem er nýlátinn, Þórðar, verslunarmanns i Reykja- vík, Eyjólfs Karls, arkitekts í Sví- þjóð,og Guðbjargar, - Buggu, - verslunarkonu í Reykjavík og hús- freyju í Bandaríkjunum. Agúst faðir þeirra, bóndi í Hvammi, var bróðir ömmu í Tryggvaskála, hann lést ungur og var kona hans Sigurlaug, flutt í bæinn, þegar ég man fyrst eftir mér. Eyjólfur tekinn við búsforráðum í Hvammi. Eru mér í barnsminni heimsóknir til Sigurlaugar og Buggu, sem versl- uðu neðarlega við Laugaveginn. Þegar Bugga fór til Bandaríkjanna færði Sigurlaug sig til Sláturfélags Suðurlands á Skólavörðustíginn, var hjá Lárusi og Bóa og við hliðina á mági sínum, Einari, á Týsgötu 1, þar sem mamma vann og voru tengslin því mikil. Aldrei hittist þetta fólk án þess að talið bærist að Landsveitinni, Hvammi, Skarði, réttum og veiði. Þvílíkur draumaheimur. Sæmundur starfaði í Reykjavík um tíma, en lengst af á Hellu. „Hún amma mín það sagði mér“, sagði skólaskáldið frá Hrólfsstaða- helli á Landi og hún amma mín frá Hvammi, var einasta foreldrafor- eldri mitt, sem lífið leyfði mér að kynnast. Hún var auðvitað besta kona í heimi, sem og mamma. Af þeim dró ég ályktun, hvernig fólk það væri sem byggði hina töfrandi Landsveit, fjarlæg sem hún var í bernskuminningunni. Pabbi ömmu og afi Sæmundur var Eyjólfur, oddviti Landmanna í 50 ár og sýslunefndarmaður Rangæinga jafn lengi. Hann hafði sem ungur maður horft á föðurleifð móður sinn- ar, Gunnarsholt á Rangárvöllum, verða sandinum að bráð, svo var einnig með fleirri jai’ðir, víða um land. Hann var til sjóróðra 1882, þegar mamma hans bað hann að koma heim í Hvamm. Bærinn hrun- inn og heimilisfólkið í tjaldi út á túni. Hálf sveitin fokin upp, Landskóg- arnir horfnir og fólkið farið. Hann hóf baráttu gegn uppfokinu með hleðslu garða, svo kom Sand- græðslan og Landgræðslan, sem loksins hefur tekist að snúa eyðing- aröflin niður. Hann stofnaði búnað- arfélag sveitarinnar, rjómabú, við- lagasjóð og menningarfélag. Hann styrkti Guðmund skólaskáld til náms, lánaði nágrönnum sínum pen- inga til endurreisnar jarðanna og lagðist gegn því að þeir tækju kreppulán. Treysti ekki sjóðunum fyrir jörðunum. Hann var sjálfur forðagæslumaður sveitarinnar og gekk ríkt eftir því að allar skepnur væru vel fóðraðar. Besti vinur Eyjólfs var Björn í Isafold sem gaf honum nafnbótina landshöfðingi. Faðir Sveins, fyrsta forseta Islendinga, stofnanda utan- ríkisþjónustu landsins, Rauða kross- ins á Islandi og fyrirtækja á borð við Eimskip og Sjóvá. Eyjólfur tryggði það ásamt Gesti á Hæli í Hreppum, að vinur hans og frændi, Einar Benediktsson, fengi fyrir hönd Títanfélagsins að fjár- festa í vatnsréttindum Þjórsár og Tungnaár. Þegar fyrri heimsstyrj- öldin gerði vonir Einars að engu runnu öll þessi vatnsréttindi frítt til íslensku þjóðarinnar. Þúsund mega- vött, sem svo sannarlega tryggja birtu og yl og eru grundvöllur Landsvirkjunar. Stórbrotnar hugsjónir í æsku og aðdáun þjóðar á starfi og lífi nákom- inna manna, sem aldrei viðurkenndu uppgjöf eða tap, gegn andstreymi og kúgun, er mikið veganesti ungum manni út í lífið. Sæmundur hefði sjálfsagt orðið góður bóndi á Landinu, með fullar hlöður af heyi á haustin og vel fram- gengnar skepnur á vorin. Gullkistan óþrjótandi, fiskimiðin, toguðu hann þó að ströndinni, eins og svo margan annan góðan sveitapilt. Hann flutti í bæinn, en sneri svo aftur til Rangár- þings, starfaði hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu og síðar við vistheimilið í Gunnarsholti. Sæmundur var undur viðkvæmur og skilningsríkur. Vissi manna best, að aðgát skyldi höfð í nærveru sálar. Hann þráði að reisa við hinn brákaða reyr í mannheimum, eins og afi hans hafði reist við heila sveit í sárum og heila þjóð, fátæka og smáa, til sjálf- stæðis og bjargálna, með vinum sín- um. Mörgum þótti mjög vænt um Sæmund, elskuðu hann af mann- kostum, drenglyndi og þeirri hæversku, sem öllu bjargar, án þess nokkurn tíma að minnast á sjálfan sig. Hann átti yndislega konu og börn, sem nú hafa mikið misst. Ég votta þeim mína dýpstu samúð, sem og öll- um barnabörnunum. Oft höfum við hist, haldið ættarmót, grillað og rabbað, sungið og dansað. Stundum jafnvel verið svolítið menningarleg í anda forfeðranna, gefið út rit, tekið saman ættartölu og rætt um enn stærra rit og enn viðameiri tölu. Stofnarnir falla og nýgræðingur- inn vex. Landið, sveitin okkar und- ursamlega, er eins og veröld í hnot- skurn. Hekla gnæfir og gýs, jörðin verður til. Bolafljót streymir, Rang- áin hjalar, silungur og lax sprikla í vötnum og ám. Sólskríkjan syngur, lömbin fæðast og valllendið ómar af hófataki gæðinganna. Féð streymir dragvænt í réttir, kýrnar gefa hvíta lífdrykkinn og Fjallið eina bíður barna sinna með berjalyng og græna laut. Við fæðumst drottni og erum hans að eilífu. Algóður guð leggi nú Sæ- mund frænda minn sér að hjarta og gefi honum sinn frið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.