Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjö millilanda- skip stöðvast komi til verkfalls SJÖ flutningaskip í millilandasigl- ingum og tvö strandferðaskip munu stöðvast fljótlega, komi til verkfalls hjá farmönnum innan Sjómannafé- lags Reykjavíkur á miðnætti aðfara- nótt 1. maí nk. Samskip eru með 2 skip í milli- landasiglingum sem verkfallið mun hafa áhrif á og stöðvast annað þeirra 4. maí, en hitt kemur heim viku seinna og stöðvast þá væntan- lega að lokinni losun skipsins. Eitt strandferðaskip er í siglingum hjá Samskipum og stöðvast það 3. maí, komi til verkfalls sem mun þá fljót- lega stöðva allan rekstur Samskipa. Eimskip hafa alls 9 skip í sigling- um og þar af eru 3 leiguskip með er- lenda áhöfn sem öll eru í millilanda- siglingum. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, segir að öll skipin með sjómenn í Sjómannafélagi Reykjavíkur um borð muni stöðvast um leið og þau koma til Reykjavíkur, en gert er ráð fyrir að leiguskipin muni sigla áfram. „Við erum alls með níu skip, þar af eitt á ströndinni og 3 leiguskip með erlenda áhöfn, þannig að 5 skip í föstum millilandasiglingum stöðv- ast þegar þau koma til Reykjavíkur og búið er að losa þau. Það er síðan eitt skip í strandsiglingum, en það er auðvitað allt öðruvísi mál, því það er heilmikið keyrt af vörum hér inn- anlands. En þetta hefur alltaf slæm áhrif.“ Fyrst í stað mun verkfallið fyrst og fremst hafa áhrif á útflutning, sem stöðvast strax, en innflutningur mun halda áfram á meðan skip í millilandasiglingum koma heim eitt af öðru og stöðvast að lokinni losun. Heildarafli íslenskra skipa í marsmánuði, 1997-2000 Botnfiskafli ° 1997 1998 1999 2000 íslenskri lögsögu Botnfiskaflinn í mars, þúsund tonna Þorskur 97 98 99 00 Taka þátt í gerð vinsæls sjónvarpsþáttar í Malasíu í sumar Tækifæri til að upplifa ævin- týri áður en alvaran tekur við ÆVINTÝRAÞRÁIN réð meiru en peningahyggjan þegar Edda Blöndal (24) og Bjarni Örn Kærne- sted (26) réðu sig í sumarvinnu. Þau halda í endaðan maí áleiðis til Malasíu þar sem þau munu koma sér fyrir á eyðieyju nærri Singapúr og taka þátt í gerð sænsks sjón- varpsþáttar sem kenndur er við Róbinson Krúsó. „Þetta er tækifæri til að upplifa dálítið ævintýri áður en alvara lífs- ins tekur við,“ segir Edda en þau Bjarni hyggja senn á húsnæðis- kaup. „Eg myndi ekki vilja vakna upp við það eftir nokkur ár að sjá eftir því að hafa ekki gripið þetta tækifæri þegar það gafst.“ Gantast hún með að ef samband þeirra Bjarna lifi af þá prófraun að búa saman á eyðieyju í Austurlönd- um §ær hafi þau ekki mikið að ótt- ast í þeim efnum. Bjarni, sem er að klára tölvu- fræðinám við Háskólann í Reykja- vík, og Edda, sem stundar nám í sjúkraþjálfun við Háskóla íslands, munu hafa það verkefni að fylgjast á nóttunni grannt með hópi fólks sem á daginn á sér það markmið að standa uppi sem sigurvegari í keppni sem snýst um það að jafnast á við þekktustu sögupersónu Dan- iels Defoe. Er markmið keppninnar að finna þann sem best getur bjarg- að sér á eyðiey án allra hjálpar- tækja og fjarri allri siðmenningu. Keppnin er með vinsælla sjón- varpsefni sem sýnt er í sænsku sjónvarpi um þessar mundir, svo vinsæl að Strix-sjónvarpsstöðin, sem er dótturfyrirtæki Stöðvar 3 og á einkarétt á hugmyndinni, hef- ur selt norskum, dönskum, belgísk- um og hollenskum sjónvarpsstöðv- um rétt tii að nýta sér hana Iíka. Segir Edda að þeim Bjarna hafi Morgunblaðið/Golli Edda Blöndal og Bjarni Örn Kærnested Malasíufarar. boðist að taka þátt í ævintýrinu í gegnum Sjöfn, systur Eddu, sem vinnur hjá Strix. Keppendur í Róbinson-keppninni hafast við á eyðieyjunni Pualu Tenga í Malasíu og eru í upphafi sextán en fækkar síðan smám sam- an uns einn stendur uppi sem sigur- vegari. Starfslið sjónvarpsþáttanna verður hins vegar með búðir á nágrannaeyjunni Pulau Besar en báðar eru eyjarnar í eyjaklasa nærri Singapúr. Verða Bjami og Edda í hópi þeirra sem sjá um að vaka yfir keppendum á nóttunni þegar sjónvarpsmenn eru fjarri góðu gamni. „Edda var þama 1997 þegar keppnin var haldin í fyrsta skipti og þá veiktist t.d. einn keppandinn um miðja nótt,“ segir Bjarni. Þá er þáð hlutverk næturvarðanna að koma til aðstoðar, hringja eftir hjálp og annað þess háttar og munu þau Bjarni og Edda sækja nám- skeið í skyndihjálp áður en þau taka til starfa. Edda vann sem aðstoðarmaður við gerð þáttanna árið 1997, sem var fyrsta árið sem þeir vom fram- leiddir, og Bjarni hefur komið til bæði Balí og Indónesíu. Þau ætla að reyna að nota tækifærið í sumar og heimsækja t.d. Singapúr og Kúala Lúmpúr, höfuðborg Malasíu, enda segist Edda hafa séð eftir því eftir fyrri dvöl sína á þessum slóðum að hafa ekki kynnt sér menningu og sögu svæðisins og áttað sig betur á þeim möguleikum sem hún hafði. Segist hún afar ánægð með að fá annað tækifæri til að gera allt það sem hún ekki náði að gera í fyrra skiptið og Bjarni tekur undir það að þó að launin séu ekki góð þá sé allt uppihald og ferðalög til og frá vinnu greitt af Strix og því um frá- bært tækifæri að ræða. Starfshópur dómsmálaráðherra vinnur frumdrög að nýju fangelsi Utboðslýsing liggi fyrir í ár Metafli í mars FISKAFLI landsmanna í marsmán- uði var alls um 330.173 tonn. saman- borið við 265.023 tonn í marsmánuði árið 1999. Munar þar mestu um tæp- lega 79 þúsund tonna aukningu í loðnuafla. Botnfiskaflinn dróst hins vegar saman frá marsmánuði 1999, fór úr 69.520 tonnum í 56.549 tonn. Af einstökum botnfisktegundum var mestur samdráttur í veiðum á þorski, 5.420 tonn, ýsu, 2.346 tonn og ufsa, 2.014 tonn. Fiskaflinn í ár er nokkru meiri nú en á sama tíma árið 1999, eða 919.775 tonn á móti 790.286 tonnum, sem skýrist að langmestu leyti af auknum loðnuafla. Fiskafli á fyrstu þremur mánuðum ársins varð síðast meiri árið 1997, en þá komu á land alls 928.745 tonn. Alls veiddust fyrstu þijá mánuðina rúm 618 þús. tonn af loðnu árið 1999 en 767 þús. tonn á þessu ári. Botnfiskaflinn hefur hins vegar dregist saman um rúm 16 þús. tonn. Skel- og krabbadýraafli heldur áfram að dragast saman. STEFNT er að því að á þessu ári verði gerð nákvæm útboðslýsing fyrir nýtt fangelsi sem reist yrði í Reykjavík og að taka megi það í notkun árið 2003. Það myndi leysa af Hegningarhúsið, Kvennafangels- ið í Kópavogi og hugsanlega fang- elsið á Akureyri. Gert er þá ráð fyrir að Hegningarhúsið yrði selt og hafa komið fram hugmyndir áhugamanna um að því verði breytt í veitingahús. Samkvæmt upplýsingum frá Sól- veigu Pétursdóttur, dóms- og kirkjumálaráðherra, eru uppi hug- myndir um að byggja nýtt fangelsi á lóð við Tunguháls í Reykjavík sem er til umráða eða á annarri lóð sem fengist í skiptum hjá Reykja- víkurborg. Hafa lóðir á fyrirhuguð- um byggingarsvæðum við Reynis- vatn, í Hamrahlíðarlöndum og við Rauðavatn verið athugaðar sér- staklega. Nýr starfshópur er nú að fara yfir frumdrög að nýju fangelsi og sérfræðingur er að kanna lóða- málin. Á þessu ári eru 7 milljónir króna til ráðstöfunar í undirbún- ingsvinnu, en samkvæmt upplýs- ingum frá ráðherra er stefnt að því að nákvæm útboðslýsing verði samin á þessu ári og byggingin boðin út í alútboði á næsta ári, verði fjárveitingar þá tryggðar. Þá myndi nýtt fangelsi verða tilbúið árið 2003. Kostnaðaráætlun liggur enn ekki fyrir. Lóð fyrir nýtt fangelsi þarf að uppfylla ýmis skilyrði og vera milli 8.800 og 14.600 fermetrar að stærð. Hún þarf að vera vel tengd stofn- brautum borgarinnar, þannig stað- sett að lítið sjáist inn á hana utan frá og má ekki valda röskun eða óþægindum fyrir næsta nágrenni. Fjölnotafangelsi Nýtt fangelsi yrði fjölnota og yrði því ætlað að vera móttöku- fangelsi, gæsluvarðhaldsfangelsi, kvennafangelsi, afplánunarfangelsi fyrir vararefsingu fésekta og al- mennt afplánunarfangelsi. Auk fangaklefa yrðu þar einnig dagvist- arrými svo sem kennsludeild, bóka- safn, rými fyrir íþróttaiðkun og vinnusvæði, yfirheyrsluherbergi og aðstaða fyrir lögmenn og dómara, ráðgjafarstofur fyrir þá sem starfa með föngum, þjónusturými og að- staða fyrir starfsmenn auk útvist- arsvæðis. Fangelsinu er ætlað að vera mót- töku- og gæsluvarðhaldsfangelsi og kvennafangelsi en fjöldi gæsluvarð- haldsfanga er breytilegur og því ráðgert að haga nýtingu fangelsis- ins í samræmi við það. Taka þarf tillit til þess að gæsluvarðhalds- fangar í einangrunarvist mega eng- in samskipti hafa við aðra fanga hvorki í innivist né úti við. Með tilkomu nýs fangelsins yrði unnt að selja Hegningarhúsið, en fram hefur komið að nefnd Evrópuráðsins sem meðal annars fylgist með aðbúnaði fanga telur það ekki uppfylla skilyrði um að- búnað. Þá yrði einnig unnt að breyta Kópavogsfangelsinu í opið fangelsi eða selja húsnæðið, en ekki liggur fyrir úttekt eða spá um hversu brýn þörf sé fyrir opið fang- elsi til viðbótar við Kvíabryggju. Sérblöð í dag ^Mwmm mmmi «tiii ATVINNURAÐ- OG SWIÁAUGLYSINGAR KR kjöldró Grindavík í Frostaskjólinu/C2 pk$wm bm'intiítf.ii.itiUt fft'r Uiihfth umtuuui Manchester United úr leik í meist- aradeild Evrópu/C3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.