Morgunblaðið - 20.04.2000, Page 1

Morgunblaðið - 20.04.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913 94. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS „Mafíu- drengur- inn“ hand- tekinn Montreal. AP. FIMMTÁN ára kanadískur tölvuþrjótur hefur verið kærð- ur fyrir að lama vefsetur CNN sjónvarpsstöðvarinnar og 1.200 vefsíður því tengdar í febrúar sl., að þvi er kanadíska lögreglan greindi frá í gær. Ekki má greina frá nafni drengsins vegna aldurs, en á Netinu gekk hann undir nafn- inu Mafíudrengurinn. Að sögn Yves Roussel, í kanadísku lög- reglunni, var það þörf drengs- ins fyrir að stæra sig af afrek- um sínum á spjallrás sem tölvuþrjótar sækja, sem leiddi til handtöku hans. I kjölfar handtökunnar gerði lögregla tölvu hans og hugbúnað upptækan. Hann hefur nú verið látinn laus gegn tryggingu og því skilyrði að hann dvelji annað hvort hjá móður sinni eða föður. Þá er honum einnig gert að forðast að hafa tengsl við þrjá vini sína, vera kominn heim fyrir átta á kvöldin og að nota ekki Netið. Morgunblaðið/RAX Deilan um jarðir hvítra í Zimbabwe Samþykkt að heíja samninga- viðræður London, Harare, Nairobi. AP, AFP. ROBERT Mugabe, forseti Zimbabwe, greindi frá því í gær að landtökumenn og hvítir bændur hefðu samþykkt að hefja samningaviðræður um skiptingu bújarða í landinu, en sagði jafnframt að jarðimar yrði ekki látnar af hendi í bráð. Fyrr um daginn hafði Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðu- flokksins Hreyfing til stuðnings lýðræðislegum breytingum (MDC), hvatt leiðtoga annarra Afríkuríkja til að fordæma ofbeldisaðgerðir landtökumanna. „Þátttaka leiðtoga Afríkuríkja er mjög mikilvæg og það er auðveldara fyrir þá að fordæma manréttinda- brot Mugabes heldur en fyrir Evrópubúa, sem yrðu sakaðir um kynþáttafordóma," sagði Tsvangir- ai. MDC ógnar stjórn Mugabes og segja sumir stjórnmálaskýrendur ofbeldisaðgerðir landtökumanna eiga rætur í ótta stjómarflokksins við að tapa í þingkosningum sem fram eiga að fara í maí. Leynilegar viðræður Aðgerðir landtökumanna í Zimbabwe hafa víða vakið athygli og hefur Amos Wako, ríkissaksóknari Kenýa, hótað að grípa til aðgerða taki íbúar Kenýa upp á því að sölsa undir sig land með svipuðum hætti. Þá segja suður-afrísk dagblöð að Thabo Mbeki, forseti landsins, hafi átt í leynilegum viðræðum við leið- toga Afríkuríkja um ástandið í Zimbabwe. Robin Cook, utanríkisráðherra Breta, varaði síðan við að áfram- haldandi átök í Zimbabwe kynnu að ógna stöðugleika í allri suðurálfu Afríku. AP Sprengjuárás á McDonald’s LÖGREGLA sést hér girða af McDonald’s skyndibitastað í gær eftir að sprengja sprakk á staðnum með þeim afleiðingum að einn starfsmannanna fórst. Atburðurinn gerðist í verslanakjama í bænum Dinan á Bretagneskaga í Norðvest- ur-Frakklandi. Talið er að fámenn- ur hópur aðskilnaðarsinna, Upp- reisnarher Bretagneskaga, hafi staðið fyrir árásinni. Berlusconi krefst þingkosninga MASSIMO D’Alema, forsætisráð- herra Ítalíu, baðst í gær lausnar frá embætti og samþykkti Carlo Azeglio Ciampi, forseti landsins, lausnar- beiðnina eftir að hafa hafnað henni sl. mánudag. For- setinn ræðir við leiðtoga stjórn- málaflokka í dag um myndun nýrr- ar ríkisstjórnar, en honum er einn- ig heimilt að boða til þingkosninga nú, eða að skipa ópólitískan umsjónarmann til að fara fyrir ríkisstjórninni þar til kosningar fara fram næsta vor. Afsögn D’Alema kemur í kjölfar mikils ósigurs stjórnarflokka mið- og vinstrimanna í héraðs- og sveitar- stjómarkosningum á sunnudag. Stj órnarmynd- unarviðræður hefjast í dag Flokkabandalag auðkýfingsins og hægrimannsins Silvios Berlusconis, íyrrverandi forsætisráðherra, fór með sigur af hólmi. Berlusconi sagð- ist í gær munu krefjast þess að Ci- ampi boðaði þegar til þingkosninga, því óviðunandi væri að næsti forsæt- isráðherra yrði skipaður úr sama stjómarsamstarfi. „Það era engin gild mótmæli við þessari beiðni," sagði Berlusconi. Verði boðað til þingkosninga nú mun það hins vegar koma í veg fyrir að breytingar verði gerðar á kosn- ingakerfinu í maí líkt og til stendur. Ólíklegt er þó talið að Ciampi boði strax til kosninga þar sem hann hef- Elian kyrrsettur Washington. AFP. DÓMARAR við alríkisdómstól í Atlanta staðfestu í gær að „Kúbu- drengurinn“, Elian Gonzalez, skuli dvelja í Bandaríkjunum þar til áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað í máli ættingja drengsins í Miami, sem vilja að honum verði veitt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Kyrrsetning Elians kemur þó, að mati Janet Reno, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, ekki í veg fyrir að Elian fái að dvelja hjá föð- ur sínum á meðan að réttað er í máli hans. „Við munum hlýða úr- skurði dómstólsins, en hann brýtur ekki í bága við ákvörðun mína. Það segir hvergi að drengurinn geti ekki dvalið hjá föður sínum í þessu landi,“ sagði Reno eftir að úrskurð- urinn lá fyrir. ur áhuga á að breytingarnar nái að gangaígegn. Amato talinn líklegur Líklegastur til að taka við embætti forsætisráðherra, verði framhald á stjórnarsamstarfi mið- og vinstri- flokka, þykir Giuliano Amato, óflokksbundinn fjármálaráðherra sem áður tilheyrði flokki jafnaðar- manna. Einnig þykir Antonio Fazio, bankastjóri ítalska seðlabankans, líklegur. Ciampi mun í dag ræða við forseta efri og neðri deildar þingsins, sem og helstu stjórnmálaleiðtoga. Hann mun þar, að sögn talsmanna sinna, fara þess á leit að nýr þingmeirihluti verði myndaður. Þingið verður að samþykkja ríkisstjórn nýs forsætis- ráðherra innan tíu daga. Hljóti hann ekki stuðning þingmeirihluta getur Ciampi boðað til kosninga á ný, en þó ekki fyrr en að 45 dögum liðnum D’Alema hvatti í gær til að ekki yrði efnt til nýrra kosninga þegar að- eins ár væri eftir af kjörtímabilinu. „Það er ekki sanngjamt að kosninga- ósigri fylgi þingrof, sagði D’Alema og endurspegluðu orð hans áhyggjur stjórnarflokkanna að þeirra bíði ann- ar ósigur verði boðað til kosninga nú. MOROUNBLAÐIÐ 20. APRÍL 2000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.