Morgunblaðið - 20.04.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.04.2000, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fundur S VÞ með hagsmunaaðilum um verðkannanir í verslunum Sammála um nauðsyn vandaðra verklagsreglna SAMTÖK verslunar og þjónustu (SVÞ) gengust fyrir fundi með hagsmunaaðilum um framkvæmd og framsetningu á verðkönnunum í gær. Fundar- menn voru sammála um að nauðsynlegt væri að fyrir lægju vandaðar verklagsreglur um gerð og kynningu verðkannana svo þær gætu sem best þjónað hlutverki sínu. Var ákveðið að skipa nefnd með fulltrúum SVÞ, Neytendasamtakanna og fleiri aðila sem hefði það hlutverk að semja slíkar reglur. Fækkar verðkönnunum á matvöru? Verðkannanir Neytendasamtakanna og ASÍ hafa verið harðlega gagnrýndar að undanfömu, en Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ, sagði að umræðumar í gær hefðu verið bæði jákvæðar og gagnlegar. Að hans sögn kom m.a. fram á fund- inum að vegna mikillar samkeppni í matvöraversl- uninni væri ekki jafn rík ástæða og áður til að gera tíðar verðkannanir á matvöra. „Það kom fram bæði hjá Neytendasamtökunum og Samkeppnisstofnun að vegna þeirrar miklu samkeppni sem er í matvöraversluninni sé ekki jafn rík ástæða og var áður að gera verðkannanir þar, þó eðlilegt væri að gera það af og til. Það kom íram hjá Neytendasamtökunum að þau hefðu mik- inn hug á að beina auknum þunga að gerð frekari verðkannana á ýmsum sérvarningi og þjónustu,“ sagði Sigurður. Á fnndinn í gær mættu fulltráar samkeppnisyf- irvalda, Neytendasamtakanna og ASÍ, stærstu matvöraverslana, m.a. frá Baugi, Kaupási, Sam- kaupi, Matbæ og Fjarðarkaupi. Að sögn Sigurðar var viðfangsefni fundarins að ræða leiðir til að tryggja fagleg og vönduð vinnu- brögð við verðkannanir í verslunum og þjónustu- fyrirtækjum. Menn hefðu verið sammála um að verðkannanir væru mikilvægt tæki til að viðhalda heilbrigðri samkeppni og upplýsa neytendur. „Tónninn var mjög góður á fundinum. Það er greinilegt að menn vilja ekki vera að þrátta um svona hluti. Menn verða að koma sér niður á vinnu- reglur sem allir geta lifað við,“ sagði hann. Vakt á Fréttavef mbl.is um páska Vígslusýning Þjóðleikhússins 1950 á Islandsklukkunni. Herdís Þor- valdsdóttir í hlutverki Snæfríðar íslandssólar. Pjóðleikhúsið 50 ára í dag FRÉTTAÞJÓNUSTA verður á Fréttavef Morgunblaðsins (www.- mbl.is) um páskana þar sem fluttar verða fréttir af atburðum liðandi stundar, svo sem fundi Ingþórs Bjarnasonar og Haraldar Arnar Ól- afssonar pólfara á norðurskautsísn- um, opnun Þjóðmenningarhússins, öðram menningarviðburðum, íþrótt- um o.fl. Þá verður leikdómur um hátíðar- sýningu Þjóðleikhússins birtur á mbl.is og sagt verður þar frá hátíðar- SAMFYLKINGIN bætir við sig fýlgi miðað við fyrri kannanir og fengi 21,9% ef kosið væri nú sam- kvæmt könnun Gallup á fylgi stjóm- málaflokka sem birt var í gær. Framsóknarflokkurinn mælist með 13,7% fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 42,8%, Vinstrihreyfingin - grænt framboð með 19,1% og Frjáls- lyndi flokkurinn 1,9% skv. niður- stöðum könnunarinnar. Dregið hef- ur úr fylgi Framsóknarflokksins og Vinstrihreyfingarinnar frá seinustu könnun en fylgi Sjálfstæðisflokksins stendur nokkurn veginn í stað. Könnunin leiddi í ljós að veralegur munur er á fylgi flokka eftir kynjum. Þannig mældist Framsóknarflokk- urinn með 12,7% fylgi meðal karla BILUN varð í fyrrinótt í bordælu sem dælir heitu vatni til Stykkis- hólms. Kólnaði þá strax í húsum, en vonast var til að viðgerð lyki fyrir klukkan 6 á fimmtudagsmorgni. Gripið var til þess ráðs að tengja sjúkrahúsið, hótelið og dvalarheimil- ið inn á gömlu kerfin, sem fyrir era. Vinna við að ná dælunni upp úr holunni hófst strax og var unnið alla nóttina og um hádegisbil náðist hún dagskrá í tilefni af hálfrar aldar af- mæli Þjóðleikhússins. Greint verður frá helstu íþróttavið- burðum eins og t.d. úrslitakeppni í handknattleik og körfuknattleik og víðavangshlaupi IR í dag, sumardag- inn fyrsta. Blaðamenn Fréttavefjar- ins verða á vakt frá klukkan 7 að morgni til 18 á skírdag en föstudaginn langa, laugardag, páskadag og annan dag páska frá klukkan 9-18. Hægt er að hringja inn fréttir í sima 8617970 og 5651026 á ofangreindum tíma. og 14,8% meðal kvenna, Sjálfstæðis- flokkurinn með 49,6% meðal karla og 35,4% meðal kvenna. Samfylking- in nýtur stuðnings 27,5% kvenna en 17,2% meðal karla. Fylgi Vinstri- hreyfingarinnar meðal karla er 17,6% en ívið meira meðal kvenna eða 20,8% og Frjálslyndi flokkurinn mælist með 2,2% fylgi meðal karla og 1,3% meðal kvenna. Fylgistölumar vora fengnar úr tveimur könnunum sem gerðar vora á tímabilinu 20. mars til 12. apríl. Úrtakið var 2.124 manns af öllu landinu á aldrinum 18-75 ára. Óákveðnir eða þeir sem neituðu að svara vora rámlega 19% og 6,4% sögðust ekki myndu kjósa eða skila auðu. upp. Kom þá í Ijós að dælan er ónýt. Lega hafði eyðilagst og skemmt út frá sér borholustangir. Hægt var að útvega aðra dælu hjá Orkuveitu Reykjavíkur og kom hún vestur síð- degis í gær. OIi Jón Gunnarsson, bæjarstjóri sagði að þetta væri heilmikið tjón fyrir hitaveituna. Dælan var aðeins nokkurra mánaða gömul, en áætlað var að hún entist í mörg ár. í TILEFNI þess að Þjóðleikhúsið fagnar 50 ára afmæli í dag, 20. apríl, er fjallað um sögu þess í máli og myndum í D-blaði Morgunblaðsins í dag. Meðal annars efnis eru viðtöl við þijá þjóðleikhússtjóra, byggingar- saga hússins er rakin, sagt frá ís- lenskum leikritum í leikhúsinu og margir af helstu listamönnum leik- hússins velta því fyrir sér hvað þjóð- leikhús merkir í þeirra huga. Þá er sagt frá hátíðarfrumsýningu kvölds- ins, sem er Draumur á Jónsmessun- ótt eftir William Shakespeare. Verð- ur leiklistargagnrýni um sýninguna birt á mbl.is strax á morgun. í Þjóðleikhúsinu verður vegleg hátíðardagskrá á Stóra sviðinu í dag kl. 16. Þar verða flutt ávörp og af- mæliskveðjur og fjölbreytileg skemmtidagskrá. Ávörp flytja Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Matthías Johannessen, formaður þjóðleikhússráðs, og Stefán Bald- ursson þjóðleikhússljóri. For- svarsmenn leikhúsa og leiklistar- samtaka flytja afmæliskveðjur og nokkrir listamenn hússins flytja ljóð, leikatriði og tónlist. Auk þess verður úthlutað viður- kenningum úr Menningarsjóði Þjóð- leikhússins og Egner-sjóði. Hátíðar- dagskráin er fyrst og fremst fyrir starfsfólk Þjóðlcikhússins og vel- unnara, og er þegar húsfyllir. Sagt verður frá dagskránni á mbl.is strax að henni lokinni og síð- an enn frekar í Morgunblaðinu eftir páskana. ■ Þjóðleikhúsið D-blað Mikill umferðar- þungi á þjóðvegum GEYSIMIKIL umferð var út úr Reykjavík eftir Vesturlands- vegi í gær og talsverður um- ferðarþungi var einnig á Suður- landsvegi austur fyrir fjall. Umferð fór vaxandi fram eft- ir degi í gær og lá leið margra norður í land. Ekki þurfti þó að grípa til þess að loka Hvalfjarð- argöngunum tímabundið vegna álags og að sögn lögreglunnar í Reykjavík, Borgarnesi og á Akranesi gekk umferðin greið- lega fyrir sig. Lögreglan á Vesturlandi og Vestfjörðum merkti vaxandi umferð á sínu svæði og Lögreglan á Blöndu- ósi sömuleiðis. Sagði hún að ökumenn ækju of hratt í Húna- vatnssýslum og yrði strangt eftirlit haft með ökumönnum á vegum í dag, skírdag. Búast má við mikilli jeppa- umferð á hálendinu um páska- helgina, ekki síst vegna þess að Veðurstofan spáir góðu veðri. Þetta kom fram í samtali Morg- unblaðsins við Þórarinn Guð- mundsson, formann Ferða- klúbbsins 4x4, en þar sem páskarnir eru fremur seint í ár era slóðir inn að jöklum og upp á öræfi víða blautar og við- kvæmar fyrir umferð. „Menn þurfa að gæta varáð- ar þar sem lítill snjór er og aka ekki utan vega þar sem snjóa- lög eru þunn,“ sagði Þórarinn. „Menn þurfa að sýna aðgát til að hlífa gróðrinum, sem er und- ir snjónum," sagði Þórarinn. Orkuveitan bætir skaðann ORKUVEITA Reykjavíkur hyggst koma til móts við þá sem sannanlega hafa orðið fyrir skaða af völdum útfellinga í hitaveituvatni frá Nesjavöllum. Þetta kom fram í samtali Morg- unblaðsins við Guðmund Þór- oddsson, forstjóra Orkuveit- unnar. „Við bætum þann skaða sem hægt er að rekja til okkar,“ sagði Guðmundur. „Það eru ekki margir sem hafa orðið fyr- ir skaða af þessum völdum, en auk vandamáls hjá Sundlaug Kópavogs höfum við heyrt um svona 10 tilfelli í viðbót og eru þau flest hjá stóram fyrirtækj- um,“ sagði Guðmundur. ■ Tekur tíma/16 Landspítali -Háskólasjúkrahús Tveir fram- kvæmdastjór- ar ráðnir STJÓRN Landspítala - Há- skólasjúkrahúss samþykkti á fundi sínum í gær að mæla með því við heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðhcrra að ráða Önnu Lilju Gunnarsdóttur hagfræð- ing í stöðu framkvæmdastjóra fjáiTeiðna og upplýsinga og Ingólf Þórisson verkfræðing í stöðu framkvæmdastjóra tækni og eigna. Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu stjórnar- innar um ráðninguna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. FyiT í vetur var samþykkt nýtt skipurit fyrir spítalann og skv. því eru 5 framkvæmda- stjórar í framkvæmdastjórn spítalans, auk forstjóra. Ráða á í hinar stöðumar þi'jár á næstu vikum. Ræktar þú garðinn þinn? Sameinaðu kosti Heimilislínu og Heimilisbanka Með því að vera í Heimilislínu og Heimilisbankanum á Netinu tryggir þú þér mun hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti og sparar kostnað af færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma. fe* HEIMILISLÍNAN ®BÚNAÐARBANKINN Traustur banki Samfylkingin bætir við sig fylgi Bilun í hitaveitu Stykkishólmi. Morcunblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.