Morgunblaðið - 20.04.2000, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Æ fleiri einstæð-
ar mæður leita
sér aðstoðar
Æ FLEIRI einstæðar mæður leita
sér aðstoðar hjá Ráðgjafarstofu um
fjármál heimilanna að því er fram
kemur í ársskýrslu Ráðgjafarstof-
unnar fyrir árið 1999. Einstæðar
mæður voru 38% allra þeirra sem
sóttust eftir aðstoð á árinu 1999 en til
samanburðar voru þær 29% allra
umsækjenda á árinu 1998 og 25% all-
ra umsækjenda á árinu 1997. Þegar
skoðuð er sérstaklega þessi aukning
á umsóknum einstæðra mæðra kem-
ur fram að stærsti hlutur þeirra er
ungar konur á aldrinum 20 til 30 ára
með eitt barn á framfæri. Flestar
einstæðu mæðumar eru í vinnu, eða
49% þeirra, 29% þeirra eru öryrkjar
og 23% á skrá yfir atvinnulausa.
Heildarfjöldi umsókna um aðstoð hjá
Ráðgjafarstofunni á síðasta ári var
599, en sé tekið tilliti til þess ef um
hjón eða sambúðarfólk var að ræða
náðu umsóknimar yfir alls 826 aðila.
í upphafsorðum Elínar Sigrúnar
Jónsdóttur, forstöðumanns Ráðgjaf-
arstofunnar, í skýrslunni er bent á að
það fólk sem leitað hefur aðstoðar
Ráðgjafarstofunnar, frá því hún var
stofnuð fyrir tæpum fjóram áram, á í
miklum fjárhagslegum vanda;
tekjurnar era lágar, framfærslu-
kostnaðurinn hár og skuldabyrði
mikil. „Við sem störfum við að veita
heimilum aðstoð í greiðsluvanda
verðum vör við mikla fordóma í garð
skuldsettra. Margir virðast halda að
ástæður greiðsluvanda séu einungis
neyslusukk og óhófleg eyðsla. í
þeirri umræðu alhæfinganna gleym-
ast sjúkdómar, dauðsföll og félags-
legir erfiðleikar af ýmsum toga.
Tekjur margra heimila era svo
lágar að þær duga ekki til að fram-
fleyta fjölskyldu hvað þá að borga af
húsnæðislánum eða öðram nauðsyn-
legum skuldbindingum. Þá skal þeim
ekki gleymt sem verða íyrir breyt-
ingu á atvinnu- og eða fjölskyldu-
stöðu. Lítill gaumur hefur verið gef-
inn að afleiðingum fjölda
hjónaskilnaða og sambúðarslita hér
á landi. Það kostar mikið að reka tvö
heimili í stað eins á sömu tekjum,“
segir forstöðumaðurinn m.a. í inn-
gangsorðum sínum.
Sé litið á stöðu og starfsheiti
þeirra sem sóttust eftir ráðgjöf á
Ráðgjafarstofunni á síðasta ári kem-
ur fram að flestir þeiira era öryrkj-
ar, eða samtals 21%. Því næst eru at-
vinnulausir, eða 20% og 15% era það
sem kallað er ósérhæft starfsfólk. Þá
kemur fram þegar litið er á aldurs-
samsetningu að flestir umsækjendur
era fólk á aldrinum 30-39 ára, eða
38% umsækjenda. Fólk í þessum
aldurshópi er með mestu vanskilin,
eða rúmar 1,4 milljónir króna að
meðaltali.
Meðaltekjur umsækjenda um að-
stoð á síðasta ári vora rúmlega 145
þúsund krónur á mánuði og er þar
átt við heildar ráðstöfunartekjur eft-
ir greiðslu skatta og annarra gjalda
að teknu tilliti til bóta og lífeyris-
greiðslna.
Lítið samræmi milli lántöku
og greiðslugetu
í skýrslunni er m.a. bent á að ýmis
dæmi sem komið hafa á borð Ráð-
Yfírlýsing frá aðstandend-
um Sýnisbókar íslenskrar
alþýðumenningar
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Kára
Bjarnasyni, ritstjóra Sýnisbókar ís-
lenskrar alþýðumenningar, Sigurði
Gylfa Magnússyni, ritstjóra Sýnis-
bókar íslenskrar alþýðumenningar
og Jörandi Guðmundssyni, forstöðu-
manni Háskólaútgáfunnar
„Erlingur Þorsteinsson læknir
ber ritstjóra Sýnisbókar íslenskrar
alþýðumenningar þungum sökum í
Morgunblaðinu 15. apríl síðastliðinn.
Ekki verður hjá því komist að draga
fram eftirfarandi staðreyndir varð-
andi aðdraganda að gerð bókarinnar
Orð af eldi.
Við sem stóðum að útgáfu bókar-
innar Orð af eldi töldum okkur hafa
fulla vissu fyrir því að afkomendur
Þorsteins Erlingssonar stæðu ein-
huga að baki útgáfu bréfa Þorsteins
Erlingssonar til Ólafar á Hlöðum
(sjá yfirlýsingu erfingja Asthildar
Erlingsdóttur hér í Mbl.). Það kem-
ur okkur jafnframt í opna skjöldu að
Erlingur skuli ekki hafa vitað um til-
urð bréfasafnsins, eins og fram kem-
ur í yfirlýsingu hans í Morgunblað-
inu, og það þrátt fyrir að Asthildur
dóttir hans hafi fengið þau í hendur
árið 1966. Það er ógjömingur fyrir
okkur aðstandendur ritraðarinnar,
ritstjóra og forstöðumann Háskóla-
útgáfunnar, að vita ástæður þess
enda era þær okkur óviðkomandi.
Ritstjórar Sýnisbókar íslenskrar
alþýðumenningar hafa ávallt lagt sig
fram um að byggja upp traust milli
almennings og handritasafna með
það í huga að fólk geti óhikað afhent
gögn sín þangað til varðveislu. Við
ritstjórarnir stóðum til dæmis fyrir
Degi dagbókarinnar, hinn 15. októ-
ber 1998, ásamt fleira góðu fólki, til
þess að hvetja landsmenn til að af-
henda bréf, dagbækur og aðrar pers-
ónulegar heimildir sem gætu orðið
fræðimönnum að gagni í framtíðinni
við rannsóknir.
Öll atburðarásin í sambandi við
nýjustu bókina Orð af eldi hefur
komið starfi okkar í mikið uppnám
(sjá formála að bókinni Orð af eldi).
Það að bornar hafa verið brigður á
heiðarleika ritstjóranna og að sam-
hliða útgáfu bókar okkar hefur önn-
ur bók verið gefin út með sama efni,
setur útgáfu Sýnisbókar íslenskrar
alþýðumenningar í mikla óvissu.
Staðreyndin er einfaldlega sú að
ekki er hægt að standa í útgáfu við-
kvæmra heimilda ef útgáfan nýtur
ekki fullkomins trausts. Við sem gef-
um út ritröðina höfum lagt okkur
fram við að standa að gerð hverrar
bókar fagmannlega, þannig að við
hefðum sóma af. Við teljum okkur
hafa unnið að heilindum að þessari
bók sem og að öllum öðram sem við
höfum komið nálægt.
Nauðsynlegt er að taka fram að í
síðari hluta marsmánaðar settu rit-
stjóramir sig í samband við Erling
Þorsteinsson að beiðni Helgu Guð-
rúnar Jónasdóttur barnabams hans,
til að koma til hans próförk að bók-
inni. Við skýrðum út fyrir honum í
smáatriðum tildrög bókarinnar og
efnistök. Síðar var Erlingi bent á að
ekki væri gerlegt að hægja á útgáfu
hennar ekki hvað síst vegna þess að
önnur bók var þá nýkomin í verslanir
með sama efni. Það var með öðram
orðum útilokað, eins og mál höfðu
þróast, að bíða með útgáfuna til þess
að Erlingur Þorsteinsson gæti gefið
álit sitt á henni. Taka verður skýrt
fram að þetta var honum bent á þrá-
faldlega og það var sömuleiðis oft-
sinnis afsakað hvernig mál hefðu
þróast. Við erum tilbúnir til að end-
urtaka það hvenær sem er en við
hljótum jafnframt að harma að Erl-
ingur skuli hafa kosið að færa þetta
fjölskyldumál inn á vettvang dag-
blaða.“
Yfírlýsing frá erfíngjum
Ásthildar Erlingsdóttur
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Helgu
Guðrúpu Jónasdóttur fyrir hönd erf-
ingja Ásthildar Erlingsdóttur:
,Á vordögum ársins 1999 leituðu
erfingjar Ásthildar Erlingsdóttur til
Háskólaútgáfunnar um útgáfu bréfa
Þorsteins Erlingssonar skálds til
Ólafar Sigurðardóttur á Hlöðum.
Bréf afa síns fékk Ásthildur Erlings-
dóttir að gjöf frá Steindóri heitnum
Steindórssyni, frá Hlöðum.
Ásthildi auðnaðist ekki fyrir and-
lát sitt, árið 1993, að koma þeirri ætl-
un sinni í verk, að fá bréf Þorsteins
Erlingssonar gefin út, og afhenda
þau að því búnu Landsbókasafni Is-
lands til varðveislu. Fyrir Ásthildi
vakti að gera fræðimönnum og
áhugafólki bréfin aðgengileg. Erf-
ingjar Ásthildar, og núverandi eig-
endur bréfanna, höfðu af þessum
sökum framkvæði að útgáfu þeirra
og afhendingu, í minningu hinnar
látnu.
Fyrir milligöngu Háskólaútgáf-
unnar var gert samkomulag við Sig-
urð Gylfa Magnússon og Kára
Bjarnason, ritstjóra ritraðarinnar
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenning-
ar, og hinn 8. aprfl sl. birtust bréf
Þorsteins Erlingssonar til Ólafar
Sigurðardóttur á Hlöðum, sem hluti
fjórðu sýnisbókar ritraðarinnar,
Orðs af eldi. Bréfin bíða þess að
verða afhend landsbókaverði við
fyrsta tækifæri.
Erfingjar Ásthildar töldu að um-
rædd bréf væra gefin út í þökk Erl-
ings Þorsteinssonar, læknis og föður
Ásthildar, ekki hvað síst fyrir þá sök
að útgáfan er tileinkuð minningu
hins látna ástvinar, auk þess sem
hún er merk heimild um skáldið Þor-
stein Erlingsson, hugarheim hans og
samtíð.
Af þessum sökum kom yfirlýsing
Erlings Þorsteinssonar, sem birtist í
Morgunblaðinu hinn 15. aprfl sl.,
okkur erfingjum Ásthildar í opna
skjöldu. Við hörmum að þar er að
ósekju veist að orðstír þeirra er síst
skyldi, Sigurðar Gylfa Magnússonar
og Kára Bjamasonar, ritstjóra rit-
raðarinnar og vandaðra fræðimanna.
Jafnframt hörmum við að sú leið hafi
verið valin að gera fjölskyldumál að
opinberu blaðamáli.
Samskipti okkar erfingja Ásthild-
ar og ritstjóranna og Háskólaútgáf-
unnar hafa verið með miklum ágæt-
um. Við þökkum þeim samstarfið við
útgáfu bókarinnar Orðs af eldi, sem
við eram sannfærð um að muni halda
uppi merki skáldanna um langan
aldur.“
gjafarstofunnar sýni að mikil þörf
séu á því að betur sé vandað til út-
lána lánastofnana; banka, sparisjóða
og allra þeirra aðila sem stunda út-
lánastarfsemi svo sem tryggingafyr-
irtæki og greiðslukortafyrirtæki.
„Dæmin sýna þörfina á því að tekið
sé tillit til launa, framfærslukostnað-
ar og annarra skuldbindinga lántaka
áður en til lántöku kemur. í flestum
tilvikum er lítið samræmi milli lán-
töku og greiðslugetu.
Dæmi era um að umsamdar mán-
aðarlegar afborgarnir séu allt að
tvöfalt hærri en mánaðarlaun,“ segir
í skýrslunni, en þar er þeim tilmæl-
um beint til viðskiptaráðherra að
hann hlutist til um að samræmdar
verði reglur allra þeirra er veita lán
til einstaklinga þannig að kannaðar
verði betur greiðslugeta og við-
skiptasaga áður en til lánveitinga er
stofnað.
Kaupsýslu-
konur
framtíð-
arinnar
HVER veit nema að þær Hanna,
María og Þórdís verði öflugar
kaupsýslukonur og reki eigin
verslanir þegar þær eru orðnar
fullorðnar. Að minnsta kosti
stóðu þær sig vel við rekstur
hlutaveltu sinnar við Freyjugötu í
Reykjavík.
Þær létu stress hinna úti-
vinnandi ekki ná tökum á sér en
sátu afslappaðar yfir framtaki
sínu og leyfðu sólinni að skína á
sig á meðan þær tóku í spil.
Morgunblaðið/Kristinn
Hanna, María og Þórdís héldu hlutaveltu á Freyjugötunni til styrktar
Raða krossinum. Á meðan beðið var eftir nýjum viðskiptavini voru spil-
in tekin upp og Olsen Olsen spilaður.
Yfirlýsing frá
Mannvernd
PÉTUR Hauksson, formaður Mann-
verndar, sendi í gær frá sér eftir-
farandi yfirlýsingu fyrir hönd félags-
ins vegna nýrra siðareglna
íslenskrar erfðagreiningar:
„Mpnnvernd fagnar stefnubreyt-
ingu íslenskar erfðagreiningar hvað
varðar upplýst samþykki, en spyr
um leið: Hvers vegna vora þá öll læt-
in? Hingað til hefur stefnan verið að
yfirvöld ákveði að rannsókn megi
gera án samþykkis sjúklinga, þ.e.
með svokölluðu ætluðu samþykki
þeirra. Þannig er um stefnubreyt-
ingu að ræða. I Morgunblaðinu í gær
kom fram að með nýju reglunum
væri gengið lengra en krafist væri.
Hins vegar hefur upplýst sam-
þykki sjúklings verið meginreglan í
vísindastarfi hingað til.
Þeta er tryggt í lögum um réttindi
sjúklinga og reglugerðum, sem vísa í
Helsinki-yfirlýsingu Alþjóða lækna-
félagsins. Sjúklingur skal fyrirfram
samþykkja rannsókn, segir í lögun-
um. Hann skal uppfræddur um
mögulegar áhættur sem rannsóknin
kann að hafa í för með sér, segir í al-
þjóðlegu siðareglunum. Þannig
ganga nýju siðareglur IE ekki
lengra en þær siðareglur sem hingað
til hafa verið í gildi, einnig hér á
landi.
Einnig skal bent á að hingað til
hefur það sem ÍE hefur kallað upp-
lýst samþykki ekki talist vera það
samkvæmt hefðbundnum viðmiðun-
um. Þegar smáaletrið er skoðað í
eyðublaði því sem sjúklingar undir-
rita fyrir rannsókn kemur í ljós að
þeir era að samþykkja meira en
rannsókn á tilteknum sjúkdómi, þeir
veita einnig heimild til að sýni og
gögn frá þeim verði notuð til ein-
hverra annarra rannsókna. Slíkt
samþykki getur ekki talist upplýst.
Eldri vísindasiðanefndin var að út-
búa reglur sem kæmu í veg fyrir
þetta opna leyfi þegar hún var sett af
á einu bretti með reglugerðarbreyt-
ingu í fyrra. Þetta opna samþykki
kemur fram á eyðublöðum sem
sjúklingar era beðnir um að undir-
rita vegna rannsókna og einnig í
skráningargögnum fyrir Nasdaq-
markaðinn bandaríska og er útskýrt
nánar á vefsíðunni mannvernd.is.
Þess vegna vill Mannvernd sjá
nánari skilgreiningu á fyrirhuguðu
upplýstu samþykki og að þessi álita-
mál verði höfð í huga við afgreiðslu
framvarpa um persónuvernd og um
lífsýnasöfn sem nú era til umræðu á
Alþingi. Eðlilegast er að kveðið verði
sérstaklega á um meginregluna um
upplýst samþykki í framvörpunum.
Þannig yrði hún lögfest eins og í lög-
um um réttindi sjúklinga, í stað þess
að lögfesta ætlað samþykki sem
meginreglu, eins og fyrirhugað er í
lífsýnafrumvarpinu og kveðið er á
um í gagnagrannslögunum."